Þjóðviljinn - 03.12.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 03.12.1988, Blaðsíða 14
BRIDGE Velheppnað mót Sveit Braga Haukssonar Reykjavfk sigraði á Opna stór- mótinu sem Bridgefélag Húsa- víkur stóð fyrir um síðustu helgi. 16 sveitir tóku þátt í mótinu, þar- af 6 sveitir af Reykjavíkursvæð- inu. Lokastaða efstu sveita varð þessi: 1. sveit Braga Haukssonar Reykjavík 137 stig. 2. sveit Modern Iceland Reykja- vík 130 stig. 3. sveit Arnar Einarssonar Akur- eyri 121 stig. 4. sveit Óskars Práinssonar Reykjavík 120 stig. 5. sveit Magnúsar Torfasonar Reykjavík 116 stig. 6. sveit Sturlu Snæbjörnssonar Akureyri 114 stig. 7. sveit Guðmundar Pálssonar Egilsstöðum 112 stig. 8. sveit Kristjáns Guðjónssonar Akureyri 112 stig. 9. sveit Guðlaugs Bessasonar Húsavík 112 stig. Spilaðar voru 7 umferðir eftir Monrad-fyrirkomulagi og 16 spil milli sveita. Mótið tókst mjög vel undir stjórn Alberts Sigurðs- sonar frá Akureyri. Er von til að mót þetta verði árlegur viðburður á Húsavík. Bæta þyrfti þó tímasetningu móts, og færa það framar á haust- ið. í sigursveitinni auk Braga voru: Sigtryggur Sigurðsson, As- geir P. Ásbjörnsson og Hrólfur Hjaltason. í sveit Modern Iceland voru: Anton R. Gunnarsson, Hermann Lárusson, Jakob Kristinsson og Ólafur Lárusson. í sveit Arnar voru auk hans: Hörður Steinbergsson, Grettir Frímannsson og Frímann Frí- mannsson. Formaður Bridgefélags Húsa- víkur er Björgvin Leifsson. Reykjavíkurmótið í tvímenn- ingi, undanrásir, hófst sl. miðvik- udag með þátttöku 52 para. Spil- aðar verða þrjár umferðir í und- anrásum, næst þriðjudaginn 6. desember og fimmtudaginn 8. desember. 24 efstu pörin komast í úrslitakeppni, sem spiluð verður helgina 10.—11. des. Þessi 24 pör eru þannig fundin út, að 8 efstu pörin á hverju spil- akvöldi í undanrásum (3x8) komast í úrslit. Skor para milli kvölda í úrtökumótinu fylgir pörunum. Nýstárlegt fyrirkomu- lag, svo ekki sé meira sagt. Eftir- töld 8 pör hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni: Hermann Lárusson/Ólafur Lárusson 384, Hjalti Elíasson/Jón Ásbjörnsson 376, Ásmundur Pálsson/Símon Símonarson 375, og Páll Valdi- marsson/Rúnar Magnússon 364. Einnig Björgvin Porsteins- son/Guðmundur Eiríksson, 387, Eiríkur Hjaitason/Páli Hjaitason 380, Bjarni Harðar/Eysteinn Einarsson 369 og Aðalsteinn Jörgensen/Ragnar Magnússon 363. Spiluð eru 26 spil í hverri um- ferð. Minnt er á að skilafrestur fé- laganna á áunnum meistarastig- um sem birtast eiga í næstu meist- arastigaskrá, var 1. desember sí. Einnig er þeirri áskorun til Bridgesambands íslands, að það birti „kvóta" svæðanna til ís- landsmótsinsísveitakeppni 1989, komið á framfæri. Greiðslur svæðanna liggja fyrir, þannig að eftirleikurinn er auðvelt reikn- ingsdæmi. Sveit Ásgríms Sigurbjörns- sonar frá Siglufirði sigraði úr- tökumot Norðurlands vestra, til þátttöku í íslandsmótinu 1989. Með Ásgrími eru í sveitinni: Jón Sigurbjörnsson, Anton Sigur- björnsson, Bogi Sigurbjörnsson, Olafur Jónsson og Steinar Jóns- son. Peir síðastnefndu eru trú- lega efnilegasta par hér á landi, synir Jóns Sigurbjörnsonar og Bjarkar Jónsdóttur. Gamla kempan Valtýr Jónas- son frá Siglufirði náði svo 2. sæti. Suðurlandsmótið í tvímenning er um þessa helgi. Ekki er vitað um þátttöku, en búist við að