Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 14
fyrrum fréttamaður hjá Sjónvarp- inu, orðinn formaður BSRB. Flestir munu óska hinum nýja for- manni alls góðs í ábyrgðarmiklu starfi. Þó hefur heyrst ein rödd með annan hljóm. Hún kom frá leynipenna Tlmans, Garra, sem stundum virðist hafa mikla þörf fyrir að ausa úr sér innibyrgðum óhroða. Sú iðja er engum til sóma en verður þó enn lítilmót- legri þegar aurkastarann skortir manndóm og hugrekki til þess að leggja nafn sitt við afkvæmið. Þeir, sem vega úr launsátri hafa, sem betur fer, aldrei verið taldir neinirmerkisgripir. I Tímanum sl. miðvikudag helgar Garri guðspjall sitt hinum nýja formanni BSRB. Er honum margtfundiðtilforáttu. Hinsveg- ar verður ekki séð að neinar af þeim „ávirðingum", sem Garri hnoðast á, komi hinu nýja starfi Ögmundar nokkurn skapaðan hlut við né geri hann síðurfæran um að gegna því. Meðal „ávirð- inga“ Ógmundar, að mati Garra, eru störf hans sem Sjónvarps- fréttamanns, og er honum m.a. borið á brýn að hafa falsað mynd- atexta. Ekki hefur Garri fyrir því að finna þessum ásökunum sín- um stað, sem allir ærlegir menn myndu þó reyna að gera, eða heitaómerkingurella. Núhefur fólk auðvitaö misjaf nar skoðanir á f réttamönnum en hinsvegar er Garri sá fyrsti og eini, sem ég veit til að fundið hafi að frétta- mennsku Ögmundar, hvað þá borið honum á brýn falsanir. Og ekki er ein báran stök. Til viðbótar öðrum vömmum hefur þessi maður ekki gætt virðingar sinnar betur en svo, að vera í fé- lagsskap með „sendisveinum, þvottakonum, símastúlkum og dyravörðum". Sérernú hver smekkurinn. Aldrei mun það henda Garra, að stíga niður úr hásæti sjálfsánægjunnarog leggja lag sitt við þvílíkt „pakk“. Utyfirtekurþó þegarformaður BSRB segist vilja vinna að því „að bæta lífskjörin í landinu", og er, að manni skilst á Garra, eini maðurinn á landinu sem lætur sérdettaslíkaósvinnu í hug. Nei, ég held nú að „sendisveinar, þvottakonur, símastúlkurog dyr- averðir" og annar þvílíkur lýður haf i það nógu gott. Flest önnur verkefni eru nú brýnni í þessu landi en að bæta lífskjör slíks fólks. Sannast að segja er þessi Garrapistill þau lágkúrulegustu skrif sem ég hef lengi séð. Sumir segja að höfundurinn sé Indriði G. Þorsteinsson. Því trúi ég ekki fyrr en í fulla hnefana. Þá væri Snorri karlinn Sturluson kominn í slæman félagsskap ekki síður en Ögmundur, og vandséð hvers hann ætti að gjalda. -mhg ÍDAG er 1. nóvember, þriðjudagur í annarri viku vetrar, ellefti dagurgormánaðar, 306. dagur ársins. Sól kemur upp i Reykjavíkkl.9.11 ensestkl. 17.10. Tungl hálft og minnkandi. VIÐBURÐIR Allra heilagra mesSa. Þjóðhátíðar- dagurAlsír. ÞJÓÐVILJINN FYRIR50ÁRUM Þjóðviljinn stækkar um þriðjung. Jafnframt því hefur blaðið göngu sína sem málgagn Sameiningarflokks Al- þýðu- Sósíalistaflokksins. Atvinnuleysisskráning í Reykjavík hefst ídag. Um 900 manns eru nú atvinnulausir. Það er nauðsyn að þeir láti skrá sig. Atvinnuleysisskráningin er einn þáttur atvinnuleysisbarátt- unnar. Leikarar, leikstjóri, upptökustjóri og leikmyndahönnuður í leikriti Sveinbjörns I. Baldvinssonar og Sigurðar Valgeirssonar um Sævar og Sólgleraugnahundinn Sólmund. Þórarinn Eyfjörð, Sveinn Einarsson (leikstj.) Þór Elís Pálsson (uptökustj.). Stígur Steinþórsson (leikmynd) Hjálmar Hjálmarsson, Sólmundur, Helga Steffensen, Flosi Ólafson og bryndís Pétursdóttir. Stundin okkar Með vetrarkomunni hóf „Stundin okkar“ göngu sína á ný. Umsjónarmaður hennar er Helga Steffensen, Þór Elís Páls- son upptökustjóri, en Anna Þ. Guðjónsdóttir sér um leikmynd- ir. Stundin gerist í Kærabæ, smá- bæ með kirkjuturni, leikhúsi og húsum þar sem kunningjar okkar búa. Mikið verður um leikna þætti með brúðum, börnum og leikurum. Dindill og Agnarögn Helgu Steffensen halda áfram að koma í heimsókn, (Edda Heiðrún Bachmann og Þór Tul- iníus). Þá er það þáttaröðin „Sæ- var og sólgleraugnahundurinn" eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson og Sigurð Valgeirsson. Leikarar eru Hjálmar Hjálmarsson, Flosi Ólafsson, Bryndís Pétursdóttir og Þórarinn Eyfjörð, sem leikur Sólmund, en hann er brúða, sem Helga Steffensen bjó til og stjórnar. Leikstjóri er Sveinn Einarsson. Og sem fyrr eru þau Slangan og Hektor lestrarhundur með myndskreyttu sögurnar sínar. Farið verður í Gerðuberg, Þjóðminjasafnið, skoðaðar stytt- ur í Reykjavík og heimsóttir krakkar í skólum og félagsmið- stöðvum. Sýndir verða þættir úr Brúðubílnum og áfram fer fram „Kynning á löndum", sem eru brúðuþættir. Brúður og börn sjá um kynningarnar með Helgu. Sýnt verður úr barnaleikritum eins og „Mér er alveg sama þótt einhver sé að hlæja að mér“, eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, - Emil í Kattholti, Sögusvuntunni o.fl. Einnig er að því stefnt að taka upp þætti af landsbyggðinni og hefur Áusturland þegar verið heimsótt. -mhg. Elsku María Rás 1 kl. 22.30 Fyrir tveimur árum var frum- flutt í útvarpinu leikritið Elsku María, eftir Odd Björnsson. Að- alpersóna leikritsins er maður nokkur á miðjum aldri, Karl Jós- efsson að nafni. Hann starfar við bókhald og heimabyggð hans get- ur verið hér eða þar. Hann krækir sér í konu, Maríu, og er hún æði miklu yngri en bókarinn. Kann- ski liggur hundurinn þar grafinn því bráðlega verður það bert, að María er ekki einhöm í ástamál- unum. Karli bókara Jósefssyni líkar þetta ástand eðlilega stórilla og smám saman eykst afbrýði- semin svo, að hann má vart af sér bera. Höfundur leikstýrir sjálfur verkinu en leikendur eru Árni Tryggvason, Inga Hildur Har- aldsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Kristinn Hallsson, Steindór Hjörleifsson, Rúrik Haraldsson og Róbert Arnfinnsson. -mhg. Oddur Björnsson GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.