Þjóðviljinn - 15.02.1989, Side 6

Þjóðviljinn - 15.02.1989, Side 6
MENNING Sinfónían Tveir fiðlu- konsertar Síðara misseri starfsársins hjá Sinfóníuhljómsveit íslands hefst með þrem ólíkum verkum þar sem þau koma fram György Pauk og Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikarar. Tónleikarnir eru í Há- skólabíói annaðkvöld, fimmtu- daginn 16. febrúar og hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni eru Kons- ert fyrir tvær fiðlur í d-moll eftir J.S. Bach, Fiðlukonsert „Chain 11“ eftir Lutoslavsky og Sinfónía nr. 4 eftir Bruckner. Hljóm- sveitarstjóri er Petri Sakari. György Pauk Auga vængur Sveinbjörn Þorkelssun. Perast. Myndir, Systa. Útgefandi, höfundur. Það er óvenjuleg reynsla að lesa ljóð Sveinbjarnar Þorkels- sonar, aðallega vegna þess hversu stutt þau eru. Þetta er andstæða þeirra mál- og ritóðu tíma sem við lifum á. í þessari fjórðu bók sinni er Sveinbjörn trúr stuttum ljóðum og samþjöppuðum og skiptist kverið í fjóra kafla sem allir eru efnislega tengdir, nema sá fyrsti er stakur. í 2., 3. og 4. kafla erum við leidd að meginefni bókarinn- ar, sem er ferðalag; einskonar landabréf en „þó á annan veg“, segir höfundurinn á kápubaki. Við skulum líta á tvö ljóð í fyrsta kafla, þar sem fram koma bestu höfundareinkenni Svein- bjarnar. Til minnis I Fæturnir smugu mjúklega úr skugganum. Línan af mitti á mjöðm logar enn í auganu. Þarna birtist heillandi munúð sem tengd er minningu, sjón- minni, og eldurinn ljær ljóðinu hita og mýkt. Til minnis II Á árbakkanum reisi ég tjald yfir tvœr hendur, sem stöðugt móta mynd þína í huga minn. Þetta ljóð lýsir vel ofurnæmi og þörf fyrir að vernda hendurnar sem móta mynd þess sem ávarp- aður er. Hendurnar tákna það hugarafl sem kallar fram myndir í hugum okkar. Þetta eru falleg- ustu ástarljóð sem ég hef lesið síðustu árin. Skáld hafa ekki verið mikið fyrir að yrkja ferðaljóð undanfar- in ár þó þau séu áreiðanlega víð- förul flest. Sveinbjörn vill fremur draga úr því að hann yrki ferða- ljóð og á líklega við að ljóðin geti gerst hvar sem er. Mörg þeirra eru líka óstaðbundin og bókin verður ekki lesin sem ferðasaga með formála, meginmáli og loka- orðum. Þó má strax í öðrum kafla MAGNÚS GESTSSON greina óm af væntanlegu ferða- lagi; burt úr kulda og á slóðir kamelljóna. Taktu eftir hvernig höfundur notar rímorðin nístir- gnístir til að innramma kam- elljónið sem heldur til í hitanum. Vetrarríki Nístir tönn kuldinn, snyrtir fingur kamelljónsins. Gnístir tönnum múrbrjótur. Haustblær á sléttunni leiðir hugann einnig að ókunnum löndum. Þegar komið er í þriðja kafla er ferðalagið hafið og mér finnst ég sitja í lest eða langferðabíl sem þýtur á ógnarhraða svo augun nema aðeins snögg leiftur. Bosnía í myrkri í Ijósinu sé ég vegkantinn grœnt hratt hraðar trjástofn snöggt mannfólk augu grœnt hvítt. Svíf lukt augu. Ljós. Ljóðið Stúlka er hlaðið kyng- imagnaðri dulúð ekki skrítið að stúlkan vilji ganga á hafinu. (Mér dettur í hug hljómsveitin Banles að syngja Walk like an Egypti- an). Fjórði og síðasti kaflinn geymir tíu ljóð og ber nafnið Hraðbraut til fjalla. Þar förum við um Júg- óslavíu, Tyrkland og fjallið Arar- at innanvert. Artvin Ararat III Eftir flóðið sest ég í skugga af holu tré - jæja