Þjóðviljinn - 03.12.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.12.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Fasteignir Stórfelld hækkun á mati Matsverð íbúðarhúsa hækkar um 28%. Leiðir tiljafnmikillar hækkunarfasteignaskatts. Ibúðaverðfer lœkkandi eftir tveggja ára hækkunartímabil. Ibúðaverð á Akureyri hefurfarið hœkkandi Fasteignamat ríkisins hefur gef- ið út nýja fasteignaskrá. Þar kemur fram að matsverð íbúðar- húsnæðis hefur hækkað um 28% frá sama tíma í fyrra, og mat- sverð annars húsnæðis, svo sem atvinnuhúsnæðis, lóða, landa og útihúsa hefur hækkað um 20%. Þetta mun leiða til hærri fast- eignaskatta og ef sveitarfélögin hækka álagsaprósentu sína verð- ur hækkunin enn meiri. Heildar- verðmætí fasteigna í landinu er nú 528,6 miljarðar, eða um 2,1 miljarður á hvern íslending. Á sama tíma eru erlendar skuldir taldar vera hálf miljón á hvert mannsbarn í landinu. Þessi hækkun fasteignamats er miðuð við fasteignamatsverð samkvæmt þeirri skrá sem tók gildi 1. desember 1987. Frá þeim tíma hefur byggingarvísitala Frystitogarar Óánægja meðUÚ Útgerðarmönnum frysti- togarafinnstþeirfá sömu þjónustu hjá LÍU og út- gerðarmenn ísfisktogara. Fundur meðalþeirra eftir viku. Verðásjófrystri grálúðu og karfafallið um20% áJap- ansmarkaði „Við munum hittast eftir viku til að ráða ráðum okkar þar sem okkur finnst að Landssamband íslenskra útvegsmanna ekki hafa staðið nægilega vel að okkar mál- um. En það er langt frá því að við ætlum að kljúfa okkur úr Lands- sambandinu að svo komnu máli", sagði Jón R. Kristjónsson fjár- málastjóri Granda hf. Að undanförnu hefur gætt mikillar óánægju meðal útgerð- armanna frystitogara þar sem þeim finnst sem þeirra hagur sé fyrir borð borinn í samanburði við þá þjónustu sem eigendur hefðbundinna ísfisktogara fá hjá Landssambandinu. Hafa þeir far- ið fram á það við stjórn LIÚ að fá fastan starfsmann á skrifstofu þess til að sinna málefnum frysti- togaranna og að sögn Jóns hefur stjórnin tekið vel í það. Á síðasta aðalfundi útvegs- manna sauð upp úr þegar helstu baráttumál útgerðarmanna frystitogara voru felld. Þar var ma. tillaga um að sóknarmarks- skip gætu flutt til sín kvóta eins og aflamarksskip og að sóknar- markstímabil frystitogaranna yrði eitt í stað þriggja. Þá hefur verð sjófrystra afurða ss. grálúðu og karfa fyrir Japans- markað fallið vegna veikinda keisarans og vegna mikils fram- boðs frá Rússum og öðrum austantjaldslöndum af sjófryst- um afurðum. Að sögn Indriða ívarssonar hjá söludeild SH hef- ur verðið á tonninu fallið um 3 - 400 doilara sem er um 20%. Þrátt fyrir þetta f á frystitogarar ekki endurgreiddan uppsafnaðan söluskatt á frystum afurðum eins og landfrystingin og eins fá þeir ekki krónu í verðbætur á sjófr- ysta fiskinn. -grh hækkað um 17,2% og lánskjara- vísitala hefur hækkað um 23,4%. Verðmæti fasteigna í Reykja- vík er nú 244,7 miljarðar króna en voru 192 miljarðar á sama tíma í fyrra. Hækkunin er 27,4% Á Reykjanesi er hækkunin 29,8% en