Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR Sakharov fær fulla uppreisn Kosinn íforsœtisnefnd vísindaakademíu Hinn heimsþekkti sovéski vís- indamaður og pólitíski and- ófsmaður Andrej Sakharov var á fimmtudaginn kjörinn í forsætis- nefnd vísindaakademíunnar. Felst í þessu mikill heiður og er talið að með þessu hafi valdhafar tekið Sakharov að fullu í sátt, en hann sætti sem kunnugt er í fjölda Leiðrétting Ruglingur varð í frétt um eyðni í helgarblaðinu í gær. Þar stóð að 4211 eyðnisjúklingar hefðu bæst við í Frakklandi í sept. s.l., 2307 í Vestur-Þýskalandi, 2233 á Ítalíu, 1669 í Bretlandi og 1471 á Spáni. Svo slæmt er það ekki ennþá; hér er um að ræða heildartölur yfir þá, sem voru á skrá sem eyðni- sjúklingar í þessum löndum um s.l. mánaðamót. Leiðréttist þetta hér með og er beðist afsökunar á mistökunum. dþ. ára meiri eða minni þrengingum af þeirra hálfu vegna baráttu sinnar fyrir mannréttindum. Sakharov hefur nú einnig feng- ið leyfi til að fara úr landi, en það hefur honum hingað til verið bannað á þeim forsendum, að honum væri kunnugt um leyndarmál viðvíkjandi kjarn- orkuvígbúnað Sovétríkjanna. Hyggst hann ferðast til Banda- ríkjanna í næsta mánuði til að sitja í Washington ráðstefnu á vegum óháðra samtaka, Alþjóðastofnunarinnar um lífsaf- komu og þróun mannkyns, en hann er í stjórn samtakanna. Sakharov sagði við fréttamenn að ferðaleyfið væri vottur breytinga þeirra sem orðið hefðu í Sovétríkjunum síðan Míkhaíl Gorbatsjov hófst þar til æðstu valda. Tæp tvö ár eru nú síðan Sakharov fékk, að persónulegri tilhlutan Gorbatsjovs, að flytjast frá Gorkíj, þar sem yfirvöld höfðu neytt hann til að búa í sjö Sakharov - sigur að lokum. ár. í tilkynningu um kjör Sakhar- ovs í forsætisnefnd vísindaaka- demíunnar bar Tassfréttastofan hrós á hann sem mikilhæfan vís- indamann og sagði að um þessar mundir stundaði hann einkum rannsóknir í heimsmyndarfræði. Sakharov hefur verið talinn einn fremsti kjarneðlisfræðinga heims og átti mikinn þátt í að Sovétmönnum tókst að framleiða sína fyrstu vetnissprengju 1953. Hann var kjörinn í vfsindaaka- demíuna 32 ára að aldri, og hefur yngri manni aldrei öðlast sá heiður. Stjórnvöld sviptu hann á Brezhnevstímanum Lenínorð- unni og fleiri heiðurstáknum, en úr akademíunni var hann aldrei rekinn. Hann er nú 67 ára að aldri. Hefndarárás ísraela Tugir drepnir og særðir Að minnsta kosti 36 manns biðu bana eða særðust er fjórar ísraelskar herþotur réðust í gær á stöðvar íslamskra bókstafstrúar- manna í Bekaadal, austanvert í Líbanon, og Frelsissamtaka Pal- estínu (PLO) skammt frá Sídon í suðurhluta landsins. Gerðu flug- mennirnir bæði að kasta sprengj- um og skjóta eldflaugum. Mest virðist tjónið hafa orðið í Bekaa, þar sem mikilvægar stöðvar svo- kallaðs Guðsflokks (Hizbollah) ásamt sjúkrastofum þar í grennd voru sprengdar í rústir. Ekki fer leynt að hér voru ísra- elar að hefna sín fyrir sjálfs- morðsárás, sem Hizbollahmaður nokkur gerði á herbílalest þeirra á miðvikudag við líbansk- ísraelsku landamærin. Fórust í árásinni sjö ísraelskir hermenn og átta særðust. Þetta er mesta tjón, sem ísraelar hafa beðið í Líbanon í einni árás síðan þeir kölluðu herlið sitt heim frá mest- um hluta Suður-Líbanons í júní 1985. ísraelskir leiðtogar hétu því þegar eftir árásina að hefndir gær þegar hafa drepið annan skyldu fyrir koma. Guðsflokks- þeirra. menn, sem eru sjítar og hlynntir Ekki er talið ólfklegt að téðar íran, hótuðu því á móti að myrða aðgerðir Hizbollah muni koma tvo ísraelska hermenn, sem þeir hægrimönnum vel í kosningabar- tóku til fanga 1986 og kváðust í áttunni í ísrael. Reuter/-dþ. ísraelskir læknar og sjúkraliðar hlynna að einum hermannanna, sem særðist í sjálfsmorðsárásinni á miðvikudag. Suður-Afríka 18 drepnir í vígaferlum ættbálka Atján menn voru drepnir í fyrradag í suðurafríska fylk- inu Natal í viðureign milli manna af tveimur ættbálkum, Muond- wane og Nomane. Réðust