Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 9
Högni Eyjólfsson er nýkominn frá Níkaragva en þangað fór hann meðtveimuröðrum íslendingum, Einari ÞórGunnlaugssyni og Gunn- ari Magnússyni. Ferðin var farin á vegum Alþjólegra ungmennaskipta sem hefur aðallega sent ungt fólk til eins árs dvalar erlendis en vegna sérstaks ástands í Níkaragva er ekki hægt að skipuleggja þannig ferðir þangað. í hópnum voru 12 manns frá Finnlandi, Danmörku, Noregi, Þýskalandi, Belgíu og íslandi. Högni dvaldi fyrstu 6 vikur þessarar þriggja mánaða ferðar í La Colonia, litlu þorpi í norður Níkaragva. Þar tók hann þátt í því ásamt félögum sínum að byggja skóla og barna- heimili. Úr ekki mikilli fjarlægð mátti daglega heyra skothríð Contra- skæruliða sem enn herja á landsmenn með stuðningi Bandaríkjanna þótt margir haldi að þessu stríði sé lokið. Þjóðviljinn bað Högna að segja frá ferð sinni. Hélduð þið íslendingarnir hóp- inn allan tímann? Já, nema Einar fór aðeins á undan okkur frá Níkaragva. Fyrstu 6 vikurnar vorum við í norðurhéruðum landsins, á svæði vísu dregið úr árásum þeirra vegna þess að fjárveitingar Bandaríkjamanna hafa minnkað. En þeir eru enn í fullum gangi og stríðið stendur enn. Efnahags- ástandið í Níkaragva er mjög Mjög erfitt er að fá varahluti eftir viðskiptabann Bandaríkjanna í maí 1985. sem er á mörkum stríðssvæðisins og þar hjálpuðum við heima- mönnum við að byggja barnahei- mili og skóla. Þetta er verkefni sem er unnið í samvinnu við land- búnaðarráðuneytið, verkalýðsfé- lag landbúnaðarverkamanna og þýsk heildarsamtök stuðningsfé- laga við Níkaragva. Þessi samtök styrkja þetta verkefni með því að senda vinnuhópa sem vinna með innlendum verkamönnum og svo styrkja þau landsmenn með pen- ingum fyrir sölu á Níkaragvakaffi í Þýskalandi. Eftir þriggja mánaða dvöl í Níkaragva finnst þér þá að ís- lendingar geri sér grein fyrir ástandinu þar og hvernig er að búa þar? Nei, ég held að fólk viti yfir- höfuð lítið um það sem er að ger- ast þarna. Við montum okkur stundum af því að vera upplýst þjóð, t.d. miðað við Bandaríkja- menn, en mér finnst að fólk sem ég tala við viti lítið og sumir rugla Níkaragva meira að segja saman við Nígeríu í Afríku. Þeir sem þó reyna að fylgjast með fréttum hafa verulega skakka mynd af þessu líka. Vegna 'þess að þær fréttir sem við fáum eru þessar dæmigerðu Reuters-fréttir sem eru mjög litaðar. Til dæmis virð- ist fólk hér almennt telja að stríðið sé búið í Níkaragva, það sé vopnahlé í gangi og friðarvið- ræður, sem er alls ekki rétt. Það var samið vopnahlé í vor sem stóð í þrjá mánuði en það kom ekkert út úr því og Contra- skæruliðar halda áfram að drepa fólk og voru að því í næsta ná- grenni við okkur á meðap við dvöldum í landinu. Það hefur að . slæmt og hefur verið það á und- anförnum árum. Þetta er fyrst og fremst vegna stríðsins, þeir þurfa að eyða miklum fjármunum í her- inn og varnir landsins. Þetta ástand ríkir enn og mun ríkja áfram á meðan það er óbreytt stefna hjá Bandaríkjastjórn. Morð á varnar- lausum Varðstu sjálfur vitni að bcinum átökum eða afleiðingum þeirra? Ekki beinum átökum en hins vegar voru hópar Contraskæru- liða allt í kring þar sem við vor- um. Það sem við urðum varir við voru skothríðir á kvöldin þegar varðmennirnir í kring um þorpið okkar voru að skjóta. Það búa 700 manns í þorpinu og þar var 30 manna varðsveit. Þeir skjóta alltaf þegar þeir verða varir við skæruliða til að fæla þá í burtu. Contraskæruliðar ráðast yfirleitt ekki á staði þar sem þeir vita að eru varnir fyrir, heldur ráðast þeir eingöngu á varnarlaust fólk núorðið. Við sáum líka afleiðingar átak- anna. Á meðan við dvöldum þarna var einn maður úr þorpinu drepinn. Hann var að keyra á milli bæja með 7 öðrum og contraskæruliðar sátu fyrir bíln- um og drápu þrjá og særðu alla