Þjóðviljinn - 05.11.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.11.1988, Blaðsíða 7
------------/ INNSYN I------------------- Tekið til hendinni Snúið við í blindgötunni. Hallarekstur ogskuldasöfnun stöðvuð. Ekki lengur stoppað ígötinmeð aukinni seðlaprentun. Stjórnarandstaðan íerfiðleikum með aðfótasig. Hvernig verður kaupmáttur láglaunafólks tryggður? Samningar við þingmenn stjórnarandstöðunnar „Þetta er enginn gleðiboð- skapur,“ segir Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1989. í frumvarpinu er boðuð sú stefna nýrrar ríkisstjórnar að í ríkisfjármálum skuli gætt mikils aðhalds. Það er því ljóst að fram- lög til ýmissa málaflokka eru mun minni en menn hefðu óskað ef ást- andið í efnahagsmálum og eink- um og sér í lagi ástandið í ríkis- kassanum hefði verið betra. En það er eins og sumir hafi alls ekki reiknað með því að ríkisstjórn félagshyggjuflokkanna setti fram aðhaldsama áætlun. Grunntónn fjárlagafrumvarpsins er með þeim hætti að stjórnarandstaðan hefur ekki enn náð vopnum sín- um. Málefnaleg gagnrýni hefur enn sem komið er tæpast heyrst nema frá forsvarsmönnum launa- manna. Komið að skuldadögum Boðskapur frumvarpsins er í hnotskurn sá að ekki gangi lengur að reka ríkissjóð með halla, að snúa verði við blaðinu hvað varð- ar skuldasöfnun erlendis og að ríkissjóður geti ekki endalaust Iokað reikningum sínum með neikvæðri stöðu gagnvart Seðla- bankanum en sú aðferð við að stoppa í stóra gatið hefur leitt til aukinnar og verðbólguhvetjandi seðlaútgáfu. Gangi eftir sú spá um afkomu ríkissjóðs, sem sett er fram í fjárlagafrumvarpinu, verða hér slík tímamót að allir stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, hljóta að fagna í hjarta sínu. Á undanförnum árum hefur ríkissjóður verið rekinn með gífurlegum halla. f þeim efnum hljóta Sjálfstæðismenn að líta til þess tíma er formaður þeirra, Þorsteinn Pálsson, var fjármála- ráðherra. Árið 1987, sem var mikið góðæri til sjávar og sveita, varð munurinn á rekstrartekjum og gjöldum ríkissjóðs það mikill að rekstrarhallinn varð um 2,7 miljarðar króna. Lánsfjárþörf ríkissjóðs varð um 5,5 miljarðar krónar. En skuldin við innlenda og erlenda lánardrottna var ekki aukin „nema“ um 3,8 miljarða. Það sem upp á vantaði til að endar næðu saman, var fært sem 1,7 miljarða króna aukning á skuld ríkissjóðs við Seðlabank- ann. Miklar lántökur ríkisins áttu drjúgan þátt í að hækka vexti í landinu og aukin seðlaprentun rýrði verðgildi íslensku krónunn- ar. Stærsti flokkur stjórnarand- stöðunnar, Sjálfstæðisflokkur- inn, hlýtur að bera fjárlagafrum- varpið nú saman við fjármála- stjórn Þorsteins Pálssonar. íhaldsmenn hafa lögnum haldið því fram, og margir þeirra trúað því sjálfir, að engir nema þeir væru hæfir til að annast fjármál. Engu að síður hljóta þeir í hjarta sínu að vera því innilega sammála að ekki sé unnt að halda utan um ríkssjóð á þann máta sem við- gengist hefur á undanförnum árum. Tvær leiðir Þegar tekjur hrökkva ekki fyrir gjöldum, er aðeins unnt að fara tvær leiðir. Það á einnig við um ríkissjóð ef ekki á að ana lengra inn í blindgötu skefjalausrar er- lendrar skuldasöfnunar og hömlulítillar seðlaprentunar, en inn í þá blindgötu voru ríkis- fjármálin keyrð á fullu gasi í tíð ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. Þar var reyndar fylgt keimlíkri stefnu og gert hafði verið í ríkis- stjórn Framsóknar og íhalds 1983-87. Hver einasti