Þjóðviljinn - 31.12.1988, Qupperneq 6
um aðstæðum. Veiðar og vinnsla
munu þurfa að lúta kröfum hinna
nýju markaða. Flugsamgöngur til
fjarlægra heimsálfa knýja á um
nýjar aðferðir í vinnslu og mark-
aðsmálum. Sölusamtök sem ekki
skilja breytta tíma munu heltast
úr lestinni. Ákvörðunarvaldið
færist inn í fyrirtækin sjálf. Nýir
möguleikar opnast byggðar-
lögum sem nú eiga í erfiðleikum.
Byltingin sem frystihúsin höfðu í
för með sér fyrr á tíð er í reynd
smávaxin hjá þeirri umsköpun
sem bíður okkar á næstu ára-
tugum.
Þótt sjávarútvegurinn verði
um langa hríð burðarásinn í vel-
ferð íslendinga er þó ljóst að nýj-
ar atvinnugreinar, þar sem hugvit
og þekking eru uppspretta arð-
seminnar, munu í æ ríkari mæli
setja svip sinn á atvinnulíf þjóð-
arinnar. í áratugi hefur stórfelld-
um fjármunum verið varið til
menntunar og þjálfunar nýrra
kynslóða. Slík fjárfesting er
dýrmætasta eign sérhverrar þjóð-
ar. Reynslan kennir að hugvitið
og mannkostirnir ráða mestu um
efnahagslegar framfarir. Þar bíða
okkar stórbrotin ónumin lönd.
Þekking og tæknikunnátta geta
orðið grundvöllur nýrra útflutn-
ingsgreina ef stjórnvöld og for-
ystumenn í atvinnulífi bera gæfu
til að skilja eðli hinna breyttu
tíma. Það verður að skapa nýjum
fyrirtækjum og hugvitsömum
einstaklingum svigrúm til þróun-
ar. Hin fjölmörgu smáu fyrirtæki
sem um heim allan eru vaxtar-
broddur hagþróunarinnar verða
hér á landi að fá viðunandi rekstr-
arskilyrði. Oftrúin á stærðina og
hinar einföldu lausnir verður að
víkja fyrir fjölskrúðugum vexti
hundruða og þúsunda smárra fyr-
irtækja þar sem hugvit og sam-
vinna einstaklinga ráða úrslitum
um árangur.
Verkefni ríkisstjórnarinnar er
að opna þróunarbrautir þeirrar
umbyltingar í atvinnulífi lands-
manna sem hefjast verður nú
þegar eigi ný öld að tryggja vel-
ferð og sjálfstæði íslendinga um
ókomna framtíð. í þeim verkum
duga ekki skammvinnar lausnir
eða stundarhagsmunir. Þar verð-
ur víðsýni, frjálslyndi og sam-
vinna hinna mörgu að koma til.
Hleypidómar og þröngsýn hags-
munagæsla verða að víkja fyrir
víðtæku tilraunastarfi.
Breidfylking
félagshyggju
og jafnréttis
Þessi verkefni eru vissulega
stórbrotin og heillandi. f hönd
fara erfiðir tímar, en einnig mikil
tækifæri. Á skömmum tíma hafa
jafnréttissinnar og félagshyggju-
fólk á íslandi fengið tækifæri til
að sýna getu sína og réttmæti
þeirra hugsjóna sem við höfum
að leiðarljósi.
Ríkisstjórnin var þó í upphafi
mynduð með knappa stöðu á
þjóðþinginu. Ýmsir höfðu í upp-
hafi vantrú á slíkum starfsskilyrð-
um. Gamlar kenningar um nauð-
syn á öruggum þingmeirihluta
höfðu mótað vanahugsun um
starfshætti ríkisstjórna. Reynslan
fyrstu mánuðina sýnir að ríkis-
stjórninni hefur tekist að tryggja
framgang mikilvægustu mála.
Þar kom þó til liðsinni
þrautreyndrar baráttukonu úr
röðum launafólks sem skildi á
úrslitastundu muninn á gylliboð-
um íhaldsins og hinum brýnu
verkefnum vinstri aflanna í
landinu.
Engu að síður er enn knýjandi
spurning hvernig okkur tekst að
tryggja að breiðfylking félags-
hyggjufólks og jafnréttissinna
muni um langa hríð bera gæfu til
að móta stjórn íslensks samfé-
lags.