hina. Líkið var samdægurs flutt til þorpsins og haldin líkvaka að þeirra sið; þetta var Miskítóindí- áni. Við tókum þátt í vökunni og gáfum fólkinu kerti til að setja hátíðlegri blæ á vökuna. Þessi maður var einn af eldabuskunum sem elduðu ofan í okkur. Nokkr- um vikum síðar var sonur annarr- ar eldabusku, 18 ára strákur, drepinn við svipaðar aðstæður. { 7-8 kílómetra fjarlægð frá okkur réðust contraskæruliðar á þorp, ráku alla út úr húsum sín- um og brenndu þau. Þeir drápu engan en það munaði minnstu að eitt barn brynni inni. Þeir meinuðu móður þess að fara inn og bjarga því en bróðir hennar stökk innum glugga og náði að bjarga barninu á elleftu stundu. Þetta fólk missti allar eigur sínar í árásinni og öll húsdýr vegna þess að skæruliðarnir helltu olíu yfir dýrin og kveiktu í þeim. Við heyrðum líka af atburðum sem gerðust lengra frá okkur. Þeir réðust t.d. á samyrkjubú í 50 kílómetra fjarlægð og drápu 3 lítil börn og særðu 7 önnur og drápu 6 fullorðna. Farþegabátur frá Blue fields á austurströndinni varð tvisvar fyrir árás á meðan við vor- um þarna. Fer stríðið almennt svona fram? Þetta er atburðarásin núna. Fyrir nokkrum árum voru þetta miklu meira beinir bardagar á milli skæruliða og hersins. Þá voru þeir í stærri flokkum. Sand- inistaherinn er líka mjög öflugur við að leita þessa hópa uppi og sitja fyrir þeim. Það voru tveir slíkir bardagar skammt frá okk- uL Hvað eru contraskæruliðar víða um landið? Þeir eru á takmörkuðu svæði í fjallahéruðum í norðurhluta landsins og eingöngu á lands- byggðinni; þeir eru ekki í borg- um. Þeir eru líka aðeins sunnantil í landinu en halda engum land- svæðum og fara alltaf í felur á daginn. Hvað er talið að þeir séu marg- ir? Mig minnir að þeir séu um 10 þúsund en þeim hefur fækkað stórlega, sérstaklega eftir að samningar tókust með Sandinist- um og Miskítóindíánum sem börðust áður með contraskæru- liðum. Það er eiginlega það merkilegasta sem hefur verið að Myndir: Högni gerast þarna undanfarin ár og við höfðum mikinn áhuga á eftir að hafa dvalið í La Colonia. Helm- ingur íbúanna þar voru Miskító- indíánar sem voru fluttir þangað gegn vilja sínum af Sandinistum 1982. En Sandinistar hafa einmitt verið gagnrýndir einna mest fyrir þessa flutninga. Samiðvið indíána Miskítæóindíánar höfðu búið við Rio Coco, sem er á landa- mærum Hondúras og Níkaragva Miskítóbörn fyrir utan heimili sitt í La Colonia. er okkar bylting Högni Eyjólfsson segir frá þriggja mánaða dvöl sinni í Níkaragva þar sem hann vann við hjálparstörf þar sem mestu átökin voru. Skæruliðar notfærðu sér mikið indíánana. Það ríkir mjög gömul andúð með indíánum á spæn- skumælandi mönnum sem nær mörg hundruð ár aftur í tímann, frá því að Englendingar og Spán- verjar börðust þarna um völd. En Miskítóindíánar voru í einhvers konar hernaðarbandalagi við Breta. í dag eru indíánar aðeins ör- lítið brot af þjóðinni. Níkaragva- menn eru um 3,5 miljónir en indí- ánar eru innan við 100 þúsund. En hvað oili sinnaskiptum indí- ánanna? Eftir flutningana jókst andúð þeirra á Sandinistum og þeir tóku upp vopnaða baráttu með contra- skæruliðum. En síðan sneru Sandinistar við blaðinu og viður- kenndu að þessir flutningar hefðu verið mistök og vildu semja við indíánana. Nú eru bún- ar að vera í gangi samningavið- Contraskæruliðar ráðast síður á þorp þar sem þorpsbúar hafa komið sér upp varðsveit- ræður í um 4 ár um sjálfsstjórn til handa þjóðarbrotunum á austur- ströndinni þar sem indíánarnir búa. Þetta á reyndar líka við um Kríóla. Þjóðarbrotin eiga að fá sjálfsstjórn í sínum málum og fá að hafa allt stjórnskipulag og at- vinnumál eins og þeir vilja. Indíánarnir vilja t.d. ekki lifa og starfa eins og meiri hluti þjóð- arinnar gerir. Níkaragva er land- búnaðarland og stærsti hluti fólksins vinnur við landbúnað í stórum einingum. En