um 28 pör mæti til leiks. Keppnis- stjóri er Jakob Kristinsson. Búast má við að Hafnfirðingar haldi sitt árlegt jólamót milli jóla og nýárs. Síðustu ár hafa um 60 pör tekið þátt í þessu móti. Afmælismót Bridgefélags kvenna verður spilað í dag, laugardaginn 3. desember og hefst kl. 10 árdegis. Stefnt er að þátttöku 34 para og verður spilað eftir Barometer-fyrirkomulagi. Keppnisstjóri er Hermann Lár- usson. Góð verðlaun eru í boði fyrir efstu pör. Hjá Skagfirðingum er sveit Lárusar Hermannssonar enn efst að loknum 8 umferðum í aðal- sveitakeppninni, með 165 stig. Næstireru: Hjálmar Pálsson 160, Oddur Jakobsson 154 og Jóhann Gestsson 145. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Félagsráðgjafar Framlengdur er umsóknarfrestur um stöðu fé- lagsráðgjafa við hverfaskrifstofu Fjölskyldu- deildar í Breiðholti, Álfabakka 12. Staðan er á sviði meðferðar og barnavémdar- mála. Æskileg er reynsla og þekking á vinnu með börn og fjölskyldur. Upplýsingar gefur yfirfélagsráðgjafi í síma 74544 og yfirmaður Fjölskyldudeildar sími 25500. Umsóknarfrestur er til 16. desember n.k. Félagsráðgjafa vantar til afleysinga í lengri og skemmri tíma við hverfaskrifstofur Fjölskyldu- deildar. Upplýsingar gefur yfirmaður Fjölskyldudeildar í síma 25500. Laugardagur 12.30 Fræðsluvarp Endursýnt Fræðslu- varp frá 20. og 30. nóv. 81. 1. Máliö og meðferð þess (20 mín) 2. Daglegt líf í Kína (20 mín) 3. Frönskukennsla (15 mín) 4. Brasilía (20 mín) 5. Alnæmi (8 mín) 6. Umræðan. 14.30 Iþróttaþátturinn Meðal annars ein útsending frá leik Stuttgart og Werder Bremen í vestur-þýsku knattspyrnunni, sýntfrá leikjum úrensku knattspyrnunni og fylgst með úrslitum þaðan, og þau birt á skjánum jafnóðum og þau berast. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 17.50 Jólin nálgast í Kærabæ. 18.00 Litli íkorninn (1) Nýr teiknimynda- flokkur í 26 þáttum. 18.25 Barnabrek Umsjón Ásdís Eva Hannesdóttir. 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 Skyggnst inn í Völundarhúsið Heimildamynd um gerð ævintýra- myndarinnar sem er á dagskrá í kvöld kl. 21.25. 19.50 Jólin nálgast f Kærabæ. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.40 Ökuþór Þriðji þáttur. Breskur gam- anmyndaflokkur. 21.40 Maður vikunnar. 21.25 Völundarhúsið Bandarísk ævin- týramyndfrá 1986. Framleiðandi mynd- arinnar er George Lucas en aðalhlut- verkin eru í höndum David Bowie og Jennifer Connolly. Auk þeirra eru ótal þekktra persóna úr smiðju Jim Hensons en hann er einnig leikstjóri. Myndin fjall- ar um stúlku sem leitar bróður síns í einkennilegu völundarhúsi þarsem ekki er allt sem sýnist. 23.00 Ódessaskjölin Bandarísk spennu- mynd frá 1974 byggð á sögu Frederick Forsyth. Leikstjóri Ronald Neame. Að- alhlutverk John Voight, Maximilian Schell og Derek Jacobi. Blaðamaður fær dagbækur látins gyðings í hendur sem innihalda sannanir um stríðsglæpi nasistaforingja nokkurs. Hann ákveður að leita hann uppi. 00.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sunnudagur 13.50 Fræðsluvarp íslenskuþættir Fræðsluvarps endursýndir. Fyrsti og annarþáttur. Umsjón Höskuldur Þráins- son og Þórunn Blöndal. 