Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 11
Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar bækur — Skuggsjá gefur út átta bœkur Sveinn frá Elivogum Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafn- arfirði, sendir frá sér átta bækur fyrir þessi jól. Andstæður nefnist bók, sem hefur að geyma safn ljóða og vísna Sveins frá Elivogum (1889-1945). í bók- inni eru ljóð og vísur, sem birtust í bókunum Andstæður og Nýjar andstæður, sem komu út árin 1933 og 1935, og eru nú löngu ófáanlegar. Einnig birtast hér ljóð og vísur, sem Sveinn skildi eftir sig í handriti. Sonur Sveins, Auðunn Bragi, sá um útgáfuna. Þórður kakali nefnist bók, sem Ásgeir Jak- obsson hefur ritað og segir eins og nafnið bendir til frá Þórði kak- ala Sighvatssyni, einum mesta foringja Sturlunga á þeirri öld. Saga Þórðar er rakin eftir þeim sögubrotum, sem til eru af hon- um í Sturlungusafninu, í Þórðar sögu, í íslendinga sögu, í Arons sögu Hjörleifssonar og Þorgils sögu skarða og einnig í Hákonar sögu. Gísli Sigurðsson mynd- skreytti bókina. Víkingslækjar- ætt fjórða bindi ættfræðirits Péturs Zophoníassonar, kemur nú út og í þessu bindi eru i-, k- og 1-liðir ættarinnar, niðjar Ólafs og Giz- urar Bjarnasona og Kristínar Bjarnadóttur. f næsta bindi þessa ættfræðirits kemur síðan h-liður ættarinnar, niðjar Stefáns Bjarnasonar. Allsherjarnafna- skrá bíður síðan lokabindis útgáf- unnar. Fimm þýddar skáldsögur Auk ofangreindra bóka gefur Skuggsjá einnig út nú fimm þýdd- ar skáldsögur, þrjár í flokknum Rauðu ástarsögurnar, það eru bækur eftir Erik Nerlöe, Else- Marie Nohr og Sigge Stark í þýð- ingu Skúla Jenssonar og Sverris Haraldssonar, og einnig koma nýjar bækur eftir Barböru Cart- land í þýðingu Sigurðar Steins- sonar og Theresu Charles í þýð- ingu Andrésar Kristjánssonar. Ármann Kr. Einarsson Barnabók: Gullskipið fundið Komin er út hjá Vöku- Helgafelli barna- og unglinga- bókin GULLSKIPIÐ FUNDIÐ eftir Ármann Kr. Einarsson. Þessi bók er sú sjöunda í bóka- flokkinum Ævintýraheimur Ár- manns og er sjálfstætt framhald af bókinni Leitin að gullskipinu, sem kom út fyrir síðustu jól. Þessar bækur eru byggðar á heimildum um strand hollenska kaupfarsins Het Wapen van Am- sterdam árið 1667. í þessari bók segir frá strákun- um Óla og Magga þegar þeir halda öðru sinni út á sandinn í leit að gullskipinu og finna þeir bæði skipið og gullið, en óvænt atvik leiða til ýmiss konar ævintýra og spennandi viðburða. Gullskipið fundið kom fyrst út fyrir tuttugu árum. DORIS Sagnasafn Guðbergs Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér nýtt sagnasafn eftir Guðberg Bergsson sem nefnist Maðurinn er myndavél. Safnið hefur að geyma þrettán smásögur - mannlífsmyndir sem skáldið hefur safnað með tólum sínum og tækjum, minnugur þess sannleika sem hann leggur einum af sögumönnum sínum í munn - að minnið er næmara en nokkur filma, því það er gætt tilfinningu. í frétt frá FORLAGINU segir m.a.: „Hér blandast myndir og minningabrot bernskunnar sýn skáldsins á íslenskan samtíma, tíma tilfinningadoða og upp- lausnar, þar sem sjálfsvirðingin Swedenborg um annan heim Bókaútgáfan Öm og Örlygur hefur gefið út bókina HIMINN OG HEL - undur lífsins eftir dauðann - eftir sænska vísind- afrömuðinn, rithöfundinn og sjá- andann Emanuel Swedenborg. Þýðingu annast Sveinn Ólafsson, en hann hefur um áratugaskeið lagt stund á fræði Swedenborgs, þýtt sum þeirra og skrifað um hann ritgerðir. HIMINN OG HEL fjallar um framlífið og byggist á upplifun Swedenborgs í lífi annars heims um langt árabil. Hann lýsir