Þjóðviljinn - 05.11.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.11.1988, Blaðsíða 6
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Tuttugu ára Alþýðubandalag í fyrstu viku nóvembermánaðar fyrir tveimur áratugum samþykktu fulltrúar á landsfundi í gamla Sigtúni við Austur- völl að stofna stjórnmálaflokk úr kosningabandalaginu sem myndast hafði tólf árum áður: Alþýðubandalagið er tuttugu ára í þessari viku. Nafnið varð til í kringum 1956, þegar vinstriarmur úr Al- þýðuflokknum gekk til samstarfs við Sósíalistaflokkinn í kosningum, - inní það bandalag bættust síðan margir Þjóð- varnarmenn í uþphafi sjöunda áratugarins. Þessa grund- vallar sér enn stað í stefnu, vinnubrögðum og hefðum: nú um helgina heldur ungt fólk í flokknum þannig upp á 50 ára afmæli Æskulýðsfylkingarinnar, sem upphaflega var vett- vangur ungs fólks í Sameiningarflokki alþýðu. Alþýðubandalagið var í upphafi bandalag, pólitískt sam- band, sem stefndi að því að sameina vinstrimenn undir einu merki, og þessi uppruni setti strax mark sitt á flokkinn sem stofnaður var 1968. Þar hafa vegist á og blandast saman margir straumar vinstrihugmynda þessi tuttugu ár, og má hafa það til marks að ennþá eru menn innanflokks ekki alveg sammála um það hvað Alþýðubandalagið er: Stund- um virðist það vera of mikið bandalag til að geta verið flokkur, og stundum of mikill flokkur til að geta falið í sér bandalag. Það er eðlilegt að í flokki sem byggður er sem verkfæri til samfélagsbreytinga sé tekist á um markmið og leiðir, að þar uppdrífist sjaldan hinn steingeldi friður sem finna má í sumum íhalds- og framsóknarflokkum og miðar að því að viðhalda óbreyttu ástandi af ótta við að einhverjum skerðist hagsmunir. Einstigið vandrataða er að geta eflst af slíkri innri baráttu hugmyndastrauma án þess að dragi úr slagkraftinum útá- við, að holl átök breytist ekki í slítandi erjur vegna þess að menn skilji ekki þegar fengin niðurstaða er pólitískur raun- veruleiki. Því er á þetta drepið þegar minnst er tuttugu ára afmælis Alþýðubandalagsins að flokkurinn er nú að koma útúr átakaskeiði sem hefur verið honum hollt en einnig gengið honum mjög nærri. Og eftir atburði haustsins hefur flokkur- inn nú fangið fullt, hefur tekist á hendur úrslitahlutverk í ríkisstjórn sem gæti orðið til mikilla heilla, en gæti líka skaðað flokkinn verulega ef illa fer. Alþýðubandalagið hefur þá sögu eftir þessi tuttugu ár að þar geta menn horft um öxl með stolti þrátt fyrir ágjafir fyrr og síðar. Alþýðubandalagið hefur þessa áratugi verið sverð og skjöldur í baráttu fyrir hagsmunum launafólks, fyrir íslensku sjáifstæði, fyrir jafnrétti kynjanna, fyrir byggð um allt land, fyrir menningarsókn og víðsýnum menntum. Alþýðubanda- lagið hefur ekki komið á sósíalisma eftir tuttuga ára starf, en því hefur tekist að marka það sérstæða samfélag sem hér er við lýði og hafa uppi valkost þjóðlegrar jafnaðarstefnu við landlægu stéttaranglæti og þýlyndi gagnvart erlendu valdi. Þjóðviljinn, málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðs- hreyfingar, sendir Alþýðubandalaginu kveðju sína á afmæl- inu og mælist til þess að mega áfram vera flokknum sá vinur er til vamms segir en í raun reynist. Þorsteinn snýr aftur Það vakti athygli í umræðum um stefnuræðu forsætisráð- herra að Þorsteinn Pálsson stóð þar upp og er snúinn aftur fyrir almenningssjónir. Við sem ekki þekkjum rangala Valhallar héldum að Þor- steinn væri hreinlega týndur í myrkviðinu, og var það haft til marks að aðrir höfðu tekið forystu fyrir flokknum á þingi og í fjölmiðlum; Friðrik varaformaður, Halldór krónprins, og meira að segja Pálmi Jónsson fyrrverandi landbúnaðarráð- herra í frægri ríkisstjórn. Ljúft er og skylt að fagna endurkomu Þorsteins. Hann hefur sýnilega ekki gefist upp ennþá