Þjóðviljinn - 05.11.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.11.1988, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Víkurskip Finnbogi keypti skipin Bauð 64 miljónir í Hvalvíkina og Eldvíkina. Finnbogi Kjeld: Líf fyrirtœkisins hangir á að samningar náist við erlenda kaupendur. Hjá borgarfógeta var í gaer haldið uppboð að kröfu Landsbanka ísiands og Tryggingastofnunar, fyrir hönd Lífeyrissjóðs sjómanna, á tveimur skipum skipafélagsins Víkur hf., Eldvíkinni og Hvalvík- inni. Finnbogi Kjeld, stjórnarfor- maður og aðaleigandi Víkur- skipa, átti persónulega hæstu til- boð í skipin en þau voru slegin honum á 32 miljónir hvort. Var honum gert að hafa greitt kaupverð skipanna eigi síðar en á hádegi föstudaginn 18. nóvem- ber, að öðrum kosti yrði næst- hæsta tilboði tekið. Það var Landsbanki Islands sem átti næsthæsta tilboð. Hyggst Finn- bogi reyna að ná samningum við erlent kaupleigufyrirtæki um sölu á skipunum. Verði af því munu þau sigla undir erlendum fána, með erlenda áhöfn um borð. Finnbogi Kjeld sagði að upp- boðinu loknu að með uppboðinu hefði unnist tími til að reyna frek- ar að ná samningum við þá er- lendu kaupleigu, sem hefði áhuga á að kaupa skipin. Hann vildi ekki gefa upp hvaða erlenda fyrirtæki væri hér um að ræða, en sagði líf Víkur hf. hanga á því að þessir samningar næðust. Um kaupverð skipanna sagði Finn- bogi að þau hefðu verið slegin á verði sem væri mjög nálægt markaðsverði þeirra. Verðið hefði reyndar verið heldur í hærra lagi á Eldvíkinni, en í lægri kantinum hvað Hvalvíkina varð- aði. Spurningunni um það hvers vegna hann hefði ekki mætt á Utvarp Nærist ekki á loftinu Soffía Sigurðardóttir: Útlitið slœmt efekkert verður að gert. Hugmyndir uppi . um að stytta útsendingartímann. Hluthafafundur á sunnudaginn Það er Ijóst að grípa verður til einhverra aðgerða til að rétta við rekstur stöðvarinnar. Það kostar peninga að reka svona útvarps- stöð, hún lifir ekki á loftinu, sagði Soffía Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri útvarpstöðvarinn- ar Rótar. Á sunnudaginn verður haldinn hluthafafundur þar sem búast má við að frekar dökk mynd verði dregin upp af rekstri útvarpstöðvarinnar. Soffía sagði að það væri ekkert launungarmál að félagið væri skuldugt og illa hefði gengið að afla tekna. Hún sagðist búast við að stjórnin myndi gera að tillögu sinni á hluthafafundinum að dag- skráin yrði stytt og gripið til að- þaldsaðgerða. í dag starfa þrír fastráðnir starfsmenn við stöð- ina. - Það þýðir ekkert að vera reyna að reka þessa stöð með hangandi hendi. Þeir sem vilja veg stöðvarinnar sem mestan, og þeir eru fjölmargir, verða að horfast í augu við það að þetta er brautryðjendastarf og það kostar vinnu og aftur vinnu að halda þessu úti svo vel sé, sagði Soffía, og benti á að sér fyndist undarlegt hvað verkalýðshreyfingin hefði sýnt útvarpsstöðinni lítinn áhuga. -sg uppboðið sem stjórnarformaður Víkurskipa, heldur sem einstak- lingur, svaraði Finnbogi á þá lund að ljóst væri að það væri verið „að flagga skipunum út“, því rek- strarkostnaður undir íslenskum fána væri alltof mikill. Þetta þýðir m.