Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 1
Formannskjör BSRB
¥f irburðasigur Ögmundar
Ogmundur Jónasson: Aukin valddreifing og virknifélaga leiðin að sterkarisamtökum. GuðrúnÁrnadóttir:Á ekki von á
að sitja sem framkvœmdarstjóri BSRB áfram. Kristján Thorlacius: Úrslitin ekki til styrktarBSRB
„í>að sem ég tel mestu máli
skipta, er að fylgja eftir hug-
myndum um valddreifingu, sem
ég tel vera í takt við vilja okkar
félagsmanna og verði til að styr-
kja samtök okkar og baráttu,"
sagði Ögmundur Jónasson, ný-
kjörinn formaður BSRB í viðtali
við Þjóðviljann í gær.
Formannskosningarinnar
hafði verið beðið með mikilli
eftirvæntingu, enda áttu flestir í
miklum erfiðleikum með að spá
um úrslit hennar fyrirfram.
Spenna fundarmanna var því
orðin mikil þegar að kosningunni
kom og átti eftir að aukast enn,
því eftir að kjörseðlum hafði ver-
ið dreift og fulltrúar kosið, kom
upp að fjölda fulltrúa og at-
kvæðaseðla bar ekki saman. Eftir
að mistökin höfðu verið leiðrétt,
var gengið til kosninga á nýjan
leik og hlaut Ögmundur yfirburð-
akosningu í fyrstu umferð. Hann
hlaut 108 atkvæði, Guðrún Árna-
dóttir, framkvæmdastjóri BSRB
fékk 54 atkvæði og Örlygur
Geirsson, annar varaformaður
samtakanna 46 atkvæði. Mikil
fagnaðarlæti brutust út þegar úr-
slit lágu fyrir. Varaformenn voru
síðan kosnir Haraldur Hannes-
son, Starfsmannafélagi Reykja-
víkur sem fyrsti varamaður og
Ragnhildur Guðmundsdóttir,
Félagi íslenskra símamanna, sem
annar varaformaður. Guðrún
Árnadóttir sagði eftir úrslitin að
bæði hefði kynferði hennar og
stuðningur Kristjáns Thorlacius-
ar við hana, orðið henni til trafala
í kosningabaráttunni.
Þá taldi hún mjög vafasamt að
hún starfaði áfram sem fram-
kvæmdastjóri BSRB. Örlygur
Geirsson sagði að úrslitin hefðu
komið sér á óvart, munur milli
frambjóðanda hafi verið meiri en
hann átti von á. Kristján Thorlac-
ius sagðist hafa orðið fyrir von-
brigðum með úrslitin og taldi þau
ekki líkleg til að styrkja stöðu
BSRB- -T
Sja siðu 2
„Ég er formaður samtakanna allra og nú er kominn tími til að sameinast eftir að við höfum í nokkra daga skipst í fylkingar," sagði nýr
formaður BSRB.
Utanríkismálanefnd
Stjómarflokkar í einni sæng
JóhannEinvarðsson kjörinnformaður, Kjartan Jóhannsson varaformaðurogHjörleifur
Guttormsson ritari. Þjónusta við kröfurhandan hafs
VINBUO
ÁTVfí
Stjórnarflokkarnir stóðu sam-
an í kjöri formanns, varafor-
manns og ritara utanríkisnefndar
í gær. Sjálfstæðismenn greiddu
Eyjólfi Konráð Jónssyni sín at-
kvæði og Kvennalisti sat hjá.
Hjörleifur Guttormsson Alþýðu-
bandalagi segir, að af undirtekt-
um samstarfsflokkanna við ósk-
um Alþýðubandalgsins um eðli-
legan hlut í meðferð utanríkis-
mála í þingi og ríkisstjórn, megi
ætla að forustumenn samstarfs-
flokkanna telji sér henta áróðurs-
lega að viðhalda kalda stríðs-
ástandi í umræðunni um utanríkis-
mál.
Eftir fyrsta fund
utanríkisnefndar í gær sagði
Hjörleifur að Alþýðubandalagið
mælti fyrir sjónarmiðum sem
ættu ríkan stuðning hjá almenn-
ingi. Hann benti á kannanir Fél-
agsvísindastofnunar frá 1983 og
1987 sem sýndu að andstaðan við
herinn hefði aukist frekar en hitt
og yfirgnæfandi stuðningur væri
við hugmyndina um kjarnorku-
vopnalaus Norðurlönd.
