Þjóðviljinn - 03.12.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.12.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Um óbærilegan léttleika Jóns Baldvins Hannibalssonar Vigfús Geirdal skrifar Fyrir nokkrum árum tókst Jóni Baldvini Hannibalssyni að vekja á sér nokkra athygli í norrænum fjölmiðlum. Hann hafði í fyrsta lagi móðgað Finna með svo van- hugsuðum fullyrðingum að hann varð að biðjast opinberlega af- sökunar á ummælum sínum. í öðru lagi hafði hann barist hat- rammlega gegn hugmyndinni um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd á formannafundi norrænna jafn- aðarmanna. Þar hafði Jón sagt að ef Norð- urlönd yrðu lýst kjarnorku- vopnalaust svæði þá væri það að- eins yfirlýsing um status kvó, óbreytt ástand. Síðan hafði hann varað við því að þetta status kvó gæti valdið alvarlegri röskun á ógnarjafnvæginu ef því yrði lýst yfir. Það er haft fyrir satt að Jón hafi fengið aðstoð sérfræðings í rússneskri málfræði til að berja þessa rökfræði inn í hausinn á krataforingjunum. Það mun samt ekki hafa tekist. Jón hafði það þó upp úr krafs- inu að birt var mynd af honum í sænska sjónvarpinu með eftirfar- andi umsögn: Þessi maður heitir Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður íslenskra jafnaðarmanna. Á íslandi geta menn ekki aðeins heitið hvað sem er; þeir geta líka leyft sér að segja hvað sem er! Nú er Jón Baldvin orðinn utan- ríkisráðherra í ríkisstjórn sem kennd er við jafnrétti og félags- hyggju. Þessi ríkisstjórn er mynd- uð við mjög erfiðar kringumstæð- ur og tilvist hennar hangir á blá- þræði. Fátt er því mikilvægara en að þeir sem að þessari stjórn standa sýni fyllstu heilindi í sam- starfi. Því miður virðist Jón Baldvin ekki hafa lært neitt af setu í ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar. Hann virðist ákveðinn í að storka sam- starfsaðilum sínum til hins ítrasta með því að taka upp utanríkis- stefnu í samræmi við guðfræði kalda stríðsins, þvert á ákvæði stjórnarsáttmálans og í hrópandi andstöðu við veruleik dagsins í dag. Þessi framkoma er því sorg- legri sem nú standa meiri vonir til þess en oftast áður að hægt sé að sameina íslenska jafnaðarmenn í einn stóran flokk. Varaflugvallarmálið ekki úr sögunni Það varð strax ljóst að Jón Baldvin yrði bæði yfirlýsinga- glaður og athafnasamur utanrík- isráðherra. Eitt hans fyrsta verk var að lýsa því yfir að Ameríkan- ar skyldu ekki halda það að þeir gætu haft Jón Baldvin Hannibals- son að ginningarfífli! Þetta þótti mörgum karlmannlega sagt. En næst á eftir þessari yfirlýs- ingu sagði Jón Baldvin frá því á Varðbergsfundi að varaflugvall- armálið væri alls ekkert úr sög- unni þótt samgönguráðherra hefði dregið einhverja fulltrúa út úr viðræðunefnd við Bandaríkja- her. Jón benti réttilega á að þetta mál kæmi samgönguráðuneytinu ekkert við því að hér væri um varnarmál að ræða og allar hern- aðarframkvæmdir heyrðu jú undir utanríkisráðuneytið. Þegar einhver Varðbergsmað- urinn spurði í sakleysi sínu hvort nokkuð yrði hægt að leggja vara- flugvöllinn úr því að kveðið væri á í stjórnarsáttmálanum að ekki verði ráðist í neinar meiriháttar hernaðarframkvæmdir í tíð þess- arar stjórnar, þá svaraði utan- ríkisráðherra að bragði: Hér er alls ekki um hernaðarmannvirki að ræða! Þetta á ekki að verða annað en varaflugvöllur fyrir al- mennar flugsamgöngur. Það vill bara svo til að Mannvirkjasjóður Nató hefur boðist til að styrkja þessar framkvæmdir, nánast án allra skilyrða. Það væri fráleitt að íslendingar höfnuðu styrk upp á 9 til 15 milljarða króna. sjóði Nató. Það felur í sér að að- ildarríki sjóðsins, þ.e. flest Evr- ópubandalagsríkin, öðluðust þar með rétt til að nota þennan flug- völl fyrir herflugvélar sínar, hve- nær sem þeim þóknast. Faríseinn í hlutleysinu í haust hélt Jón Baldvin snöf- urmannlega ræðu á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann mælti m.a. gegn því að nýjum kjarnavopnum, stýriflaug- um, verði komið fyrir í höfunum urlega staðreynd að núverandi utanríkisráðherra veit ekkert um hvað frystingarhugmyndin snýst og hann hefur aldrei haft fyrir því að lesa