ö.o. að einstaklingurinn Finn- bogi Kjeld kaupir Eldvíkina og Hvalvíkina til að selja úr landi og er þar með búinn að koma skip- unum undan Skipafélaginu Vík- um hf. Hann er því óbundinn af öllum hugsanlegum skuldbind- ingum þess félags, þegar kemur að því að ráðstafa skipunum, að því gefnu auðvitað að honum tak- ist að greiða kaupverð skipanna á tilsettum tíma. Stefán Pétursson, lögmaður Landsbankans, sá um að gera til- boð fyrir hönd bankans. Að upp- boðinu loknu sagði Stefán við blaðamann Þjóðviljans að enn væri ekki séð fyrir endann á þessu máli, því ekki væri ljóst hvort hæstbjóðandi gæti staðið í skilum með greiðslur á tilsettum tíma. Aðspurður um hvort hann hefði ekki haft heimild til að bjóða hærri upphæð en 31 miljón í hvort skip, sagði Stefán að bankinn hefði farið eftir því mati sem gert hefði verið á markaðsverði skip- anna. Stefán sagði að Lands- bankinn hefði vitað af tilraunum Finnboga til að selja skipin er- lendum kaupleigufyrirtækjum og að bankinn hefði lagt áherslu á að Finnboga tækist að selja skipin á sem hagkvæmastan hátt. Hins vegar hefði ekki verið látið reyna á það á einn eða annan hátt af Fyrsta, annað og þriðja. Jónas Gústafsson borgarfógeti slær Finn- boga Kjeld skip Víkur hf. Mynd: Jim. hálfu bankans að Finnbogi hygð- ist láta skipin sigla undir er- lendum fána. Sú spurning hefði ekki komið til álita hjá bankan- um. Stefán vildi ekki upplýsa frek- ar en Finnbogi, hverjar skuldir Skipafélagsins Víka væru við Landsbankann, en uppboðin voru haldin til Iúkningar sjóveðs- kröfum að upphæð 4,3 miljónir fyrir Eldvíkina og 9,9 miljónir fyrir Hvalvíkina. phh Fiskiþing Einhugur um hvalveiðar Traustsyfirlýsing samþykkt á stefnu og störfsjávarútvegsráðherra í hvalveiðimálinu. Brýnasta hagsmunamál sjávarútvegsins að ná niður verðbólgu. Sjálfstœðiþjóðarinnar í veði Fiskiþingi lauk i gær en það hófst sl. mánudag. Aðalmál þingsins voru afkoma sjávarút- vegsins og byggðamál sem hvortt- veggja á nú undir högg að sækja sökum tapreksturs á liðnum miss- erum, bæði í fiskvinnslu og út- gerð. Þá samþykkti þingið ein- róma traustsyfirlýsingu á stefnu og störf sjávarútvegsráðherra í hvalveiðimáiinu. í ályktun fjárhagsnefndar Fiskiþings um afkomumál sjávar- útvegsins, sem var einróma sam- þykkt, segir ma. að fjárhagur fjölmargra fyrirtækja í greininni sé hruninn, allmörg gjaldþrot hafi þegar orðið og fyrirtæki hafi stöðvast og séu að stöðvast um lengri eða skemmri tíma. í heild sé fjárhagsstaða fiskvinnslunnar verri nú en hún hefur verið síð- ustu 20 ár. Verst sé staðan í fryst- ingu og rækjuvinnslu. Þá sé út- gerðin einnig rekin með tapi á nýjan leik eftir tvö sæmileg ár. Þingið telur einsýnt að ef fisk- vinnslunni verði ekki sköpuð við- unandi rekstrarskilyrði nú þegar, sé stórfelld hætta á frekari byggð- aröskun í sjávarplássum um land allt. Fiskiþing telur að brýnasta hagsmunamál sjávarútvegsins og þjóðfélagsins í heild sé að ná verðbólgunni niður og að sjálf- stæði þjóðarinnar sé jafnvel í veði. Frumskilyrði til að ná því marki telur Fiskiþing vera að ríkisbúskapurinn sem og fyrir- tæki séu rekin með hagnaði og jafnvægi sé í viðskiptum við út- lönd. Slegið verði á þenslu um leið og hennar verði vart, ekki verði tekin fleiri erlend lán og grynnkað verði á erlendum skuldum. Þá telur Fiskiþing að