Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Tónleikar Manuela í Kristskirkju Tónlistarfélag Kristskirkju verður með fyrstu tónleika vetrarins í kvöld, þriðjudags- kvöld kl. 20.30. Manuela Wiesler mun leika í Kirkju Krists kon- ungs, Landakoti, þrjú stór ein- leiksverk fyrir flautu, Les Folies d’Espagne (36 tilbrigði) eftir Marin Marais, Sónötu eftir sæn- ska nútímatónskáldið Ingvar Li- dholm og eigið verk, Storm. Manuela hefur leikið Storm víða um lönd á undanförnum fjórum árum, við mikla hrifn- ingu, en þetta er í fyrsta sinn sem verkið heyrist hér á landi. Manuela kom hingað sérstak- lega nú til að hljóðrita íslensk flaututónverk sem á undanförn- um árum hafa verið samin fyrir hana. Verður gefinn út diskur með þeirri tónlist á vegum BIS hljómplötuútgáfunnar í Svíþjóð í samvinnu við Tónlistarfélag Kristskirkju. Tónlistarfélag Kristskirkju mun verða með nokkra tónleika í vetur og eru þeir næstu fyrirhug- aðir á nýársdag. (Fréttatilkynning) I Afmælisplakat Æskulýðsfylkingarinnar. Myndin er trúlega tekin í 1. börnum, sem nú ættu að vera komin hátt á sextugsaldur, þá eru þeir maí göngu í Reykjavík árið 1923, þar sem ein af kröfum verkalýðs var vinsamlega beðnir að hafa samband við skrifstofu Æskulýðsfylkingar- lækkun brauðaverðs. Ef lesendur þekkja einhver af þessum ungu innar, s:17500. Æskulýðsfylkingin Hálfrar aldar afmælishátíð 50 ár liðinfrá stofnun Æskulýðsfylkingarinnar. Afmœlishátíð á laugardag ess verður minnst með hátíð- arsamkomu á laugardaginn, að nú eru rétt 50 ár liðin frá stofn- un Æskulýðsfylkingarinnar. Fé- lagar í Æskulýðsfylkingu Al- þýðubandalagsins hafa undirbú- ið veglega afmælishátíð og sérs- taka hátíðarútgáfu af Birti, málg- agni ÆFAB, þar sem rifjuð er upp stofnun og helstu atriðin í hálfrar aldrar sögu Æskulýðs- fylkingar sósíalista. Einnig hefur ÆFAB látið prenta plakat í tilefni afmælisins en á því er allsérstæð mynd, trú- lega tekin við 1. maí göngu árið 1923. Á myndinni sést hópur barna, sem stendur uppi á hús- þaki, halda á kröfuspjaldi með áletruninni: „Lækkið brauða- verðið41. Myndin kom úr einka- safni í vörslu Menningar- og fræðslusambands Alþýðu fyrir nokkrum árum. Plakat Fylking- arinnar fæst keypt við vægu verði. Að sögn Önnu Hildar Hildi- brandsdóttur, sem hefur haft um- sjón með undirbúningi afmælis- og blaðaútgáfu, hafa eldri félagar úr Fylkingunni sýnt afmælishá- tíðinni mikinn áhuga og ætla að fjölmenna í Flokksmiðstöðina á laugardag. Þeir sem enn eiga eftir að skrá sig í mat, eru hvattir til að gera það hið fyrsta. Veislustjóri í fagnaðinum verður Jón Böðvarsson, fyrrum formaður ÆF. Byltingarkórinn, sem samanstendur af gömlum Fylkingarfélögum ætlar að dusta rykið af Rauðku, undir stjórn Gunnars Guttormssonar. Magn- ús Loftsson syngur einsöng, Úlfar Pormóðsson les úr nýút- kominni bók sinni og ýmislegt fleira verður til skemmtunar. -Ig- Tilboö vikuna 1. nóv.-7. nóv. Saga af Axlar-Bimi Bókaklúbbur áskrifenda Þjóð- viljans býður upp á nýja sögulega skáldsögu eftir Ulfar Þormóðs- son sem nefnist „Þrjár sólir svart- ar“. í bókarkynningu segir á þá leið að hérgreinifráatburðumá 16. og 17. öld. Aðalpersónur eru hinn sögufrægi manndrápari Axlar- Björn og sonur hans Sveinn skotti, alræmdurflakkari-en kona Bjarnar gekk meö Svein þegar bóndi hennar var tekinn af lífi með herfilegum hætti. Þrjár sólir svartar er óvenjuleg þjóðlífslýsing þarsem máttar- stoðir þjóðfélagsins eru séðar með augum utangarðsfólks, sem hrjáð er af harðdrægri valdstjórn, óblíðum lífskjörum og mögnuð- um hindurvitnum. Hiðdulmagn- aða örlagatákn í sögunni er öxin, morðvopnið margblóðugt, sem í sögulok birtist í samtíð okkar og á aö minna á að enn er illra veðra von. Höfundursögunnar, Úlfar Þormóðssorr, hefur áður samið fjórarskáldsögurog settsaman bækurnar Bræðrabönd (um frí- múrara og skyldar reglur) og Bréf til Þórðarfrænda, sem á sér gegn skopritinu Speglinum sem kveikju í frægu meiðyrðamáli Ulfar ritstýrði um tíma. Nýjar bœkur á betri kjörum! Vikulega fram til jóla mun bóka- klúbburinn gera áskrifendum Þjóðvilj- ans eftirfarandi tilboð: Ein eða fleiri vandaðarbækurí hverri viku! Með öðrum orðum: hver vika býður uppá sérstakt tilboð, sem gildir út vikuna og þá tekurnæsta tilboð við. Áskrifandigóður, þú þarft aðeins að hringja tilokkará Þjóðviljann, tilkynna áhuga þinn og þú færð bókina/- bækurnar sendar heim gegn stað- greiðslu (kreditkortaþjónusta þarmeð talin). Áskrifendur utan Stór- Reykjavíkursvæðisins fá bókina sendaípóstkröfu. Allir áskrifendur Þjóðviljans eru sjálfkrafa meðlimiríbókaklúbbnum, hvort heldur þeir kjósa að nýta sér þessi hagstæðu tilboð, kaupa eina bók, margareða enga. Hvernig væri að dreifa kaupum jóla- bókanna á næstu vikur? Veriðmeð! Það beinlínis borgarsig að vera áskri- fandiað Þjóðviljanum. Verð kr. 1.900.- (Verð út úr búð kr. 2.632.-)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.