Þjóðviljinn - 05.11.1988, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 05.11.1988, Qupperneq 16
—SPURNINGIN- Hefurðu trú á að fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar gangi upp og skili tekjuaf- gangi á næsta ári? Sverrir Kristjánsson verkstjóri: Já ég vona það. Ég hef trú á nýja fjármálaráðherranum og tillögum hans í þessum efnum. Sem opin- ber starfsmaöur hræöist ég ekki nýjar skattaálögur því viö höfum ekki það há laun að hægt sé að skattleggja okkur að ráði. ngvar Kristinsson bæjarverkstjóri: Já ég hef trú á frumvarpinu og að það gangi upp, takist að skera á eyðsluna í þjóðfélaginu. Varð- andi nýja skatta eiga þeir að lenda á öllum en vonandi ekki á þeim efnaminni. Guðrún Ebba Ólafsdóttir kennari: Jú við verðum að hafa það. Ég er ekki fylgjandi nýjum sköttum í sjálfu sér en veit að þeir eru nauðsynlegir nú en ég vil líka fá hærra kaup en ég fæ í dag. Asta Halldórsdóttir húsmóöir: Mér líst nú hálf illa á þetta allt saman. Með jafn litlar tekjur og ég hef kvíði ég framhaldinu í vet- ur og hef ekki mikið svigrúm tíl að mæta nýjum skattaálögum. Indíana Gunnarsdóttir skrifstofustúlka: Mér líst illa á fjárlagafrumvarpið og það sem sagt hefur verið um nýja skatta. Tekjuafgangurinn er draumur sem ég hef litla trú á að gangi upp. þJÓÐVIUINN SIMI 681333 Á KVÖLDIN ÁLAUGARDÖGUM 681663 Merkisafmæli Hátíöahöld í skugga niðurskurðar Ós, einaforeldrarekna barnaheimilið íbænum, fimmtán ára. Alltá huldu umframtíð þess vegna nýtilkomins niðurskurðar borgaryfirvalda á rekstrarstyrknum Barnaheimilið Ós er 15 ára á þessu hausti og héldu börnin, starfsfólkið og þeir foreldrar sem því gátu komið við upp á afmælið í gær á Bergþórugötunni þar sem heimilið er nú til húsa. Reyndar í eina bárujárnshúsinu sem eftir stendur við þessa götu og borg- arstjórinn hefur ort um lipran dægurlagatexta. Osarar efndu til blaðamanna- fundar í gær í tilefni dagsins. Par kom fram að núverandi sama- staður, Bergþórugata 20, er þriðja heimili starfseminnar, en þar hefur Ós verið til húsa í tvö ár eða svo. Foreldrar fengu húsið til afnota hjá borgaryfirvöldum, leigulaust til fimm ára, gegn því að það yrði gert upp. Húsið var í afar bágbornu ásigkomulagi þeg- ar Ósarar fengu það í hendur, en síðan hafa foreldrarnir lagt á sig mikla vinnu og kostnað til að standa við sinn hluta þessa samkomulags, segir í afmælis- fréttatilkynningu. Og mátti hverjum aðvífandi fréttasnáp á stjáki innan um uppábúin afmæl- isbörnin ljóst vera að grettistök- um hefur verið lyft í þessu húsi þegar viðhaldsvinna er annars vegar. Lengst af var Ós þó á Berg- staðastrætinu eða hátt í áratug, 1977 til 1986, en starfsemin hófst í húsi einu við Dugguvoginn. Pað hús hét Ós, og hefur nafnið fylgt barnaheimilinu æ síðan. f fréttatilkynningu Ósara kem- ur fram að um það bil 150 börn hafa átt sitt annað heimili á Ósi gegnum tíðina, og að Ijóst sé að heimilið hafi verið snar þáttur í lífi allnokkurs fjölda Reykvík- inga, sé tekið tillit til foreldra- skarans frá upphafi, sem og starfsfólks. Ós er foreldrarekið barna- heimili, en í því felst að foreldrar sem eiga börn á Ósi hverju sinni annast reksturinn. Segja Ósarar að þetta sé eina færa leiðin fyrir foreldra sem vilji tryggja börnum sínum dagheimilisvist, þar sem öll áhersla sé á það lögð á dag- heimilum borgarinnar að bæta úr hinni brýnu þörf s.k. forgangs- hópa, einkum einstæðra mæðra, og því eigi „venjulegir" foreldrar tæpast innangengt með börn sín á þessi heimili. Á blaðamannafundinum kom fram að Ósurum hefur með ráð- deild og sparnaði tekist að láta mánaðargjald það sem greitt er með hverju barni fylgja dag- mömmuprísum á hverjum tíma, Uppábúin afmælisbörn á Ósi: heimilið er orðið fimmtán ára. Mynd: Jim Smart. Bjartur og Hringur smakka á sortunum. Mynd: Jim Smart. svona nokkurn veginn. Pá kom fram í þessu sambandi að árlegur rekstrarstyrkur borgaryfirvalda hefur átt sinn stóra þátt í því að þetta mætti takast. „En nú eru blikur á lofti,“ sam- kvæmt niðurlagi fréttatilkynning- ar Ósara: „Borgarstjórn hefur nýlega samþykkt að draga veru- lega úr rekstrarstyrk til dagheim- ila, og verður Ós með sínar heilsdagsvistanir mjög fyrir barð- inu á þessari nýju skipan mála. Ef ekkert verður að gert er rekstrin- um stefnt í bráðan voða. þar sem mánaðargjaldið myndi hækka upp úr öllu valdi. Ekki er enn séð fyrir endann á þessum þrengingum, en við eigum nú í viðræðum við borgar- yfirvöld um framhaldið, og dett- ur ekki í hug að trúa því að óreyndu að á þessum tímamótum í sögu heimilisins verði því gert ókleift að starfa." Og á þessari bjartsýnu nótu setjum við punkt, og óskum Ós- urum á öllum aldri til hamingju með afmælið. /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.