Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Betri Þjóðvilja! Gestur Guðmundsson skrifar Ég veit ekki hvort nokkur Þjóðviljalesandi veitti því eftir- tekt að í síðustu viku birtist engin dálkagrein frá minni hálfu. Ég vil þó upplýsa að ég skrifaði slíka grein og færði ritstjórum Þjóð- viljans. Þessi grein fjallaði um mál málanna þá vikuna, nefni- lega ráðningu ritstjóra á Þjóðvilj- ann, en ég varð við þeim tilmæl- um ritstjóra og einstakra útgáfu- stjórnarmanna að sitja á greininni á meðan óveðrin gengu hjá í útgáfustjórn. Til frekari upplýsingar vil ég geta þess að greinin fjallaði að mestu um merkan utangarðs- mann í sögu íslendinga, Axlar- Björn að nafni, og tilhneigingu sumra rithöfunda til að samsama sig um of með söguhetj um sínum, en að öðru leyti verður greinin sett í skjalasafn þeirra greina sem aldrei voru birtar. Velunnarar Þjóðviljans hljóta nú að líta fram á veg fremur en að dvelja öllu Iengur við hina undarlegu uppá- komu síðustu vikna í útgáfustjórn Blaðsins Okkar. Niðurstaða þessara uppákomu varð sú að menn hyggjast nota næsta hálfa ár til að endurskoða og treysta bæði ritstjórnarstefnu og rekstur Þjóðviljans. Mörður Arnason og Silja Aðalsteinsdótt- ir fengu umboð til að hafa for- göngu á mótun ritstjórnarstefn- unnar, í samvinnu við Arna Berg- mann, aðra starfsmenn blaðsins og velunnara, en þeim til halds og trausts var sett niður sérstök nefnd til að huga að rekstrar- vanda blaðsins. Miklu varðar að þetta hálfa ár verði vel notað, að fram fari ítarleg og opin málefna- vinna og endurskipulagning fremur en styrjöld á bak við lok- uð tjöld. Þannig skiptir miklu að vandi Þjóðviljans verði ekki bara skoð- aður sem rekstrarvandi. Horfi menn til Þjóðviljans á sama hátt og til venjulegra fyrirtækja, getur niðurstaðan tæpast orðið önnur en sú, að gripið verði til hagræð- ingar og samdráttar í rekstri eða jafnvel að menn komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækinu væri fyrir bestu að skipta gersamlega um rekstarsvið. Hins vegar er Þjóðviljinn ekkert venjulegt fyr- irtæki. Blaðinu er ætlað að þjóna ákveðnum tilgangi og sóknar- möguleikar þess eru í því fólgnir að þjóna tilgangi sínum enn betur en verið hefur. Það er sama hvar í flokki menn standa, sem talað er við. Allireru þeir sammála um að íslensk þjóð- málaumræða verði að hafa blað eins og Þjóðviljann. Blað sem er sverð og skjöldur vinnandi fólks, flytur róttæka þjóðfélagsgagn- rýni og heldur uppi vitrænni þjóðmálaumræðu. Ég vil hér leggja áherslu á að sem flestir vel- unnarar Þjóðviljans láti í sér heyra hvernig blaðið getur sem best gegnt þessu hlutverki, en vil þó gerast svo djarfur að nefna nokkur atriði sem mér finnst skipta höfuðmáli: Þjóðviljinn hlýtur að leggja áherslu á sérstöðu sína, ekki bara í pólitískum skrifum heldur líka í fréttaflutningi. Hér á ég ekki við að fréttaskrif Þjóðviljans eigi að vera lituð af hagsmunum Al- þýðubandalags, verkalýðshreyf- ingar eða vinstri hreyfingar al- mennt. Auövitað á Þjóðviljinn að ástunda hlutlægni í frétta- mennsku en velja fréttaefni sitt og sjónarhorn út frá tilgangi sín- um og stöðu í íslenskum fjölmiðl- aheimi. Taka ber tillit til bágrar rekstarstöðu með því að nýta þá hina fáu blaðamenn Þjóðviljans skynsamlega. Ég veit til dæmis ekkert ömurlegra en að sjá hópa blaðamanna eltast við stjórn- málaleiðtoga, forystumenn á vinnumarkaði og aðra stórlaxa til þess eins að éta allir upp sömu frasana, þegar þessum mönnum þóknast að koma út úr fundaher- bergjum sínum. Oftar en ekki eru þessir frasar innantómir eða beinlínis villuljós, og langflestir lesendur Þjóðviljans hafa heyrt þá og Iesið nokkrum sinnum áður en þeir birtast í Þjóðviljanum. Þeim fréttum sem birtast í öðrum fjölmiðlum