Þjóðviljinn - 26.11.1988, Page 9

Þjóðviljinn - 26.11.1988, Page 9
MENNING Franskur gestaleikur í Iðnó á mánudagskvöldið Frönsku menningarsamtökin, Alliance Francaise gangast fyrir gestaleik í Iðnó næstkomandi mánudagskvöld, en þá flytur franski leikarinn Eric Eychenne Nashyrninginn eftir Eugene Ion- esco. Eychenne hefur unnið leik- gerð sína uppúr smásögunni Nas- hyrningur, sem Ionesco skrifaði áður en hann setti leikritið fræga á blað. Ionesco fæddist í Rúmeníu árið 1912. Faðir hans var Rúmeni en móðirin frönsk og ólst hann upp í Frakklandi til þrettán ára aldurs. Þannig varð franska móðurmál hans. Síðan bjó hann í Búkarest, stundaði þar framhaldsskóla og háskóla og varð þar frönsku- kennari. Hann sneri aftur til Frakklands 27 ára gamall og sett- ist þar að fyrir fullt og allt árið 1940. Hann semur leikrit sín og önnur ritverk á frönsku. Ionesco er áreiðanlega þekkt- astur hér á landi eins og víða ann- ars staðar fyrir fyrsta leikrit sitt, Sköllóttu söngkonuna, sem var frumsýnt í París 1950. Þessi sprenghlægilegi harmleikur um tungumálið var að vísu leikinn til að byrja með fyrir fáa áhorfendur í litlum sal eins og næstu verk höf- undar. En Sköllótta söngkonan var tekin upp nokkrum árum síð- ar ásamt næsta verki, Kennslu- stundinni, og hefur sú uppfærsla verið leikin óslitið um þrjátíu ára- skeið í sama litla leikhúsinu og er nú orðin fastur punktur í tilveru Parísarborgar ásamt Notre dame, sigurboga og Eiffelturni. Sköllótta söngkonan var leikin á sínum tíma í Iðnói og hefur und- anfarin ár notið mikilla vinsælda meðal áhugaleikfélaga og skóla- fólks. Er þar skemmst að minnast Smáborgarakvölda Nemenda- leikhússins í haust þar sem hún var í sambúð við Bertolt Brecht. Stúdentaleikhúsið flutti fyrir allmörgum árum nokkra örstutta þætti eða skrýtlur eftir Ionesco á sprenghlægilegri sýningu í Nor- ræna húsinu. Nashyrningar á ferð Nashyrningurinn var fyrst fluttur í Dússeldorf 1959 og í Par- ís ári síðar. Strax voru gerðar tvær þýðingar á íslensku og komu þær báðar út 1961, önnur, Nas- hyrningarnir, á sviði Þjóðleik- hússins en hin, Nashyrningurinn, varð síðasta bindið í leikritasafni Menningarsjóðs. Það lýsir nokkru um margræðni verka Ion- escos að þýðendunum ber ekki saman um hvort titillinn skuli vera í eintölu eða fleirtölu. Leikritið segir frá furðulegum atburðum. í upphafi þess hittast Jean og Bérenger á gangstéttar- kaffihúsi. Þá sjá þeir nashyrning fara hjá hinumegin götunnar. Þessi óvenjulegi vegfarandi vek- ur svo sem engin viðbrögð hjá mannfólkinu nema kona ein missir innkaupakörfuna sína og brýtur flösku. Langsóttar þrætur hefjast um eitt og annað sem varla kemur málinu neitt við. Viku síðar sjá þeir aftur nas- hyrning á sama stað. í þetta sinn verður köttur undir dýrinu. Jean og Bérenger fara að rífast um hvort þetta var sami nashyrning- urinn og áður eða annar, hvort hann hafði eitt eða tvö horn og hvort hann var frá Asíu eða Afr- íku. Félögunum sinnast og Jean rýkur burt í fússi. Þá kemur rök- fræðingur til skjalanna og þótt hann leysi ekki úr deilunni, hjálp- ar hann til að setja málið fram á réttan hátt! Öll þessi mikla um- ræða er vitanlega tómt þras um keisarans skegg. Daginn eftir eru málin rædd á skrifstofunni. Vélritunarstúlkan Daisy og Dudard lögfræðingur sáu nashyrninginn en Botard skjalavörður er vantrúaður. Herra Boeuf (ísl. ,,naut“) er ekki mættur til vinnu, en konan hans birtist með nashyrning á hælun- um. Hann reynir meira að segja að elta hana upp stigana en þeir hrynja undan þunga dýrsins. Frú Boeuf þekkir svo eiginmann sinn á ámátlegu bauli nashyrningsins. Herra Boeuf hefur sem sagt breyst í nashyrning, og eiginkon- an fylgir manni sínum hvað sem tautar og raular. Það verður að loka skrifstof- unni og Bérenger fer í heimsókn til Jean sem liggur veikur heima. Hörund hans verður grænt og hrjúft. Hann er kominn með kúlu á ennið. Svo verður hann sífellt árásargjarnari og ræðst á Béren- ger. Jean er orðinn að nashyrn- ingi. Allir íbúarnir í húsinu verða líka að nashyrningum. Heilu nas- hyrningahjarðirnar flykkjast um göturnar og brjóta allt sem verð- ur á vegi þeirra. Bérenger kemst við illan leik heim