tillöguna sem hann ákvað að styðja ekki. Greinin er heilaspuni frá upphafi til enda. Jón stendur á því fastar en fót- unum að frysting kjarnavopna festi í sessi núverandi ástand og lögleiði þannig yfirburði Sovét- manna. Ennfremur sé ekki að finna í frystingartillögunum neinar ábendingar um það hvern- ig standa skuli að eftirliti með frystingunni. Hann telur þetta úr- „Fyrir utan aðfrysting kjarnavopna er aðeins hugsuð semfyrsta skrefí víðtœkri afvopnunarþróunþá myndi hún ein og sér leiða tilfœkkunar kjarnavopna. Frysting felur ísér allsherjarbann við tilraunum með kjarnasprengjur ogflutningsbúnað kjarnavopna, algjörastöðvunáframleiðslukjarnavopna, bann við frekari uppsetningu kjarnavopna ogstöðvun á framleiðslu kjarnakleyfra efnafyrir vopn" Það hlýtur að hafa farið hrollur um alla sómakæra Varðbergs- menn við að heyra þennan mál- flutning. Utanríkisráðherra er varla búinn að lýsa því yfir að hann ætli ekki að láta Kanann hafa sig að fífli þegar hann réttir fram betlikrúsina. Slíkt hlýtur að ganga guðlasti næst í eyrum manna sem ekki vilja hafa öryggi og varnir íslensku þjóðarinnar að féþúfu. Mannvirkjasjóður Nató Það er svo önnur saga að Mannvirkjasjóður Nató fjár- magnar eingöngu hernaðarm- annvirki og ekkert annað. Hann hefur heldur aldrei boðist til að kosta gerð varaflugvallar á ís- landi. Bandaríkjaher ogNató eru að kanna hvar muni best að gera þennan flugvöll, á Grænlandi, á norðanverðu íslandi eða jafnvel í Færeyjum. Meðan Nató hefur enn ekki ákveðið hvaða staður tryggi best varnir vestrænna lýð- ræðisríkja ætti Jón Baldvin auðvitað ekki að vera með neina þá heimtufrekju sem gæti stefnt einingu Natóríkja í alvarlega hættu. Það er líka merkilegt að maður sem ítrekað hefur varað við því að íslendingar álpist út í annað „flugstöðvarævintýri" skuli svo við fyrsta tækifæri hvetja til þess að íslendingar fari enn á ný út í byggingarframkvæmdir í komp- aníi við Bandaríkjaher og Nató. Hvað ætli við íslendingar yrðum að greiða mikið í umframkostnað við gerð varaflugvallarins? Það er jafnvel enn furðulegra að maður er lýst hefur yfir að hann vilji nota hernaðaraðstöðu á íslandi sem spil í hugsanlegum samningaviðræðum við Evrópu- bandalagið um tollaívilnanir, skuli síðan vera reiðubúinn til að samþykkja gerð herflugvallar hér á landi sem kostaður yrði með fjárframlögum úr Mannvirkja- og lagði ennfremur áherslu á mannréttindi. Gaf þessi ræða nokkrar vonir um að utanríkis- stefna þessarar ríkisstjórnar yrði í anda þeirrar félagshyggju og mannúðar sem stjórnin vill kenna sig við. En hvernig hefur Jón svo fylgt þessum stefnumálum eftir? Hann ákvað að íslendingar sætu hjá í atkvæðagreiðslu um til- lögu sem fól í sér fordæmingu á morðum og barsmíðum ísraels- hers á palestínskum börnum og unglingum. Hann réttlætti þessa afstöðu sína með því að segja að hér hefði verið um einhliða for- dæmingu á ísraelsmönnum að ræða. Jón Baldvin hefði kosið að fá að fordæma börnin og ungling- ana líka fyrir að vera að þvælast fyrir hermönnunum. Þá ákvað Jón Baldvin að ísland sæti hjá þegar greidd voru at- kvæði um tillögu Svfþjóðar og Mexíkó um frystingu kjarna- vopna og sömuleiðis um tillögu nokkurra óháðra ríkja um alls- herjarbann við tilraunum með kjarnavopn. Báðar þessar til- lögur eru reyndar angi af sama máli. Forveri hans, Steingrímur Hermannsson, hafði tekið þá skynsamlegu ákvörðun að greiða atkvæði með þessum tillögum á síðasta ári. Háttalag Jóns í þess- um málum er því bein ögrun við núverandi forsætisráðherra og sem blaut tuská í andlit oddvita þriðjá stjórnarflokksins, Ólafs Ragnars Grímssonar, er hefur einmitt unnið mikilvægt starf á alþjóðavettvangi að framgangi hugmyndanna um frystingu og tilraunabann. Heilaspuni „Frystingartillögur nú eru a.m.k. tíu árum á eftir tímanum," sagði Jón Baldvin í Morgunblaðs- grein 15. nóvember sl. Þar sem hann reyndi að skýra gerðir sínar. í þessari grein opinberast sú dap- eltar hugmyndir, nú þegar menn eru að semja um fækkun kjarna- vopna, þ.e. útrýmingu meðal- drægra vopna og 50% niðurskurð langdrægra kjarnavopna. Það hljómar óneitanlega vel að segja eins og Jón að