þeir kjarasamningar sem gerðir verði í framtíðinni verði alfarið á ábyrgð þeirra sem þá gera og miðist við greiðsluþol atvinnu- veganna að teknu tiliiti til eðlilegs hagnaðar, án þess að til verð- hækkana komi. Forsenda þess er að jafnvægi ríki á vinnumarkað- inum. Tekjuafgangur fyrirtækja verði notaður til að greiða niður skuldir en ekki komi til nýrra fjárfestinga nema brýna nauðsyn beri til. Fiskiþing leggur áherslu á að fyrirsjáanleg fækkun fiskvinnslu- stöðva valdi ekki röskun á jafnvægi í byggð landsins og að tryggt verði að sams konar fisk- vinnslustöðvar rísi ekki á rústum þeirra sem lagðar verði niður. Þingið hvetur til fækkunar fiskiskipa þannig að stærð flotans verði í sem mestu samræmi við veiðimöguleika og að ekki verði hjá því komist að draga úr afla á næsta ári. Rík áhersla er lögð á að ákvörðun þar að lútandi verði tekin hið fyrsta og byrðunum af því verði dreift sem jafnast. -grh Utanríkisþjónustan Albeittil Parisar? Tilboð um sendiherrastöðu. Albert segir að ekkisé unnt að kaupa Borgaraflokkinn Meðan Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra var í Bandaríkjunum fyrir skömmu, bauð Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra Albert Guðmundssyni sendiherrastöðu i París. Svipað tilboð segir Albert að sér hafi bor- ist frá Steingrími Hermannssyni meðan hann var utanríkisráð- herra í ríkisstjórn Þorstcins Páls- sonar. Þetta kom fram í fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar var haft eftir Albert að Jón Baldvin hefði ekki ítrekað þetta tilboð eftir að hann kom heim. Þessi tíð- indi vekja nokkra athygli í ljósi þess að á næstu dögum er búist við að lagðar verði fram endurnýjaðar ákærur í Haf- skipsmálinu. Ekki er vitað hverj- ir verða nú ákærðir en í fyrri ákærum í því máli, sem vísað var frá vegna formgalla, var Albert í hópi ákærðra sem fyrrverandi formaður bankaráðs Útvegs- bankans. Eftir Albert var haft að Borg- araflokkurinn væri ekki til sölu með þessum hætti. Laugardagur 5. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Olís Nýr formaður Tryggvi E. Geirsson löggiltur endurskoðandi var kosinn stjórnarfor- maður í gœr Á stjórnarfundi Olís í gær, var Tryggvi E. Geirsson kjörinn nýr stjórnarformaður í stað Þórðar S. Gunnarssonar. Óli Kr. Sigurðs- son sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að nú væri sinni fjölmiðla- þátttöku lokið í bili og vísaði frekari fyrirspurnum á hinn nýja stjórnarformann. Ekki náðist í Tryggva í gær. Starfsmenn Olís brugðu hins vegar undir sig betri fætinum og skelltu upp balli í Akoges-húsinu í gærkvöldi. phh Ertu ibílahugleiðingum? SAFIR Ódýr, rúmgóðurfjölskyldubill á góðu verði. Eins og aðrir Lada bilar hefur Lada Safir reynst afbragðsvel hér á landi, enda kraftmikil! og sterkur. Velduþann kost, sem kostar minna! Bifreiðarog fandbúnaðarvélar hf. Ármúla 13, Su&urtandsbraut 14. Sími681200. Ertu i bilahugleiðingum? ' Ódýrast alvöru jeppinn 6 markaðinum og hefur 10ára reynslu að baki, við þær margbreytilegu aðstæður sem íslensk náttúra og vega- kerfibúayfir. Veldu þann kost, sem kostar minnal Bifreíðar og landbúnaðarvélar hf. Ármúla 13, Suðurlandabraut 14. Sfml681200.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.