venjulegur þegn veit að hvað sem líður auknum lántökum heldur halla- rekstur áfram ef ekki er unnt að gera annaðtveggja, að skera nið- ur útgjöldin eða auka tekjurnar - nema mönnum takist þá að gera hvorttveggja í einu. f því fjárlagafrumvarpi, sem nú hefur verið lagt fram, er einmitt boðuð sú stefna að útgjöld skuli skorin niður með því að fresta framkvæmdum og auka aðhald í rekstri jafnframt því að tekjur ríkisins eru auknar. Gangi áætlun fjármálaráðherra eftir, verða tekjur um 1,2 miljarði króna hærri en gjöldin. Ríkissjóður mun greiða niður erlendar skuldir sínar um 1,5 miljarða og bæta stöðuna við Seðlabankann um 0,8 miljarða. Umskiptin yrðu alger. Hvar á að skera? Ugglaust hefur það háð stjórn íhaldsmanna á ríkisfjármálum að þeir virðast nær algerlega ófærir um að ná í fé fyrir samneysluna þar sem eftir einhverju er að slægjast. Þeim hefur verið fyrir- munað að taka upp þá stefnu, sem nú er boðuð, að auknar byrðar skuli lagðar á þá sem breiðust hafa bökin, t.d. með því að hækka eignarskattinn á þeim sem eiga skuldlausar eignir yfir 12 miljónum eða með því að sam- ræma skattjagningu tekna hvort sem um er að ræða laun, raunvex- ti, arð eða söluhagnað. Þrátt fyrir það mun þeim veitast ærið erfitt að gagnrýna tekjuhlið fjárlaga- frumv.arpsins nema þeir vilji í reynd að ríkissjóður sé rekinn með halla. Enn erfiðara verður fyrir þá að gera tillögur um aukinn niður- skurð á útgjöldum ríkisins. Það verkaði ekki sannfærandi þegar Pálmi Jónsson formaður og odd- viti Sjálfstæðisflokksins í fjárveit- inganefnd var í sjónvarpsþætti beðinn um að benda á einhverja útgjaldaliði sem skera ætti niður. Hann tíndi það eitt til að minnka yrði þann mannafla í fjármála- ráðuneytinu sem bættist þar við starfsliðið í ár vegna vinnu við gagngerar breytingar á skattlagn- ingu. Um það skal ósagt látið hvort unnt er að spara meira en ætlunin er í mannahaldi í fjár- málaráðuneytinu. Ljóst er að miðað við þær áætlanir, sem uppi voru í ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar, minnka útgjöld vegna ráðuneyta ævintýralega mikið. Ekki í kot vísað í fyrrgreindum sjónvarpsþætti upplýsti Ólafur Ragnar Gríms- son fjármálaráðherra að lögð hefðu verið á hilluna stórkostleg áform sem uppi voru í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar um endur- byggingu og endurskipulagningu á Sambandshúsinu við Sölv- hólsgötu í Reykjavík, og þar með skornar niður áætlanir um út- gjöld upp á tugi miljóna króna til endurbóta á því skrifstofuhús- næði þar sem nú eru höfuðstöðv- ar SÍS. Þegar ríkissjóður keypti Sam- bandshúsið var m.a. fljótlega af- ráðið að þangað flyttist mennta- málaráðuneytið sem um áratuga- skeið hefur verið í rándýru leigu- húsnæði. Var hafinn undirbún- ingur að því að breyta SÍS í ný- tísku skrifstofuhúsnæði og var þá ekki horft í skildinginn. En SÍS hefur ekki enn rýmt húsið og verkið gat ekki hafist. Við stjórnarskiptin tók Svavar Gests- son við af Birgi ísleifi sem menntamálaráðherra og hefur Svavari líklega ekki þótt sér í kot vísað að setjast inn á skrifstofu Guðjóns B. Ólafssonar enda munu flestir álíta að þar sé ekki í kot vísað. Gagnryni frá samtökum launafólks Þótt íhaldsmönnum hafi ekki lánast að gagnrýna fjárlagafrum- varpið á trúverðugan máta, hefur samt verið bent á veigamikla þætti sem gætu orkað tvímælis. Ýmsir forystumenn í samtökum launamanna hafa lýst því yfir að þær hugmyndir um þróun kaup- lags, sem frumvarpið byggir á, geti ekki staðist. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að árslaun 1989 verði að meðaltali ekki nema 8% hærri en árslaun á þessu ári, sé miðað við jafnlangan vinnutíma. Aftur á móti er reiknað með því að hækk- un á framfærsluvísitölunni verði milli þessara ára um 12%. Gert er ráð fyrir að laun haldist óbreytt til 15. febrúar en hækki þá um 1,25% og síðan komi til einhverj- ar ótilgreindar launahækkanir. Eigi nýir kjarasamningar á næsta ári ekki að sprengja þenn- an ramma, mega launahækkanir umfram febrúarhækkunina ekki vera nema um 2%. Bent hefur verið á að launamenn megi nú una við launafrystingu og það sé með ólíkindum að ekki verði knúðir fram kjarasamningar sem sprengja þennan ramma. Laun séu nú fryst fram í febrúar og launafólk sé þegar búið að taka á sig verulega skerðingu kaupmátt- ar. Springur ramminn? Það er ljóst að árshækkun launa um 8% meðan framfærslu- vístalan hækkar um 12% leiðir til skerðingar á kaupmætti launa- manna. Það er líka ljóst að marg- ir hálaunamenn geta hæglega tekið á sig kjaraskerðingu. En hitt má aldrei gleymast að þeir, sem lægstu launin hafa, geta það ekki. Það verður því að tryggja kaupmátt láglaunafólks með sér- stökum aðgerðum. í kjarasamn- ingum á næsta vori verða laun þeirra að hækka langt umfram laun annarra. Þá verður ríkis- valdið að tryggja hag láglauna- fólks með því t.d. að hækka pers- ónuafslátt við álagningu tekju- skatts og hækka barnabætur. Kæmi vel til greina að tengja barnabætur við tekjur þannig að hátekjufólk fengi ekki lengur sendar ávísanir frá ríkissjóði en barnafólk, sent er á lágum launum, fái þeim mun meira. Um það er ekki blöðum að fletta, að verði kaupmáttur lág- launafólks skertur, er verkalýðs- hreyfingin til neydd að beita öllu sínu afli og samtakamætti til að sprengja ramma fjárlaganna. Hvað gerir Kvennalistinn? Það hefur vakið athygli að gagnrýni þingmanna Kvennalist- ans hefur verið mun málefnalegri en gagnrýni íhaldsins. Kvenna- listinn er enn í mikilli nafla- skoðun eftir stutta en sögulega þátttöku í stjórnarmyndunarvið- ræðum nú í haust. Landsfundur listans, sem haldinn verður vest- ur á Snæfellsnesi nú urn helgina, getur skipt sköpum um hver nið- urstaðan úr þeirri sjálfsskoðun verður. Fram hefur komið að það eru síður en svo allir félagar í Kvennalistanum ánægðir með það að flokkurinn skyldi ekki fara í ríkisstjórn með félags- hyggjuflokkunum, eins og hann átti kost á. Verði það niðurstaða fundar- ins að þingmenn Kvennalistans skuli sýna ríkisstjórninni fullkomna hörku, getur það orð- ið henni þungt í skauti. Mögu- leikar hennar til að þoka málum áleiðis á alþingi gætu þá minnkað verulega. Það mun þó ekki gilda um fjárlögin því að stjórnin hefur meirihluta í sameinuðu þingi, þótt naumur sé. En í annarri deildinni geta stjórnarfrumvörp fallið á jöfnum atkvæðum. Þar verður a.m.k einn stjórnarand- stæðingur að sitja hjá. Öll stjórnarfrumvörp og þar með talin frumvörp til þeirra laga, sem setja verður samhliða fjárlögum, komast ekki í gegnum neðri deild nema með atkvæðum eða hjásetu einhverra stjórnar- andstæðinga, eins eða fleiri. Ríkisstjórnin verður að semja um framgang mála. Sú staða er þekkt víða erlendis og þarf ekki endi- lega að leiða til ringulreiðar. En sé samningaleiðin ófær, er til- gangslaust fyrir ráðherrana að sitja lengur. ÓP Laugardagur 5. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.