ná- kvæmlega lífinu eftir dauðann. Er sú lýsing talin ein hin yfirgrips- mesta og nákvæmasta sem hefur verið saman sett. Sýnt er hvernig maðurinn gengur inn í líf annars heims; hið andlega eðli umhverf- isins; eðli hjúskapar og margt margt fleira. í trúarskýringum sínum leitast Swedenborg við að gæða kristna kenningu endurnýj- andi lífskrafti. Skýringar Swedenborgs á kenningum kristninnar hafa höfðað til leitenda og áhuga- manna um hefðbundin trúar- brögð víðs vegar í heiminum, og innsæi þeirra gripið þá sterkum tökum. Skáldsaga eftir Doris Lessing Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur gefið út skáldsöguna Dag- bók góðrar grannkonu eftir Doris Lessing. Þuríður Baxter þýddi söguna. Sagan segir frá Jane Somers. Hún er kona í ábrgðarstöðu og hefur alla tíð hugsað fyrst og fremst um starf sitt, útlit og frama. Þegar hún horfir á eftir eiginmanni sínum og móður í gröfina, rennur smám saman upp fyrir henni að samband hennar við samferðamenn sína hefur ver- ið reist á sandi. Af tilviljun kynnist hún gamalli konu, Maudie, sem komin er um nírætt. Smám saman þróast sam- band þeirra á þá lund að Jane axlar ábyrgð á gömlu konunni og dregur um leið lærdóm af lífi hennar. Maudie sýnir henni ver- öld sem Jane hefur aldrei kynnst, óvæga baráttu ungrar stúlku um aldamótin fyrir tilveru sinni - baráttu sem ekki er lokið, því að á gamals aldri berst hún jafn von- lausri baráttu fyrir verðugu lífi. Dagbók góðrar grannkonu er 304 bls. Bókin er prentuð í Dan- mörku. Ragnheiður Kristjáns- dóttir hannaði kápu. er létt fundin og lítils metin. Sögur Guðbergs eru þörf áminn- ing til þeirrar þjóðar sem leitar langt yfir skammt og reynist ófær um að koma auga á ævintýrið hið næsta sér,“ segir að lokum í frétt frá útgáfunni. Maðurinn er myndavél er 133 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prent- aði. Guðrún Ragnarsdóttir hann- aði kápu. Viötalsbók um nauðganir Bókaútgáfa Máls og menning- ar hefur sent frá sér kilju sem nefnist HREMMINGAR - viðtöl um nauðgun, eftir Sigrúnu Júlíus- dóttur, félagsráðgjafa. Þessari bók er ætlað að verða tilefni um- ræðu um meðferð nauðgunar- mála hér á landi. í henni er sagt frá athugun á reynslu tuttugu og fjögurra ís- lenskra kvenna sem orðið hafa fórnarlömb nauðgunar. Konurn- ar segja frá sjálfum sér, árásinni sem þær urðu fyrir og eftirköst- unum. Jafnframt fjallar höfundur um kæru, læknisskoðun og önnur eftirmál. f lokin dregur Sigrún saman niðurstöður sínar sem byggðar eru á viðtölum við kon- urnar, og ræðir leiðir til úrbóta. Sigrún Júlíusdóttir hefur átt sæti í nefnd á vegum dómsmála- ráðuneytisins sem falið var að „kanna hvernig háttað væri rann- sókn og meðferð nauðgunarmála og gera tillögur til úrbóta í þeim efnum“. Það kom í hlut hennar að vinna að athugun á reynslu og viðhorfum kvennanna sjálfra, og er bók hennar byggð á þeirri at- hugun. HREMMINGAR er 119 bls. að stærð, í kiljubroti. Kristjana Samper gerði myndir í bókina og málverk á kápu. Dagbók góörar grannkonu Happdrætti Þjóðviijans Umboðsmenn: Reykjavík og nágrenni: Reykjavik: Afgreiðsla Þjóðviljans Síðumúla 6. Opið kl. 9-17 virka daga. Opið 9-12 laugardaga. Skrifstofa Alþýöubandalagsins Hverfisgötu 105, 4. hæð. Opið 9-17 virka daga. Suðurland: Vestmannaeyjar: Jóhanna Njálsdóttir, Hásteinsvegi 28, sími 98-11177. Hveragerði: Ingibjörg Sigmundsdóttir, Heiðmörk 31, sími 98-34259. Selfoss: Sigurður R. Sigurðsson, Lambhaga 19, simi 98-21714. Þorlákshöfn: Elín Björg Jónsdóttir, Haukabergi 6, sími 98-33770. Eyrarbakki: Jóhann Þórðarson, Sunnutúni, sími 