Þjóðviljinn - 07.12.1988, Síða 13
ÖRFRÉTTIR
Tugþúsundir
manna
eru á vergangi í stórborgum
Bandaríkjanna og fer þeim ört
fjölgandi, þökk sé Rónaldi Reag-
an og hirðmönnum hans,
grimmum kapítalisma og
skeytingarleysi alþýðu manna.
Maður er nefndur Mitch Snyder
og er í forsvari samtaka sem
kosta kapps um að liðsinna
„götulýðnum'1 og öðrum berfætl-
ingum sem eiga undir högg að
sækja í „guðs eigin landi“. Sny-
der þessum finnst ekki ná nokk-
urri átt að Míkhaíl Gorbatsjov
skuli ekki fá að sjá með eigin
'augum þá Ameríku sem ekki ber
fyrir sjónir í kokkteilboðum Hvíta
hússins og einkahíbýlum höfð-
ingja. Því hefur hann boðið hon-
um í ökuferð um New York „súp-
ueldhúsanna11 og hreysanna.
6.600
lögregluþjónar
munu gæta öryggis Gorbatsjovs í
New York og má því vera Ijóst að
hali sovétleiðtogans verður
næsta langur kjósi hann að
þekkjast boð Snyders þess er að
ofan er getið. Lögreglustjórinn í
heimsborginni sagði í gær að
hann myndi senda innanríkisráð-
uneytinu reikning uppá miljón
dollara fyrir þriggja og hálfs dags
vinnu. Þetta eru mestu öryggis-
ráðstafanir í New York frá því
Frelsisstyttunni var haldið veg-
legt afmælishóf í hittiðfyrra. Þá
voru 32 þúsund löggur og örygg-
isverðir látnir gæta „boðsgesta",
mannmergöarinnar á götum oq
strætum.
Bandaríkjamenn
eru ekki á eitt sáttir um það hvort
George Bush eigi að bjóða Gor-
batsjov efnahagsaðstoð og
stuðla með þv( að bættum hag
fólksins sem hokrar á jörðinni
eystra. Þetta er niðurstaða við-
horfskönnunar Gallúp samtak-
anna, 2.002 menn voru inntir
álits. 45 af hundraði eru andvígir
„marsjal-aðstoð" í austurveg en
þó ívið fleiri hlynntir eða 47 af
hundraði. Hinsvegar kváðust 65
af hundraði vissir í sinni sök um
þau ágætu nýmæli öll sem Gor-
batsjov hefði haft forgöngu um í
átthögunum.
Gyðingar
og Armenar
á Bretlandi hyggjast leggja so-
véskum frændum sínum lið með
uppákomum ýmsum á meðan
Gorbatsjov er gestur Margrétar
og Elísabetar. Hann kemur til
Lundúna á mánudag. Þá verða
samtökin „Konur berjast fyrir so-
véskum gyðingum" með aðgerð-
irvið aðalstöðvar Aeroflot. Maður
sem líkist aðalritaranum í sjón
mun útbýta „brottfararleyfum".
Armenarnir hafa komið að máli
við starfsmenn sovésku ræðis-
mannsskrifstofunnar í höfuð-
borginni og óskað eftir því að fá
áheyrn aðalaritarans og eigin-
konu hans. Hafa þeir hug á aö
ræða ástand mála í Armeníu og
Azerbajdzhan.
Tvær
heimildamyndir
sovéskar hafa ekki fengið grænt Ijós
menningarmálaráðuneytisins í Mos-
kvu enda sagðar reyna til hins ítrasta
á þolrif „glasnosts". Engu að síður
bar þær fyrir sjónir útvalinna gesta
starfsmanna í kvikmyndaiðnaði,
tveggja þúsunda, í samkomusal
nokkrum í fyrradag. Fyrri myndin fjall-
ar um miðaldra húsmóður, bersögla
og óraga. Áhorfendur fögnuðu gífur-
lega er hún mælti einhverju sinni:
„Hvaða gagn er af perestrojku að
hafa, verslanir standa jafn auðar og
forðum daga.“ Seinni myndin snérist
um afgamla „babúsku" eða ömmu.
Ekki hlaut mál hennar minni hljóm-
grunn meðal áhorfenda, einkum er
hermt að þessi orð hennar hafi vakið
lukku: „Jæja, perestrojka, hvað er nú
það? Þeir skammta alla hluti og ég
hef ekki bragðað eftirlætis sælgætiö
mitt í áraraöir. Helgar bækur herma
að einn góðan veðurdag hefjist í há-
sæti keisara maður einn að nafni Mík-
haíl og muni hann kollvarpa mörgu og
bæta hag alþýðunnar...kannski var
átt við þennan?"
ERLENDAR FRÉTTIR
Bandaríkin
Gestur boðar jól
Avarpar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag og heldur þvínœst
rakleitt á fund þeirra Reagans og Bush
Míkhaíl Sergejevítsj Gorbat-
sjov og frú Raísa lentu heilu
og höldnu í New York í gær-
kveldi. Þar hyggjast þau dvelja
um þriggja daga skeið með fríðu
föruneyti og hafa ýmsir á orði að
heimsóknin muni marka tímamót
í skiptum þjóða heims og binda
endi á tortryggni og úlfúð milli
ríkja austurs og vesturs!
