Þjóðviljinn - 05.11.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.11.1988, Blaðsíða 4
Tónlist FTR Félag íslenskra rafvirkja heldur ráðstefnu um stöðu rafvirkjans í dag Fjallað verður um hvort nám rafvirkja falli að þeim störfum sem þeir vinna í dag og hvaða breytingar menn telji að verði á næstu árum. Frummælendur verða frá Félagi íslenskra raf- virkja, Landsambandi íslenskra rafverktaka, Sambandi íslenskra rafveitna, Tæknifræðingafé- laginu og Rafmagnseftirliti ríkisins. Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 12. nóv- ember kl. 13.30 í Félagsmiðstöð rafiðnaðar- manna að Háaleitisbraut 68 og er öllum opin. Útboð ''/v/m Ólafsvíkurvegur, Núpá - Skógar- nesvegur, 1988 ■ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- ' greint verk. Lengd vegarkafla 4,3 km, fyllingar og burðarlag 47.000 m3. Verki skal lokið 1. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 8. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 21. nóvember 1988. Vegamálastjóri »PA*v Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 8. nóvember 1988 kl. 13-16, í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík og víðar. Tegundir Árg.: 1 stk. Subaru 1800(skemmdureftirveltu . 1987 3 stk. Subaru 1800 station . 1983 1 stk. SubaruPic-up . 1983 1 stk. Lada 1500 station . 1986 2 stk. FordEconolineE150 . 1980-82 1 stk. Dogde Van sendibifr . 1982 1 stk. DodgeVanB-200fólksfl . 1979 1 stk. MazdaE-2200DoubleCabpic-up . 1987 1 stk. Volkswagen Double Cab fólks/vörub . 1984 1 stk. Volkswagen Double Cab ” ” diesel .. . 1983 1 stk. Chevrolet4x4pic-updieselm/húsi . 1982 2 stk. Chevrolet4x4pic-upbensínm/húsi . 1979-80 1 stk. GMXC4x4pic-upbensínm/húsi . 1981 1 stk. UAZ-4524x4bensln . 1985 1 stk. MitsubishiL-300Minibus4x4 . 1984 2 stk. Mitsubishi Pajerodiesel4x4 . 1983 2 stk. lsusuTrooperdiesel4x4 . 1982 1 stk. MMCL-200pic-up4x4 . 1982 3 stk. LadaSport2121-54x4 . 1982-88 Til sýnis hjá birgðastöð Pósts og síma Jörfa: 1 stk. LadaSport4x4(skemmdure. umf. óh.) . 1987 1 stk. 1 stk. Fiat 127GI (skemmdure. umf. óh.) . 1985 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Akureyri: 1 stk. Subaru 1800station4x4 . 1983 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16:30 að viðstöddum bjóðend- um. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðun- andi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 „Miklu persónulegra" Jóhanna Þórhallsdóttir syngur Ijóð íNorræna húsinu ídag I Norræna húsinu í dag: Margrét Gunnarsdóttir og Jóhanna Þórhalls- dóttir. (Mynd: James Robert Smart) Idag halda þær Jóhanna Þór- hallsdóttir og Margrét Gunn- arsdóttir tónleika í Norræna hús- inu og hefjast þeir klukkan fímin. Jóhanna hefur fagra altrödd og Margrét liðuga píanófíngur, og þær ætla í sameiningu að eiga við verk eftir tónskáldin Gunnar Reyni Sveinsson, Gerald Finzi, Francis Poulenc, Claude De- bussy, Franz Schubert og Jo- hannes Brahms. Margrét er ísfirðingur og lærði barn á píanó hjá Ragnari H. Ragnar, lauk einleikaraprófi í Hollandi fyrir fjórum árum, og farin að kenna á píanó í heima- byggð sinni. Jóhanna fór snemma að syngja og varð kunn sem ein þriggja söngkvenna sveitarinnar Diabol- us in musica, hóf síðan eiginlegt söngnám hjá John A. Speight í Tónskóla Sigursveins og hélt áfram í Manchester og London. Hún hefur sungið á tónleikum á Englandi og hér heima, og í út- varpi og sjónvarpi, meðal annars í Hallgrímspassíu Atla Heimis á föstudaginn langa í vor. Jóhanna verður á íslandi í • vetur við kennslu og söng, meðal annars með íslensku hljómsveitinni. „Þetta eru ljóðatónleikar, og verður í fyrsta sinn sem ég syng hér en ég hef sungið nokkur ljóð- anna áður á tónleikum á Eng- landi og Wales,“ segir Jóhanna. „Á þessum árum hef ég fengist við flestar tegundir af söngtón- list, og ljóðin