14.30 Steinarnir tala Seinni hluti heim- ildamyndar sem Sjónvarpið lét gera um Guðjón Samúelsson fyrrum húsa- meistara ríkisins. Áður á dagskrá 4. apríl sl. 15.30 Leonard Bernstein sjötugur (Bernstoin Gala) ( ágúst á þessu ári voru haldnir tónleikar i Tangewood í Massachusetts ÍBandaríkjunum. Tilefn- ið var sjötugsafmæli hljómsveitarstjór- ans Leonards Bernstein. The Boston Symphony Orchestra leikur lög Berns- teins undir hans stjórn og meðal þeirra sem koma fram má nefna M. Rostropo- vich, Christa Ludwig, Victor Borge, Frank Sinatra, Kiri Te Kanawa og Itchak Perlman. 17.55 Sunnudagshugvekja Signý Páls- dóttir leikhúsritari flytur. 17.50 Jólin nálgast í Kærabæ. 18.00 Stundin okkar Umsjónarmaður Helga Steffensen. 18.25 Unglingarnir í hverfinu (19) Kanadískur myndaflokkur. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Beliki pardusinn Bandarísk teikni- mynd. 19.30 Kastljós á sunnudegi Klukkutfma frétta- og fréttaskýringaþáttur. Um kl. 19.50 sjáum við stutta mynd frá jóla- undirbúningnum í Kærabæ. 20.35 Hvað er á seyði? Um menningar- og skemmtanalíf á landsbyggðinni. 21.20 Matador Danskurframhaldsmynda- flokkur. 22.20 Feður og synir Þýskur myndaflokk- ur. 23.35 Úr Ijóðabókinni. Edda Bachman, les kvæði Til ungmeyjar og Til Afró- dftu eftir Saffó. Kristján Árnason flytur formála. 23.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Mánudagur 17.50 Jólin nálgast í Kærabæ. 18.00 Töfragluggi Mýslu f Glaumbæ - endurs. frá 30. nóv. Umsjón Árný Jó- hannsdóttir. 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 íþróttahornið. Fjallað um íþróttir helgarinnar heims og erlendis. Umsjón: Bjarni Felixson. 19.25 Staupasteinn. (Cheers). Banda- rískur gamanmyndaflokkur. 19.50 Jólin nálgast í Kærabæ. 20.00 Fréttir og veður. 20.40 Já! Þáttur um menningur og listvið- burði liðandi stundar. i þessum þætti verður fjallað um nokkrar af jólabókun- um íár. Umsjón: EiríkurGuðmundsson. 21.30 Orgelið (Die Orgel). Þýsk sjón- varpsmynd um roskinn mann, sem hef- ur orðið fyrir miklum vonbrigðum í lifinu. Hann hefur starfað sem orgelleikari og hljóðfærasmiður í borpinu. Á afmælis- degi hans er ákveðið að heiðra hann en hann bregst illa við því. En svo fer að lítil stúlka nær að bræða hjarta hans. Þýð- andi Kristrún Þórðardóttir. IDAG er 3. desember, laugardagur í sjöundu viku vetrar, þrettándi dagurýlis, 338. dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 10.51 en sest kl. 15.44. Tungl minnkandi á fjórða kvartili. VIÐBURÐIR Verkakvennafélagið Framtíðin í Hafnarfirði stofnað 1925. Verkalýðs- og sjómannafélag Ól- afsfjarðar stofnað 1933. UTVARP Laugardagur < 06.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Halldóra Þorvarðardóttir flytur. 07.00 Fréttir. 07.03 „Góðan dag, góðir hlustendur" Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir og veður. 09.00 Fréttir. Tilkynningar. 09.05 Jólaalmanak Utvarpsins 1988. Umsjón Gunnvör Braga. 09.20 Hlustendaþjónustan. Sigrún Björnsdóttir leitar svara við fyrirspurn- um hlustenda um dagskrá Ríkistútvarpsins. 09.30 Fréttir og pingmál. Innlent frétta- yf irlit vikunnar og þingmálaþáttur endur- tekinn frá kvöldinu áður. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónar. Frönsk píanótón- list handa börnum á öllum aldri a. Alexis Weissenberg leikur á píanó lag- aflokkinn „Barnahornið" og þrjú pfanó- lög eftir Claude Debussy. b. „Sannar- lega skvapkenndar prelúdfur handa hundi" eftir Erik Satie. Aldo Chiccolini leikur á píanó. 