Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR Verkamenn og guðsmenn ganga fylktu liði út um hlið Lenín skipa- smiðjunnar að loknu 11 daga verkfalli í ágústlok. Á innfelldu myndun um eru þeir Walesa og Rakowski. Vinningstölurnar 29. október 1988 HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ: kr. 4.057.864,- Þar sem enginn var með 5 réttar tölur á laugardaginn var, færist 1. vinningur sem var kr. 1.867.421,- yfir á 1. vinning á laugardaginn kemur. BÓNUSTALA + fjórartölurréttarkr. 324.544,-skiptastá 2 vinninqs- hafa, kr. 162.272,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 559.774,- skiptast á 86 vinningshafa, kr. 6.509,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.306.125,- skiptast á 3225 vinningshafa, kr. 405,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Ríkisstjórn Póllands lét það boð út ganga í gær að hún hygðist loka Lcnín-skipasmiðjunni í Gdansk, leggja niður starfsemi og færa verkamenn burt og í önnur störf. Lec Walesa sagði er honum bárust þessar fréttir til eyrna að Samstaða myndi leggja allt í söl- urnar til þess að hnekkja þessari ákvörðun. Það er kunnara cn frá þurfi að segja að fyrsti vísir frjálsrar verkalýðshreyfingar frá valdatöku kommúnista óx í Lenín-skipasmiðjunni og þar starfar leiðtogi hennar enn þann dag í dag sem rafvirki. Mieczyslaw Rakowski forsæt- isráðherra tjáði fréttamanni Re- uters að ríkið jysi árlega miklum upphæðum í rekstur skipasmiðj- unnar sem ekki hefði skilað arði í þáa herrans tíð. Því ættu stjórnvöld ekki annars úrkosti en að leggja Lenín niður. Þetta væri ekki einangrað atvik heldur liður í víðtækum umbótum í efna- hagsmálum og fyrirtækjarekstri. En Walesa tók allt annan (og „óraunsærri") pól í hæðina þegar mál þetta var borið undir hann í gær. Hann sagði að skipasmiðjan væri verðmætt tákn fyrir pólskan verkalýð og pólska þjóð. Glögg- lega mætti sjá að valdsherrarnir væru að sauma að Samstöðu með þessu ráðslagi sínu. „Samstaða mun verja þennan vinnustað öllum atlögum enda er hann tákn fyrir verkamenn og þjóðina um baráttuna fyrir nýju og betra Póllandi." Hann sagði að Rakowski tæki fífldjarfar á- kvarðanir sem tefldu vinnufriði í tvísýnu og gætu leitt til „mikillar spennu og átaka." Verkamenn í skipasmiðju Gdansk eru afar stéttvísir og hafa verið í fylkingarbrjósti umbóta- manna í Póllandi. Þeir hafa t.a.m. tvívegis fellt niður vinnu í ár. Þá var aðalkrafa þeirra pólit- ísk, að Samstöðu yrði heintilað að starfa á ný. Alls vinna um 11 þúsund menn í smiðjunni. Rakowski þvertekur fyrir að orsakir lokunarinnar séu pólitísk- ar. „Þetta er efnahagsráðstöf- un... þetta kemur Samstöðu ekk- ert við. Ef við hyggjumst lappa uppá efnahaginn þá verður að grípa til harkalegra aðgerða." Walesa sagði: „Þetta er pólit- ísk ögrun Rakowskis forsætisráð- herra til höfuðs skipasmiðjunni af því að hún er vagga Samstöðu. Þetta er ekki efnahagsmál og enn síður efnahagsbót. Þetta er pólit- ískt sjónarspil." Rakowski segist búast við látum út af þessu máli. „Ég reikna með því að þetta kunni að draga dilk á eftir sér og leiða til einhverra vandræða. En ég á ekki annarra kosta völ. Þótt þessari lokun fylgi einhver eftirmál er það ekki aðalvandi stjórnarinn- ar. Hann er sá að koma efna- hagnum á réttan kjöl.“ Reuter/-ks. au9$rcf Ut a9! Pólland Nú á að loka Lenín Rakowskiforsœtisráðherra hyggstleggja Lenín skipasmiðjuna niður. Walesa segir Samstöðu œtla að berjast gegn þessari ákvörðun með oddi og egg Tékkóslóvakía Jakes lætur kné fylgja kviði Tékkneskir ráðamenn hyggjast draga 87 afmœlisfundarmennfyrir dómstóla Milos Jakes, formaður tékkneska kommúnistaflokksins, reynir allt hvað af tekur að kveða niður „glasnost" landa sinna. Tékkneska ríkið hyggst búa mál á hendur ýmsum þeirra er þátt tóku í afmælisfundi andófs- samtaka í miðborg Prag á fimmtu- og föstudag. Fundurinn var haldinn í tilefni þess að sjötíu ár eru liðin frá stofnun Tékkó- slóvakíu og óheimill. Þetta kom fram í Rude Pravo í gær, málgagni tékkneska komm- únistaflokksins. Blaðið greinir frá þvf að allmargir fundarmenn hafi verið teknir höndum og verði sumir þeirra ákærðir fyrir óspekir á almannafæri. Að sögn Petrs Uhls, þekkts mannréttindafrömuðar, voru a.m.k. lOOmannsfærðirídýflissu eftir að lögregla hleypti upp af- mælisfundinum. Allmargir hefðu verið látnir lausir um helgina og í gær. Sjálfur var Uhl einn af sextíu nafntoguðum baráttumönnum fyrir mannréttindum sem lögregl- an var svo forsjál að klófesta í rauðabítið, löngu áður en afmæl- isfundurinn hófst á föstudaginn. Þannig komst hún hjá að hand- taka þá á fundinum, fyrir framan kvikmyndatökuvélar vestrænna fréttamanna. Uhl fékk að fara ferða sinna í gærmorgun. Rude Pravo kvað 87 einstakl- inga hafa gerst seka um ýms af- brot á Wencwslastorgi á umrædd- um mannfagnaði á föstudaginn. Sumir hefðu til að mynda mis- þyrmt opinberum löggæslu- mönnum við skyldustörf auk annarra brota. „Skipuleggjendur þessarar ögrunarsamkundu höfðu tví- mælalaust í hyggju að...vekja ólgu á meðal verkamanna og af- vegaleiða ungt fólk.“ I öðrum pistli húðskammaði Rude Pravo ríkisstjórnir og fjöl- miðla í vestri fyrir að fjargviðrast út af lögregluaðgerðunum á föstudaginn. „Á heimaslóðum þeirra er þess einnig krafist að sótt sé um leyfi eða tilkynnt sé með ákveðnum fyrirvara ef efna á til mótmæla- funda. Annars er gripið til lög- legra aðgerða gegn mótmælend- unum og þeir beittir valdi ef þurfa þykir.“ Þótt yfirvöld hafi ekki í fjöl- mörg ár hegðað sér jafn rudda- lega gagnvart mótmælendum og á föstudag kveðst Uhl ánægður með fundinn, einkum fjölda þátt- takenda. „Mótmælaaðgerðirnar á föstu- daginn eru glæstur sigur fyrir tékkneskan almenning. Fjöl- margir menn létu hótanir um of- beldi sem vind um eyrun þjóta og mættu. Þetta færir okkur heim sanninn um það að fólk er reiðu- búið að taka áhættu og tjá hug sinn. Ég sé merki um breytta tíma hér í Tékkóslóvakíu...ég er bæði hissa og snortinn." Reuter/-ks. Þriðiudagur 1. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.