Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Fiskvinnslan Tap þrátt fyrir stjómaraðgerðir Sambandfiskvinnslustöðva: Heildartap fiskvinnslunnar minnkað úr8-9% í3%. Frystingin rekin með 4% tapi. Stór hluti útborgaðra verðbóta áfrystanfisk skilar sér ekki beint tilfyrirtœkjanna heldur inn á afurðalánareikning Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til hjálpar fiskvinnslunni hafa lækkað heildartapið úr 8-9% nið- ur í 3%. Saltfiskvinnslan er í járnum en enn er tap á frysting- unni sem nemur um 4%. Á heilu ári nemur tapið um 800 miljónum króna en var fyrir aðgerðir rúmir 2 miljarðar. Að sögn Arnars Sigurmunds- sonar formanns Sambands fisk- vinnslustöðva munar enn sem komið er mest um útborgun verð- bóta á frystan fisk um 300 miljón- ir króna af 75Ó sem áformað er að verði. Þá hafa vaxtalækkanirnar skilað einhverju en ekki bólar enn á lækkun á rafmagnsverði til frystingarinnar sem búið var að lofa uppá 25%. Hluti af útborguðum verðbót- Vera Karlsýki hjá borginni „Karlsýki hrjáir stjórnkerfi borgarinnar", segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi í opinskáu viðtali í nýrri Veru. í máli Ingibjargar Sólrúnar kemur fram hörð gagnrýni á vinnubrögð borgaryf- irvalda og segir hún Sjálfstæðis- flokkinn vera á góðri leið með að útrýma lýðræðislegum vinnu- brögðum með dyggilegri aðstoð embættismanna. Víða er komið við í viðtalinu og meðal annars fjallað um hugmyndir um sam- eiginlegt framboð félagshyggju- aflanna við næstu borgarstjórnar- kosningar. Að venju er efni blaðsins fjöl- breytt og er að þessu sinni fjallað sérstaklega um hjónavígslur undir fyrirsögninni „Rómantík eða raunsæi?". Rætt er um Kvennaathvarfið, sem um þessar mundir á fimm ára afmæli. Sagt er frá aðdraganda þess að Klöru ívarsdóttur var ýtt til hliðar við ráðningu sparisjóðsstjóra á Nes- kaupstað. Nokkrar konur segja frá reynslu sinni af Nordisk For- um, fjallað er um bækur, kvik- myndir og margt fleira. Borgar- og þingmál eiga sinn sess í Veru að venju. Útgáfa Leikrit um Snorra Bókaútgáfan Reykholt hf. hef- ur nú gefið út bókina „Húðir Svignaskarðs" eftir Indriða G. Þorsteinsson. Hér er um að ræða leikrit um Snorra Sturluson, rit- störf hans og veraldarvafstur, baráttu um völd og fyrir sjálf- stæði landsins gagnvart erlendum yfirráðum. Inn í þennan söguþráð er flétt- að frægum atriðum úr Heims- kringlu, sögum Noregskonunga. Bókin er myndskreytt af Einari Hákonarsyni myndlistarmanni. um á frystan fisk hefur farið inn á afurðalánareikninga fiskvinnslu- fyrirtækja í bönkum og ekki nema lítill hluti þeirra skilað sér beint til fyrirtækjanna. Það hefur haft þær afleiðingar að skuldahal- inn sem fyrir var við ýmis þjón- ustufyrirtæki ss. rafmagnsveitur er enn ógreiddur og vofa því enn rafmagnslokanir yfir hjá mörgum fyrirtækjum. Vegna þessa gætir nokkurrar óánægju meðal fiskvinnslu- manna sem telja að með þessum aðgerðum stjórnvalda sé aðeins verið að lengja spottann í snör- unni þegar rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna sé enn í lamasessi þrátt fyrir komna aðstoð til þessa. Verði ekkert frekar að- hafst má búast við að rekstrar- vandræði fiskvinnslufyrirtækja verði komið í sama horf og það var fyrr á árinu. Hjá Atvinnutryggingarsjóði er verið að senda út gögn og upplýs- ingar til útflutningsfyrirtækja um þá lánamöguleika sem fyrirtækj- unum stendur til boða af hálfu sjóðsins. Gunnar Hilmarsson formaður sjóðsstjórnar sagði að á meðan væru engar lánsumsóknir farnar að berast til sjóðsins en búast mætti við þeim fyrstu í næsta mánuði. Aðspurður um auglýst 10 miljón króna útflutn- ingsverðmæti fyrirtækja til að verða lánshæf, sagði Gunnar að það væri í sjálfu sér engin heilög tala; aðeins viðmiðun. Þá yrði fiskeldisfyrirtækjum veitt aðstoð seinna en þau væru ekki inn í myndinni fyrsta kastið. -grh Vinnutími og -skilyrði íslenskra kvenna í fjórar kynslóðir; BSRB- hópurinn sem flutti vellukkaða dagskrá um þetta efni í Osló í sumar endurtekur hana á morgun, sunnudag, á Hótel íslandi. Mynd: Jim Smart. Kvennaþingið Kabarettinn kominn heim SkemmtiatriðinfráNordisk Forum endurtekin á . Hótel íslandi á morgun Helgu og Elísabetu Brekkan, verður fluttur þessu næst, og síð- an söngleikur kvenna úr BSRB um vinnutíma og vinnuskilyrði fjögurra kynslóða íslenskra kvenna. Söngleikur þessi vakti mikla hrifningu í Osló og var margendurtekinn eins og fram kom í fréttum. Ásdís Skúladóttir tekur saman og stjórnar dagskrá sem nefnist Undarleg ósköp að vera kona - flutt á þinginu á vegum Banda- lags kvenna í Reykjavík. Að lokum flytur leikhópurinn Perlan tvo þætti; Sólin og vindur- inn og Síðasta blómið, en í hópn- um eru þroskaheft ungmenni úr Brautarskóla ríkisins. HS Kvennakabarett verður hald- inn á Hótel íslandi um miðjan dag á morgun, og verður Nor- ræna kvennaþingið frá í sumar endurvakið þar að hluta til. Skemmtiatriðin sem konur héðan fóru með á Norræna kvennaþingið í Osló í sumar leið verða endurtekin á kabarettsýn- ingunni. Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra jafnréttismála, setur og ávarpar samkomuna, en því næst verður fluttur ballettinn Skapan- ornir eftir Auði Bjarnadóttur við tónlist Mistar Þorkelsdóttur, en hann var saminn sérstaklega fyrir opnunarhátíðina á Nordisk For- um. Tante Norden og Flora Dan- ica, leikþáttur eftir systurnar QlœsileQÍz nxngar Þjóðviljans Nissan Micra frá Ingvari Helgasyni hf. PCtölvafráAcohf. Ferðavlnnlngar frá Samvlnnuferðum-Landsýn. Sjónvarp frá SJónvarpsmlðstöðlnnl hf. M' sæaswssi —----------rasp-? -¦¦:¦,-:.¦:¦.:..:. •¦ ':-. t |.,J.' - 'iii MWaB f "^ l(D--! M ¦ "*-W'JBj-" Myndbandstækl frá SJónvarpsmlðstöðlnnl hf. Uppþvottavélfrá Einari Farestveit & Co. hf. Örbylgjuofn frá ElnarlFarestvelt& Co. hf. ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.