Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 16
Snorri Jóhannsson húsvöröur: Mér fannst hún hryllileg og lýsa nötur- legri staðreynd. Þá fannst mér miður að hún skyldi vera sýnd í læstri dag- skrá en ekki opinni og sjónvarpsáhor- fendum þannig mismunað um að- gang að efni sem allir ættu að hafa tækifæri á að sjá. Nanna Guðmundsdóttir hárgreiðslukona: Mér fannst hún vægast sagt ógeðs- leg og virkilega Ijót. Það kom mér á óvart hversu mikið er af þessu I heiminum og einnig hér á landi. En að hún skyldi vera sýnd í læstri dagskrá en ekki opinni fannst mér lítilsvirðing við sjóvarpsáhorfendur og efni mynd- arinnar sem á erindi til allr —SPURNINGIN— Hvað fannst þér um norsku myndina „Svívirtu börnin" sem sýnd var á Stöð 2? Gestur Traustason laganemi: Ég sá myndina ekki þar sem hún var sýnd í læstri dagskrá. Það fannst mér vera alveg forkastanleg vinnubrögð af hálfu Stöðvar 2 þar sem myndin á erindi til sem flestra. Iða Brá Þórhallsdóttir húsmóðir: Ég sá myndina þvi miður ekki þar sem hún var sýnd í læstri dagskrá en hefði horft á hana ef það hefði ekki verið. Mér finnst þessi vinnubrögð Stöðvar 2 aðfinnsluverð og vona að Ríkissjónvarpið sýni myndina von bráðar því hún á erindi til allra. Lilja Haraldsdóttir húsmóðir: Mér fannst hún alveg hrikaleg. Maður trúir því bara ekki ekki að svona lagað geti átt sér stað. En mér fannst miður að myndin skyldi ekki vera sýnd í oþ- inni dagskrá því hún á erindi til allra. þJÓÐVIUINN Þriðjudagur 1. nóvember 237. tölublað 53. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Félagar úr Barnahópi Kvennaathvarfs, Rauða krossins og Sjálfsvarnarhópi um sifjaspell á blaðamannafundinum í gær. Mynd: Jim Smart. fíarnamisnotkun „Fólk er enn að hringja“ Barnahópur Kvennaathvarfsins, Rauða krossins og Sjálfsvarnarhópur um sifjaspell: Hrikalegar lýsingar á því hvaða áhrif kynferðisafbrotin hafa haft áfórnarlömbin Sérstök neyðarlína fyrir fórn- arlömb og þolendur var opin á sunnudagskvöldið á meðan og eftir að Stöð 2 sýndi „Svívirtu börnin,“ norska heimildarmynd um kynferðislega misnotkun á börnum. Félagar úr Barnahópi Kvennaathvarfsins, Sjálfsvarn- arhópi um sifjaspell og Barnahópi Rauða krossins sáu um að svara í símann, og í gær efndu þessir hópar til blaðamannafundar í Hlaðvarpanum til að skýra frá niðurstöðum úr símtölunum, en einnig til að kynna þá hópa sem hér eru til hjálpar. Samtals urðu símtölin ríflega 50, mikill meirihluti frá konum og flest utan af landi. Símsvar- endur voru á einu máli um að þessi tala gæfi langtífrá rétta mynd þar sem mikinn hluta símatímans hefðu allar línur ver- ið uppteknar og því færri komist að en vildu. Og eins er enn að bætast við þennan hóp, eða með orðum Sigríðar Sumarliðadóttur sem svaraði í símann í Rauða kross húsinu: Fólk er enn að hringja. í Hlaðvarpanum sátu félagar úr Sjálfsvarnarhópi um sifjaspell við símann. Þangað hringdu 12 konur sem allar höfðu orðið fyrir Sjónvarpskapphlaup Skutu okkur ref fyrir rass að verður að segjast eins og er að Stöð 2 hefur skotið okkur ref fyrir rass í þessu máli. Upp- haflega héldum við að myndin vaeri á vegum norska sjónvarps- ins, en