nú séu menn að semja um raunverulega af- vopnun, fækkun vopna, en ekki bara um að frysta núverandi birgðir. Ronald Reagan var reyndar farinn að nota þessa klisju löngu á undan Jóni, löngu áður en INF-samningurinn var gerður. Sannleikurinn er hins vegar sá að hvorki INF-samningurinn né væntanlegur samningur um 50% fækkun langdrægra kjarnavopna, gefa í sjálfu sér nokkur fyrirheit um afvopnun eða endalok víg- búnaðarkapphlaupsins. Þessir samningar eru aðeins staðfesting á því að vopnakapphlaupið er komið á algerlega nýtt stig. Það snýst ekki lengur um tölulegan fjölda vopna heldur tæknilega yfirburði og eyðingarmátt. Menn geta því óhikað samið um fækkun vopna svo lengi sem það felur ekki í sér neinar takmarkanir á þróun nýrra og fullkomnari vopna. I þessu sambandi má nefna að Nató hefur uppi mikil áform um endurnýjun kjarnavopna í Evr- ópu í kjölfar INF-samningsins. Þar er vissulega gert ráð fyrir fækkun vopna en ekki minni hernaðarmætti. Fyrsta skref í allsherjarafvopnun Frysting kjarnavopna stemmir aftur á móti stigu við sífelldri endurnýjung fullkomnari og fullkomnari vopna; hún stöðvar vígbúnaðarkapphlaupið. Ef Jón Baldvin hefði nennt að lesa fryst- ingartillögu Svíþjóðar og Mexíkó þá hefði hann átt að gera sér grein fyrir að tillagan fjallar um annað og meira en að festa núverandi ástand í sessi. Samkvæmt tillögunni eru helstu kjarnorkuveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, hvött til þess, annað hvort með ein- hliða yfirlýsingum eða gagn- kvæmu samkomulagi, að frysta kjarnorkuvígbúnað sinn tafar- laust og það er skýrt tekið fram að þetta yrði aðeins fyrsta skref í Allsherjaráætlun Sameinuðu þjóðanna um afvopnun (the Comprehensive Programme of Disarmament). Að baki frystingartillögunni liggur mikið og víðtækt starf. Allsherjaráætlunin um afvopnun sem nefnd er í tillögunni er grundvölluð á lokaályktun (Final Document) fyrsta aukaþings Sameinuðu þjóðanna um afvopn- un frá 1978. Þar var hvatt til þess að unnið yrði að ítarlegri áætlun um afvopnun sem innihéldi öll þau skref sem að endingu myndu leiða til almennrar og algjörrar afvopnunar (general and comp- lete disarmament) undir alþjóð- legu eftirliti eins og Sameinuðu þjóðirnar hafa einsett sér áð vinna að. í framhaldi af þessu hafa bæði Afvopnunarnefnd SÞ (Disarma- ment Comission) og Ráðstefna 40 þjóða um afvopnunarmál í « Genf (Conference on Disarma- ment) unnið mikið starf í að móta þessi „skref" og stuðla að sam- stöðu um þau. Má í þessu sam- bandi nefna að Limaályktun Al- þjóðasambands jafnaðarmanna um afvopnunarmál byggir að verulegu leyti á þeim hugmynd- um sem þarna hafa komið fram. Fyrir utan að frysting kjarna- vopna er aðeins hugsuð sem fyrsta skref í víðtækri afvopnun- arþróun þá myndi hún ein og sér leiða til fækkunar kjarnavopna. Frysting felur í sér allsherjarbann við tilraunum með kjarna- sprengjur og flutningsbúnað kjarnavopna (eldflaugar, kaf- báta, flugvélar), algjöra stöðvun á framleiðslu kjarnavopna, bann við frekari uppsetningu kjarna- vopna og stöðvun á framleiðslu kjarnakleifra efna fyrir vopn. Ef engar tilraunir eru gerðar, engin ný vopn eru framleidd og viðhald á núverandi birgðum kjarnavopna verður takmarkað þá segir það sig sjálft að þeim mun smám saman fækka eftir því sem þau eldast og verða ónothæf. Þessari þróun er þó hægur vandi að stýra eftir því sem aðilar kæmu sér saman um. Skýrar ábendingar um eftirlit Þvert ofan í það sem Jón heldur fram er að finna mjög skýrar ábendingar um eftirlit í frysting- artillögu Svíþjóðar og Mexíkó. Þar er gert ráð fyrir að eftirliti verði hagað í samræmi við það sem risaveldin hafa sjálf komið sér saman um í SALT- samningunum, þ.e. að þau noti eigin eftirlitskerfi (national, tec- hnical means of verification) eins og gervihnetti, hlustunarstöðvar o.fl. Einnig er tekið fram að eftirlit skuli verða í samræmi við sam- komulag sem náðist í grundvall- aratriðum í þríhliða viðræðunum í Genf um allsherjarbann við til- Framhald á bls. 11 Laugardagur 3. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍDA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.