við að halda formanns- sæti sínu í Sjálfstæðisflokknum, - en þá ósk eiga bæði Þorsteinn og Þjóðviljinn heitasta. _m .HALLGRIMUR Heimspeki fyrir böm í tengslum við heimspekinám- skeið sem nú fer fram á vegum Heimspekistofnunar íslands fyrir börn á neðri grunnskólaaldri mun Þjóðviljinn birta greinaflokk sem gilda mun sem ítarefni fyrir nám- skeiðsþátttakendur, auk þess að vekja annan almenning til umhugs- unar og spurninga varðandi heimspeki almennt og gildi hennar í okkar samfélagi. En það færist nú orðið í vöxt á nágrannalöndunum að færa heimspekikennslu neðar í aldurshópana og ná þar með fyrr til hinnar óheftu hugsunar og beina henni fyrr inn á brautir skipulegs hugstarfs, eða þess sem kailað hef- ur verið forhvetjandi raðhugsun. Hefur aðferð þessi gefist vel og þykja nemendur koma tilbúnari til leiks í öðrum fögum, eru t.d. mun leiknari í efasemdum og geta þar með nálgast viðfangsefni sín frá öðrum hliðum en áður og varpað á þau nýju ljósi. Hafa heimspekingar enda sannað það með rökleiðum að í raun séu börnin undirstaða sam- félagsins, þar sem ef ekki nyti þeirra við, myndi okkur fækka þar til landið færi í eyði. í þessum fyrsta þætti munum við fjalla um nokkur forspjallsvísindi heimspekinnar, frumspeki veru og verundar sem í raun er grundvöllur alls frumkvarð- andi og afleiðandi orsakasamheng- is og auk þess munum við fjalla um segulvirkandi rökleiðni. Eins og þið krakkar kannist sjálf- sagt við eru tvö undirstöðuhugtök ykkar og allrar tilveru yfirleitt, ver- an og verundin. Veran er það sem við öll erum áður en til verundar- innar kemur, veran er við sjálf en' verundin það sem við verðum í ger- andi veru. Þetta ættuð þið öll að kannast við, einkum þið sem yngst eruð og munið sjálfsagt hvað best hvernig hið verga samþættingareðli fæðingarinnar frumkallaði veruna úr forstigsmengi sínu og varpaði henni með óbeinni hjáverkun inn í heim verundarinnar. Einskonar kyrrstæð víkkun á staðreyndum orsakaheimsins. Af tilkomu ver- unnar í verundina og þar með þröngvun hennar í framverkandi skriðferli virkrar eindar myndast á móti greindarleiðun keðjumerk- inga sem endar í bergmáli útvíkk- andi tenginga jákvæðrar neindar. Háð magni tímafars og gliðnun samþættandi þátta í frumverulegri tilveru krefst veran þar með í krafti huglægrar andvörunar sinnar þess að verundin vegi þar upp á móti með umleiknilögmáli sínu og verð- ur þannig til tvíþættandi grund- völlur. fyrir sambandi þessara tveggja eðla. Veran og verundin leita þannig samþykkis orsakar og afleiðingar sín á milli í endalausri keðjuverkan sem þegar líður á leitar sátta ytri og innri heims, sýndar og eindarheims. í þessu lög- máli eru t.d. skýranleg þau fyrir- bæri í okkar daglega lífi sem við köllum misviljanir.einsogt.d. þeg- ar þið kastið bolta í vegg, vilji ykkar varpar boltanum á vegginn, vera ykkar framgegnir viljanum en ver- undin, þ.e.a.s. veggurinn sjálfur, varpar honum aftur til ykkar, en ekki þó í beinni röklínu heldur á mis við miðja veru ykkar, það vill segja heldur á hlið við ykkur. Ver- undin er misviljandi vera. Þetta er það sem á erlendum málum er kall- að „The Squash-factor" eða „Das ballnichtiges Dasein". Verundinni er síðan skipt í tvo meginheima allrar síðgrískrar heimspeki, sýndarheim og eindar- heim. Segja má að í raun sé okkar hversdagslegi raunveruleiki, eins og til dæmis leið ykkar í skólann, leiðakerfi strætisvagnanna eða ein- faldlega háttatíminn, sýndar- heimur. Hann er það sem þið sjáið dags daglega og við fyrstu sýn sýnist ykkur vera verundin sjálf. Þið sjáið hlutina og framkallið þar með á- sýnd þeirra í hugum ykkar og gefið þeim ákveðna merkingu. Þessi merking er hinsvegar lærð merk- ing, einskonar arfur forvitundar, hana lærið þið af fyrirrennandi merkingarberum, eins og t.d. for- eldrum