legg klukkuvísinn á þurran stein og geng af stað upp fjallið innanvert. Sveinbjörn Þorkelsson Fyrr en varir reikar svo hugur- inn til Stuttgart í Þýskalandi. Stuttgart Silki í sveig um hálsinn. Páfuglinn hefur andlit konu, rauðar varir, tvö starandi kattaraugu. Bók Sveinbjarnar er heilsteypt og hann beitir tungunni af aga og smekkvísi. Hann veit hvað hann er að gera. Þó eru tvö atriði sem ég vil gera athugasemd við. Prentvila er í titli ljóðsins á bls. 8 og titill ljóðs á síðu 40 hefur dott- ið út. (Nafn ljóðsins kemur þó fram í efnisyfirliti). Myndir Systu falla vel að ljóð- unum. Tímarit Andvari 1988 PÓST- OG SfMAMÁLASTOFNUNIN Forval Póst- og símamálastofnunin hyggst láta leggja Ijósleiðarastreng á milli Borgarness og Búðar- dals, og á milli Búðardals og Blönduóss. Verkið felur í sér lögn á strengnum ásamt frágangi á tengibrunnum. Óskað verður eftir tilboðum í verkin sitt í hvoru lagi, þó þannig að hægt verði að semja við einn verktaka um bæði verkin. Til greina kemur að leigja til væntanlegs verktaka sérhæfðan búnað (plóg, kapalvagn o.s.frv.). Þeir sem óska eftir að gera tilboð í fyrrgreind verk sendi upplýsingar um vinnuvélakost sinn og fyrri verktil Póst- og símamálastofnunar, Tæknideild, Landsímahúsinu, 150 Reykjavík merkt: Forval Borgarnes - Blönduós, fyrir 21. febrúar nk. Útboð - gatnagerð Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð gatna og lagna í Setbergi. Helstu magntölureru: Uppúrtekt 4000 m3, holræsalögn D=200 mm 680 Im og holræsalögn D=300 mm 425 Im. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjarverk- fræðings, Strandgötu 6, gegn 10.000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 23. febrúar kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur Þótt Andvari, ársrit Hins ís- lenska Þjóðvinafélags og Bóka- útgáfu mennningarsjóðs, hafi nú komið út í 113 ár - Skírnir einn eldri íslenskra tímarita og svo Búnaðarritið hið þriðja í röðinni - verða engin ellimörk á honum séð hjá Gunnari Stefánssyni, rit- stjóra. Venja hefur verið sú, að ritið hefjist með æviágripi einhvers merks íslendings. Svo er einnig nú. Að þessu sinni hefur Pétur heitinn Benediktsson, fyrrum sendiherra, bankastjóri og al- þingismaður, orðið fyrir valinu. Höfundur æviágrpsins er Jakob Ásgeirsson en formála ritar Kristján Karlsson. Greinarhöf- undi hefur verið nokkur vandi á höndum þar sem mér skilst að hann hafi engin persónuleg kynni haft af Pétri Benediktssyni. Hann tekur því þann kost, að Iáta Pétur sjálfan skýra frá störfum sínum og lífsviðhorfum, auk þess sem hann kveður til vitnisburðar ýmsa þá, sem kunnugir voru Pétri. Állir bera þeir honum sög- una hið besta, enda var Pétur óef- að hinn mætasti og merkasti mað- ur á marga lund. Sjálfur hafði ég óveruleg kynni af Pétri en góð, það sem þau náðu. Hér á árum áður sat ég stundum sem vara- maður á Alþingi. Þar var Pétur fyrir. Við vorum þarna tveir vara- menn samtímis. Pétur gerði sér far um það, að sitja á tali við okk- ur þegar tóm gafst til. Hann spurði margs úr átthögum okkar, skaut gjarnan að okkur ýmsum hollráðum, en talaði annars um allt milli himins og jarðar - nema pólitík. Þessi stuttu kynni leiddu til þess, að ég fékk mætur á Pétri Benediktssyni og undrast það ekki