Þjóðviljinn - 03.12.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.12.1988, Blaðsíða 11
DAESgRON Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í Verkamannafé- laginu Dagsbrún sunnudaginn 4. desember kl. 14.00 í lönó. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Fréttir af 36. þingi ASÍ og horfur í atvinnumál- um. Stjórnin AFMÆLI FLUGMÁLASTJÓRN Námskeið í flugumferðarstjórn Ákveöiö hefur verið að velja nemendur til náms í flugumferðarstjórn, sem væntanlega hefst í byrj- un næsta árs. Stöðupróf í íslensku, ensku, stærðfræði og eðlis- fræði verða haldin 10. og 11. desember nk. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-30 ára, tala skýrt mál, rita greinilega hönd, standast til- skildar heilbrigðiskröfur og hafa lokið stúdents- prófi. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Flugmála- stjóm á fyrstu hæð flugtumsbyggingar á Reykja- víkurflugvelli og ber að skila umsóknum þangað fyrir 7. desember, ásamt staðfestu afriti af stúd- entsprófskírteini og sakavottorði. Flugmálastjóri Kennarar Grindavík Grunnskólann í Grindavík vantar, vegna forfalla, kennara fyrir 7.-9. bekk frá og með 1. jan. 1989. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 92- 68504 og formaður skólanefndar í síma 92- 68304 Tækniskóli íslands Viðbótarrými Höfðabakka 9 Tilboð óskast í frágang innanhúss á um 950 m2 af 1400 m2 viðbótarrými skólans. Meginhluti húsnæðisins er nú einn stór verk- smiðjusalur, meðeinangruðum útveggjum, glerj- uðum gluggum, miðstöðvarofnum með útveggj- um og viðeigandi raflögn. Strengjasteypurifja- plötur eru aðallega í lofti. Verkefnið er fólgið í því að fullgera kennslustofur, fyrirlestrasal, setkrók, geymslur, tæknirými og snyrtingar, með uppsetningu og frágangi milli- veggja, frágangi gólfa og lofta og tilheyrandi end- urnýjun og nýsmíði lagnakerfa. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 31. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík, frá kl. 12.00 þann 5. des til 9. desember 1988, gegn 5.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verðaopnuð á skrifstofu I.R. Borgartúni 7, þriðjudaginn 20. desember 1988 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844 Anna Sigurðardóttir Anna Sigurðardóttir forstöðu- maður Kvennasögusafns íslands er áttatíu ára. Hún fæddist 5. des- ember 1908. Foreldrar hennar voru Ásdís Þorgrímsdóttir og Sig- urður Þórólfsson, skólastjóri lýðháskólans á Hvítárbakka í Borgarfirði. Fæðing litlu stúlkunnar á Hvít- árbakka var ekki aðeins gæfa for- eldranna, heldur allra íslenskra kvenna. Því heiHadísirnar voru ósparar á gjafir sínar til hennar. Eitt af aðalsmerkjum Önnu er réttlætiskenndin, og fræði- mennskan, í andanum er hún sí- ungur hugsjónamaður. Kynni hefjast með ýmsu móti, sem ung kona hreifst ég af mál- flutningi hennar er ég hlýddi á í ríkisútvarpinu árið 1953. Þá ræddi hún m.a. um störf og stöðu húsmæðra, réttlætiskenndin og mannvirðingin leyndi sér ekki - hún vakti athygli á því hve mikil- væg uppeldisstörfin væru og að meta bæri uppeldisstörfin sem unnin eru á heimilunum ekki síður en kennslu og fóstrustörf svo örlagarík sem þau væru - enda felst í þessum störfum öðru fremur gæfa hverrar þjóðar - þar er grunnurinn lagður. Þetta erindi Önnu vakti mig al- veg sérstaklega til umhugsunar um ýmsar kaldar staðreyndir í lífskjörum og réttarstöðu kvenna. Anna hefur á langri ævi unnið að ritstörfum og heimilda- söfnun um íslenskar konur, kjör þeirra og störf. Eftir hana liggur mikið af rituðu máli, sem felur í sér fróðleik sem er mikils virði fyrir samtíð hennar en ómetan- legt fyrir framtíðina: „Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja", eins og Einar Bene- diktsson orðaði það. Þegar Ljósmæðrafélag íslands vann að útgáfu sögu sinnar og stéttartalinu Ljósmæður á íslandi færði Anna félaginu að gjöf til birtingar ritverk er hún nefnir Barnsburður. Ljósmæður eru þakklátar fyrir gjöfina og stoltar af því að þessi sérstæði og merki- legi fróðieikur um það er snertir hinar mikilvægu stundir lífsins - fæðingu barns - er skráður í heimildariti ljósmæðrastéttar- innar. Árið 1985 gaf hún út bókina Vinna kvenna í 1100 ár. Með þeirri bók skipaði hún sér veg- legan sess meðal okkar bestu fræðimanna. Nú um þessar mundir er að koma út merkileg ritsmíð hennar um nunnur og nunnuklaustur. Nefnir hún þá bók „Allt hafði annan róm áður í páfadóm". Ég ef ast ekki um að við lestur þeirrar ATTRÆÐ % * 1 ¦ ¦ ^^9*^7^5^ ¦*. ,¦¦ Jmwk bókar hverfi maður frá hinum hversdagslega hugarheimi. Fyrsta íslenska bókin sem skrifuð er til heiðurs var Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðar- dóttur, sem gefin var út af Sögufélaginu árið 1980. Fyrir rúmum 40 árum