11.00 Tilkynningar. 11.05 f liðinni viku. Atburðir vikunnar á innlendum og erlendum vettvangi vegn- ir og metnir. Umsjón: Páll Heiðar Jóns- son. 12.00 Tilkynningar. Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Hér og nú. Fréttaþáttur í vikulokin. 14.00 Tilkynningar. 14.05 Sinna. Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tón- menntir á líðandi stund. Umsjón: Berg- þóra Jónsdóttir. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslenskt mál. Jón Aðalsteinn Jóns- son flytur þáttinn. 16.30 Loikrit: „Það ótrúlegasta" eftir Sten Kaalö. Þýðandi: Sverrir Hólmars- son. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Leikendur: Helgi Björnsson, Theódór Júlíusson, Jón Hjartarson, Kristján Franklín Magnús, Jón Tryggvason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Skúlason, Þór Túliníus, Margrét Ólafs- dóttir, Ragnheiður Arnardóttir, Margrét Akadóttir, Helga Þ. Stephensen, Eyvindur Erlendsson og Guðrún Birna Johannsdóttir. 18.00 Gagn og gaman- bókahornið. Sig- rún Sigurðardóttir kynnir nýjar barna- og unglingabækur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.33 "...Bestu kveðjur". Bróf frá vini til vinar eftir Þórunni Magneu Magnúsdótt- ur sem flytur ásamt Róbert Arnfinns- syni. 20.00 Jólaalmanak Útvarpsins 1988. 20.15 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson. 20.45 Gestastofan. Stefán Bragason ræðir við áhugatónlistarfólk á Héraði. 21.30 íslenskir einsöngvarar - Magnús Jónsson syngur aríur úr ítölskum óper- um; Ólafur Vignir Albertsson leikur á pí- anó. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Danslög. 23.00 Nær dregur miðnætti. Kvöld- skemmtun Útvarpsins á laugardags- kvöldi undir stjórn Hönnu G. Sigurðar- dóttur. 24.00 Fréttir. 00.10 Svolitið af og um tónlist undir svefninn. Hlustað á örlítið brot af því sem Mozart skrifaði fyrir píanó og hljóm- sveitog píanó eingöngu. Jón Örn Marin- ósson kynnir. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. Sunnudagur 07.45 Morgunandakt. Séra Jón Einars- son prófastur á Saurbæ flytur ritningar- orð og bæn. 08.00 Fréttir. 08.15 Veðurfregnir. Dagskrá. 08.30 Á sunnudagsmorgni með Guð- mundi J. Guðmundssyni. Bernharður Guðmundsson ræðir við hann um guðspjall dagsins, Lúkas 21, 25-33. 09.00 Fréttir. 09.03 Tónlist á sunnudagsmorgni. „Fógnum og verum glaðir", kantata nr. 36 eftir Johann Sebastian Bach. Paul Esswood alt, Kurt Equiluz tenór og Ruud van der Meer bassi syngja ásamt Vínardrengjakórnum með Concentus Musicus kammersveitinni í Vínarborg; Nikolaus Harnoncourt stjórnar. b. Kons- " ert fyrir tvö horn og hljómsveit eftir Ge- org Philipp Telemann. Robert Freund og Hannes Sungler leikur á horn með hljómsveit sem Kurt List stjórnar. c. Sin- fónía í D-dúr eftir Friðrik mikla Prússa- keisara „Carl Philipp Emanuel Bach"- kammersveitin leikur; Harmut Haenc- hen stjórnar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.25 Veistu svarið? Spurningaþáttur um sögu lands og borgar. Dómari og höf- undur spurninga: Páll Líndal. Stjórn- andi: Helga Thorberg. 11.00 Messa á vegum HJálparstofnunar kirkjunnar. 12.10 Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.30 Bandarísku „beaf'-skáldin. Fjall- að um strauma í bandarískum bók- menntum á árunum eftir stríð. Umsjón: Einar Kárason. 