Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 13
Hetjur fjóröu umferðar, Helgi, Jón L. og Jóhann. Ólympíumótið í skák Stórsigur á Grikkjum Sovétmenn hrundu Rúmenum niður úr efsta sœti. Danirfóru létt með Bandaríkjamenn Úrslit úr þriðju umferð (20 „helstu“ umferðirnar): Islendingar komu, sáu, og sigr- uðu í fjórðu umferð Olympíu- skákmótsins í gær. Þá öttu þeir kappi við heimavarnarlið Make- dóníumanna (Þessalóníka er í þeim ævafornu átthögum Alex- anders mikla). Er skemmst frá því að segja að afkomendur Ragnars loðbrókar og Egils Skal- lagrímssonar gjörsigruðu niðja Akkilesar og Appólons. 3,5 gegn 1,5. Jóhann Hjartarson hristi af sér slenið eftir tapið í fyrradag og skellti Kótróníasi á fyrsta borði. Jón L. Árnason fylgdi fordæmi hans og lagði Skembris að velli á Óðru borði. . , Margeir Pétursson sá aumur á Grívas og féllst á skiptan hlut. Þeir tefldu á þriðja borði. En á fjórða borði gaf Helgi Ólafsson Gavrfl engin grið og sigraði snaggaralega. Fyrir vikið eru íslendingar nú í öðru sæti með 12,5 vinninga, ein- um og hálfum vinningi á eftir sov- ésku forystusauðunum. Sovétmenn eru komnir þangað sem þeir telja sig eiga heima í hópi skáksveita, á toppinn. í gær unnu þeir stórsigur á Rúmenum sem fyrir fimmtu umferð höfðu vinnings forskot á þá. Alls fékk sovéska sveitin fjóra og hálfan vinning í gær því í rauðabítið um morguninn hélt Anatólíj Karpov áfram að sauma að Argentínumanninum Óskari Tanno og þar kom að varnir hins síðarnefnda hrundu til grunna. Mörlandinn og skákrisinn úr Austurvegi voru þeir einu úr hópi „hinna stóru“ sem áttu velgengni að fagna í gær. Englendingar áttu í hinu mesta basli með Frakka, jafnt, 1,5 gegn 1,5 og ein í bið. Og ekki fóru Bandaríkjamenn neina frægðarför í búðir frænda okkar og fyrrum drottnara. Dan- ir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu þá með þrem vinningum gegn einum. Það vakti sérstaka athygli að Larry Christiansen skyldi lúta í lægra haldi fyrir Erlingi Mort- ensen. Boris Gúlko teflir nú í fyrsta sinni í sveit Bandaríkjanna enda tiltölulega nýfluttur frá Sov- étríkjunum. Hann kolféll fyrir Carsten Hoi í gær. Rúmenía Frakkaland Indónesía Búlgaría Spánn Perú Tékkóslóvakía 3,0 Holland Bandaríkin Grikkland A.-Þýskaland Kólombía Belgía ísrael Argentína Sviss Júgóslavía Pólland Noregur 3,0 1,0 0,5 2,5 1,0 0,5 2.5 2,0 2,0 3.5 3,5 2,0 Sovétríkin England Svíþjóð Ástralía Ungverjaland Kúba Kína Skotland Danmörk (sland Tyrkland Filippseyjar Brasilía Færeyjar Finnland V.-Þýskaland Paragvæ Wales Grikkland (B) 3.5 1.5 2,0 1,0 3,0 3,0 1,0 1,0 3,0 3.5 0,5 3,0 1.5 1,5 2,0 2,0 0,5 0,5 1,0 (1 i bið) (1 í bið) (2 í bið) (1 í bið) I dag eiga skáksveitirnar 107 frí en á morgun verður fram haldið af fullum krafti. Þá bíður íslensku sveitarinnar væntanlega það erfiða verkefni að etja kappi við sovésku sveitina. Þá mun Jóhann tefla við Kasparov, Jón L. við Karpov, Margeir við Beljavskíj og Helgi við Júsúpov. -ks. AUK/SlA k9d1-373

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.