þótt svo væri einnig um kunningja hans og vini. Hann sat ekki lengi á Alþingi en ég held að hann hafi átt meira erindi þangað en margur annar. . Jón Viðar Jónsson skrifar greinina Harmleikjaskáld og pré- dikari - á aldarafmæli Kambans. Pétur Benediktsson Finnst Jóni að Kamban hafi eng- an veginn verið sá sómi sýndur, sem skáldið eigi skilið og sé „það tómlæti og skilningsleysi dapur- legur vitnisburður okkar við þá menn, sem við eigum andlegt sjálfstæði okkar að þakka“. Þegar Ólafur Jóhann Sigurðs- son féll frá á sl. sumri skildi hann eftir sig ófyllt rúm á íslenskum skáldabekk, og verður það sæti vandfyllt. Á árinu 1987 átti Gylfi Gröndal viðtal við skáldið. Kafl- ar úr því viðtali voru fluttir í Út- varpið 29. mars 1987. Nú birtist þetta viðtal í Andvara, fróðlegt og skemmtilegt í senn. Það færir okkur nær Ólafi Jóhanni en áður. Stefán Bjarman varð þjóð- frægur fyrir þýðingar sínar á Þrúgum reiðinnar eftir John Steinbeck og Hverjum klukkan glymur, eftirErnest Hemingway. Ég hitti Stefán frænda minn á Hótel KEA þegar hann var að þýða Þrúgurnar. Hann las fyrir mig kafla úr bókinni og sendi mér hana svo er hún kom út. Það var góð gjöf. En Stefáni hraus hugur við að takast á við Hemingway, og verður ekki láð. Vinur Stef- áns, Erlendur í Unuhúsi, átti ómældan þátt í því, að hann réð- ist til þeirra atlögu. Sumarið 1947 ritaði Stefán formála fyrir þýð- ingunni, og stílaði hann til Er- lends vinar síns, sem þá var látinn. Stefán sagðist raunar aldrei hafa ætlað að nota þennan formála en skrifaði hann sér „til hugarléttirs“. Af eðlilegum ástæðum var „bréfið" aldrei sent og týndist. Löngu síðar rakst Stefán á það í fórum sínum og sendi Sigfúsi Daðasyni. Hann léði Andvara það til birtingar, ásamt öðrum bréfum og hafi Sig- fús heila þökk fyrir. Þessi bréf eru fróðleg um margt, vel og skemmtilega skrifuð eins og Stef- áns var von og vísa, því hann var mikill meistari máls og stfls. En nú verður að fara fljótt yfir sögu. Hannes skáld Pétursson greinir frá því hvernig eitt ljóða hans varð til og fylgir þýðing hans á spænsku ljóði. Dagný Krist- jánsdóttir ritar hugleiðingar um Gunnlaðar sögu Svövu Jakobs- dóttur og Þórður Óskarsson um Bólu-Hjálmarsbók Eysteins Si- gurðssonar, lofar hana um sumt en finnur að öðru, enda verða sjálfsagt seint allir á eitt sáttir um túlkun á skáldskap. Matthías Viðar Sæmundsson á þarna grein, sem hann nefnir Menning og bylting, - um upphaf íslenskra nútímabókmennta að gefnu ti- lefni, og er tilefnið bók Halldórs Guðmundssonar um Laxness. Er þetta allt flókinn samsetningur, sem hér verður að leiða hjá sér. Loftur Guttormsson skrifar um áhrif siðbreytingarinnar á alþýð- ufræðslu og Hjörtur Pálsson um ísland í ljóðum Jóhannesar úr Kötlum. Er það útvarpsefni frá 1984 og er fengur að því að fá það á bók. Loks eru í Andvara ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, Elísa- betu Þorgeirsdóttur og Hannes Sigfússon. Hér hefur aðeins lauslega verið vikið að yfirgripsmiklu efni. En fullyrða má, að lesendur And- vara „kaupa ekki köttinn í sekkn- um“ nú fremur en endranær. Magnús H. Gíslason 6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 15. febrúar 1989 Miðviki

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.