til sín og leggst þar sjúkur. Eric Eychenne, leikur Buringer, - og alla hina. lonesco skrifaði smásöguna Nashyrningurinn árið 1957. Daisy heimsækir hann. Loks eru þau tvö ein eftir. Allir hinir eru orðnir að nashyrningum. Hann játar henni ást sína og heitir því að eignast með henni börn og endurnýja þannig mannkynið. En einnig hún fjarlægist hann smám saman og er loks horfin einn morguninn. Hann stendur nú einn eftir, eina mannveran í heimi nashyrninga, og honum fer að finnast að hann sé sjálfur skelfileg ófreskja og hann skammast sín fyrir ásjónu sína. Og hann óskar þess að breytast líka í nashyrning, en gerir sér grein fyrir að það getur aldrei orðið. Túlkunarleikur Ionesco hefur fyrir sið að skrifa smásögur sem eins konar drög að leikritum sínum. Smásagan Nas- hyrningurinn sem Ionesco birti árið 1957, enda á vonleysi Béren- ger um að geta nokkurn tíma breyst. En í leikritinu er aukið þar við nokkrum setningum þar sem Bérenger tekur á sig rögg, þrífur byssu sína og býst til varn- ar: „Gegn þeim öllum, ég skal verja mig gegn öllu, ég skal verja mig! Ég er síðasti maðurinn, ég skal vera það þangað til yfir lýk- ur! Ég gefst ekki upp!“ Þannig hljóða lokaorð leikritsins. Auðvitað leyfist áhorfendum og lesendum að leggja sína merk- ingu í svona sögu og Ionesco hef- ur sjálfur tekið þátt í túlkunar- leiknum. Að sjálfsögðu má taka frásögninni einfaldlega sem hverju öðru ævintýri. Þá verða nashyrningarnir bara nashyrn- ingar og ekkert meira með það. En við höfum alltaf gaman af að leita að dýpri merkingu. Ionesco kannast við að kveikjan að verk- inu sé útbreiðsla nasismans á sín- um tíma og viðbrögð þeirra sem spyrntu við fótum. En það getur varla talist aðkallandi viðfangs- efni á okkar tímum að fletta ofan af þeirri sögu. Enda liggur beint við að setja nashyrningana í víðara samhengi og taka þeim sem viðvörum við ógnarstjórn- um, hverju nafni sem þær nefn- ast. Þær eru bæði yfirvofandi ógnun og grjótharður veruleiki víða um lönd. f enn víðara sam- hengi er nashyrningurinn maður viðtekinna hugmynda án yfirveg- unar, og leikritið verður þá ein- faldlega frásögn um hugmynda- fræðilega farsótt. Leikgerð Eychennes Eric Eychenne byggir leikgerð sína á smásögu Ionescos. Sagan er frásögn söguhetjunanr, Béren- ger, í fyrstu persónu af atburðun- um. Hann segir frá sinni eigin reynslu. í leikritinu verða áhorf- endur hins vegar sjálfir vitni að atburðunum. Þannig er smá- sagan raunar tvíræðari og áleitn- ari. Kannski eru engir nashyrn- ingar til nema í kollinum á Béren- ger. Þeir tákna þá annað fólk sem lifir og starfar í kring um hann. En hann getur ekki tekið þátt í leik þess, þótt það sé hans heitasta ósk að verða eins og það. í upphafi leiksins er hann einn, innilokaður og uppgefinn, niður- brotinn maður. Og smám saman rifjar hann upp fyrir sjálfum sér og öðrum hvar og hvenær og hvernig nashyrningarnir fóru að birtast og hvernig hann lokaðist af frá heiminum. Sýningin fjallar þá einnig um tilvistarlegan vanda einstaklings frammi fyrir öðru fólki. Og þó eru nasnyrningarnir áfram raunverulegir, að minnsta kosti í hans augum. Eric Eychenne setti verkið fyrst upp árið 1983 eftir að hann hitti Ionesco að máli. Hann leikur sjálfur Bérenger, en líka alla hina: Jean, rökfræðinginn, skrifstofustjórann, frú Boeuf, Daisy... Hvert þeirra verður sjálfstæð persóna hvað snertir rödd og alla háttu. Sviðsetningin er eins og leikararnir væru jafnmargir persónunum, allt upp í sex á sviðinu í einu. Og hver persóna heldur áfram að vera til á sviðinu þegar leikarinn stígur yfir í aðra. Sömuleiðis framleiðir hann sjálfur öll leikhljóð jafnóð- um og notar enga leikmuni nema tvo stóla. Eric Eychenne hefur farið víða um lönd með þessa sýningu. Hann hefur gert nokkuð af því að setja upp eins manns sýningar og hefur meira að segja komnið til íslands áður með eina þeirra, Út- lendinginn eftir Camus. En síðan þá hefur hann haldið áfram að þróa þessa leikaðferð og Nas- hyrningurinn er sú sýninga hans sem hvarvetna hefur hlotið mesta eftirtekt. Miðasala á Nashyrninginn er hafin í Iðnó. Þór Stefánsson Laugardagur 26. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.