Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Að komast í ríkisstjóm hvað Pað vakna margar spurningar nú þegar Alþýðubandalagið er komið í ríkisstjórn, ekki síst hjá okkur „Vinstri sósíalistum", sem höfum sumir hverjir talið vonar- glætu í þeim flokki. Pess vegna starfa nokkur okkar í Alþýðu- bandalaginu. Húllumhæið kringum stjórnar- myndunina er enn í fullum gangi. Þeir voru dáldið bráðir piltarnir okkar að komast í ráðherra- embættin, en eru nú „búnir að bæta það upp“ með því að skipa konur í stöður aðstoðarmanna sinna. Mikið er þetta nú sætt og í góðu samræmi við hefðbundna verkaskiptingu í þjóðfélaginu. Eins og marga aðra þegna þjóð- félagsins langaði Guðrúnu Helgadóttur til að verða ráð- herra. Henni var að lokum spark- að upp í það að vera forseti sam- einaðs þings. Áttu fréttastrákar þjóðfélagsins síðan lengi erfitt með að halda vatni yfir því hvílíkt blað hefði verið brotið í íslands- sögunni með þessari skipan. Verð ég að viðurkenna það að Guðrún er fyrsta konan sem hef- ur verið afdönkuð með þessum hætti. Margir kallar biðu þetta skipbrot, þegar á ævina leið, að hafa verið gerðir að forseta sam- einaðs þings, þegar hinir flokks- tarfarnir urðu þeim yfirsterkari í valdabaráttunni. Annars finnst mér þessi gassagangur að verða ráðherra lítt sæmandi forystu- mönnum í verkalýðsflokki, sem ég hélt að væri meira umhugað um að efla stöðu og baráttu verkalýðsstéttarinnar en að koma sjálfum sér á toppinn. Þaðerekki mikið hægt aðfjalla um árangur þessarar ríkisstjórnar enn þá. Ráðherrarnir eru enn að furða sig á því hvað aðkoman sé slæm í ráðuneytum Sjálfstæðis- flokksins og gefa út yfirlýsingar um aðgerðir í Jóns Baldvins stíl. Einu beinu aðgerðirnar sem grip- ið hefur verið til eru þó bráða- birgðalög um að halda áfram kaupráninu, sem hófst 1. sept- ember. Fyrir mann eins og mig sem lengi hefur verið í hringiðu póli- tískrar umræðu hér á landi, kem- ur mest á óvart, hversu auðveld- lega gekk að troða Alþýðubanda- laginu inn í þessa stjórn, sem hef- ur kjararán og afnám samnings- réttar í stjórnarsáttmála sínum. Ég skil alveg löngun gleiðgosa og valdastreðara að komast í áber- andi stöður. Það sem mér finnst miklu dapurlegra er að nú er svo komið að fjöldi vinstrisinnaðs al- þýðufólks finnst þetta, að koma flokknum sínum í ríkisstjórn vera það eina sem skiptir máli. Það er eins og það hafi misst trú á sjálfu sér og öllum öðrum leiðum og veitir gleiðgosunum því ekkert aðhald lengur. Pólitískt óþol Áður fyrr var oft mikil and- staða í vinstri hreyfingunni gegn því að Alþýðubandalagið færi í ríkisstjórn. Ástæðan var sú að fólki fannst engar verulegar breytingar fást fram og því væri með ríkisstjórnarþátttökunni eingöngu verið að vinna skítverk- in fyrir auðvaldið. Allaballarnir sem nú voru hvað óðastir að komast í ríkisstjórn færðu sér þetta meira að segja í nyt. „Við skirrumst sko ekki við að ganga í skítverkin," sögðu þeir og létu eins og þeir stjórnuðust fyrst og fremst af fórnfýsi. En þeir stjórnast ekki af neinni fórnfýsi í þessu tilviki. Þeir stjórnast fyrst og fremst af póli- tískuóþoli. Þettaóþol ásérmarg- ar rætur. Ein rótin er óseðjandi löngun í það að fá að tylla sér á hefðartindinn, önnur að fá kerfis- bitlinga og aðstöðu fyrir sig og starfsemi sína og sú þriðja trúin á það kostar sem Ragnar Stefánsson skrifar að menn geti komið einhverju til leiðar af hugsjónum sínum með þessum hætti, þó svo að það sé á mjög afmörkuðu sviði. Þetta fyrra tvennt er bara venjuleg mannleg eigingirni, sem erfitt er að gera við. Hið síðasta að fara í ríkisstjórn til þess að koma í gegn einhverju afmörkuðu framfara- máli byggir oft á misskilningi. Skilyrði fyrir stjórnarþátttöku Eitt mikilvægasta skilyrði, sem margir