Þjóðviljinn - 03.12.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.12.1988, Blaðsíða 5
Tékkóslóvakía Gæti tekið tuttuguár Jici Pelikan, einn afforystumönnum vorsins íPrag: Ný kynslóð stáðráðin íumbótabaráttu í Tékkóslóvakíu. Alexander Dubcek ' öflugurpólitískur leiðtogi ílandinu. Afskipti ogþátttaka vinstrimanna á Vesturlöndum dýrmœt Ungt fólk hefur á ný brennandi áhuga á pólitískum umskiptum í Tékkóslóvakíu, segir Jif i Pelikan, einn af helstu áhrifamönnum meðal tékkneskra útlaga eftir lok vorsins í Prag haustið 1968. Pelik- an var þá sjónvarpsstjóri og þing- maður, -nú er hann fulltrúi fyrir ítalska sósíalista á þingi Evrópu- bandalagsins og höfundur fjölda bóka um Pragvorið og þróun mála í Austur-Evrópu. Pelikan er hér á landi í boði hinna illa þokkuðu „Samtaka um vestræna samvinnu" - sjálfum segist honum þannig frá að hann hafi verið á ráðstefnu í Portúgal um samskipti austurs og vesturs og hitt þar blaðamann frá Morg- unblaðinu sem hafi spurt hann hvort hann vildi ekki halda um- ræðunni áfram á íslandi, -það ha#i, hann þegið strax þarsem hingað hafi hann aldrei komið en eigi hér hinsvegar marga vini. Þjóðviljinn hóf samræður við Pelikan síðdegis í gær með því að spyrja um þá stöðu í Tékkóslóv- akíu að nú virðist vera að mynd- ast þar nokkuð almennt pólitískt andóf meðal ungs fólks meðan andstaða við stjórnvöld hefur undanfarin mörg ár verið helst frá tiltölulega fámennum hópum menntamanna. Gorbatsjov hlýtur að valda miklu um breytta stöðu í þessum efnum, - en hefur ekki eitthvað breyst í Tékkó líka? - Jú. Umbótastefna Mikhaíls Gorbatsjovs hefur vissulega skapað jákvætt andrúmsloft, einnig í öðrum ríkjum Austur- Evrópu en Sovétríkjunum, segir Jifi Pelikan, og merkustu breytingarnar í Tékkóslóvakíu eru á félagslegum vettvangi. Það hafa myndast fjöldamörg félög, hópar, og samtök meðal almenn- ings og þessar hreyfingar eru að byrja að forma almennar vonir og óskir í samfélaginu í orð og verk. Fyrir var auðvitað Carta 77, samtök til verndar mannréttind- um, nú orðin rúmlega áratugar gömul, en nú er margt annað komið í gang, til dæmis sjálfstæð hreyfing umhverfisverndar- manna, ný trúarleg hreyfing, - og fyrir nokkrum vikum voru stofn- uð „Samtök um borgaraleg rétt- indi", en í stefnuskrá þeirra er gengið mun lengra en hjá Carta- hópnum. Þar er krafist lýðræðis öllum til handa og þar er alþýða hvött til að sækja sjálf rétt sinn. Umbætur muni aldrei verða ann- arra verk, og tilgangslaust að treysta á Gorbatsjov eða á Vest- urlönd, - nú skipti mestu að skapa öflugan almannaþrýsting á stjórnvöld. Mörg hundruð manns hafa undirritað stefnuskrá þessarar hreyfíngar, þar á meðal fjöldi menntamanna, en einnig margir verkamenn, sérstaklega ungir verkamenn. Og það er sérstakt einkenni í Tékkóslóvakíu núna .að þar er ung kynslóð komin í fremstu víglínu. Þetta sást mjög vel í atburðunum í haust, í óvænt- um og fjölmennum mótmæla- göngum á innrásardaginn 21. ág- úst, og ekki síður í fjöldagöngun- um 28. október, á gamla þjóðhát- íðardaginn, þarsem ungt fólk var í miklum meirihluta af þeim þús- undum sem fór útá göturnar í Prag. Allt önnur reynsla Það kom bæði yfirvöldunum og andstöðuöflunum á óvart hvað þessar almannaaðgerðir urðu öflugar, og þær sýna að ungt fólk hefur á ný brennandi áhuga á pólitískum umskiptum. Ég er ekki að segja að þetta eigi við um