Það er alkunna að sovét-
leiðtoginn sótti Rónald Reagan
heim fyrir réttu ári gagngert í
þeim erindagjörðum að undirrita
með honum samning um eyði-
leggingu meðaldrægra kjarn-
flauga risaveldanna, samning
sem markaði þáttaskil í sögu af-
vopnunarmála.
Þetta er því öðru sinni að þeir
félagar hittast á bandarísku láði.
Hinsvegar hefur Gorbatsjov
aldrei fyrr ávarpað Allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna en það
gerir hann í dag. Bíða menn ræð-
unnar í ofvæni enda hafa sovéskir
embættismenn óspart gert því
skóna að forseti sinn muni boða
mikinn fögnuð, eiginlega nokk-
urskonar „jólaguðspjall“.
Strax að þessu loknu gengur
Gorbatsjov á fund núverandi og
bráttverðandi forseta Bandaríkj-
anna. Stefna sú verður á ey nokk-
urri skamman spöl undan höfn
heimsborgarinnar.
Sem fyrr getur draga Sovét-
menn hvergi úr heimssögulegu
mikilvægi farar þessarar. Full-
yrða þeir að aðalritarinn hyggist
freista þess að fá aðildarríki Sam-
einuðu þjóðanna til liðs við sig að
skapa heim sem byggður verði
þjóðum sem vinna saman og hafi
hagsmuni gjörvallrar skepnu að
leiðarljósi. Þeir kveðast enn-
fremur binda miklar vonir við
spjall „forsetanna þriggja“.
Maður er nefndur Georgí Ar-
batov, sovéskur og handgenginn
Gorbatsjov. Hann er mikill sér-
fræðingur í alþjóðlegum efnum
og er þekkingu hans á Bandaríkj-
unum við brugðið. Arbatov þessi
lét svo ummælt í fyrradag að for-
seti sinn hygðist leggja kennisetn-
inguna um baráttu sósíalisma og
kapítalisma fyrir róða. í staðinn
myndi hann leggja sig í fram-
króka um að efla samvinnu ríkja
með ólíkt stjórnarfar að lausn
þeirra vandamála sem ógnuðu
heimsbyggðinni. Þetta yrði
kjarni máls hans á Allsherjar-
þinginu.
Einn af óæðri utanríkisráð-
herrum Sovétríkjanna, Vladimir
Petrovskíj, gerði fréttamönnum
grein fyrir dagskrá forsetafundar-
ins. Hann kvað vígbúnaðarmál
verða á baugi, „svæðisbundnar"
deilur yrðu ræddar, svo sem í Af-
ganistan og Mið-Ameríku,
mannréttindi bæri á góma sem og
kaupskap Sovétmanna Qg
Bandaríkjamanna. Nær víst væri
að tríóið ræddi hvar og hvenær
forsetarnir Gorbatsjov og Bush
héldu sinn fyrsta „raunverulega"
leiðtogafund. Reuter/-ks.
Afganistan
Fjendur þinga enn á ný
Fulltrúar Sovétmannafámálir umfundinn með Afgönum í Sádí-
Arabíu en þó er víst að frekari fundarhöld eru í bígerð
Sovétmenn hafa fallist á að eiga
fleiri fundi með forkólfum af-
ganskra skæruliða og hefur það
glætt vonir manna um að komast
megi hjá skálmöld í Afganistan.
Fulltrúar erkifjenda þessara
þinguðu sem kunnugt er í Sádí-
Arabíu um helgina. All mikil
leynd hvíldi yfir fundinum. Að
honum loknum voru fulltrúar
leyndardómsfullir á svipinn en þó
urðu fréttamenn þess skjótt
áskynja að þeir hygðust koma
saman til viðræðna á ný.
Höfuð sovésku sveitarinnar er
Júlí Vorontsov. Fréttastofa Sádí-
Arabíu segir honum hafa mælst á
þessa lund: „Frekari viðræður
eiga að stuðla að endalokum
styrjaldar og friði í Afganistan og
ennfremur að myndun ríkis-
stjórnar margra aðila.“
Sovétmenn hafa ekkert látið
uppi um viðræðurnar í Sádí-
Arabíu, hvorki hvað bar á góma
né hvað látið var ósagt. Hinsveg-
ar var frásögn afgönsku fulltrú-
anna gerð heyrinkunn í gær.
Þeir eru áfram um frekari
fundarhöld og segjast hafa gert
Sovétmönnum tilboð; þeirfengju
að fara óhultir ferða sinna úr
landi svo fremi þeir létu sveitir
skæruliða óáreittar og lykju
heimkvaðningu liðs síns fyrir 15.
febrúar.
Sovéskir stríðsfangar yrðu
látnir lausir í skiptum fyrir fangna
uppreisnarmenn. Hinsvegar væri
tómt mál að tala um einhverskon-
ar „þjóðsáttastjórn'1 með óhræs-
inu honum Najibullah og hyski
hans í Kabúl. Hann væri óalandi
og óferjandi og yrði að hverfa á
braut.