98-31229. Stokkseyri: Jóhann Þórðarson, Sunnutúni, sími 98-31229. Laugarvatn: Torfi Rúnar Kristjánsson, sími 98-61153. Hella: Guðrún Haraldsdóttir, Þrúðvangi 9, sími 98-75821. Vík í Mýrdal: Vigfús Þ. Guðmundsson, Mánabraut 12, sími 98-71232. Norðurland eystra: Ólafsfjörður: Sæmundur Ólafsson, Vesturgötu 3, simi 96-62267. Dalvík: Þóra Rósa Geirsdóttir, Hólavegi 3, sími 96-61411. Akureyri: Haraldur Bogason, Norðurgötu 36, sími 96-24079. Húsavík: Aðalsteinn Baldursson, Baughóli 31 b, sími 96-41937. Raufarhöfn: Angantýr Einarsson, Aðalbraut 33, sími 96-51125. Þórshöfn: Dagný Marinósdóttir, Sauðanesi, sími 96-81166. Austurland: Vopnafjörður: Aðalbjörn Björnsson, Lónabraut 41, sími 97-31108. Egilsstaðir: Guðlaug Ólafsdóttir, Sólvöllum 10, sími 97-11488. Seyðisfjörður: Óttarr Magni Jóhannsson, Langatanga 3, sími 97-21525. Neskaupstaður: Kristinnlvarsson, Blómsturvöllum 47, sími 97-71468. Eskifjörður: Hjalti Sigurðsson, Svínaskálahlið 19, sími 97-61367. Reyðarfjörður: Þorvaldur Jónsson, Hæðargarði 18, sími 97-41159. Fáskrúðsfjörður: Anna Þóra Pétursdóttir, Hlíðargötu 37, sími 97-51283. Stöðvarfjörður: Ingimar Jónsson, Túngötu 3, sími 97-58894. Hornafjörður: Benedikt Þorsteinsson, Ránarslóð 6, sími 97-81243. Norðurland vestra: Hvammstangi: Flemming Jessen, Kirkjuvegi 8, sími 95-1368. Skagaströnd: Edvald Hallgrímsson, Hólabraut 28, sími 95-4685. Sauðárkrókur: Sigurður Karl Bjarnason, Víðigrund 4, simi 95-5989. Siglufjörður: Hafþór Rósmundsson, Hliðarvegi 23, sími 96-71624. Vesturland: Akranes: Jóna K. Ólafsdóttir, Jörundarholti 170, sími 93-11894. Borgarnes: Sigurður Guðbrandsson, Borgarbraut 43, sími 93-71122. Stykkishólmur: Kristín Benediktsdóttir, Ásaklifi 10, sími 93-81327. Grundarfjörður: Matthildur Guðmundsdóttir, Fagurhólstúni 10, simi 93-86715. Ólafsvik: Margrét Jónasdóttir, Túnbrekku 13, sími 93-61197. Hellissandur og Rif: Arnheiður Matthíasdóttir, Bárðarási 6, simi 93-66697. Vestfirðir: Bildudalur: Halldór Jónsson, Lönguhlíð 22, sími 94-2212. Þingeyri: Davíð Kristjánsson, Aðalstræti 39, simi 94-8117. Flateyri: Hafdís Sigurðardóttir, Þórustöðum, sími 94-7658. Suðureyri: Þóra Þórðardóttir, Aðalgötu 51, sími 94-6167. ísafjörður: Bryndís Friðgeirsdóttir, Aðalstræti 22a, sími 94-4186. Bolungarvík: Kristinn Gunnarsson, Hjallastræti 24, simi 94-7437. Dalvfk: Jón Ólafsson, Brunnagötu 7, sími 95-3173. Reykjanes: Garður: Kristjón Guðmannsson, Melbraut 12, sími 92-27008. Keflavík: Jóhann Björnsson, Hringbraut 75, sími 92-1227F. Njarðvík: Jóhann Björnsson, Hringbraut 75, sími 92-12275. Hafnarfjörður: Hafsteinn Eggertsson, Norðurvangi 10, sími 651304. Garðabær: Þórir Steingrímsson, Markarflöt 8, sími 44425. Kópavogur: Sigurður Flosason, Kársnesbraut 54, sími 40163. Seltjarnarnes: Sæunn Eiriksdóttir, Hofgörðum 7, simi 621859. Mosfellsbær: Kristbjörn Árnason, Borgartanga 2, sími 666698. Auglýsið í Nýju Helgarblaði Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1989 Nú stendur yfir gerö fjárhagsáætlunar Reykjavík- urborgar fyrir áriö 1989. Athygli borgarbúa, svo og hagsmunasamtaka (t.d. íbúasamtaka), er vakin á að óskir, tillögur og ábendingar varðandi gerð fjárhagsáætlunarinnar þurfa að hafa borist borgarráði fyrir 13. desember n.k. 15. nóvember 1988 Borgarstjórinn í Reykjavík Móðir okkar, tengdamóðir og amma Jónína Salvör Helgadóttir andaðist á öldrunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli 15. nóv- ember. Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna Ernst Fridolf Backman Fimmudagur 17. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.