allt ungt fólk, alla kynslóðina, - það er aldrei þannig -, en það er augljóst að núna á síðustu árum hefur ungt fólk í Tékkóslóvakíu tekið frumkvæðið og krefst fleiri tækifæra, meira frelsis. - Þetta unga fólk kynntist samt ekki vorinu í Prag nema sem böfn, og það hefur enga reynslu af ógnum stalínismans einsog þú og þín kynslóð. - Já, það er rétt. Bakgrunnur unga fólksins er allt annar en minnar kynslóðar sem var í farar- broddi í vorinu í Prag. Við höfðum haft reynslu af stalínískri skrumskælingu á sósíalismanum, en við höfðum líka barist fyrir að koma sósíalismanum á. Okkar markmið var að endurskapa sósí- alismann, að hefja til vegs hinar upprunalegu hugsjónir um rétt- látt og lýðræðislegt samfélag manna. í augum ungs fólks í Tékkóslóvakíu á okkar tímum hefur sósíalisminn fengið á sig óorð, það þekkir ekki sósíalisma nema í afskræmdri mynd Brezhnev-tímans, og tengir sósí- alismann við núverandi stjórnar- hætti - að þessu leyti má segja að það sé útilokað að endurtaka vor- ið í Prag. í mótmælagöngunum núna hrópar unga fólkið: „Lifi Masar- yk!" - hann var fyrsti forseti Tékkóslóvakíu - og „Lifi Du- bðek!", en það er ekki hrópaði „lifi sósíalisminn" heldur „lýð- ræði fyrir alla". Þetta unga fólk vill fullt tján- ingarfrelsi, og það vill afnema alla mismunun, vill fá að njóta hæfileika sinna og menntunar og ekki vera dæmt á annarlegum forsendum einsog til dæmis þeim hvaða pólitískan bakgrunn það hefur eða hvaða afstöðu foreldr- ar þeirra tóku í fortíðinni. Margt af þessu fólki leitar til kirkjunnar sem mótvægis við kerfið, og því verður ekki neitað að margt af því horfir til vesturs- ins eftir fyrirmyndum og sér á- standið vestantjalds í hillingum. Opinber áróður gegn vestrinu snýst alveg við, - fyrst yfirvöldin segja að í vestri sé allt svart þá er ályktað að þar hljóti allt að vera hvítt. í þessu samhengi verða menn að athuga sérstöðu Tékkóslóvak- (u á okkar dögum innan austur- blokkarinnar. I Póllandi og Ung- verjalandi getur fólk fengið að ferðast úr landi tiltölulega frjáls- lega. Það er mjög erfitt í Téickó- slóvakíu. Og Tékkóslóvakía er eina landið á þessu svæði þarsem stórum hópi hæfra rithöfunda er bannað að tjá sig, - ekki einus- inni gefnar út bækur handa börn- um eftir bestu rithöfunda Tékka og Slóvaka. Þetta er allt öðruvísi bæði í Ungverjalandi og Pól- landi, og jafnvel í Austur- Þýskalandi er ástandið í þessum efnum miklum mun betra. Innri þróun í Tékkóslóvakíu og öðrum löndum í austurblokkinni er háð afdrifum þeirra samfélags- tilrauna sem Gorbatsjov stendur fyrir í Sovét. Um þær mætti hafa langt spjall, en til að fara hratt yfir sögu: Ég bið þig annarsvegar að ímynda þér hina ákjósanleg- ustu þróun. næstu misseri? - og hinsvegar: Hvernig framtíð gætir þú hugsað þér versta? - Sjáðu til, - reynsla mín hefur kennt mér að segja aldrei fyrir um neitt í pólitík. Það er hægt að segja fyrir um veður, - og samt hafa menn oft rangt fyrir sér þrátt fyrir vísindamennskuna, en í pó- litík er alltaf ómögulegt að segja til um hvað verður. Æskilegasta þróun sem ég get ímyndað mér er sú að umbóta- stefna Gorbatsjovs sigri, að hon- um og félögum hans takist að yfirbuga andstæðinga sína, sem enn eru sterkir í forystu sovéska kommúnistaflokksins, og geti yfirunnið andóf skrifræðisafl- anna með hjálp almennings, - sem þýðir að hann yrði að auka