um 150 manns af fyrrnefnda ættbálknum á álíka marga Nomanemenn, vopnaðir byssum og spjótum. Lögregla segir viðureign þessa ekki hafa verið í neinu sambandi við stjórnmálasviptingar þær, sem eiga sér stað í landinu, en ættbálkar á þessum slóðum eiga oft í erjum út af nautpeningi og bithögum. Burtséð frá slíkum ættbálka- erjum hefur verið illindasamt í Natal á milli Sameinuðu lýð- ræðisfylkingarinnar (UDF), stjórnmálasamtaka sem standa nærri Afríska þjóðarráðinu (ANC), og Inkatha, stjórnmála- hreyfingar sem hefur mikið fylgi meðal Súlúþjóðarinnar. Yfir 700 menn hafa verið drepnir á s.l. 20 mánuðum í vígaferlum á milli fylgismanna þessara hreyfinga. Reuter/-dþ. Marcoshjón ákærð fyrir fjáralæfra Bandarískir embættismenn til- kynntu í dag að Ferdinand Marcos, fyrrum forseti á Filipps- eyjum, Imelda eiginkona hans og saudiarabískur auðkýfíngur að nafni Adnan Khashoggi yrðu ákærð fyrir ijárglæfra og svik og pretti í því sambandi. Hefur þetta verið ákveðið af hálfu alríkis- kviðdóms í New York, sem síðan fyrir rúmum tveimur árum hefur rannsakað ákærur á hendur þeim hjónum. Marcoshjónin eru sökuð um að hafa á ólöglegan hátt tekið fjár- hæðir sem skipta hundruðum miljóna dollara með sér frá Fii- ippseyjum. Þetta fjármagn hafa þau notað á ýmsan hátt, meðal annars til fjárfestinga í Banda- ríkjunum. Khashoggi er sakaður um að hafa verið í einhverju braski með þeim og verður því ákærður líka. Ferdinand Marcos var sem kunnugt er lengi forseti Filippseyja og á þeim tíma einn dyggasti bandamaður Bandaríkj- anna í Asíu. Reuter/-dþ. Laugardagur 22. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 11 Sjalfsævisaga Bush á kínversku Hin opinbera fréttastofa Kína skýrði svo frá í gær að sjálfs- ævisaga George Bush, varafor- seta Bandaríkjanna og frambjóð- anda repúblíkana til forsetaemb- ættis þar, hefði verið þýdd á kín- versku og yrði gefin út í Kína innan skamms. Bókin hefur titil- inn: Horft fram á við (á ensku: Looking forward). Það hefur ekki farið leynt að kínverska forustan er Bush megin í baráttunni um forseta- Gíslum hótað Sjítasamtök nokkur í Líbanon, sem nefnast fslamska Jihad og eru hlynnt íran, höfðu í gær í hót- unum um að láta reiði sína út af loftárásum ísraela á stöðvar Hiz- bollah, annarra samtaka sem hlynnt eru íran, bitna á tveimur •stólinn og má mikið vera ef út- gáfa bókar hans er ekki tilkynnt einmitt nú með það fyrir augum að styrkja hann í kosningas- lagnum. Deng Xiaopping, hinn háaldraði leiðtogi Kína, kallaði í s.l. mánuði Bush „gamlan vin“ og óskaði þess opinberlega að hann ynni kosningarnar. Kínverskir framámenn þekkja Bush frá því að hann var sendimaður Banda- ríkjastjórnar í Peking um miðjan áttunda áratuginn. Reuter/-dþ. í hefndarskyni bandarískum gíslum sem þau hafa í haldi. Sakar íslamska Jihad Bandaríkin um að bera ábyrgð á árásum ísraela. Gíslarnir eru Terry Anderson, blaðamaður, og háskólakennari að nafni Thomas Sutherland. Reuter/-dþ. Frá Sjúkraliðaskóla íslands Sjúkraliðar Fyrirhugaö er aö halda 4 vikna endur- menntunarnámskeiö ef næg þátttaka fæst. Upp- lýsingar á skrifstofu skólans aö Suöurlandsbraut 6, sími 84476, alla virka daga frá kl. 9-12. Skólastjóri = 11 DAGVIST BARIVA ------------------ Forstöðumaður Staða forstöðumanns á skóladagheimilinu Völvukoti er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Dagvistar barna í síma 27277. j|j DAGVIST BARIVA Fóstrur, þroskaþjálfar, áhugasamt starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæöi fyrir og eftir há- degi. Upplýsingar veitaforstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. VESTURBÆR Grandaborg v/Boðagranda, s. 621855 AUSTURBÆR Brákarborg v/Brákarsund, s. 34748 Langholt, Dyngjuvegi 18, s. 31105 Steinahlíð v/Suðurlandsbraut, s. 33280 ÁRBÆR - BREIÐHOLT Bakkaborg, v/Blöndubakka, s. 71240 Hraunborg, Hraunbergi 10, s. 79600 Kvarnarborg, Árkvörn 4, s. 673199

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.