það er fjarri hugsunarhætti indíána að vinna sem verkamenn. Þeir vilja bara lifa á landinu nokkurn veg- inn hvem dag fyrir sig. Þeir eru eiginlega á hálfgerðu hirðingja- stigi og vilja halda því áfram. I kjölfar nýju laganna hefur al- ger meirihluti indíána snúist til liðs með stjórninni. Þeir hafa ekki lagt niður vopn heldur eru herdeildirnar þeirra farnar að verja þorp fyrir árásum contra. í kjölfar þessara samninga hafa Miskítóindíánar fengið að flytja aftur til heimkynna sinna og koma nú þúsundum saman til baka frá Hondúras. Stríðiö sogar til sín fé Þú talaðir áðan um „bágborið efnahagsástand“. Þetta er frasi sem maður á orðið erfitt með að skilja vegna þess að það er talað um bágborið efnahagsástand á ís- landi og svo í þriðja heiminum og þetta hefur allt sitt hvora meininguna. Hvernig kemur þetta fram á þjóðinni í Níkaragva? Það er einfaldast að lýsa þessu með lífsstandarnum þar sem við vorum og svo fátækrahverfum í borgunum. En landbúnaðar- verkamenn í þessu kaffiræktar- héraði fengu húsnæði ókeypis og fæði í sameiginlegu eldhúsi. Matur er mjög frábrotinn, sami maturinn á hverjum degi. Brúnar baunir og maískökur á morgnana með 3. flokks kaffi, í hádeginu voru brúnar baunir, maískökur og hrísgrjón og á kvöldin voru brúnar baunir og maískökur. Þjáist fólk þá ekki af næringar- skorti? Það vaxa þarna appelsínutré og sítrónutré villt. Reyndar er ekki mikið af þeim og yfirleitt er búið að tína af þeim áður en ávextirnir eru orðnir þroskaðir. Þannig að fólkið fær einhver nær- ingarefni með þessum hætti. Og síðan á hver verkamaður rétt á 1-2 hekturum lands til að rækta eitthvað sjálfur. Það var misjafnt hvað fólk var duglegt við það, fór eftir því hvað það hafði búið þarna lengi. Launin eru um 6 krónur á dag eða um 120 krónur á mánuði. Það er hins vegar talið að grunnfæða fyrir einn mann kosti um 650 krónur á mánuði. Ríkið sér um alla menntun og heilsugæslu. Heilsugæslan er á góðu stigi miðað við hvernig hún var áður, þótt hún sé ekki á því stigi sem við eigum að venjast. í La Colonia sem er 700 manna þorp, var heilsugæslustöð þar sem var alltaf ein hjúkrunarkona og læknir kom þarna 5 daga vik- unnar en hann þjónaði líka 4—5 þorpum öðrum. Helsti ókostur- inn er kannski skortur á lyfjum og flutningar ef einhver slasast því vegakerfið er mjög slæmt. Fá- fræði fólks varðandi heilsugæslu er líka vandamál og hreinlæti í sambandi við matargerð var ábótavant. Fólk var almennt þrifalegt til fara en var t.d. ekki meðvitað um að nota hreint vatn við matargerð, sem er orsök margra sjúkdóma þarna. Það er að vísu töluvert gert í því að upp- fræða fólk og það koma reglulega heilsugæsluráðgjafar til að kenna fólki hreinlæti. Nýtur byltingin og stjórnin stuðnings fólksins? Já, og það kom mér raunar nokkuð á óvart. Fyrstu árin eftir byltinguna batnaði ástandið í landinu en síðan hefur dregið úr öllum framförum eftir að stríðið hófst og að mörgu leyti eru þeir á svipuðu stigi efnahagslega og fyrir byltingu. Ég var búinn að heyra að fólk væri orðið mjög þreytt á byltingunni og bölvaði stjórninni. En ég held að það eigi fyrst og fremst við í höfuðborg- inni þar sem er stærri hluti efri millistéttar sem var vön mjög góðu fyrir byltingu. En í þorpinu virtust allir vera miklir stuðnings- menn byltingarinnar og virtust meðvitaðir um að þetta væri þeirra bylting. Þetta á reyndar ekki við um Miskítóindíána, þeir höfðu engan áhuga á byltingunni, vildu bara komast heim. Eg var líka hissa á hvað allir virtust sannfærðir um að þetta ástand væri út af stríðinu og að það þyrfti að fá Bandaríkjamenn til að hætta því til að tryggja framfarir í landinu. Eyðilegging Jóhönnu Þú varst í Managua þegar felli- bylurinn Jóhanna skall á, kom hann hart yfir borgina? Við vorum ekki lengi í Manag- ua, vorum nýkomnir frá því svæði sem