tjáningarfrelsi almennings og efla upplýsingastreymi, að honum takist að bæta efnahagsástandið og leysa þjóðernavandamálin með auknu sjálfræði og auknum völdum til lýðveldanna og sjálf- stjórnarhéraðanna. Þetta mundu verða góðar fréttir fyrir Tékka og Slóvaka vegna þess að þráttfyrir andstöðu núverandi leiðtoga við umbætur Gorbatsjovs er Tékkó- slóvakía svo háð Sovétríkjunum, bæði hernaðarlega, efnahagslega og pólitískt að í Prag geta ráða- menn ekki valið gagnstæða leið við þá sem mörkuð er í Moskvu, - og mundu þannig nauðugir vilj- ugir verða að feta veg umbóta- nna. Storrussneskt hernaðareinræði? - Það versta sem komið gæti fyrir... Það er að Gorbatsjov missti stjórn á ástandinu í Sovét- ríkjunum, að ríkið lamaðist vegna þjóðernisandstæðna - einsog við höfum nú fyrir augum í Kákasus og í minna mæli í Eystrasaltslýðveldunum, að efnahagsástandið versnaði enn, og við það bættust einhverskonar andófshreyfingar almennings gegn til dæmis verðhækkunum eða vöruskorti. Við slíkar að- stæður stjórnlausra sprenginga er hættan sú að herinn tæki yfir til þess að koma aftur á lögum og reglu, að við tæki hernaðar- einræði, sem þá yrði byggt á hug- myndafræði stórrússneskrar þjóðrembu. Og þyrfti þá ekki að spyrja tíðinda frá Tékkóslóvakíu eða öðrum grannríkjum. Þetta er það versta sem gerst gæti. Ég leyfi mér sjálfur að vona að fyrri kosturinn sé líklegri, og byggi það á því að Gorbatsjov virðist fara sínu fram af miklum hyggindum, beitir málamiðlun- um og reynir að fara fetið í umbótum sínum, - eitt skref í senn. Og þetta gæti tekið tíu ár, - tuttugu ár. Hvert getur verið okkar fram- lag, vinstrimanna hér vestan- tjalds, við að herða á umbótaþró- un eystra og tryggja henni fram- gang, - hvernig getum við til dæmis best stutt við bakið á fram- sæknum öflum í Tékkóslóvakíu? - Ég tel að hreyfing vinstri- manna á Vesturlöndum, og sér- staklega sósíalískir flokkar, eigi að fylgjast sem allra best með þróun mála í Sovétríkjunum og í Austur-Evrópu, bæði vegna þess að það kemur þeim við og vegna þess að vinstrimenn vestanmegin geta haft þar heilladrjúg áhrif. Það er sjálfsagt fyrir stjórnmálamenn í valdastöðum að hafa góð samskipti við ríkis- stjórnir í þessum löndum og tengja ríki saman vestan og austanvið, - en vinstrimenn á Vesturlöndum mega ekki láta sitja við slík opinber samskipti. Þeir þurfa að kynnast félags- legum hreyfingum í Austur- Evrópu og hafa sem nánust tengsl við hina sósíalísku og lýðræðis- legu stjórnarandstöðu í þeim ríkjum, - ég á til dæmis við Sam- stöðu í Póllandi, Carta 77 og aðr- ar sjálfstæðar hreyfingar í Tékk- óslóvakíu, Lýræðisfylkinguna í Ungverjalandi og ýmsar hreyf- ingar í Sovétríkjunum. Raunverulegir bandamenn Vinstrimenn eiga að fylgjast með þessum hópum, heimsækja þetta fólk, birta greinar þess og skoðanir, veita menningarlegu framtaki þess farveg. Það er í fyrsta lagi fróðlegt og gagnlegt í sjálfu sér, og í öðru lagi mjög uppörvandi fyrir þessa stjórnar- andstæðinga eystra að finna að þeir eru ekki einir á báti. Þessar sjálfstæðu umbótahreyfingar eru hinir raun- verulegu bandamenn vinstri- hreyfingarinnará Vesturlöndum. Þær eru að berjast fyrir raunveru- legu lýðræði eystra, og aðeins virk þátttaka þeirra getur tryggt að ekki verði snúið aftur þeirri efnahagslegu og pólitísku um- bótaþróun sem nú er hafin, til dæmis með hallarbyltingu