getur Þjóðviljinn gert skil á einfaldan og fljótlegan hátt, sem þjónustu við þá sem ekki lesa önnur blöð og til upprifjunar fyrir þá sem eru að drukkna í fjöl- miðlafarganinu. Þjóðviljinn á að nota takmarkaðan mannskap sinn til að vinna öðru vísi fréttir - fréttir sem segja meira um fram- vindu íslenska samfélagsins en hanaslagur stjórnmálaleiðtog- anna eða útskýra bakgrunn hans að minnsta kosti. Þannig ætti Þjóðviljinn að leggja áherslu á að skýra þá bágu stöðu íslenskra atvinnuvega, sem allir tala um en enginn skilur al- mennilega. Hvers vegna er sjáv- arútvegur á vonarvöl, þegar við getum sótt besta fisk í heimi rétt út fyrir landsteinana með bestu tækni sem völ er á? Ég er ekki að biðja um langar og leiðinlegar fræðaskýrslur, heldur stutt viðtöl við þá sem hafa skýringar á þessu einkennilega ástandi, frásagnir frá einstökum sjávarplássum, lif- andi samanburð við aðrar fisk- veiðiþjóðir o. s. frv. Alls kyns fréttir, viðtöl og greinar, sem smám saman fylla út í myndina og vekja okkur til umhugsunar um ýmsar hliðar þessa vanda. Þannig tökum ætti að taka fleiri málaflokka, en Þjóðviljinn getur þó ekki sinnt öllum mála- flokkum jafn vel og ekki öllum í einu. Hér hlýtur hann að hafa það fremur að leiðarljósi, hvað brennur á alþýðu manna en hvað ber hæst í öðrum fjölmiðlum. Svo að dæmi sé tekið af þeim efnis- tökum sem hér um ræðir, vil ég ekki bara heyra frásagnir af ræð- uæfingum þingmanna í þing- sölum, heldur líka af þeim veiga- miklu málaflokkum, sem fara langa göngu í gegnum þingið. Boðar lagasetning breytingu á til dæmis framhaldsskólakerfinu eða staðfestingu á starfsemi sem hefur verið að þróast í kerfinu? Hvaða sjónarmið og hagsmunir togast á? Enn á ný getur svona markmið virst leiðinlegt, en þá reynir á framsetningarhæfileika blaðamanna - að þeir geri flókin málefni aðgengileg og fréttir og greinar skemmtilegar aflestrar. Þjóðviljinn þarf ekki heldur að einskorða sig við „hlutlægar frétt- ir“, heldur getur hann þjónað hlutverki sínu sem upplýsandi málgagn á margan annan og oft skemmtilegri hátt. Blaðamenn Þjóðviljans hafa stundum brugð- ið fyrir sig rithöfundartöktum og sagt litlar sögur úr daglega lífinu með skáldlegum tilþrifum, og þessi tegund blaðamennsku getur gert eitt blað fyllra og ríkara. Pólitísk skrif þurfa ekki heldur að vera leiðinleg, Vísasta leiðin til þess er þegar lesandinn veit alltaf á hverju hann á von. Þannig hlýtur að fara ef blaðið á að vera þröngt flokksmálgagn. Það getur ekki verið markmið sósíalísks flokks eins og Alþýðubandalags- ins að segja fólki hvernig það á að hugsa heldur öllu fremur að hvetja það til sjálfstæðrar hugs- unar. Þess vegna hjóta pólitísk skrif Þjóðviljans að skoða málin frá ýmsum og oft óvæntum sjón- arhornum, ýta við vanahug- myndum og stundum ganga fram af lesendum. Umræðan verður að vera opin því að markmið sósí- alismans er fullkomið lýðræði og að því markmiði verður ekki unn- ið með leiðum sem ganga í þver- öfuga átt. Yfirleitt eiga greinar í Þjóðvilj- anum að vera eins stuttar og kost- ur er, og því nem ég staðar hér, með því að hvetja sem flesta vel- unnara Þjóðviljans til að taka þátt í því að bæta blaðið og taka þátt í umræðu og ákvörðunum næstu mánaða. Gestur Guðmundsson skrifar vikulcga pistla f Þjóðviljann. „Miklu varðar að þetta hálfa ár verði vel notað, aðframfari ítarleg og opin málefnavinna og endurskipulagning fremur en styrjöld á bak við lokuð tjöld. “ Um Þjóðviljann Sigurjón Pétursson skrifar Eins og lesendum Þjóðviljans er mæta vel kunnugt, þá hefur ekki verið algjör einhugur um nokkurra ára skeið um ritstjórn blaðsins, né ritstjórnarstefnu. Fjárhagur blaðsins er einnig erfiður og hefur farið versnandi, fyrst og fremst vegna síhækkandi