Þjóðviljinn - 07.12.1988, Qupperneq 7
BÆKUR
Sjóslysabálkur
íslands
Út er komið hjá Erni og Örlygi
19. bindi björgunar- og sjóslysa-
,sögu íslands, Þrautgróðir á
raunastund, eftir Steinar J. Lúð-
víksson. Þetta nýja bindi fjallar
um árin 1972, 1973 og 1974. Á
þessum árum gerðust margir
stórviðburðir og má þar m.a.
nefna er togarinn Hamranes sökk
út af Jökli í júnímánuði 1972, en
mikil réttarhöld fylgud í kjölfar
þess atburðar, hörmuleg sjóslys
er urðu í skaðaveðrum í febrúar
1973 en þá fórust vélbátarnir
María og Sjöstjarnan með allri
áhöfn. Stóð leitin að Sjöstjörn-
unni tíu daga og mun vera um-
fangsmesta leit á sjó við ísland.
Fjölmargar aðrar frásagnir eru í
bókinni.
í formála höfundar kemur
fram að þetta er næstsíðasta bind-
ið í bókaflokknum, a.m.k. í bili.
Verið sé að vinna nafnaskrá
bindanna nítján og sé ætlunin að
sú bók komi út að ári.
Rússnesk Ijóð
á íslensku
Út er komin hjá Máli og menn-
ingu ný bók með ljóðaþýðingum
úr rússnesku eftir Geir Kristjáns-
son. Nefnist hún Undir hælum
dansara. Bókin geymir geymir 37
ljóð eftir 10 höfunda sem sumir
hafa verið taldir með merkustu
skáldum aldarinnar.
Lesandinn kynnist þarna hin-
um íhygla Pasternak, hinum
frakka og kjaftfora Majakovskí
og fíngerðum og fögrum ljóðum
Önnu Akhmatovu. í bókinni er
líka hið afdrifaríka ljóð Osip
Mandelstam um Stalín, en fyrir
það var hann handtekinn og er
talinn hafa endað ævina í fanga-
búðum í Síberíu. Þá eru í bókinni
ljóð eftir höfuðskáld rússneska
symbólismans, Alexander Blok,
sveitaskáldið Sergei Esénín,
Marínu Tsvétajevu, Evgéni Evt-
usjenko, Andrej Voznésénskí og
nóbelsverðlaunahafann Jósef
Brodskí.
Þýðandinn, Geir Kristjánsson,
er löngu virtur og kunnur fyrir
þýðingar sínar úr rússnesku. í
bókarlok gerir hann grein fyrir
skáldunum, sem mörg hver
máttu þola ótrúlegar raunir fyrir
það eitt að yrkja.
Undir hælum dansara er 70 bls.
að stærð og gefin út bæði inn-
bundin og í kilju. Kápuna gerði
Ingibjörg Eyþórsdóttir.
Senuþjófar gegn sósíalisma
Hannes H. Gissurarsun
MarkaSsöfl og miðstýring
BSE 1988
Sá svarti senuþjófur, Hannes
H. Gissurarson, sendi nýverið frá
sér bók sem ber heitið „Markaðs-
öfl og miðstýring." Já, lesandi
góður, þú átt kollgátuna, bókin
fjallar um frjálshyggju! Hannes
ræðir fremur um stjórnmálahag-
fræði en stjórnspeki, ver frjáls-
hyggju en vegur að sósíalisma,
eins og hans er von og vísa. í
fyrsta kafla ræðir hann um sér-
eignaskipulagið, í öðrum kafla
gagnrýnir hann áætlanabúskap, í
þeim þriðja er markaðssósíalismi
Oskars Langes krufinn, og svo er
blandaða hagkerfið vegið, metið
og léttvægt fundið. í lokin ræðir
Hannes ýmis dægurmál og
gagnrýnir m.a. kvenréttindakon-
ur með athyglisverðum hætti.