Alþýðubandalagið hefur í
nokkur ár flutt þann boðskap að
auk þeirra flokka sem mynda nú-
verandi ríkisstjórn eigi Kvenna-
listinn heima í slíkri för. Jafnrétti
og réttlæti verði því aðeins tryggt
að viðhorf félagshyggju verði
ráðandi afl. Kvennalistinn hefur
þó löngum skotið sér undan að
svara hinni mikilvægu spurningu:
Ertu með okkur eða á móti?
Áður höguðu örlögin atburð-
arásinni á þann veg að hægt var
að skjóta sér létt undan svari. Nú
eru vegamótin hins vegar skýr.
Annars vegar er breiðfylking
þeirra flokka sem vilja hafa fél-
agshyggju og jafnrétti að
leiðarljósi. Hins vegar er Sjálf-
stæðisflokkurinn undir forystu
þeirra afla sem á ný vilja hefja til
vegs hina hörðu peningahyggju í
íslenskum þjóðmálum. Kvenna-
listinn verður að velja. Á slíkum
tímamótum er ekkert hægt að
sitja hjá og skjóta sér undan að
svara.
Það var skiljanlegt að á
haustdögum væru ákvæðin um
samningsrétt og launakjör hindr-
un í götu eðlilegs samstarfs. Þau
skilyrði voru okkur Alþýðuband-
alagsfólki einnig erfið viður-
eignar. Nú er sá tími hins vegar
senn á enda. í hönd fer nýtt skeið
og önnur verkefni.
Á viðræðufundi í desember
sem forystumenn ríkisstjórnar-
flokkanna þriggja áttu með full-
trúum þingflokks Kvennalistans
var einlægur vilji til samstarfs á-
réttaður og ítrekaður enn á ný.
Þar rökstuddu forsætisráðherra,
viðskiptaráðherra og fjármála-
ráðherra einlæga ósk flokkanna
þriggja um viðræður við fulltrúa
Kvennalistans sem leitt gætu til
þátttöku Kvennalistans í núver-
andi rfkisstjórn. Þingmenn
Kvennalistans höfnuðu á þeirri
stundu slíku boði. Fulltrúar ríkis-
stjórnarflokkanna ítrekuðu þó á
ný óskina um að innan tíðar yrði
afstaða Kvennalistans breytt og
hægt væri að leggja grundvöll að
varanlegu samstarfi. Sú ósk er í
senn einlæg og eindregin. Hún er
byggð á þeirri sannfæringu að
raunveruleg jafnréttisbarátta
skipi Kvennalistanum við hliðina
á þeim flokkum sem mynda nú-
verandi ríkisstjórn. Samfylgd
Kvennalistans og Sjálfstæðis-
flokksins í atkvæðagreiðslum á
Alþingi er öfugmæli í ætt við fár-
ánleikann.
Atburðir síðustu daga sýna að
innan Borgaraflokksins eru þing-
menn sem virðast hafa djúpstæð-
ari skilning á hagsmunum launa-
fólks en fram kom í afstöðu þing-
flokks Kvennalistans. Sú stund
þegar Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir, reyndasta baráttukonan í
sveit íslenskra láglaunakvenna,
greiddi atkvæði með skattafrum-
vörpum ríkisstjórnarinnar- þrátt
fyrir árásir Sjálfstæðisflokksins -
mun seint falla úr minni þeim sem
í þingsalnum sátu. Á þeirri
stundu var óskiljanlegt að
Kvennalistinn skyldi skipa sér við
hlið Sjálfstæðisflokksins en hafna
samfylgd með Aðalheiði og okk-
ur hinum.
Lífsreynsla Aðalheiðar Bjarn-
freðsdóttur og áratuga barátta
fyrir hagsmunum láglauna-
kvenna sannfærðu hana um hvað
væri rétt í slíkri stöðu. Hún mun á
næstunni vinna skoðunum sínum
brautargengi í viðræðum við fé-
laga sína í Borgaraflokknum.
Niðurstaða þeirrar umræðu er
enn óviss.
Atkvæðagreiðslur á Alþingi
sýndu að ágreiningur er í röðum
þingmanna Borgaraflokksins.
Foringi flokksins hefur ákveðið
að halda á nýjan vettvang. Hinir
sem eftir sitja þurfa að gera upp
sinn hug. Það uppgjör fer fram á
þeirra heimavelli. Það er eðlilegt
að aðrir bíði átekta og blandi sér
um sinn lítt í þeirra mál. Hins
vegar er ljóst að ýmsir af forystu-
mönnum Borgaraflokksins hafa
hug á að leita að heilbrigðum
grundvelli fyrir samstarf við nú-
verandi ríkisstjórn. Aðrir horfa
frekar í átt til Sjálfstæðisflokks-
ins. Um endalok þess uppgjörs
veit enginn enn.