fóru sögur af húsmóður á Eskifirði við söfnun heimiilda og hverskonar fróð- leiks um íslenskar konur - þar var á ferðinni Anna Sigurðardóttir, sú hin sama er ásamt tveim öðr- um konum stofnaði Kvennasögu- safn íslands á fyrsta degi kvenna- árs Sameinuðu þjóðanna 1975. Safnið hefur verið og er til húsa á heimili hennar að Hjarðarhaga 26 hér í borg og Anna verið for- stöðumaður þess frá upphafi. Safnið er skráð og mikið sótt - en vinna forstöðumannsins er óskráð. Fjöldi fólks kemur í safn- ið að leita fanga til fróðleiks og í ritgerðir. Lýsir rnargur undrun sinni yfir áhuga Önnu á verk- efnum þeirra og velgengni, enda hefur þakklætið ekki leynt sér. Þegar Háskóli íslands hélt 75 ára afmæli sitt hátíðlegt árið 1986, var lýst kjöri nokkurra heiðursdoktora. í þeim hópi voru tvær konur - önnur þeirra er Margrét Dana drottning - og hin er Anna Sigurðardóttir. Kvenna- samtökin efndu þá til samsætis að Hallveigarstöðum henni til heiðurs en innan Kvenréttindafé- lags íslands og Kvenfélagasam- bandsins á Anna mikið og merki- legt starf, margir ávörpuðu heiðursgestinn og lýstu gleði sinni og virðingu. Anna var sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 1978. Samstarf okkar í Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík og Landsnefnd orlofs- ins var farsælt og skemmtilegt. Sá fjöldi kvenna er hún var í forsvari fyrir auðgaðist af samfélaginu við hana og mat hana mikils. Ein orlofskvenna Oddfríður Sæmundsdóttir birtir í nýútkom- inni ljóðabók sinni „Rökkvar í runnum" eftirfarandi kveðju til Önnu Sigurðardóttur og mun ort undir orlofs áhrifum. Frá okkar ylríku dðgum eigum við samhljóma strengi, óskir frá ótal vinum auki þitt brautar gengi. Þökk fyrir þekkingu og störftn. Þjóðin minnist þín lengi. Áttræð að aldri getur Anna minn góði vinur litið yfir farinn veg og séð gæfuspor sín víða. Maður hennar Skúli Þorsteinsson námsstjóri skildi og fylgdi jafn- réttiskröfum kvenna, enda fyrsti karlmaðurinn sem gekk í Kven- réttindafélag íslands eftir að þeir áttu rétt til inngöngu í félagið. Frá því fyrst ég heyrði í Onnu Sigurðardóttur hefur þráðurinn spunnist til æ meiri kynna sam- starfs og vináttu, sem ég er inni- lega þakklát fyrir. Kæra Anna, ég endurtek heillaóskir mínar til þín og bið þér allrar blessunar. Steinunn Finnbogadóttir VIÐHORF Framhald af bls. 7 raunum með kjarnavopn (átt er við samkomulag sem Bretland, Bandaríkin og Sovétríkin höfðu komist áð árið 1980). Hér er með öðrum orðum gert ráð fyrir alþjóðlegri eftirlitsstofn- un sem hefði jarðskjálftamæli- stöðvar um allan heim og um- fangsmikið eftirlit á vettvangi. Það er óhætt að fullyrða að þær miklu tilslakanir sem Sovétmenn hafa gert varðandi vettvangseftir- lit að undanförnu, eins og fram kemur í INF-samningnum t.d. megi rekja til þess starfs sem unn- ið hefur verið vegna þessara hug- mynda um frystingu og bann við tilraunum með kjarnavopn, bæði í nefndum og stofnunum SÞ og í tengslum við frumkvæði þjóðar- leiðtoga í fimm heimsálfum. „Er hugmyndin kannski að frysta fyrst og fækka svo?" spyr Jón Baldvin í Morgunblaðs- greininni sinni. Svarið við þessari spurningu er að sjálfsögðu já, eins og leitt hefur verið í ljós hér að framan. Það er vægast sagt rökleysa að maður sem heldur ræðu á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna og beitir sér gegn því að nýrri tegund stýriflauga verði komið fyrir í heimshöfun- um í þúsundatali, skuli síðan láta það verða eitt sitt fyrsta verk að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um frystingu kjarnavopna. Minnisvarði kalda stríðsins Meistari Þórbergur sagði eitt sinn að grunntónn tilverunnar væri meinlaust grín. íslenskir at- vinnupólitíkusar hafa vissulega lifað samkvæmt þessari kenningu upp á síðkastið. Ég efast heldur ekki um að þeir eru til sem skemmta sér konunglega yfir stjórnarathöfnum Jóns Baldvins Hannibalssonar; þeir treysta því að sjálfsögðu að Jón muni ekki aðeins skilja eftir sig gjaldþrota ríkisbúskap heldur og utanríkis- ráðuneyti í rjúkandi rúst. Ég sem þetta skrifa er hins veg- ar meiri alvörumaður en svo að mér sé hlátur í hug og þannig held ég að öllum þeim líði sem láta sig sjálfstæði og öryggi íslensku þjóðarinnar einhverju varða. Á sama veg hygg ég að þeim sé farið sem í einlægni láta sig dreyma um að sameina íslenska jafnaðar- menn í einn stóran flokk. Jón Baldvin Hannibalsson hef- ur því miður hlotið það nöturlega hlutskipti að daga uppi sem nátt- tröll kalda stríðsins. Slíkur minn- isvarði, hversu óbrotgjarn sem hann kann að virðast, getur aldrei orðið sameiningartákn ís- lenskra jafnaðarmanna. Höfundur er leiðbeinandi. Laugardagur 3. desember 1988 MÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.