Sósíalismi/
markaðskerfi
Á blaðsíðu 83-84 vitnar Hann-
es í þau ummæli Ólafs Björns-
sonar að atburðirnir í Tékkó
haustið 1968 sýni að frjáls
gagnrýni og sósíalismi geti ekki
farið saman. En Prögu-vorið
sýnir hið gagnstæða, Dubcek
aflétti ritskoðun að kalla án þess
að hætta áætlanabúskap. Innrás
Rússanna var algerlega ótengd
gangvirki tékkneska efnahags-
lífsins. En við megum ekki
gleyma því að tékkneski komm-
únistaflokkurinn hélt valda-
einokun sinni, við vitum ekki enn
hvort fjölflokkakerfi og áætlana-
búskapur getur farið saman. Við
vitum heldur ekki hvort hægt er
að framkvæma hugmyndir pólska
hagfræðingsins Oskars Langes
um markaðssósíalisma. Lange
smíðaði líkan að hagkerfi þar sem
ríkið á framleiðslutækin og áætl-
anaráð gegnir hlutverki markað-
ar (bls-. 88). Ráðið setur fyrir-
tækjum reglur sem eiga að
tryggja að þau hegði sér sem
einkafyrirtæki er stefna að há-
markshagkvæmni. Ríkið á að
koma í veg fyrir atvinnuleysi og
kreppur en neysluval og starfsval
er frjálst. Hannes gagnrýnir svo
þetta líkan með fulltingi erlendra
fræðimanna. Hætt er við að efna-
hagsstarfsemin staðni, hvaðan
kemur hvati til nýsköpunar ef
engin er gróðavonin? Áuk þess
getur kerfið orðið alltof stirt, því
ekki má breyta verði á fram-
leiðslutækjum nema á ákveðnum
tíma sem ráðið tiltekur. Verð
sem myndast af völdum fram-
boðs og eftirspurnar veita einka-
fyrirtækjum stöðugar upplýsing-
ar um hagkvæmni, þau eiga
auðveldara með að aðlaga sig
breyttum aðstæðum en áætlana-
ráðið hans Langes. Svo má spyrja
sig að því hvort við þurfum ný-
sköpun. Hví ekki að una glaður
við sitt? En hræddur er ég um að
áætlanaráðið yrði helsti fyrir-
ferðarmikið í kerfi Langes, kom-
ist það í gagnið.
En þótt markaðskerfið sé að
öllum líkindum skilvirkara en
áætlanakerfið þá hef ég rnínar
efasemdir um mátt ósýnilegu
handarinnar (bls. 16-26). Hvern-
ig getum við vitað með öruggri
vissu að frjáls markaður leiði til
efnalegrar kjörstöðu? Rökin
fyrir því eru aðallega sótt í líkön
sem eru svo sértæk að þau snerta
vart jörðina. Og minnir ekki hug-
myndin um styrk ósýnilegu hand-
arinnar á lífsskoðun þess sæla dr.
Pangloss sem Voltaire hæðist að í
Birtingi sínum? Ætli blessaður
doktorinn sé ekki sameiginlegur
forfaðir öfgafullra frjálshyggju-
manna og þeirra marxista sem
STEFÁN SNÆVARR
trúa því að fullsæla kommún-
ismans muni koma, hvað sem
tautar og raular?
Tekjujöfnun
í fjórða kafla ræðir Hannes
ýmis rök gegn tekjujöfnun. Ro-
bert Nozick, bandarískur
heimspekingur, segir að tekju-
jöfnun fyrir atbeina ríkisins verði
ekki framkvæmd nema með vald-
beitingu. Nozick hugsar sér
samfélag þar sem menn hafa
komið á algerlega jafnri tekjusk-
iptingu eða einhverri annarri
tekjuskiptingu eftir gefnu
mynstri sem þeir telja réttlátt).
Köllum þessa tekjuskiptingu Tt.
Nú heldur einn samfélagsþegn-
inn, Garðar Hólm að nafni, söng-
skemmtun. Samborgarar hans
flykkjast á tónleikana og borga
sig inn, dýrum dómum. Hluti af
aðgangseyrinum rennur í vasa
söngvarans og við fáum nýja
tekjuskiptingu, T2, sem ein-
kennist af því að Garðar er orð-
inn miklu ríkari en allir aðrir.
Nozick spyr nú hvort eitthvað sé
ranglátt við þessa tekjuskiptingu.
Borguðu menn sig ekki inn á tón-
leikana af fúsum og frjálsum
vilja? Og er þá ekki ranglátt að
þvinga söngvarann til að láta féð
af hendi, t.d með skattlagningu,
svo tekjuskiptingin megi verða
jöfn að nýju?
En hér er galli á gjöf Njarðar.
