Þjóðviljinn - 24.11.1988, Síða 5

Þjóðviljinn - 24.11.1988, Síða 5
ÞINGMOLAR 36. ÞING ASI Miðstjórnarkjör Grátar og Kristín efet Vinstri menn hlutu góða kosningu. Karvel og Pórður íneðstu sætum. Konur aðeins þriðjungur aðalfulltrúa Boðuð kvennabylting skilaði sér ekki í miðstjórnarkjöri, en kona situr nú í fyrsta sinn í sæti 1. varaforseta. Mynd-Jim. Grétar Þorsteinsson formaður Trésmíðafélags Reykjavíkur hlaut flest atkvæði í kjöri til miðstjórnar ASÍ í gærkvöld. Hann hlaut 56.600 atkvæði en næst flest atkvæði hlaut Kristín Hjálmarsdóttur, form. Iðju, Ak- ureyri, 55.775. Allir þeir 18 sem kjörnefnd gerði tillögu um hlutu kosningu í miðstjórn, en að auki bárust til- lögur um fjóra aðra í miðstjórn. Þrjár konur úr forystusveit sem gerð var tillaga um úr sal, vildu ekki í framboð. Af þeim 21 full- trúa sem eiga sæti í miðstjórn, þ.e. að meðtöldum forsetum, eru aðeins 7 konur eða þriðjungur, þrátt fyrir samþykkt þingsins frá í gærdag um að leitast skyldi við að ná sem jöfnustum hlut kynja í stjórnum og ráðum ASÍ. Aðrir sem hlutu kjör í mið- stjórn voru eftir atkvæðatölu; Óskar Vigfússon form. Sjómann- asambandsins (55.300), Þórunn Sveinbjörnsdóttir form. Sóknar (55.100), Hansína Á. Stefánsdótt- ir, Verslm.fél. Árnessýslu, (54.675), Magnús Geirsson, form. Rafiðn.samb. (54.575), Guðmundur Þ. Jónsson, form. Iðju, (54.425), Jón A. Eggerts- son, form. Vfl. Borgarness, (54.400), Þóra Hjaltadóttir, form. Alþýðusb. Norðurlands, (53.925), Guðmundur Hallvarðs- son form. Sjómannafélags Rvík. (53.425), Halldór Björnsson var- aform. Dagsbrúnar, (52.250), Guðríður Elíasdóttir, form. Framtíðarinnar, (51.400), Sigur- laug Sveinbjörnsdóttir, VR, (51.300 og Hrafnkell A. Jónsson form. Árvakurs, (49.925). í neðstu sætunum lentu þeir, Karvel Pálmason Vlf. Bolungar- víkur (43.275), Þórður Ólafsson, Vfl. Boðanum, (43.125) og Sig- urður Óskarsson, Vfl. Rangæing (42.600). Næst á eftir kom Birna Þórðardóttir VR, með 32.375 atkv., þá Sigurður Guðmundsson Félagi starfsfólks í veitingahús- um, 20.275 atkv., Sigurður T. Sigurðsson, form. Hlífar, 19.225 atkv., og Leó Kolbeinsson, Borg- arnesi 12.375 atkv. Af þeim sem nú voru kjörnir aðalmenn í miðstjórn hafa 8 ekki setið þar áður. Kjör til vara- stjórnar fór fram seint í gærkvöld og voru 19 í framboði um 8 sæti. Urslit lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. -•g- 1. varaforseti ASÍ Konur halda sínu Ragna Bergmann: Mikill viljifyrir samstöðu og auknu samstarfi innan hreyfingarinnar - Það kom mér verulega á óvart að lenda í þessari stöðu. Þegar ég kom hingað til þingsins, þá hugsaði ég aldrei að ég kæmi til greina sem forsetaefni, segir Ragna Bergmann formaður Verkakvennafélagsins Fram- sóknar í Reykjavík sem var sjálfkjörin í embætti 1. varafors- eta Alþýðusambapdsins. - Við konur hér á þinginu höfðum ákveðið að halda hlut okkar í forystusveitinni og það hefur gengið eftir og ég vona að það styrki okkar hreyfingu. Ég lít á þessa kosningu mína einnig sem áfangasigur fyrir okkur konur í verkalýðshreyfingunni. Hvernig metur þú almennt stöðu hreyfingarinnar í dag? - Við búum við þau ólög að hafa ekki frjálsan samningsrétt og kjarasamningar okkar eru skertir hvað eftir annað. Við verðum með öllum ráðum að brjótast undan þessu oki. Telur þú að þetta þing muni styrkja samheldni og stöðu Al- þýðusambandsins. - Það kallar alltaf á gagnlega umræðu um stöðu hreyfingarinn- ar þegar verkafólk og forystufólk í hreyfingunni kemur saman til þinga sambandsins. Ég held að það sé mikill vilji fyrir samstöðu og meira samstarfi innan hreyfingarinnar en verið hefur undanfarin ár. - Hverju munt þú helst beita þér fyrir sem 1. varaforseti? - I fyrsta lagi að við náum strax aftur okkar samningsrétti. Ég tel líka að það verði að leggja mikla áherslu á kjara- og skipu- lagsmálin og ná sem víðtækastri samstöðu um þau mál, sagði Regna Bergmann. -Ig IJttekt á stöðu aldraðra Þorbjörn Guðmundsson Tré- smiðafélagi Reykjavíkur hefur lagt til að miðstjórn skipi starfs- hóp fyrir febrúarbyrjun nk. til að framkvæma ítarlega úttekt á stöðu aldraðra. Niðurstöður slíkrar úttektar liggi fyrir eigi síð- ar en í lok september á næsta ári og boða skuli þá fljótlega til ráð- stefnu þar sem niðurstöður verði kynntar og stefna verkalýðssam- takanna í málefnum