Þjóðviljinn - 05.11.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.11.1988, Blaðsíða 9
VIÐHORF Hvatarannsóknir Islendinga iákvætt framlag & Hjörleifur Guttormsson skrifar Stefnumörkun Alþingis og ís- lenskra stjórnvalda i hvalveiði- málum er ekki ný af nálinni. Hún var ákvörðuð með samþykkt þingsins í febrúarbyrjun 1983 á tillögu frá meirihluta utanríkis- málanefndar þess efnis að fylgja tilmælum Alþjóða hvalveiðiráðs- ins um að stöðva hvalveiðar í atvinnuskyni um 5 ára skeið 1985-1989. Jafnframt skuldbatt þingið stjórnvöld til að nota tím- ann til að auka rannsóknir á hval- astofnum við landið. Þessi sam- þykkt var gerð með naumum meirihluta á Alþingi og þar nteð var hnekkt áformum þáverandi sjávarútvegsráðherra, Stein- gríms Hermannssonar, sem ætl- aði að mótmæla hvalveiðibann- inu, en einnig lá fyrir þinginu þingmannatillaga sama efnis. Þessa ættu menn að minnast nú, 5 árum síðar, þegar staða mála er metin. Allgóð samstaða Um þessa stefnu sem þá var mörkuð og rannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunar sem mótuð var 1985 hefur ríkt allgóð samstaða. Á Alþingi hafa engar tillögur komið fram unt breyting- ar á henni fyrr en nú nýverið. Að- eins einn þingntaður, Guðrún Helgadóttir, hefur lagt fram fyrirspurnir í þinginu tvívegis til sjávarútvegsráðherra undanfarin 5 ár um gang hvalarannsókn- anna. Aðrir þingmenn hafa ekki tekið málið upp til umræðu á þessu tímabili og í utanríklis- málanefnd þingsins hefur verið samstaða um meginatriði máls- ins. f>ar hafa allir þingflokkar átt fulltrúa á þessu tímabili, og staða hvalarannsóknanna verið kynnt þar, ekki sfst við mótun áætlunar Hafrannsóknastofnunar 1985. Auðvitað hafa fulltrúar lýst á þeim vettvangi fyrirvara við ein- saka framkvæmdaþætti rann- sóknanna, svo sem um fjölda veiddra dýra. Ekki hefur hins vegar verið breytt andmælum varðandi aðalatriði og um þau ríkt samstaða, þar á meðal um veiðar sem lið í rannsóknunum. Nýlegir fyrirvarar Þetta er rifjað upp hér vegna þess að fyrir Alþingi liggja nú tvö þingmál vegna hvalveiða. Annað er frumvarp til laga um hvalveiði- bann til ársins 1993, flutt af tveimur þingmönnum úr Borg- araflokki, hitt tillaga til þings- ályktunar um „endurskoðun á hvalveiðistefnu íslendinga með það fyrir augum að stöðva vís- indahvalveiðar um a. m. k. þrig- gja ára skeið", flutt af Árna Gunnarssyni. Hér er um nýlega fyrirvara að ræða af hálfu flutningsmanna. Enginn þeirra hefur fyrr hreyft andmælum í þingsölum né annars staðar á opinberum vettvangi við þeirri stefnu sem fylgt hefur verið við hvalarannsóknir. Það á einnig við um talsmenn Kvennalistans, en þingmaður úr þeirra röðum, Kristín Halldórsdóttir lét að því liggja í umræöum 26. október sl., að hún hafi unt eitthvert skeið verið annarrar skoðunar og and- víg stefnu stjórnvalda. Stefna Kvennalistans sagði hún að hefði eirikennst af „efasemdafullu hlut- leysi“. Það rímar hins vegar illa við sjónarmið annara þing- manna, eins og Kristínar Einars- dóttur, sem flutti athyglisverða ræðu við sömu umræðu. Varð- andi þennan málflutning og fram- komnar tillögur er eðlilegt að spurt sé: Hvenær urðu sinna- skiptin og á hvaða forsendum er málið nú tekið upp? Viöbrögð