Hugsurn okkur nú að allir þeir
sem borguðu sig inn á söng-
skemmtun Garðars séu eindregn-
Hannes Hólmsteinn
ir fylgismenn T, og hafi einfald-
lega ekki gert sér grein fyrir því
að atferli þeirra myndi raska
tekjuskiptingunni. Kannski hélt
hver og einn þeirra að engin ann-
ar myndi mæta þannig að tekj-
uskiptingin myndi ekki raskast að
ráði. Eigum við aðeins að virða
markaðsatferli þeirra, ekki pólit-
ískan vilja? Réttlæting markaðsf-
relsis hlýtur að byggja á sam-
þykki upplýstra borgara (pólit-
ískum vilja), markaðsatferli út af
fyrir sig réttlætir hvorki eitt né
neitt. Ef pólitískur vilji manna er
í andstöðu við afleiðingar mark-
aðsatferlis hafa þeir rétt til að
breyta tekjuskiptingunni með
lýðræðislegum hætti.
Marx
Ég felli mig ekki alls kostar við
Marxskilning Hannesar (bls. 50-
59). Hannes tínir til ívitnanir í
Marx þar sem hann talar eins og
sögulegur nauðhyggjumaður. En
Marx var tvístígandi í þessum
efnum, samanber bréfið fræga til
Veru Sassjúlitsj þar sem hann
hafnar slíkri nauðhyggju. Marx
var nauðhyggjumaður þegar
byltingarsinnum vegnaði vel,
gagnhrifasinni þegar illa áraði
fyrir byltinguna. En gleymum því
ekki að Marx var fyrsti dólg-
marxistinn, hvað sem 68-liðið
kann um það mál að halda!
Hannes segir að bæði Platon og
Marx hafi litið fjölskylduna horn-
auga (bls. 131). En Platon hafn-
aði fjölskyldunni af því hann vildi
miðstýrt samfélag, Marx af því
hann taldi fjölskylduna kúgunar-
tæki. Marx var eins konar
stjórnleysingi sem var illa við öll
bönd, fjölskyldubönd sem
önnur. Hannes segir að það
brjótist fram gyðingahatur í grein
Marx um gyðingavandann. En
Han'nes skilur ekki að gyðingur-
inn Marx tileinkaði sér öfgafullt
og ögrandi orðfæri unghegel-
sinna. Aukinheldur barðist Marx
fyrir frelsi öllum mönnum til
handa. En slík frelsun hefur af-
nám stéttasamfélagsins að for-
sendu, segir hann.
Smælki
Hannes bendir réttilega á að
markaðsþjóðfélög A-Asíu hafi
náð betri efnahagsárangri en
kommúnistaríkin austur þar. En
hann gleymir þeirri staðreynd að
Tævanbúar og Suður-
Kóreumenn búa við blandað
hagkerfi, ekki alfrjáisan markað.
Suður-kóreska ríkið hóf gerð
fimm ára áætlana árið 1962 og
efldi fimm stórfyrirtæki með
skipulegu átaki. Til skamms tíma
voru ýmsar hömlur á innflutningi
til S-Kóreu.
Hannes segir að við höfum
ekki fundið óbrigðula aðferð til
að finna þá sem vita hvað öllum
er fyrir bestu. En er ekki frjáls
markaður öllum fyrir bestu? Vita
þá ekki frjálshyggjumenn best?
Og eru þeir þá ekki forsjár-
hyggjumenn?
Hannes fordæmir aðskilnaðar-
stefnu og rekur hana til ríkisaf-
skipta (bls. 204). Hann uppá-
stendur að svertingjar í Suður-
Afríku búi við betri kjör en
blökkumenn annars staðar í Afr-
íku. Þessi skoðun er umdeild; í
júlíhefti tímaritsins „South“ árið
1985 segir að svertingjar í ekki
færri en tíu Afríkuríkjum hafi
það betra en blakkir S-
Afríkumenn.
Á blaðsíðu 97 kallar Hannes
Michael Polanyi hagfræðing. En
Polanyi var hreint ekki hagfræð-
ingur, hann hóf feril sinn sem
efnafræðingur og sneri sér síðan
að heimspeki og félagsvísindum.
Lokaorð
Bók Hannesar er læsileg og
giska lipurlega skrifuð. Hann
hefur losað sig við gyllinæða- og
blöðruselsstílinn sem skemmir
skrif margra íslenskra mennta-
manna og lýtti fyrstu texta Hann-
esar.