lægst á Austurlandi 26,5%. í landinu öllu eru 89 þús- und íbúðir og eru því 2,8 íslend- ingar á hverja íbúð. Samkvæmt upplýsingum Fast- eignamatsins hafa orðið umtals- verðar hækkanir á raunverði íbúða víða um land. Á síðustu mánuðum bendir hins vegar margt til að þessari bylgju sé að ljúka og að raunverð fari nú lækkandi. í Reykjavík er 57% alls fbúðarhúsnæðis í landinu. íbúðaverð hefur farið nær sam- fellt hækkandi frá upphafi árs 1986 en hefur síðan farið lækk- andi síðan um mitt þetta ár. Guð- mundur Gylfi Guðmundsson hagfræðingur Fasteignamatsins segir að þetta megi rekja til hækkunar lánskjaravísitölu l.júlí. Hækkun íbúðarhúsnæðis á Reykjavíkursvæðinu má líka rekja til mikillar fjölgunar fólks á svæðinu. Árið 1985 fjölgaði um 1,675 manns, 2,268 árið 1986 og um 3,146 árið 1987. Kaupmáttur jókst einnig á ár- unum 1986-1987 og breytingin á húsnæðislögunum jók á útlán Húsnæðisstofnunar. Raunvaxta- hækkun frá hausti 1986 fram á haust 1987 hefði átt að draga úr verðhækkunum en vextir hús- næðislána hækkuðu ekki að sama skapi. Raunvaxtahækkunin hafði því lítil áhrif. Verðhækkanir á landsbyggðinni hafa að mestu fylgt höfuðborgarsvæðinu eftir. Samkvæmt upplýsingum Fast- eignamatsins hefur hins vegar hallað undan hjá landsbyggðinni á síðasta ári. Verðbreytingar eru þó greinilegar á milli svæða. Verulegar hækkanir hafa orðið á Akureyri, eða um 30% í fyrra, sem er langt umfram vísitölu. Hækkanir í Keflavík og Njarðvfk hafa hins vegar ekki orðið nærri eins miklar. íbúðaverð á Suðurnesjum er nú um 60% af því sem það er í Reykjavík, en um 75% á Akur- eyri. Seinni hluta ársins í fyrra var fasteignaverð á Akureyri um 80% af Reykjavíkurverðinu og um 68% á Suðurnesjum. Lands- byggðin hefur því dalað töluvert síðustu misserin miðað við Reykjavík. -hmp _~ -.. II, - $ÁMi®mmm THÍ. /' 1 1 % ''¦ f5 m S. > 1 i< ;X»Í WmL-c.« í '-'""• •$& * M ¦¦*&Kr S5ri ¦ v'>í-' - » á«SP Nýjar bækur til synis Nú um helgina gengst Félag ís- lenskra bókaútgefenda fyrir sýn- ingu á öllum nýjum bókum sem nú koma út í Norræna húsinu. Sýningineropinkl. 13-18ídag, laugardag, og kl. 13-17 á morgun, sunnudag. Lesið verður upp úr nýjum bókum báða dagana og byrjar sá upplestur kl. 14.30 sýn- ingardagana báða. Sjávarútvegurinn og fiskvinnslan eru að verða gjaldþrota að mati Þjóðhagsstofnunar á meðan rekstur peningastofnana og tryggingarfyrir- tækja er með miklum blóma. A _¦_ . Atvinnuvegir Sá grái græðir, hinum blæðir Þjóðhagsstofnun: Allt á hausnum nema rekstur banka, sparisjóða, tryggingarfélaga og annarra fjármagnsfyrirtœkja. Eigiðfé sjávarútvegsfyrirtœkja, ogannarra útflutningsfyrirtœkja rýrnað verulega og mörg nánastgjaldþrota. Sama á við umsmásöluverslunina. Forsœtisráðherra: Gengisfelling ekki til umræðu Hagur sjávarútvegsfyrirtækja hefur versnað verulega á ár- inu og eru botnfiskveiðar og vinnsla rekin með 4,5% halla. Tvö undanfarin ár voru þessar greinar hins vegar reknar með hagnaði. Þá hefur afkoma annars útflutnings- og samkeppnisiðn- aðar