sósíalistar og Állaballar settu, hér áður fyrr, fyrir því að ganga inn í ríkisstjórn var að her- inn væri látinn fara, eða að lág- marki að einhver óafturkallanleg skref væru stigin í þá áttina. Hvers vegna vildu menn setja slík skilyrði? Jú, seta í ríkisstjórn sem framfylgdi hersetunni, gerði menn meðábyrga. Þetta hjálpaði til við að skapa þá ímynd að það væri eitthvað óafturkallanlegt og eilíft að herinn verði hér, þegar baráttumennirnir gegn honum væru farnir að stjórna með hon- um, svo að segja. Þátttaka í ríkis- stjórn með hernaðarbandalaginu væri því til þess að auka sinnu- leysið í þessu máli. En sinnu- leysið er einmitt aðalvopn stuðn- ingsafla hersins. Menn gerðu sér líka grein fyrir því að stór hluti þess fylgis sem Álþýðubandalag- ið fékk var frá fólki, sem studdi flokkinn af því það hélt að hann væri ótrauður í baráttunni gegn hernum. Þetta fóik hafði fleytt flokknum í valdaaðstöðu. Þetta var rányrkja á því fólki og baráttu þess, rányrkja sem bæði mundi hafa slæm áhrif á flokkinn og á baráttuna þegar til lengdar léti. Það má færa gild rök að því að þátttaka Alþýðubandalagsins í ríkisstjórnum, sem sættust á að hafa herinn sé ein af meginástæð- um þess, hve baráttan gegn hern- um er dauf um þessar mundir. Þegar Alþýðubandalagið var í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, þá varð það þátttakandi í að skerða samninga verkalýðsfé- laga. Að vísu var þetta ekki í þeim mæli sem síðar gerðist. En þetta nægði til þess að Sjálfstæð- isflokknum og Framsóknar- flokknum leiðst að ráðast síðar heiftarlega á alla gerða kjara- samninga og rifta þeim meira og minna, og lækka taxtalaun á skömmum tíma árið 1983 um 25%. Þessi afturhaldsstjórn sagði: Kjarasamningar eru ykkur sko ekkert heilagir lengur, því þið tókuð sjálfir undir það að skerða þá með stjórnvaldsað- gerðum fyrri stjórna. Og verka- lýðshreyfingin stóð hálf lömuð og treysti sér ekki í baráttu til að freista þess að brjóta þetta ger- ræði á bak aftur, af því hún hafði því miður freistast til að gefa eftir gagnvart aðgerðum fyrri stjórna. Því er ekki að neita að í stjórn Gunnars Thoroddsen komu Allaballar í gegn smávægilegum umbótum. Hins vegar skapaðist með þessari stjórn grundvöllur að stórsókn íhaldsaflanna á öllum sviðum þjóðfélagsins. Af því sup- um við seyðið á árunum ’83 til þessa dags. Með þátttöku sinni í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen varð Alþýðubandalagið til að veikja verkalýðshreyfinguna enn meir en orðið var, og með slíku brýtur Alþýðubandalagið undan sér sinn eigin grundvöll til að koma einhverju verulegu áleiðis, einhverju sem situr eftir. Við skömmum verkalýðsfor- ystuna oft fyrir undanlátssemi og baráttudeyfð, og er ekki vanþörf á. Við gleymum hinu oft að það voru hinir pólitísku foringjar sem urðu til að gera verkalýðshreyf- inguna eins máttlausa og raun ber vitni. Þeir nýttu æ ofan í æ tengsl sín og ítök í verkalýðshreyfing- unni til að virkja hana fyrir eigin vagn. Það er hægt að benda á mörg dæmi um að forystumenn Alþýðubandalagsins ætluðust til þess að verkalýðshreyfingin héldi uppi harðri baráttu þegar þeir voru ekki í stjórn, en átti svo að halda að sér höndum þegar hún var búin að troða þeim inn í stjórnarráðið. Þessir pólitísku foringjar undu hreyfinguna og skældu, oft eins og það var orðað í þágu atvinnuvega hinna dreifðu byggða, þangað til ekki var meiri bógur í henni en raun ber vitni. Það er því hin pólitíska forysta, og Alþýðubandalagið nú í seinni tíð, sem mestan þátt á í því, hve verkalýðshreyfingin er veik og frumkvæðislaus. Ekki bara afkoma hins venjulega launamanns heldur líka afkoma smábænda og annarra hokrara. Með því að skipuleggja sig sjálf- stætt, með því að skynja eðli þeirrar stéttabaráttu