14.30 Með sunnudagskaffinu. Sígild tón- list af léttara taginu. 15.00 Góðvinafundur. 16.20 Framhaldsleikrit barna- og ung- linga: „Tumi Sawyer"eftir Edith Ran- um byggt á sögu eftir Mark Twain. Þýð- andi: Margrét Jónsdóttir. 17.00 Tónlist á sunnudegi f rá erlendum útvarpsstöðvum. 18.00 Skáld vikunnar. - Þorsteinn Vald- imarsson. Sveinn Einarsson sér um þáttinn. Tilkynningar. 19.00 Kvöldfróttir. 19.30 Tilkynningar. 19.33 Um helma og geima. Páll Berg- þórsson spjallar um veðrið og okkur. 20.00 Sunnudagsstund barnanna. Fjörulíf, sögur og söngur með Kristjönu Bergsdóttur. (Frá Egilsstöðum). 20.30 Tónskáldatími. Guðmundur Emils- son kynnir íslenska tónlist. 21.10 Austan um land. Þáttur um austfirsk skáld og rithöfunda. Umsjón: Arndís Þorvaldsdóttir og Sigurður 0. Pálsson. (Frá Egilsstöðum). 21.30 Útvarpssagan: „Heiður ættarinn- ar" eftir Jón Björnsson. Herdís Þor- valdsdóttir les (8). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Norrænir tónar. 23.00 Frjálsar hendur. Umsjón: lllugi Jökulsson. 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns. Mánudagur 06.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Hreinn Há- konarson flytur. 07.00 Fréttir. . 07.03 I morgunsárið með Má Magnús- syni. Fréttayfirlit, fréttir, veður og tilkynningar. 09.00 Fréttir. 09.03 Jólaalmanak Útvarpsins 1988. Umsjón: Gunnvör Braga. 09.20 Morgunleikflmi. Umsjón: Halldóra Björnsdóttir. 09.30 Dagmál. Sigrún Björnsdóttir fjallar um líf, starf og tómstundir eldri borgara. 09.45 Búnaðarþáttur. Starfsemi Rannsóknastofnunar iandbúnaðar- ins. Gunnar Guðmundsson ræðir við Þorstein Tómasson forstjóra stofnunar- innar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Bestu kveðjur". Bréf frá vini til vinareftir Þórunni Magneu Magnúsdótt- ur sem flytur ásamt Róbert Arnfinnssyni. (Endurtekinn þáttur frá laugardegi). 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Bergljót Har- aldsdóttir. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 f dagsins önn. Umsjón: Bergljót Baldursdóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Konan í dalnum og dæturnar sjö". Ævisaga Moniku á Merkigili skráð af Guðmundi G. Hagalín. Sigríður Hagalín les (6). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Á frívaktinni. Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.00 Fréttir. 15.03 Lesið úr forustugreinum lands- máiablaða. 15.45 íslenskt mál. Endurtekinn þáttur frá laugardegi sem Jón Aðalsteinn Jóns- son flytur. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Umsjón Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist eftir Feilx Mendelssohn. 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi. Umsjón: Bjarni Sig- tryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.33 Um daginn og veginn. Selma Júlí- usdóttir talar. 19.55 Daglegt mál. Endurtekinn þátturfrá morgni sem Valdimar Gunnarsson flytur. 20.00 Jólaalmanak Útvarpslns 1988. (Endurtekið frá morgni). 20.15 Barokktónlist. a. Konsert í h-moll 21.00 Fræðsluvarp: Endurflutt þáttaröð á vegum Fjarkennslunefndar frá síðast- liðnu sumri. Fyrsti þáttur: Fræðasvið og fræðasetur. Úmsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 3. desember 1988 I I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.