einnig versnað á árinu ss. ullar-, skinna-, tæknivöru- og umbúðaiðnaði. Þá hefur hallað verulega undan fæti í smásölu- versluninni og minka- og refa- rækt. í iðnaðinum eru undan- tekningarnar aðallega í ál- og kís- il j árnsf ramleiðslu. Þetta kemur fram í nýútkom- inni skýrslu Þjóðhagsstofnunar til ríkisstjórnarinnar um afkomu atvinnuveganna að undanförnu sem birt var á blaðamannafundi í gær. Aftur á móti vekur það athygli hvað hagur banka, sparisjóða, fjármagnsfyrirtækja og trygging- arfyrirtækja virðist vera góð á meðan helstu útflutningsatvinnu- vegunum eru að blæða út vegna mikilsfjármagnskostnaðar, verð- falls á afurðum, aflasamdráttar og hátt raungengi krónunnar. Þannig skiluðu bankar 9,6% hagnaði í fyrra, tryggingarfyrir- tæki 9,7% hagnaði og sparisjóðir 15,6% hagnaði. Mest var þó gróðinn hjá öðrum fjármálafyr- irtækjum eða 19,3%. í samantekt á uppgjöri 30 fyrir- tækja í sjávarútvegi fyrstu 9 mán- uði árins kemur fram að frysting- in er rekin með 10,9% tapi, út- gerðin með 15,7% í tapi og sölt- unin í 1,1% tapi. Sé svipað um- horfs hjá öðrum sjávarút- vegsfyrirtækjum er tapið á þess- um tíma hvorki meira né minna en tæpir 5 miljarðar króna. Sem dæmi um hvert eiginfjár- hlutfallið í nokkrum atvinnu- greinum hefur breyst til hins verra frá 31. 12. 1986 - 30. 06. 1988 var það 14,2% en hefur fall- ið niður í aðeins 0,2% í smásölu- verslun á þessu tímabili. f bif- reiðaverslun hefur þetta hlutfall- að minnkað úr 27,3% niður í 17,7%. í ullariðnaði úr 27,5% í 4,6%. í minka- og refarækt úr mínus 0,6% í hvorki meira né minna en í 41,6% í mínus. Á fundinum sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra að afkoma sjávarútvegsins væri mun verri en búist hafði verið við. Hann sagði að frekari gagna- söfnun yrði hraðað og reynt að leita leiða til að lækka rekstrark- ostnað fyrirtækjanna frá því sem nú væri. Þar talaði hann aðallega um lækkun fjármagns- og launa- kostnaðar sem hann sagði vera vegna yfirborgana í fiskvinnsl- unni. -grh Nnrrrpnir SÓSÍalÍStar Æskan ræðir um sjávarútveg Þessi ráðstefna er þáttur í því að efla samstarf ungra sósial- ista á Norðurlöndum og vekja umræður um sjávarútveginn, mikilvægustu atvinnugrein þeirra þjóða á Norðurlöndum sem eru í Norður Atlantshafi, Færeyja, Grænlands, íslands og Noregs, segir Sveinþór Þórarins- son formaður undirbúnings- nefndar ráðstefnu Æskulýðsfylk- ingarinnar um sjávarútveg á N- Atlantshafi. Ráðstefnan verður haldin í Félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirði og hefst kl. 14.00 í dag. Meðal frummælenda eru þeir; GísIiPálsson, mannfræðing- ur, Gunnar Ágústsson, deildar- stjóri hjá Siglingamálastofnun, Kristinn R. Einarsson nemi, og Þorkell Helgason prófessor. Auk félaga í ÆFAB sitja ráð- stefnuna, fulitrúar frá Færeyjum, Grænlandi og Noregi. Ráðstefn- an er öllu áhugafólki um sjávar- útvegsmál. -lg- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN |Laugardagur 3. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.