sem á sér stað í þjóðfélaginu dags daglega, og með því að heyja stöðuga bar- áttu, geta launamenn varið laun sín, samtök sín og reisn sína og jafnvel sótt í hendur auðstéttar- innar vaxandi hlutdeild í gróðan- um, réttindi til að hafa þak yfir höfuðið, menntun, heilbrigðis- þjónustu o.s.frv. Öllum ávinn- ingum sem alþýðufólk hefur náð á þessum sviðum hefur það náð fyrir tilstilli fjöldabaráttu. Ekki með því að vera í ríkisstjórnum. Það er hins vegar fjöldi dæma þess að svokallaðir flokkar verkalýðsstéttarinnar hafi flotið inn í ríkisstjórnir á flóðbylgju baráttu alþýðu fólks, kannski til að staðfesta einhverja af ávinn- ingunum, en yfirleitt til þess að draga úr sókninni. Gjarnan er það svo að þegar ríkisstjórn auð- valdsflokkanna ræður ekki lengur við málin þá fá þeir hjálp „Með því að fara inn í ríkis- stjórn á forsendum auðvalds og atvinnurekenda eru verka- lýðsflokkar yfirleitt að tefja fyrir framgangi fjöldabarátt- unnar og draga úr henni mátt- inn. Sérstaklega eru þeir að tefja fyrir því með ríkisstjórn- aróþoli sínu að verkalýðsöflin geti myndað ríkisstjórn sem geti stjórnað í þágu verka- lýðsstéttarinnar og á forsend- um hennar." Ungir og róttækir Meðal þeirra sem ákaft studdu ríkisstjórnarþátttöku Alþýðu- bandalagsins núna og þar með árás á samningsrétt launþega- samtakanna voru ungir menn sem í seinni tíð hafa tekið undir mörg atriði í gagnrýni Vinstri sósíalista á frumkvæðisleysi og deyfð verkalýðsforystunnar. Núna færðu þeir sér þessa deyfð í nyt til að styðja þann málstað sinn að fara í stjórn. Þeir sögðu: Verkalýðshreyfingin getur ekki neitt, hún er gagnslaus til allra verka. Það sem hún semur um er hvort sem er svo lélegt að það tekur ekki að tala um skerðingar á því. Það eina sem þýðir er að fara í ríkisstjórn. Þessir menn hafa því miður, vísvitandi eða af óvitaskap, túlkað alla gagnrýni á verkalýðsforystuna á þann veg að verkalýðshreyfingin sem slík væri nú ónýtt plagg sem mætti fleygja. Umbyltingarflokkur eða bitlingaflokkur Þau viðhorf sem ég hef verið að lýsa hér, að vilja komast í ríkis- stjórn hvað sem það kostar, eiga ekkert skylt við baráttu sósía- lista. Þetta eru venjuleg vinnu- brögð og hugsanaháttur miðju- flokka og hægriflokka, sem eru fyrst og fremst hagsmunaflokkar í þeim skilningi að tilvera þeirra grundvallast á hagsmunaþjón- ustu og bitlingaveitingu til „nán- ustu aðstandenda". En þetta er í algerri andstöðu við þá sem vilja breyta þjóðfélaginu í grundvall- aratriðum. Þjóðfélag okkar er auðvaldsskipulag og byggist á því að allt verður að víkja fyrir hinni ríkjandi stétt auðvaldsins, vanda hennar og hagsmunum hennar. flokka verkalýðsins til að leysa málin um leið að hafa hemil á baráttu launafólks. Með því að fara inn í ríkisstjórn á forsendum auðvalds og at- vinnurekenda eru verkalýðs- flokkar yfirleitt að tefja fyrir framgangi fjöldabaráttunnar og draga úr henn máttinn. Sérstak- lega eru þeir að tefja fyrir því með ríkisstjórnaróþoli sínu að verkalýðsöflin geti myndað ríkis- stjórn sem geti stjórnað í þágu verkalýðsstéttarinnar og á for- sendum hennar. Með því að fara inn í ríkisstjórn út á umbætur sem kosta afturhaldið ekki neitt og upp á nokkra bitlinga er bara ver- ið að tefja fyrir því að raunveru- leg ríkisstjórn alþýðufólks geti komist á laggirnar. Hvað vilja sósíalistar? Þeir vilja að það sé farið í ríkis- stjórn þegar sú ríkisstjórn getur þjónað sókn verkalýðsstéttarinn- ar. Þeir vilja fara í meiri hluta stjórn verkalýðsaflanna, stjórn sem getur verið hjálpleg í sókn launafólks á hendur stéttarand- stæðingi sínum, atvinnurekend- um og fylgifiskum þeirra. Þá segja sumir: Þið viljið bara bíða til eilífðarnóns, því sá meiri hluti kemur aldrei. Þetta er fár- ánleg