eru eitt af uppá- haldsviðfangsefnum mínum. Það er gaman að kynnast ljóðunum í gegnum tónlistina, þetta er miklu persónulegri túlkun en annar söngur og maður er í nánara sam- bandi við tónskáldið, samleikar- ann og áhorfendurna. -m Kirkjuþing Veitum fötluðum stuðning Tillaga tveggja presta á Kirkjuþingi samþykkt einróma Sjálfsagt þjóðfélagslegt mark- mið hlýtur það að vera að tryggja fötluðum viðunandi lífs- kjör á hvaða vettvangi sem er, ekki lakari en annarra þjóðfé- lagsþegna, tryggja þeirn jafnan rétt til náms, til atvinnu, til félags- legrar þjónustu, til eðlilegrar þátttöku í öllu félags- og menning- arlífi þjóðarinnar. Hinn fatlaði á fyllsta rétt á að taka þátt í samfé- laginu, eftir því sem hver og einn hefur vilja og hæfíleika til. Svo segir í greinargerð með þingsályktunartillögu þeirra sr. Árna Sigurðssonar og sr. Sigur- jóns Einarssonar, um stuðning þjóðkirkjunnar við fatlaða, sem flutt var á Kirkjuþingi. I tillögu þeirra felst að kirkjan lýsi yfir fyllsta stuðningi við jafnréttis- og hagsmunabaráttu fatlaðra og hvatt er til þess að þjóðkirkjan láti meira til sín taka þau mál sem létt geti fötluðum lífsbaráttuna. Jafnframt er skorað á stjórnvöld að halda markvisst áfram framkvæmdum í þjónustu og þágu fatlaðra, tryggja þeim mannsæmandi kjör og veita eðlilegu fjármagni til allra aðgerða sem gera fötluðum kleift að lifa eðlilegu lífi. Kirkjuþing var einhuga um þessa tillögu. - mhg. Tónleikar Sóliún syngur í Ópemnni Sólrún Bragadóttir sópran- söngkona og Jónas Ingimundar- son píanóleikari halda tónleika í íslensku óperunni á mánudaginn kl. 20.30. Þessir tónleikar eru á vegum Styrktarfélags íslensku óperunnar sem staðið hefur fyrir röð nokkurra slíkra. Á efnis- skránni eru m.a. verk eftir Moz- art, Schubert, Bizet, Verdi, A. Lloyd-Webber, G. Gershwin og Þorkel Sigurbjörnsson. Sólrún brautskráðist með „masters“-gráðu frá University of Indiana í Bloomington árið Sólrún Bragadóttir. 1987. Sama haust var hún ráðin sem fyrsti sópran við óperuna í Kaiserslautern í V-Þýskalandi þar sem hún starfar nú. Þetta eru hennar fyrstu sjálfstæðu ein- söngstónleikar hér á landi. Jónas hefur starfað sem píanó- leikari, tónlistarkennari og kór- stjóri frá árinu 1970. Hann hefur haldið fjölda tónleika hér á landi og erlendis. Einnig hefur hann leikið í útvarpi og sjónvarpi og á listahátíðum í Reykjavík og Bergen. Jónas kennir við Tón- listarskólann í Reykjavík. Ráðstefna Blaðamannafélagið boðar til opinnar ráðstefnu um upp- byggingu fjölmiðlakennslu hér- lendis, á Hótel Sögu á morgun, sunnudag kl. 13.30. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra flytur ávarp á ráðstefn- unni og flutt verða fimm stutt er- indi. Sigrún Stefánsdóttir ræðir um fjölmiðlakennslu í Háskólan- um, Sigurjón Jóhannsson um fjölmiðlanám í fjölbrauta- skólum, Vilborg Harðardóttir um fjölmiðlanám í Tómstundask- ólanum, Örn Jóhannsson um við- horf útgefenda til fjölmiðlanáms 4 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Blaðamenn um fjölmiðlakennslu og Lúðvík Geirsson um stefnu fyrirspurnum svarað. Allt fjöf- Blaðamannafélagsins í þessum miðlafólk og annað áhugafólk efnum. um fjölmiðlun er hvatt til að Þá verða pallborðsumræður og sækja þessa ráðstefnu. Landnemans þrá Þau leiðu mistök urðu á bls. 16 í síðasta tölublaði Birtis, að ekki var tilgreint hver hélt ávarpið „landnemans þrá“ né hvaðan það er fengið. Ávarp þetta var flutt af Sigfúsi Sigurhjartarsyni við vígslu Skíða- skálans í Sauðadölum. I minning- arhefti um Sigfús sem Réttur lét gera árið 1982 er þessi ræða birt eftir handriti hans. Adda Bára Sigfúsdóttir veitti Birti góðfús- legt leyfi til að birta þetta ávarp. Ritnefnd Birtis biður Öddu Báru og aðra aðstandendur Sigfúsar afsökunar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.