Þjóðviljinn - 24.12.1988, Page 17

Þjóðviljinn - 24.12.1988, Page 17
UM ÚTVARP & SJONVARP Haraldur, Nonni og Manni. Nonni og Manni Sjónvarp, Jóladag kl. 20.30 f kvöld verður sýndur fyrsti þátturinn af sex í framhalds- myndaflokkunum um Nonna og Manna. Verkið er byggt á bókum Jóns Sveinssonar rithöfundar, og segir frá æsku hans og uppvaxtar- árum. Bræðurna, Nonna og Manna, leika þeir Garðar Þór Cortes og Einar Örn Einarsson. Útisenur eru ailar teknar hér- lendis. Leikstjóri er Ágúst Guð- mundsson. —mhg Halldór Laxness Guðný, dóttir skáldsins, leikur ömmu sína og Halldór, dóttursonur þess, leikur afa sinn tveggja ára. Stöð tvö, Jóladag kl. 20.45. Þetta er heimildarmynd í tveimur hlutum, sem Stöð tvö hefur látið gera um líf og störf Halldórs Laxness, í samvinnu við Vöku-Helgafell. Miklu efni var safnað víða að, bæði innanlands og utan. Fyrri hlutinn fjallar um æsku, uppvöxt og þroskaár skáldsins. Síðari hlutinn verður sýndur á nýársdag. - Með hlut- verk Halldórs fara: dóttursonur hans, Halldór Halldórsson tveggja ára, Orri Huginn Ágústs- son, 7 ára, Lárus Grímsson, ung- lingsárin og síðan Guðmundur Ólafsson. Mestan þátt í gerð handritsins á Pétur Gunnarsson rithöfundur. - Þorgeir Gunnars- son sá um upptöku og leikstjórn. -mhg Þingvellir Sjónvarpið Jóiadag kl. 21.25. í kvöld sýnir Sjónvarpið nýja íslenska heirpildarmynd um hinn forna þingstað að Þingvöllum. f þættinum er fjallað um hlutverk Þingvalla fyrr og nú en einnig um samspil manns og náttúru. -mhg Góövinafundur Rás 1, Jóladag kl. 14.45. Þessi vinsæli þáttur Jónasar Jónassonar verður í Hallgríms- kirkju og stendur í hálfan annan klukkutíma. Rúrik Haraldsson og Ragnheiður Steindórsdóttir rifja upp minningar frá þátttöku sinni í flutningi söngleiksins „My fair Lady“, sem sýndur var í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu fyrir nærri þremur áratugum. Þau munu ræða við Jónas og syngja söngva úr leiknum, við píanó- undirleik Agnesar Löve. Jónas ræðir og við Þuríði Pálsdóttur, söngkonu m.a. um æskuminning- ar á jólum og þegar hún söng í Dómkirkjunni við undirleik föður síns, Páls ísólfssonar. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar, kunn jólalög og jólamótettur. Þættinum lýkur með því, að kórinn syngur, ásamt Þuríði Pálsdóttur, jólakvæði Ein- ars Sigurðssonar í Eydölum, „Nóttin var sú ágæt ein“, við lag Sigvalda Kaldalóns. -mhg Dómkirkjan á Hólum. Hólakirkia Rás 1, annan jóladag, kl. 21.00. í tilefni af hátíðarguðsþjónust- unni í Hóladómkirkju 4. des. sl. hefur Jón Gauti Jónsson tekið saman dagskrá, sem flutt verður kl. 21.00 í kvöld. Rakin verður byggingarsga kirkjunnar og gerð grein fyrir endurgerð hennar. Rætt verður við Þorstein Gunn- arsson arkitekt, sem stjómað hefur uppbyggingarstarfinu og sr. Sigurð Guðmundsson, vígslu- biskup um þá gripi, sem varð- veittir eru í kirkjunni. Inn á milli verða felldir þættir úr hátíðar- messunni. Lesari með Jóni Gauta er Haukur Þorsteinsson. - Þátt- urinn vérður endurtekinn á þriðjudag kl. 15.03. -mhg Jólavaka Rás 1 Aðfangadag kl. 20.00. Jólavakan verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Anna Ing- ólfsdóttir kynnir jólasöngva og les kveðjur frá ýmsum löndum. Laust fyrir kl. 21.00 flytur biskup íslands, hr. Pétur Sigurgeirsson, ávarp sitt og jólaljósin verða kveikt. Síðan hefst dagskrá um jól í íslenskum skáldskap á 20. öld, sem nefnist „Kveikt er ljós við ljós“. Gunnar Stefánsson tók saman efnið en lesarar eru Edda Heiðrún Backman og Þór H. Tul- inius. Lesin verða 14 ljóð eftir jafnmarga höfunda, ein smásaga og einn sögukafli. -mhg Hr. Pétur Sigurgeirsson biskup. „Vetrar- morgunn" Rás 1 Aðfangadag, kl. 16.20 í dag verður lesinn á Rás 1 kafl- inn „Vetrarmorgunn", úr Sjálf- stæðu fólki eftir Halldór Laxness. Róbert Arnfinnsson leikari les. Þessi kafli var birtur sem sjálf- stæð saga í tímaritinu Iðunni 1933 en kom síðan út sem fyrsti kafli annars hluta Sjálfstæðs fólks ári síðar. Kaflinn segir frá skynjun lítils drengs á vetrarmorgni á af- skekktum bæ. -mhg Laugardagur 24. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.