Hvað sem öllum iðrasjúkdóm-
um líður treysti ég mér ekki til að
dæma um hagfræðiþekkingu
Hannesar. En mér virðist bókin
snöggtum vandaðri en annað það
sem Hannes hefur ritað á ís-
lensku. Megi kverið verða
kveikja að frjórri umræðu!
Víðir Sigurðsson
íslensk knatt-
spyrna 1988
íslensk knattspyrna 1988 er
áttunda bókin í þessum bóka-
flokki, sem hóf göngu sína árið
1981. Eins og nafnið gefur til
kynna er hér um að ræða árbók
knattspyrnunnar og í henni er
rakinn gangur mála í íslands-
móti, bikarkeppni, landsleikjum
og Evrópuleikjum á árinu 1988,
auk annarra þátta sem viðkoma
íslenskri knattspyrnu.
Bókinni er skipt niður í kafla.
Fremst eru viðtöl við Ásgeir
Elíasson, þjálfara íslands-
meistara Fram, og Sigurjón
Kristjánsson úr Val, sem var
markakóngur 1. deildar og
knattspyrnumaður ársins. Þar
fjallar einnig Steinn Helgason um
knattspyrnu kvenna á árinu.
í kafla um 1. deildarkeppnina
er gangur hennar rakinn, urnferð
fyrir umferð, á ítarlegan hátt og
þar er að finna allar helstu upp-
lýsingar um liðin og leikmennina.
Einnig eru sérstakir kaflar um 2.,
3. og 4. deild og um kvenna-
deildirnar, svo og um yngri flokk-
ana á íslandsmótinu. Bikar-
keppnin er í sérstökum kafla, og
ennfremur landsleikirnir og Evr-
ópuleikir félagsliða. Þá er sér-
staklega fjallað um þá íslensku
knattspyrnumenn sem leika er-
lendis.
í bókinni er einnig fjórði kafl-
inn í sögu íslenskrar knattspyrnu
og að þessu sinni er sagt frá tíma-
bilinu 1955-1962.
Að vanda eru í bókinni lit-
myndir af meisturum í öllum
deildum og flokkum íslands-
mótsins, 16 að tölu, og einnig
heilsíðulitmyndir af átta einstakl-
ingum, auk þess níunda sem er á
bókarkápu. Hún er einnig prýdd
miklum fjölda svart/hvítra
mynda.
Bókina skrifar Víðir Sigurðs-
son íþróttafréttamaður og útgef-
andi er Skjaldborg. Hún er 160
blaðsíður í stóru broti.
Ótíöindi á
okkar öld
Frjálst framtak hefur sent frá
sér bókina Harmsögur og hildar-
leikir á 20. öld eftir bresku blaða-
mennina Nigel Bundell og Roger
Boar í íslenskri þýðingu Björns
Jónssonar skólastjóra. Bókin
heitir „The World’s Worst Dis-
asters of the Twenthieth Cent-
ury“ á frummálinu og fjallar hún
um ýmsa atburði sem væntanlega
munu fá sitt rými í mannkynssög-
unni. Allar frásagnir bókarinnar
eru sannar og í bókinni er fjöldi
mynda.
Atburðirnir sem raktir eru í
bókinni eru m.a. þessir: Eldgosið
í Mont Pelée 1902, Jarðskjálftinn
í San Francisco 1906, Titanic-
slysið 1912, Jarðskjálftinn í
Tokyo 1923, Loftförin R 101 árið
1930 og Hindenburg 1937,
Svartamarkaðshraðlestin frá
Napoli 1944, Lundúnaþokan
þétta 1952, Jarðskjálftinn í Aga-
dir 1960, Bandarískir og sovéskir
geimfarar 1967 og 1971, Jarð-
skjálftinn í Perú 1970, Eitrunar-
fár í írak 1971, Flugslysið í
Ermonville-skógi 1974, Eitrun-
arslys í Sevesco 1976, Flugslysið í
Tenerife 1977, Hitabylgjan mikla
1980, Oliuborpallur sekkur á
Norðursjó 1980, Eldgos í St. He-
lenu 1980 og Skógareldar í Ást-
ralíu 1983.
Miðvikudagur 7. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7