fjármagnskostnaðar, en skuldir blaðsins eru miklar nú sem áður. Það er augljóst að ef takast á að rétta við fjárhag blaðsins og efla útgáfu þess þá verður að ríkja sæmilegur friður um störf þess og stefnu. Þegar ráðningarsamningur nú- verandi ritstjóra var að renna út þá urðu eðlilega umræður um það manna á meðal, og þá ekki síst meðal þeirra sem láta sig blaðið sérstaklega varða, hvað væri blaðinu og markmiðum þess fyrir bestu, óbreytt ástand, að svo miklu sem hægt var, eða breyting. Um þetta voru skiptar skoðan- ir. Margir töldu að tími væri kom- inn til breytinga, að friður og sátt myndi ekki nást án þess, aðrir töldu að mannabreytingar sem gerðar væru án fulls samkomu- lags hlytu að leiða til versnandi ástands. í samvinnu við formann Al- þýðubandalagsins þá leitaði ég leiða til að ná fram niðurstöðu sem all víðtæk samstaða gæti ver- ið um. Ég taldi mér það skylt, ekki bara sem fulltrúi í stjórn út- gáfufélagsins, heldur enn frekar sem formaður framkvæmda- stjórnar Alþýðubandalagsins. Um þá tillögu, sem ég lagði fram náðist all breið samstaða, þótt fáir væru fyllilega ánægðir, enda var reynt að taka tillit til ands- tæðra sjónarmiða. Þegar slík samstaða hafði náðst þá gerði ég mér vonir um að allir sem málið varðar, myndu leggja gamlar væringar á hilluna og reyna að taka höndum saman við það mikla verkefni að reisa við fjárhag og traust Þjóðviljans. Mér brá því óneitanlega þegar ég opnaði blaðið síðastliðinn laugardag. Ekki var aðeins að þar var óvenju rætin grein um útgáfu- stjórn Þjóðviljans og sérstaklega vegið þar að formanni hennar, heldur er þar einnig viðtal við ný- endurráðinn ritstjóra Mörð Árnason, þar sem hann finnur hjá sér hvöt til að halda áfram deilum tengdum ritstjóraráðn- ingu, þar sem hann veitist að for- manni útgáfustjórnar og þár sem hann boðar áframhaldandi ófrið á næsta aðalfundi útgáfufélags- ins. Ég varð fyrir sárum vonbrigð- um þegar ég las þetta. Sú sam- staða, sem ég hafði beitt mér fyrir að ná og taldi grundvöll að frek- ara uppbyggingarstarfi, var greinilega ekki eins heil og ég hafði vonað. Eg hef ekki lagt það í vana minn að ræða opinberlega ágreining við félaga mína, hvorki hvað varðar störf og stefnu Al- þýðubandalagsins né Þjóðvilj- ans, og ég ætla ekki að víkja frá þeim vana nú. En ég hlýt að mótmæla því að blaðið sé notað til persónuárása á formann útgáfustjórnar Þjóðvilj- ans. Úlfar Þormóðsson hefur lagt ómælda vinnu af mörkum fyrir blaðið eina tíð sem launaður starfsmaður, nú síðari ár sem ó- launaður stjórnarmaður og stjórnarformaður. Það á enginn kröfu til þess að allir séu honum sammála, hvorki ég, Úlfar né Mörður, en meðan við vinnum að sameiginlegu verkefni þá eigum við allir kröfu á því að fyllstu kurteisi sé gætt í samskiptum. Mér er ljóst að Úlfar Þormóðs- son lét ógætileg orð falla við fjöl- miðla um Þjóðviljann og að þau orð særðu ýmsa starfsmenn blaðsins. Mér er einnig kunnugt um að Úlfar var sá maður að biðja starfsmennina afsökunar á ógæti- legum orðum og ég veit ekki ann- að en sú afsökunarbeiðni hafi verið tekin til greina. Þjóðviljinn þarf sannarlega á því að halda að vera með beittar eggjar og hvassa odda. En hann verður að beina þeim vopnum út á við. Sigurjón Pétursson er borgarfulltrúi Álþýðubandaiagsins. Hann er for- maður framkvæmdastjórnar AB og á sæti í stjórn útgáfufélags Þjóðviljans. „Fjárhagur blaðsins er einnig erfiður og hefur farið versnandi, fyrst ogfremst vegna síhœkkandifjármagnskostnaðar, en skuldir blaðsins eru miklar nú sem áður. Pað er augljóst að eftakast á að rétta viðfjárhag blaðsins og efla útgáfu þess, þá verður að ríkja sœmilegur friður um störfþess og stefnu. “ Fimmudagur 17. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.