varð verst úti í fellibylnum. Við rétt náðum að sjá bæinn Blue fields þar sem einungis 5% hús- anna standa heil uppi eftir felli- bylinn. Þar vorum við í heimsókn hjá íslendingi, Pétri Böðv- arssyni, en hann var að vinna þar á vegum danskrar deildar al- þjóðasamtaka sem heita WUS. Hann er skipatæknifræðingur og var að gefa þeim góð ráð varð- andi skipasmíðar. Fellibylurinn skall ekki með mikilli hörku á Managua en þar var samt mikill viðbúnaður. Það var forvitnilegt að fylgjast með undirbúningnum, fólk var flutt í neyðarbyrgi, aðallega mæður með börn. Við fórum nokkrir út- lendingar í sjálfboðaliðasveitir til að aðstoða við þessa flutninga sem gengu mjög hratt fyrir sig. Það var öll áhersla lögð á að bjarga mannslífum en eignir sátu á hakanum og það er ekki hægt að segja annað en þetta hafi tek- ist vel, það dóu innah við 100 manns. Þetta verður að teljast fátt miðað við þá eyðileggingu sem varð. Það er talið að um 300 þúsund manns séu heimilislausir eftir fellibylinn og neyðin er mikil. Efnahagsleg áhrif fellibyls- ins koma ekki fram fyrr en á næsta ári. í kaffiræktarhéruðum fóru margar brýr í flóðum sem fylgdu í kjölfarið og vegir skemmdust. En núna er kaffi- uppskeran einmitt að hefjast og þá eru vegirnir mjög mikilvægir því kaffið þarf að komast í verk- smiðjur á innan við sólarhring svo það skemmist ekki. Bylting með framtíð Geta íslendingar á einhvern hátt stutt Níkaragvamenn? Við ræddum það mikið á með- an við vorum þarna hvernig hægt væri að styðja þetta land. Það er áhrifamikið að sjá hvað er mikill stuðningur þarna frá mörgum Evrópulöndum, það eru ótal verkefni þarna í gangi, sérstak- lega frá Norðurlöndum og þá sér- staklega ríkisstjórnum á Norður- löndum. Það sem við vorum að tala um að senda var hlægilega lítið í samanburði við það sem Svíar t.d. gera, maður hálfpart- inn skammaðist sín. En Níkar- agvamenn lögðu alltaf höfuð- áherslu á að þeir væru sjálfbjarga ef þeir fengju að vera í friði. Besta hiálpin væri að setja pressu á Bandaríkjamenn um að leyfa þeim að vera í friði og ég held að það sé besta hjálpin sem við get- um veitt þeim, sem eitt af Vest- ur-Evrópuríkjunum og sem vinr- íki Bandaríkjanna. Eg held að það væri ástæða til að taka þetta mál upp hjá nýrri ríkisstjórn hér. Á byltingin í Níkaragva fram- tíð fyrir sér? Já, ég er ekki í nokkrum vafa um það og ég er hissa á því hvað menn hér hafa lítinn áhuga á henni. Þessi bylting er eitt það merkilegasta sem er að gerast í þriðja heims ríki í dag. Þetta er bylting sem ekki er í raun vitað hvert stefnir. Hún er ekki hreinræktuð sósíalísk bylting. Þeir halda því fram að þeir vilji blandað hagkerfi sem er að vísu ekkert skilgreint og þeir segjast vilja halda uppi jákvæðu sam- bandi við bæði ríki austurs og vesturs. Þeir hafa líka rnjög gott samband við kirkjuna, eru mjög trúaðir. En kirkjan er klofin í af- stöðu sinni til byltingarinnar. Stelpa sem ég þekki dvaldi í kjall- ara kirkju þegar fellibylurinn skall á. Þegar fólkið kom upp messaði presturinn og þakkaði guði forsjónina og síðan Sandin- istum fyrir gott skipulag. Þegar maður kemur heim eftir þessa dvöl finnst manni öll um- ræða um gjaldþrot og neyðar- ástand hjákátleg ef maður ber ástandið hér saman við ástandið í Níkaragva. Okkar vandamál eru smá við hliðina á þeirra. -hmp Mið-Ameríkuncfndin gengst fyr- ir söfnun vegna þeirra 300 þús- und manna sem misstu hcimili sín í fellibylnum Jóhönnu. Framlög má inna af hendi á bankabók númer 801657 í Alþýðubankan- um eða með gíróseðli inn á gíró- númer 0801-05-801657. Högni Eyjólfsson. ( kaffihéruðunum varð vegakerfið mjög illa úti í fellibylnum og kemur það niður á kaffiuppskerunni. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmudagur 17. nóvember 1988 Fimmudagur 17. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.