aldraðra mótuð. Stuðningur við Kvennaathvarf Forseti Alþýðusambandsin^, Ásmundur Stefánsson hefur lagt fram ályktunartillögu á þingi sambandsins þar sem skorað er á ríkisstjórnina að gera í samstarfi við stærri sveitarfélög, ráðstafan- ir til þess að tryggja fjárhagslegan traustan rekstur Kvennaathvarfs- ins. Reynslan sýnir að brýn þörf er fyrir þjónustu Kvennaathvarfsins og það er óviðunandi að stöðug óvissa sé um áframhaldandi rekstur. Þeirri óvissu verður að eyða, segir í tillögu forsetans. Málþing um samstarf Fimm þingfulltrúar, þau Tryggvi Þór Aðalsteinsson, Böðvar Pétursson, Jón Agnar Eggertsson, Vilborg Þor- steinsdóttir og Grétar Þorsteins- son, hafa lagt fram tillögu þar sem miðstjórn ASÍ er falið að beita sér fyrir nánara samstarfi ASÍ við önnur samtök launafólks á komandi kjörtímabili. í þessu skyni verði boðað til málþings með þátttöku félags- manna annarra stéttarsamtaka, þar sem rætt verði um skipulag stéttasamtakanna og samstarf þeirra. Málþingið verði haldið eigi síðar en árið 1990. Birna í fullum rétti Birna Þórðardóttir, hefur fengið viðurnefnið Birna fjór- tándi á þessu ASÍ-þingi þar sem hún er 14. varamaður á þingfull- trúalista Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Það virðist hins vegar ekki koma að sök, því Birna er í fullum rétti á þinginu sent aðalmaður, vegna mikilla forfalla í aðalmannaliði VRinga sem eiga rétt á 47 aðalfulltrúum á þinginu. 2. varaforseti ASI Verðum að samræma sjónarmiðin Örn Friðriksson: Ánægður með víðtækttraust. Alþýðusambandsins að virkja einstök félög til baráttu - Þetta er mjög víðtækt traust sem ég hlaut frá þingfulltrúum í þessari kosningu og ég er mjög ánægður með það, segir Orn Friðriksson, formaður sambands Málm- og skipasmiða sem kjör- inn var 2. varaforseti ASÍ á þing- inu í gær. Örn hlaut 73% atkvæða en Vilborg Þorsteinsdóttir for- maður Snótar í Vestmannaeyjum hlaut 23% atkvæða. - Ég er þakklátur fyrir þessa kosningu og líka fyrir það að þingfulltrúar séu reiðubúnir að greiða atkvæði um sína forystu- menn. Það er ósköp eðlilegt að fólk geri kröfu til ASÍ um forystu, en hið raunverulega vald liggur ekki hjá sambandinu heldur hin- um einstöku verkalýðsfélögum. Það er Alþýðusambandsins að samræma sjónarmið félaganna og virkja einstök félög til baráttu. Ég vona að það takist betur til í þeim efnum framvegis en hingað til, því það er full þörf á því. Örn segist vera ánægður með umræður á þinginu hingað til og greinilegt sé að vandað hafi verið til undirbúnings þess. - Hér liggja mál vel skilgreind fyrir í fjöl- mörgum málaflokkum. Þessi mál eru lögð fram til umræðu meðal þingfulltrúa en ekki eingöngu til beinnar afgreiðslu, það skiptir miklu og er jákvætt. Það hefur verið mikil umræða á þessu þingi um virkari sam- stöðu innan sambandsins og einn- ig meira samstarf og samvinnu við önnur samtök verkafólks. Hefur þú trú á því að hægt verði að koma slíku samstarfl á í ríkari mæli en verið hcfur? - Það er ekki vafi á því að hér á þinginu er mikill vilji fyrir aukinni samstöðu, en mér finnst þetta snúast fyrst. og fremst um skipulag sambandsins og starfs- hætti sem hafa á margan hátt ver- ið þrándur í götu fyrir betra sam- starf. Það þarf að breyta skipu- lagi og starfsháttum hreyfingar- innar í þá átt sem menn hafa verið almennt sammála um en ekki hefur enn tekist að koma í fram- kvæmd. Þú hefur sjálfur verið í forystu fyrir starfsgreinasamningum í ÁI- verinu í Straumsvík. Munt þú beita þér fyrir uppstokkun í þá veru? - Það er ekki hægt að ganga út frá því vísu, að þótt slíkir samn- ingar gefi góða raun á einum stað þá eigi þeir við alls staðar. Ég á hins vegar von á því að ný mið- stjórn muni fjalla ítarlega um þessi mál á næstunni. - Hvað telur þú brýnustu verkefni Alþýðusambandsins og verkalýðshreyfingarinnar nú á næstu vikum? - Stefnumörkun í atvinnumál- um og kjaramálin eru þar efst á blaði og ég vona líka að það skýrist hér á þinginu hvaða leiðir menn telja færar til að endur- heimta hið fyrsta samningsrétt okkar. Annars er þingið núna ekki nema rétt hálfnað og ég tel rétt að þingfulltrúar leggi sjálfir línur í þeim málum sem brýnt er að taka á, segir Örn Friðriksson 2. varaforseti Alþýðusambands- ins. -lg Fimmudagur 24. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.