rákum okkur svo á að það er einkafyrirtæki í London sem á dreifingarréttinn, og fyrir bragð- ið tapaðist dýrmætur tími, sagði Pétur Guðfirtnsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, en á sunnudagskvöldið sýndi Stöð 2 umtalaða norska mynd - Svívirtu börnin - sem Sjónvarpið hafði þegar sýnt útdrátt úr í fréttatíma og boðað að tekin yrði til sýninga. Pétur var spurður hvort RUV myndi halda sínu striki með að útvega myndina, en hann var ef- ins um að af slíku yrði, þótt hann vildi ekki fortaka það: Þegar Stöð 2 hefur orðið á undan með til- tekið efni höfum við ekki verið vanir að bera okkur eftir því, sagði hann. Eins og Þjóðviljinn hefur skýrt frá byrjaði Sjónvarpið á að panta skoðunareintak af myndinni, en á Stöð 2 bar fólk sig strax eftir eintaki til sýninga. Eitt með öðru er þetta hluti skýringarinnar á því hvers vegna Sjónvarpið féll á tíma í kapphlaupinu um mynd- ina. HS kynferðislegu ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlima. Fram kom að ein þeirra var aðeins þriggja ára er slíkt kynferðisofbeldi gegn henni hófst. f máli Guðrúnar Jónsdóttur, Samtökum um kvennaathvarf, kom fram að í fámenninu víða úti á landi væri ástandið sérstaklega slæmt; barnaverndarnefndir van- megna og ekkert hægt að leita. Þetta væri erfitt fyrir konurnar, en enn erfiðara fyrir börnin. Guðrún sagði að konur væru að basla við að halda starfsemi at- hvarfsins úti þrátt fyrir fjársvelti, og að sjálfboðaliðastarfið á þessu og skyldum sviðum væri mjög vanmetið. Skoraði hún á fjár- veitingavaldið að standa sig betur í þessum efnum hér eftir en hing- að til. Þá kom fram á fundinum að börn sem kæmu í Kvennaathvarf- ið með mæðrum sínum þyrftu á fullt eins miklum stuðningi að halda, og að mikilvægi þess hluta starfsins sem að börnunum sneri hefði komið æ betur í ljós. Það væri dæmigert fyrir forgangsröð samfélagsins að svelta starf á borð við það sem athvarfið innti af hendi. Símsvarendur sögðu það hafa einkennt upphringingarnar að um gömul mál hefði verið að ræða. Sterkar tilfinningar komu fram og eins hrikalegar lýsingar á því hvaða áhrif kynferðisafbrotin hafa haft á fórnarlömbin æ síðan, en í sumum tilfellum skiptir sá tími tugum ára. Voru fundarboð- endur á því að víst væri mikilvægt að ná til þeirra sem þegar hefðu orðið fyrir glæpaverkum af þessu tagi, en ekki væri síður ástæða til að hafa áhyggjur af þeim börnum sem hættast væri í dag, og þá að styrkja þá starfsemi sem helst mætti til varnar verða. HS „Svívirtu börnin“ Ótrafluð á fimmtudaginn Sýning myndarinnar hefur vakið gífurleg viðbrögð og því höfum við ákveðið að sýna hana aftur á fimmtudagskvöldið, og þá í ólæstri dagskrá, sagði GoÖi Sveinsson, dagskrárstjóri Stöðv- ar 2. Norska myndin um kynferðis- lega misnotkun á börnum var sýnd í læstum hluta dagskrárinn- ar á Stöð 2 á sunnudagskvöldið var, og hefur hinum lykilvana þótt súrt í broti. Goði sagði að upprunalega hefði Stöð 2 keypt réttinn til að sýna myndina einu sinni og þá í áskriftarsjónvarpi, og að nú hefðu tekist samningar um aðra sýningu í ólæstri dag- skrá. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.