hersins gegn Gorbatsjov og öðrum um- bótaleiðtogum austantjalds. Ég óska líka eftir fullri sam- stöðu við þá sem eru ofsóttir eystra vegna skoðana sinna, þeirra sem sitja í fangelsum eða eru útilokaðir frá opinberum vettvangi. Og ekki er minnst vert um sam- stöðuyfirlýsingar einsog þá sem mér var afhent í dag frá Alþýðu- bandalaginu á íslandi, og er mér mjög kærkomin. Slíkar samþykktir styrkja framsækin öfl í Austur-Evrópu, þær eru birtar í helstu neðanjarð- arritum og eru okkur mjög dýr- mætar. Eitt nafn er öðrum fremur tákn vorsins í Prag í hugum okkar hér á Vesturlöndum, og jafnframt fulltrúi þeirra vona sem buadnar eru við lýðræðislegan sósíalisma hjá þjóðunum í Austur-Evrópu: Alexander Dubcek. Hann var fyrir skömmu á ítalíu í fyrstu ferð sinni til Vesturlanda í tvo áratugi. Hvaða gildi hafði sú ferð í þínum augum? - Ég lít á heimsókn Alexanders Dubceks til ítalíu sem velheppn- aðan pólitískan stórviðburð, sem ekki einungis kemur honum til góða heldur einnig öllum sem með honum stóðu í vorinu í Prag, og öllum sem hafa verið hraktir úr flokknum og úr pólitísku starfi síðar. Dubéek tekið sem þjóðarleiðtoga Dubcek ferðaðist sem venju- legur borgari, en það var tekið á móti honum á ítalíu sem þjóðar- leiðtoga. Æðstu menn Sósíalista- flokksins og Kommúnistaflokks- ins tóku á móti honum með við- höfn, forseti þingsins hélt honum móttöku, hann var á fundi með formönnum allra þingflokkanna á ítalska þinginu, og hann fékk líka áheyrn hjá páfanum, Wojt- yla. Þessutan var hann hylltur af al- þýðu manna á ítalíu og hann hitti mikið af venjulegu fólki, sem hvatti hann mjög í starfi sínu í Tékkóslóvakíu. fræðum sínum á ítalíu varði Dubcek vorið í Prag og hélt því fram að Sovétmenn hefðu gert mikil pólitísk mistök með innrásinni, og hann gagnrýndi einnig núverandi for- ystu í Prag fyrir að neita viðræðu við andstöðuöfl og hunsa al- menningsálit í landinu. Ég tel að hann muni halda áfram pólitísku starfi í Tékkó- slóvakíu. Stór hluti almennings í Tékkóslóvakíu lítur enn á Du- bcek sem táknrænan leiðtoga, og jafnvel hugsanlegan valkost við stjprnvöl í Prag. Breytingar í umbótaátt gætu orðið á tvo vegu í Tékkóslóvakíu. Annarsvegar þannig að ný kyn- slóð innan flokksins-fólk sem nú er um fertugt - þrýsti á um breytingar í stíl Gorbatsjovs. Heppnist þeim það ekki er hætt við að óánægja eflist verulega meðal almennings, - og sú staða er hugsanleg að Dubcek standi uppi sem eini pólitíski leiðtoginn sem uppfyllti hvorttveggja: ann- arsvegar að hafa siðferðilegt traust almennings og geta því haldið sæmilegri reglu í landinu, og hinsvegar að geta ábyrgst þokkaleg samskipti við stjórnvöld í Moskvu. Menn kunna að telja þetta fjar- stæðu, - en svipað hefur gerst í Póllandi og í Ungverjalandi án þess að mér detti í huga að bera þá menn saman við Duböek. Hvað sem því líður er dagljóst að Alexander Dubðek mun hafa pólitísku hlutverki að gegna í Tékkóslóvakíu í næstu framtíð, hvort sem hann verður forystu- maður í ríkisstjórn eða einn af leiðtogum stjórnarandstöð- unnar. Hann hefur sér að baki umtalsverðan pólitískan styrk. Það nægir að benda á - einsog hann hefur gert sjálfur - að hann talar í nafni þeirra 468 þúsund félaga sem vikið hefur verið úr flokknum síðan innrásin var gerð. Laugardagur 3. desember 1988 ÞJÓÐViLJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.