Hitt er víst að bæri Kvennalist-
inn og þeir sem viljann hafa til
félagslegra umbóta innan Borg-
araflokksins gæfu til að taka
höndum saman við núverandi
ríkisstjóm þá hefði skapast nýr
grundvöllur fyrir pólitíska um-
sköpun á íslandi.
Ný heimssýn
Umbrotin hér heima eru þó að-
eins lítill hluti stórra breytinga í
heiminum öllum. Þar hafa sem
betur fer á liðnu ári orðið þátta-
skil sem vekja nýjar vonir. Deilu-
mál sem um langan tíma hafa
eitrað sambúð þjóða eru nú ýmist
til lykta leidd eða viðfangsefni á
raunverulegu borði heiðarlegra
viðræðna um samninga.
Sáttargjörðin í Afganistan er
árangur af þrotlausu starfi samn-
ingamanna Sameinuðu þjóðanna
og sönnun þess að ráðamenn í
Sovétríkjunum hafa skilið nauð-
svn breyttra vinnubragða.
Ávarpsorð Arafats í Genf og til-
boð Bandaríkjanna um viðræður
við PLO hafa opnað dyr sem
flestir töldu að eilífu lokaðar.
Austurlönd nær sem hæglega
gátu orðið bálköstur nýs
heimsstríðs hafa á skömmum
tíma breytt um svip. Umsátrinu í
ríkjum Mið-Ameríku er að linna
og sáttargjörð forystumanna
latnesku Ameríku hefur ýtt
drottnunarkröfu Bandaríkjanna
til hliðar. Samningar um Nami-
bíu vekja von um nýja þróun í
málefnum syðri hluta Afríku.
Um heim allan hafa opnast
möguleikar til að leysa deilur sem
áður virtust í óviðráðanlegum
hnút.
Hver er skýringin? Hún er í
senn margbrotin og einföld.
Kjarni hennar felst þó í nýrri
heimssýn sem óðum verður ráð-
andi afl í stefnumótun og umræð-
um öllum. Hún felst í því að
skynja hagsmuni mannkynsins
alls. Það sameinar fleira en grein-
ir í sundur. Tortímingarhættan
ógnar lífi okkar allra. Afleiðingar
iðnþróunar og umhverfisspjalla
ógna lífríki jarðarinnar. Rann-
sóknir á ósonlagi og breyttu hit-
astigi hafa slegist í för með vitn-
eskju um kjarnorkuvetur til að
skapa nýjan grundvöll umræð-
unnar. Landamærin veita ekki
lengur neitt öryggi. Heimurinn
allur býr nú við ógn sem enginn
flýr. Jörðin verður ein og söm í
bókstaflegri merkingu og íbúar
hnattarins skynja samkennd hver
með öðrum. Örlögin eru okkar
allra. Enginn er eyland.
Kalda stríóinu
er lokið
Hin nýja heimssýn hefur á
skömmum tíma gjörbreytt við-
horfum til vígbúnaðar og þeirrar
ógnunar sem löngum hefur rétt-
lætt sívaxandi hervæðingu. Það
er samdóma álit þeirra sem ráða
löndum og hinna sem einungis
hafa lærdóm í vegarnesti að kalda
stríðinu sé í raun og veru lokið.
Lögmálin sem réðu myndun
hernaðarbandalaganna í Evrópu
og öðrum heimsálfum eiga ekki
lengur við. í stað vígbúnaðar hef-
ur krafan um afvopnun orðið ráð-
andi afl á dagskrá leiðtoga um
heim allan. Nýjar tillögur fela í
sér aðferðir sem áður voru taldar
óhugsandi. Tilboð Sovétríkjanna
um einhliða fækkun í herafla á
meginlandi Evrópu sýnir að á
skömmum tíma kunna að verða
að stigin stór skref í átt til friðar.
Þessi þróun gjörbreytir allri
umræðu um herstöðvar á íslandi.
Hún setur áform um nýja víg-
væðingu undir mæliker gjör-
breyttra viðhorfa. Hugmyndir
um hernaðarflugvöll og útibú
herstöðvarinnar í öðrum lands-
hlutum er í hrópandi mótsögn við
endalok kalda stríðsins. Ákall
tímans er aukin afvopnun. Gaml-
ar kenningar um ógn og ótta eiga
einungis heima á hillum sögunn-
ar. Menn framtíðarinnar verða
að skilja að kalda stríðinu er lok-
VIÐ ÁRAMÓT
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. desember 1988