ykkar. Þannig verður skyn- heimurinn forkvarðaður af eldri tímaþáttum sem bera í sér fyrir- bindandi mengi merkinga og þann- ig er samband ykkar við innri sann- leik hlutkjarnans afgerður í hinni upprunalegu eind sinni. En hvert atriði hins daglega lífs ber að baki hinni sýnilegu ásýnd sinni bergmál hinnar frumspekilegu segulvirkun- ar tilurðar þeirra. Eind þessi er í raun hin upprunalega mynd hlutar- ins og sannkölluð frummynd, skv. Plató, sem er allt önnur en ykkar eigin hugmynd merkingar. Og þannig ber okkur ætíð að leita hinn- , ar frumrænu merkingar hvers þess hlutar sem á leið okkar verður, t.d. þegar við bíðum eftir vagni á stoppistöð og virðum fyrir okkur tímaáætlunina sem hangir föst á ljósstaurnum. f henni sem ogöllum öðrum hlutum lýstur saman þess- um tveimur heimum, annarsvegar sjáum við hana í sýndarheiminum, en hinsvegar er í henni falin frum- mynd hennar úr eindarheiminum. Við megum því ekki láta ásýnd hennar villa okkur sýn í leit okkar að hinni sönnu eindarmerkingu hennar. Djúpt í okkar eigin veru finnum við merkingu verundarinn- ar. Þótt tölur tímatöflunnar hafi á- kveðna merkingu í sýndarheimin- um liggja að baki þeim aðrar og afstæðari tölur eindarheimsins. Og þannig verður biðin okkur upplagt tilefni til innri hugsunar og efa- semda, þar til vagninn kemur. En ég mun nú fjalla frekar um þetta í síðari þáttum. Að lokum fjöllum við lítið eitt um segulvirka rökleiðni sem að undanförnu hefur átt talsverðu fylgi að fagna meðal heimspekinga og einkum þá þeirra sem tilheyra hinum svokallaða lokaða lógisma sem nú er mikið kenndur í banda- rískum háskólum. Samkvæmt hon- um er hver rökleiðing segulvirk, þ.e.a.s. að hver dæmisþáttur laðast að hinum og leiðir þar með til ann- ars sem þar með vegur hina tvo fyrri upp og slær þeim saman í út- jöfnu. Rökleiðingunni er þannig skipt í tvö virk segulsvið eða and- þætti sem samtengdir verða að segulrofi, útkvittandi afleiðingu, sem við fyrstu sýn virðist vera mót- sögn en inniheldur í raun samjafn- andi merkingu hinna tveggja and- rænu skauta, það sem kallað hefur verið á erlendum málum syntetísk- ur lógaryþmi. Kunnasta dæmið um þetta og það sem stendur e.t.v. ykkur næst er hin svokallaða móður-leiðing. Frumleiðing henn- ar er sú að „Oll börn eiga móður“ sem leitt er út í „En engin móðir á öll börn“ sem afleiðir í segulrofinu: „Öll börn eiga enga móður.“ Með þessu sjáið þið því að ekki er allt sem sýnist í lífi ykkar og heimspek- in getur opnað ykkur nýjar og óvæntar staðreyndir sem þið höfðuð ekki áður leitt hugann að. Jæja börnin góð, við ljúkum þessu þar með í dag en í næsta þætti mun- um við fjalla um fyrirbyggjandi fer- tlhugsun. NYC> 16. okt. ’88 -Hallgrímur Þjóðviljinn Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsímí 681348 Otgefandl:ÚtgálutólagPjóðviljans. Ritatjórar: Ámi Bergmann, Mörður Arnason, Ottar Proppe. Frétta»tjórl:LúðvíkGeirsson. Bla&amenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Olafur Gíslason, Páll Hannesson, Sigurður A. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.), SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorf innur Omarsson. Útlitsteiknarar: KristjánKristjánsson, KristbergurO.Pótursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif8tofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjórl: OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgeröur Sigurðardóttir. Bílatjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbrelðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna f^agnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sföumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglý8ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu:70kr. Nýtthelgarblað: 100kr. Áskriftarverð ó mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.