Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 4
Happdrætti Þjóðviljans Umboðsmenn: Reykjavík og nágrenni: Beykjavfk: Afgreiösla Þjóðviljans Siöumúla 6. Opið kl. 9 - 17 virka daga. Opið 9-12 laugardaga. Skrifstofa Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105, 4. hæð. Opið 9-17 virka daga. Suðurland: Vestmannaeyjar: Jóhanna Njálsdóttir, Hásteinsvegi 28, sími 98-11177. Hveragerði: Ingibjörg Sigmundsdóttir, Heiðmörk 31, simi 98-34259. Selfoss: Sigurður R. Sigurðsson, Lambhaga 19, sími 98-21714. Þorlákshöfn: Elín Björg Jónsdóttir, Haukabergi 6, sími 98-33770. Eyrarbakki: Jóhann Þórðarson, Sunnutúni, sími 98-31229. Stokkseyri: Jóhann Þórðarson, Sunnutúni, simi 98-31229. Laugarvatn: Torfi Rúnar Kristjánsson, sími 98-61153. Hella: Guðrún Haraldsdóttir, Þrúðvangi 9, sími 98-75821. Vík í Mýrdal: Vigfús Þ. Guðmundsson, Mánabraut 12, sími 98-71232. Norðurland eystra: Ólafsfjörður: Sæmundur Ólafsson, Vesturgötu 3, sími 96-62267. Dalvík: Þóra Rósa Geirsdóttir, Hólavegi 3, sími 96-61411. Akureyri: Haraldur Bogason, Norðurgötu 36, sími 96-24079. Húsavík: Aðalsteinn Baldursson, Baughóli 31 b, simi 96-41937. Raufarhöfn: Angantýr Einarsson, Aðalbraut 33, sími 96-51125. Þórshöfn: Dagný Marinósdóttir, Sauðanesi, sími 96-81166. Austurland: Vopnafjörður: Aðalbjörn Björnsson, Lónabraut 41, sími 97-31108. Egilsstaðir: Guðlaug Ólafsdóttir, Sólvöllum 10, sími 97-11488. Seyðisfjörður: Óttarr Magni Jóhannsson, Langatanga 3, sími 97-21525. Neskaupstaður: Kristinn Tvarsson, Blómsturvöllum 47, sími 97-71468. Esktfjörður: Hjalti Sigurðsson, Svínaskálahlíö 19, sími 97-61367. Reyðarfjörður: Þorvaldur Jónsson, Hæðargarði 18, sími 97-41159. Fáskrúðsfjörður: Anna Þóra Pétursdóttir, Hlíðargötu 37, sími 97-51283. Stöðvarfjörður: Ingimar Jónsson, Túngötu 3, sími 97-58894. Homafjörður: Benedikt Þorsteinsson, Ránarslóð 6, sími 97-81243. Norðurland vestra: Hvammstangi: Flemming Jessen, Kirkjuvegi 8, sími 95-1368. Skagaströnd: Edvald Hallgrímsson, Hólabraut 28, sími 95-4685. Sauðárkrókur: Sigurður Karl Bjarnason, Víðigrupd 4, sími 95-5989. Siglufjörður: Hafþór Rósmundsson, Hlíðarvegi 23, sími 96-71624. Vesturland: Akranes: Jóna K. Ólafsdóttir, Jörundarholti 170, sími 93-11894. Borgarnes: Sigurður Guðbrandsson, Borgarbraut 43, sími 93-71122. Stykkishólmur: Kristín Benediktsdóttir, Ásaklifi 10, sími 93-81327. Grundarfjörður: Matthildur Guðmundsdóttir, Fagurhólstúni 10, simi 93-86715. Ólafsvík: Margrét Jónasdóttir, Túnbrekku 13, sími 93-61197. Hellissandur og Rif: Arnheiður Matthíasdóttir, Bárðarási 6, sími 93-66697. Vestfirðir: Bíldudalur: Halldór Jónsson, Lönguhlið 22, sími 94-2212. Þingeyri: Davíð Kristjánsson, Aðalstræti 39, sími 94-8117. Flateyri: Hafdís Sigurðardóttir, Þórustöðum, simi 94-7658. Suðureyri: Þóra Þórðardóttir, Aðalgötu 51, sími 94-6167. ísafjörður: Bryndís Friðgeirsdóttir, Aðalstræti 22a, sími 94-4186. Bolungarvík: Kristinn Gunnarsson, Hjallastræti 24, sími 94-7437. Dalvík: Jón Ólafsson, Brunnagötu 7, sími 95-3173. Reykjanes: Garður: Kristjón Guðmannsson, Melbraut 12, sími 92-27008. Keflavfk: Jóhann Björnsson, Hringbraut 75, sími 92-1227F. Njarðvfk: Jóhann Björnsson, Hringbraut 75, sími 92-12275. Hafnarfjörður: Hafsteinn Eggertsson, Norðurvangi 10, sími 651304. Garðabær: Þórir Steingrímsson, Markarflöt 8, sími 44425. Kópavogur: Sigurður Flosason, Kársnesbraut 54, sími 40163. Seltjarnarnes: Sæunn Eiríksdóttir, Hofgörðum 7, sími 621859. Mosfellsbær: Kristbjörn Árnason, Borgartanga 2, sími 666698. Laust embætti sem forseti íslands veitir Prófessorsembætti í ensku við heimspekideild Háskóla islands er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. desember n.k. Menntamalaráðuneytið, 28. október 1988. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN ( Æskulýðstylkingin 50 ára Hver man ekki eftir gömlu skálastemmninguhni, Tjamargöturómantíkinni, Landnemanum, Heimsmótunum og öllu hinu? Nú er allavega tímabært að rifla upp 50 ára sögu í góðum fólagsskap. Laugardaginn 5. nóvember nk. verður afmælið haldið hátíðlegt með borð- haldi, upplestri, fjöldasöng og dansi að Hverfisgötu 105. Borðhaldið hefst kl. 20.30. Húsið verður opnað kl. 19.30. Taktu strax frá kvöldið. (Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst v/matar í síma 17500). Afmntlsnefndln. FRÉTTIR Hofsós Hendur fram úr eimum Væntum góðs afstjórnvöldum Nei, hér fer íbúum ekki fækk- andi, íbúataian stendur nokk- uð í stað - um 280 manns - og má kallast gott miðað við það sem sumsstaðar gerist annarsstaðar, sagði Björn Níelsson, nýráðinn sveitarstjóri í Hofsósi. Björn tók við því starfi af Ófeigi Gestssyni sem flutti til Blönduóss í septemb- erbyrjun. Björn kvað sveitarfélagið ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til mikilla framkvæmda. t>ó mætti nefna að gengið hefði verið frá að koma upp löndunarkrana fyrir smábáta. Eins og kunnugir vita klýfur Hofsá kauptúnið í tvennt, þar sem hún fellur til sjávarf alldjúpu gili. Nú hefur nýr tengivegur ver- ið lagður yfir gilið og er mikil samgöngubót. Aður lá vegurinn um kvosina - gamla bæinn - niðri við sjóinn en honum verður nú lokað fyrir bflaumferð. Par með hafa Hofsósbúar fengið sína göngugötu þó að líklega verði einhver bið á því að sett verði á hana einskonar himinhvolf, eins og Reykvíkingar eru að tala um að gera í Austurstræti. Björn Níelsson sveitarstjóri sagði að atvinna hefði verið næg í Hofsósi í sumar en nokkuð minnkað í haust, einkum fyrri hluta októbermánaðar. „Ástæð- urnar voru einkum minnkandi afli og siglingar togaranna. Burð- arás atvinnulífsins í Hofsósi er Flugleiðir hafa ákveðið að frá og með 1. desember verði allt flug milli Kaupmannahafnar og Is- lands án millilendinga, en hingað til hefur verið millilent I Glasgow 3 sinnum í viku á hvorri leið. Þessi breyting er fyrst og fremst gerð til hagræðis fyrir farþega á leið milli íslands og Danmerkur og látin koma til framkvæmda þótt fé- lagið muni tapa viðskiptum í Skotlandi og Danmörku þegar flug milli þeirra landa fcllur nið- ur. Það er stefna Flugleiða að þjóna öllum meginleiðum félags- frystihúsið og fiskverkun og at- vinnusamdráttur þar kemur nið- ur á öllu öðru. En við, einsog aðr- ir landsbyggðarbúar, bindum vonir við að stjórnvöld láti nú hendur standa fram úr ermum,“ sagði Björn Níelsson, sveitar- stjóri í Hofsósi. - mhg. ins beint og án millilendinga. Hér eftir verður til dæmis tekið upp beint flug til Stokkhólms á fimmtudögum og sunnudögum en áfram flogið um Osló á þriðju- dögum og laugardögum. Gert er ráð fyrir að millilendingar verði aðeins notaðar á leið til nýrra á- kvörðunarstaða til að tryggja meiri ferðatíðni en ella. Þannig er gert ráð fyrir að næsta sumar verði vikulegum ferðum til Frankfurt fjölgað úr tveimur í þrjár með einni millilendingu í Glasgow, ef yfirvöld í Bretlandi og Vestur-Þýskalandi heimila. Kaupmannahöfn Alltflugán millilendinga ________TÆSRNDABRFF______ Trompspil og lukkuhjól „Drottinn minn dýri, þá eruð þið kommarnir komnir í stjórn. Hví- líkt og annað eins! Að þið skylduð ekki heimta kirkjumála- ráðuneytið, sjálfir guðleysingj- arnir! Og fljótir voruð þið að raða á jöturnar!