staðhæfing, þegar haft er í huga að við erum að tala um meirihluta stjórn verkalýðsafl- anna, meirihluta stjórn lang- stærstu stéttarinnar. Hið rétta og sanna í málinu er það að möguleikum þessarar stéttar til að ná meirihluta valdi í þjóðfélaginu, þessum mögu- leikum hefur verið spillt með óþoli og brussuhlaupum inn í stjórnir, sem hafa þjónað hags- munum yfirstéttarinnar og þann- ig rýrt trú verkafólks á að meiri- hluta stjórn hennar geti myndast. í nýlegri stjórnarmyndun Al- þýðubandalagsins með meiri- hluta síðustu ríkisstjórnar vottar ekki einu sinni fyrir sóknarfærum eða því að Alþýðubandalagið sé að koma einhverjum mikilvæg- um málum í gegn. Helst virðist það vera hugsunin að hægt verði með stjórnarmyndun að hægja á auðvaldssókninni, eins og t.d. í sambandi við nýja námsskrá fyrir skóla, og svo í því að rétta ein- hverjum atvinnurekendum ein- hvern aur, svo vinnufólkinu hjá þeim auðnist að halda vinnunni. Þetta er nú öll reisnin. Hins vegar er tekið af snöfurleik þátt í að ráðast á kauptaxta verkalýðs- hreyfingarinnar, sem allir vita að verður fyrst og fremst til að lækka laun hinna lægst launuðu. Margt vinstra fólk og sósíalistar stendur agndofa frammi fyrir þessu og segir: Hvað hefur eiginlega gerst? Ég hef líka spurt sjálfan mig þeirrar spurningar og svar mitt er eftirfarandi: Alþýðubandalagið er ekki lengur flokkur af stétt venjulegs launafólks. í samsetn- ingu sinni einkennist flokkurinn mjög af því að vera flokkur menntafólks og millihópa sem er tiltölulega ofarlega í þjóðfélags- stiganum í þeim skilningi að menn þurfa mjög á því að halda að leita beint til stjórnvalda. Þetta eru oft stjórnendur í ákveðnum málaflokkum, eða jafnvel í svokölluðum þjóðþrifa- fyrirtækjum sem mjög þurfa að leita eftir aðstoð og fyrirgreiðslu upp á þjóðfélagstoppinn ekki síst til ráðherra og fylgiliðs þeirra. Venjulegt launafólk, hvort sem er í fiski, iðnaði eða í heilbrigðis- þjónustu er ekki eins háð þessu. Nú er ég síst með þessu að gagnrýna þátttöku menntafólks eða millihópa í starfi sósíalískra samtaka. Ég stend að ýmsu leyti sjálfur í þeirri stöðu sem ég var að lýsa hér og þarf oft að gera kröfur til eða leita beint til stjórnvalda. Ég hef vissulega fundið smjörþef- inn af því hvað það getur verið þægilegt í slíku starfi að eiga kunningja og jafnvel pólitíska bræður í ráðherrastól. Það sem hefur hins vegar kom- ið í ljós er að margt af þessu fólki skortir pólitíska hefð eða sósíal- íska hefð til að standast þessa freistingu. Það hleypur með flokkinn sinn inn í ríkisstjórn, I sem gagnar þeim eða þeirra mál- • stað um stundarsakir, en spiilir fyrir málstað okkar allra þegar til lengri tíma er litið. Því miður óttast ég að þátttaka Alþýðubandalagsins í þessari rík- isstjórn eigi eftir að hafa slæmar afleiðingar fyrir þann málsíað sem sósíalistar hafa að jafnaði talið sinn. Stjórnin er þegar búin að gera þá árás á verkalýðsstétt- ina, sem aldrei verður tekin til baka. Það er líka slæmt að nokkr- ir af róttækum félögum flokksins hafa verið að yfirgefa hann undanfarna daga af þessum ástæðum. Ég veit um 3 mið- stjórnarmenn (konur), sem farn- ir eru úr flokknum í kjölfar ák- vörðunar miðstjórnar að fara inn í þessa ríkisstjórn. Ég er ekki að mæla með þessu. Ég held við ætt- um að reyna lengur og betur. Hins vegar hlýtur allt þetta mál að vekja til hugsunar um að okk- ur vantar sósíalískan flokk hér á landi, hvort sem við búum hann til upp úr Alþýðubandalaginu eða á annan hátt. Við Vinstri sós- íalistar erum allt of fáir til að geta gert okkur gildandi sem slíkur flokkur. Reykjavík 16. okt. 1988 Ragnar Stefánsson er jarðskjálfta- fræðingur og býr í Reykjavík Laugardagur 22. október 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.