Reuter/-ks.
Spánn
Lýðræði
Spánverjar minntust þess með
margvíslegu móti í gær að ára-
tugur er liðinn frá því þeir féllust,
formlega á umskipti frá einræði
til lýðræðis. Viðhorfskannanir
gefa til kynna að þorra þjóðar-
innar þyki það verið hafa
breyting til batnaðar, nú geti
menn um frjálst höfuð strokið
hvað þeir gátu öldungis ekki á
valdaskeiði fasistaforingjans
Franciscos Francos.
Kóngurinn Jóhann Karl
minntist hinna merku tímamóta í
í áratug
hátíðarræðu á þingi. Hann þakk-
aði sérstaklega þegnum er lagt
höfðu hönd á plóginn við hin
friðsamlegu skipti.
Stjórnarskrá lýðveldisins
Spánar er sköpunarverk lög-
fróðra félaga úr öllum helstu
stjórnmálaflokkum landsins.
Þjóðin samþykkti hana í allsherj-
aratkvæðagreiðslu þann 6. des-
emberárið 1978. Þá hafði Franco
legið nár í gröf um þriggja ára
skeið.
Reuter/-ks.
Svíþjóð
Arafat hittir gyðinga
Jassír Arafat kom til Svíþjóðar í
gær og var tckið með kostum
og kynjum af ráðamönnum.
Markmið ferðalagsins var þó
ekki að þinga með þeim heldur
hópi bandarískra gyðinga.
Ala margir þá von í brjósti að
orðaskipti leiðtoga Frelsissam-
taka Palestínumanna og fimm
nafntogaðra gyðinga valdi
straumhvörfum í skiptum erki-
fjendanna í Austurlöndum nær.
En hvað sem líður óskum og
draumum þá vildu menn ekkert
láta uppi um viðræður sínar éftir
6 klukkustunda fund í gær.
Arafat boðaði hinsvegar til
fréttamannafundar í dag.
f hópi Davíðsniðjanna fimm er
maður að nafni Menachem Ros-
ensaft en hann var í heiminn bor-
inn í sjálfu helvíti á jörðu:
Bergen-Belsen útrýmingarbúð-
um nasista. Rosensaft er stofn-
andi og formaður „Alþjóðasam-
taka barna er lifðu af helförina".
Reuter/-ks.
Miðvikudagur 7. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Azerbajdzhan
Mannfall í Bakú
A rmenar deyja og A zerar
einnig
Þrír menn létust í róstum í So-
vétlýðveldinu Azerbajdzhan í
gær, tvcir Armenar og einn Az-
eri, fórnarlömb þjóðrembufuna
sem logar glatt þar um slóðir.
Frétt þessi var höfð eftir út-
varpinu í Bakú við Svartahaf,
höfuðborg lýðveldisins. Sagðist
þuli þess svo frá að flokkar ungra
manna hefðu fylkt liði um miðbik
borgarinnar, barist við öryggis-
sveitir, velt bifreiðum, borið eld
að mannvirkjum og látið greipar
sópa í verslunum og á einka-
heimilum manna.
Alls hefur nú 31 maður beðið
bana undanfarnar tvær vikur í
vargöldinni í Azerbajdzhan og
Armeníu. Að minnsta kosti 60
hafa látist af völdum þjóðernis-
deilnanna frá því þær blossuðu
upp fyrir tíu mánuðum.
Utvarp Bakú hafði eftir her-
stjóra borgarinnar að mannfallið
í gær hefði orðið vegna misskiln-
ings. Fólk hefði lagt trúnað á
staðhæfulausan orðróm um
mannsbana þegar lögregla leysti
upp fjöldafund á sunnudag og
ákveðið að gjalda yfirvöldum
rauðan belg fyrir gráan.
Áður en Míkhaíl Gorbatsjov
lagði uppí langför í gær sendi
hann frá sér yfirlýsingu um
ástand mála sunnan Kákasus-
fjalla. Kvaðst hann vara embætti-
smenn í Armeníu og Azerbajd-
zhan við því að gera sig seka um
að „hrekja fólk frá heimilum sín-
um og í útlegð vegna þjóðernis
síns.“
Hefði sér borist til eyrna að átt
hefðu sér stað „miklir fólksflutn-
ingar milli lýðvelda" af þessum
sökum og yrði að skera upp herör
gegn „gerræði forystumanna“
sem hefðu forgöngu um slíkt.
Yfirlýsing þessi var undirrituð
af þeim báðum Gorbatsjov og
Nikolaj Ryzhkov forsætisráð-
herra einsog önnur í sama dúr um
sömu mál sem gerð var heyrin-
kunn í fyrradag. Eru báðar mjög
harðorðar og gera þeir ýmist að
höggva eða leggja til „óhæfra
embættismanna sem vanrækja þá
skyldu sína að koma á lögum og
reglu og uppræta undirróðurs-
starfsemi öfgaafla." Reuter-ks.