“ Þetta sagði Jón mál- vinur minn hjá Borgaraflokkn- um, er við rákumst óvænt saman á förnum vegi núna eftir stjórn- armyndunina. Kallinn var drag- fúll og ætlaði að halda áfram, en þá kastaði ég út trompspili og sagði: „En hvað með allt havaríið í Fríkirkjusöfnuðinum? Það sagði mér sannorður maður að þú hefðir beitt hulduhernum óspart í kosningunum um daginn. Er þetta satt?“ „Þú lýgur þessu eins og þú ert langur til, það væri hægt að kæra þig fyrir ósannindi og illt orð- bragð, kommaskratti. En það er eins og fyrri daginn með þig, sem ert í slagtogi með þessu rauða dóti, það bítur ekkert á ykkur. Og sannaðu til að það fer illa fyrir svona fólki að lokum“. „Vertu ekki svona styggur Nonni minn þótt þú hafir verið bendlaður við þessar sögulegu kosningar. Sumir segja að huldu- herinn sé bara einhvers konar fyrirtæki er taki að sér margvísleg verkefni fyrir borgarana, og þá helst fyrir þá ríku. Nú voru skiptar skoðanir um hjásetu séra Gunnars, sumir vildu halda því fram að þú hefðir gert hernaðar- legt glappaskot með því að banna fólki að kjósa og láta það sitja heima, og annar bætti því við að þú værir orðinn of gamall til að hafa stjórn á hernum og þyrftir sennilega að hætta eða fara í góða endurhæfingu." „Já, haltu bara áfram að guð- lasta og svívirða fólk. Fríkirkju- söfnuðurinn samanstendur af sannkristilegu og góðu fólki svona upp til hópa, þó þar séu nokkrir vafagemlingar sem reyna að spilla hinum góða kirkjuanda. Eins og ég hef margoft sagt þér, villuráfandi bolsi, þá er huldu- herinn kristilegur her sem reynir oftast samningaleiðina og þá með góðum árangri.“ Kallinn var nú að komast í stuð og ætlaði greinilega að þjarma að mér. Þá kastaði ég út öðru tromp- spili og sagði: „Mjölnir Högna- son, sálufélagi okkar í anda- trúnni, sagði mér um daginn að þú værir farinn að undirbúa næstu borgarstjórnarkosningar og værir að koma þér upp stór- skotaliði. Hvernig heldurðu að svartkolli lítist á?“ „Já, já, margt er nú malað og spjallað um hulduherinn enda stendur mörgum stuggur af hon- um.“ Þá spurði ég kallinn umbúða- laust: „Ætlið þið Borgarar að bjóða fram í næstu kosningum?*4 Kallinn svaraði að bragði: „Til hvers heldurðu að ég sé að æfa herinn, kommabjálfi?“ Kallinn var nú farinn að spekj- ast og farinn úr honum mesti vindurinn. Þá notaði ég tækifærið og kastaði út aðaltrompinu. „Þá er nú ný stjórn komin á laggirnar eins og þú minntist á í upphafi, félagi Jón. Fólki verður tíðrætt um glæsimennsku nýju ráð- herranna með Steingrím í farar- broddi í fjölmiðlum og sérstak- lega í sjónvarpi. Steingrímur Sig- fússon byrjar á því að sprengja sig inn í fjöll fyrir norðan. Svavar ætlar að laga til í menntamálum og hressa upp á ríkisfjölmiðlana. Olafur Ragnar heldur þrumandi ræður svo undirheimalýðurinn er felmtri sleginn. Guðrún Helga- dóttir, harðskeyttur málsvari verkalýðsins, kosin forseti sam- einaðs þings. Jón Baldvin á þingi S.Þ. landi sínu til sóma. Og ekki má gleyma Halldóri er stendur í því að verja sjálfstæði landsins í sambandi við hvalamálið.“ Meðan ég ruddi þessu úr mér gapti kallinn eins og þorskur á þurru landi og sagði svo að lok- um: „Þetta er allt saman slembi- lukka að þið komust í stjórn.“ Þá greip ég fram í fyrir kallinum og sagði: „Heldurðu kannski að æðri máttarvöld hafi verið þarna að verki í atkvæðagreiðslunni frægu í þinginu um daginn þegar níu sinnum kom upp hlutur ríkis- stjórnarinnar í kosningu til þing- nefnda; að það hafi verið eilífðar- verur handan lífs og dauða er stjórnuðu þess? Báðir erum við spíritistar eins og þú veist og vilj- um trúa því og treysta að líf sé eftir dauðann, og allt sé gott og gilt er þaðan komi.“ Nú var kallinum nóg boðið og kvaddi í styttingi. Með kveðju, Páll Hildiþórs 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.