við viðskiptaþvingunum Svo er að sjá sem kveikjan að baki tillöguflutningi þingmanna kröfur um það og leitast við að tryggja í alþjóðlegu samstarfi að ekkert verði tekið úr stofnunt sem geta verið í útrýmingar- hættu. Ég veit ekki annað en að þeir íslenskir vísindamenn sem að þessum málunt hafa starfað, hafi unnið eftir því leiðarljósi. Ég hef ekki séð sannfærandi rök fyrir Aðgerðir á borð við þær sem birt- ust okkur í björgunarleiðangri beggja risaveldanna vegna tveggja hvala norðan Alaska fyrir skemmstu, eru ekki í þágu náttúruverndar. Hvalafriðun slitin úr tengslum við aðra þætti á lítið skylt við umhverfisvernd. Hvert svæði hefur sín sérkenni, „Tilíslenskra aðstœðnaþekkja menn lítið í sjónvarpsherbergjum Ameríku, þarsem skoðanamyndun rœðst í æ ríkari mæli. Við værum hins vegar að bregðast skyldum okkar og okkur sjálfum, efviðfœrum að skrifa upp á sjónarmið sem við teljum ekki réttmœt. “ nú varðandi hvalamál séu hótanir erlendis frá um viðskiptaþving- anir. Þetta er beinlínis tekið fram í greinargerðum með báðum til- lögunum. Ekki.er þar tekið undir málflutning hvalfriðunarsinna, nema síður sé. Einkennilegast af öllu við þennan tillöguflutning er þó sú staðreynd, að hann gengur ekki aðeins gegn samþykkt Al- þingis 1983 heldur einnig þvert gegn stefnu Alþjóðahvalveiði- ráðsins. Ráðið hefur ekki lagt til stöðvun veiða lengur en til 1990 og þá í atvinnuskyni. Flutnings- menn eru því að gerast kaþólsk- ari en páfinn, og tillögur þeirra eru flausturslegar og virðast að mestu á misskilningi byggðar. Það er leitt að þetta mál skuli koma til umræðu á Alþingi undir þessum sérkennilegu formerkj- um. Ég er ekki að gera lítið úr því þegar þeir sem andstæðir eru rannsóknum íslendinga á hvala- stofnunum eru að ná þeim á- rangri, að þess er farið að gæta í sambandi við viðskipti með sjáv- arafurðir. Spurningin er hvernig er brugðist við? Reynum við að gera það sameiginlega án þess að ýkja hættuna af tilraunum til við- skiptaþvingana, eða hentar mönnum að vera í orðastríði á Alþingi á óljósum forsendum? Ég tel að íslenskum stjórnvöldum beri skylda til að skýra frá stað- reyndum í þessu máli með á- kveðnari hætti en gert hefur ver- ið: í hverju hafa rannsóknir undanfarinna ára verið fólgnar, hverjar eru helstu niðurstöður og hvað er fyrirhugað á því eina ári sem eftir er? En jafnframt eigum við að leita annarra leiða í sam- bandi við sölu afurða, þegar ein- stök fyrirtæki eru að setja fótinn fyrir okkur eða hóta að rifta samningum. Ráðuneyti utan- ríkisviðskipta á að sjálfsögðu að gera átak til að konta þessum vörunt út með öðrunt hætti, ef verið er að loka mörkuðum fyrir okkur og rifta samningum á röng- unt forsendum. Hver er umhverfisþátturinn? Miklu skiptir að menn ræði um vandasönt mál á sent skýrustum grunni. Eru menn t.d. að krefjast stöðvunar á rannsóknum og töku dýra í rannsóknaskyni á íslensk- um hafsvæðum undir merki um- hverfisverndar, væntanlega vegna þess að rnenn telji að við- komandi hvalastofnar séu í hættu? Við eigum vissulega að setja mjög ákveðnar og strangar því, að hvalastofnarnir sem dýr hafa verið tekin úr á Islandsntið- um samkvæmt rannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunar séu í út- rýmingarhættu. Markmið rann- sóknanna er einmitt að afla vitn- eskju um ástand þeirra, m.a. fjöl- da, líffræðilega þætti og dreif- ingu, þannig að menn geti í ljósi þekkingar tekið ákvarðanir unt verndun þeirra og nýtingu í fram- tíðinni. Er rétt að við Islendingar og þeir sem bera umhverfisvernd fyrir brjósti og eiga lífsafkomu sína undir hóflegri nýtingu náttúruauðlinda förum að hlaupa undir merki, ef við teljum þau ekki á rökum reist? Ég segi nei. Það er skylda okkar að horfa á málið út frá okkar bæjardyrum, þó með ríkri ábyrgðarkennd varðandi alþjóðlegt samhengi. einnig hafsvæðin. íslenskt um- hverfi er annað en sunnar á hnett- inum. Til íslenskra aðstæðna þekkja menn lítið í sjónvarpsher- bergjum Anteríku, þar sent skoðanamyndun ræðst í æ ríkari mæli. Við værum hins vegar að bregðast skyldunt okkar og okk- ur sjálfum, ef við færum að skrifa upp á sjónarmið sem við teljuni ekki réttmæt. Slíkt væri lítill greiði við alþjóðlega umhverfis- vernd. Engu að síður geta þau haft áhrif á gerðir okkar og á- kvarðanir í viðskiptalegu sam- hengi. Rannsóknir og framtíöarhagsmunir Það er ástæða fyrir okkur til að vera hreykin af því framlagi sem ísland hefur lagt til rannsókna á hvalastofnum frá því að Alþingi gerði sína samþykkt 1983. Ég tel að alltof lítið hafi verið gert að því að kynna það mál og niðurstöður sem þegar liggja fyrir. Það ár sem eftir er af þeirri áætlun sem Haf- rannsóknastofnun mótaði fyrir stjórnvöld og hefur séð um fram- kvæmd á mun færa okkur enn frekari vitneskju um hvalastofn- ana, ekki aðeins við ísland heldur á öllu norðanverðu Atlantshafi. Það væri hörmulegt ef við yrðum kúgaðir til þess að hætta þessum rannsóknum- með utanaðkom- andi þvingunaraðgerðum. Það er að þakka íslensku frum- kvæði, að þessi upplýsingaöflun fer nú frant og stöðugt fleiri þjóð- ir við norðanvert Atlantshaf eiga nú hlut að rannsóknunum. Þetta á ekki síst við um fyrirhugaða talningu á hvölunt á næsta ári, sem Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur tekið undir og hvatt til þátt- töku í. Hafrannsóknastofnun hefur verið falin forysta í þessu verkefni og ber það vott um traust, sem íslenskir vísindantenn á þessu sviði hafa áunnið sér. Hin nærtæka spurning er, hvort íslendingar fái frið til að ljúka sínum rannsóknum í sam- vinnu við aðrar þjóðir, eða hvort við verðum knúðir til að láta undan ofurefli, hvort sem það á upptök sín í stjornarskrifstofnun- um í Washington eða á kontórum Grænfriðunga. Til lengri tíma litið snýst málið um það, hvort við getum nýtt lífrænar auðlindir hafsins, fiskistofna, hvali og aðr- ar lífverur og aflað vitneskju til að sú nýting samræmist langtíma- hagsmunum og umhverfisvernd. Hjörleifur er þingmaöur fyrir Al- þýöubandalagið á Austurlandi. Viðhorfsgrein hans er að hluta byggð á þingræðu frá 26. október. Glæsile mngar Happdrætti Þjóðviljans PC tölva frá Aco hf. Ferdavinnlngarfrá Samvlnnufer&um-Landsýn. Sjónvarp frá Sjónvarpsmidstöðlnnl hf. Myndbandstækl frá Sjónvarpsmldstödlnni hf. Uppþvottavél frá Elnari Farestveit & Co. hf. Örbylgjuofn frá Einari Farestveit & Co. hf. Bókaórtektir 1té Laugardagur 5. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.