Taugveiklun margra vegna hugs-
anlegrar forustu Alþýðubanda-
lagsins í utanríkisnefnd væri fár-
ánleg þar sem flokkurinn kæmist
auðvitað ekki lengra með sín mál
innan þingsins en stuðningur væri
fyrir og hann sem formaður utan-
ríkisnefndar hefði auðvitað þurft
að lúta meirihluta nefndarinnar.
„Maður kemst ekki hjá því að
ætla að hér sé verið að þjóna
undir sjónarmið og kröfur sem
komnar eru handan um höf.
Hjörleifur sagði að sér hefði
komið á óvart að formannskjörið
yrði fjölmiðlamál þar sem öllum
hefði átt að vera ljós afstaða þing-
Samkvæmt almanakinu er
fyrsti vetrardagur í dag og gor-
mánuður byrjar. Framundan er
því kuldi og snjór og sífellt minni
dagsbirta allt fram að vetrarsól-
stöðum þegar sól byrjar að
hækka á lofti á nýjan leik.
Að sögn Öddu Báru Sigfús-
dóttur veðurfræðings á Veður-
flokks Alþýðubandalagsins. Mál-
ið hefði verið rætt á vettvangi
ríkisstjórnarinnar og á milli ein-
staklinga á listum samstarfsflokk-
anna þar sem meðal annars var
rætt um vinnubrögð í nefndinni.
Niðurstaðan hefði síðan orðið
það samkomulag sem réði kjöri
nefndarformannsins. Alþýðu-
bandalagið hefði um margt sér-
stöðu í þessum málaflokki og við-
horf Kvennalista til hernaðar-
bandalaga og veru hersins í
Arstíðir
stofu íslands var sumarið hér
sunnan heiða lítið eitt undir
meðallagi og munar þar mestu
hvað júní var fádæma leiðin-
legur, lítið um sól, hvassviðri og
rigning. í heildina séð var sumar-
ið í Reykjavík fremur þurrt og
úrkoman aðeins 3/4 af meðalúr-
komu og 96 færri sólskinsstundir.
landinu væru nær sjónarmiðum
Alþýðubandalagsins en viðhorf
hinna flokkanna. Hann hefði því
vel getað hugsað sér samvinnu
við Kvennalistann. Það hefði
hins vegar legið fyrir að það hefði
ekki skilað árangri. Niðurstaðan
væri ásættanleg.
Engin mótframboð komu í
varaformanns- og ritarakjöri og
voru Kjartan Jóhannsson og
Hjörleifur því sjálfkjörnir.
-hmp
Að meðaltali var hlýjast í
Reykjavík í júlí eða 11,1 stiga hiti
en kaldast í september 6,9 stig.
Á Akureyri var hinsvegar hlýj-
ast í júní eða 11,3 stig að meðal-
tali en kaldast í september, að-
eins 6,5 stig.
-grh
Samdráttur
á milli ára
Minna drukkið og reykt
en áður
Samdráttur hefur orðið í sölu
áfengis og tóbaks fyrstu níu mán-
uði ársins hjá ÁTVR samanborið
við sama tímabil á síðasta ári. í
lítrum talið nemur samdrátturinn
I, 64% en 0,19% í alkóhóllítrum.
Við samanburð á helstu vöru-
flokkum þe. rauðvíni, hvítvíni,
vodka og vískí kemur í ljós að
aukning hefur orðið í sölu á
rauðvíni um 5,1% en samdráttur
í hinum þrem flokkunum en þó
mest í hvítvíni um 13,11%. At-
hygli vekur þó vinsældir íslenska
brennivínsins en sala á því hefur
aukist um 33,61%.
í sölu tóbaks er samdráttur á
öllum vöruflokkum en þó mest f
sölu á reyktóbaki eða um
II, 83%. Sala á vindlingum hefur
minnkað um 1,37%, vindlar
3,33% og á neftóbaki um 2,43%.
-grh
Veturinn er kominn
Veðurstofan: Sumarið lítið eitt undir meðaltali. JúnímánuðurkalduríReykjavík en
hlýr á Akureyri