Þjóðviljinn - 11.04.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.04.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR BSRB-samningarnir Láglauna- og kvennasamningar Forystumenn BSRB undirrita samningana. Mynd Þóm. Ibessari viku og næstu munu pau félög innan BSRB sem áttu aðild að kjarasamningnum sem undirritaður var við ríkið sl. föstudag greiða atkvæði um samninginn. Ekki er búist við að atkvæðagreiðslu Ijúki fyrr en þegar líða tekur á næstu viku en stefnt er að því að kunngera niðurstöðurnar ú atkvæða- greiðslunni samtímis hjá öllum félögunum og er talað um að það verði í kringum 20. apríl. Þjóðviljinn kannaði hug fólks í mismunandi félögum innan BSRB í gær til samninganna og virtust allir þokkalega sáttjr við þá. Einkum var það áberandi að viðmælendur Þjóðviijans virtust .ánægðir með það að í þessum samningum kemur mesta kjara- bótin til hinna lægstlaunuðu og einnig að hlutur kvenna er réttur í samningunum. Komið til móts við hina lægst launuðu Helgi Andrésson, form. starfsmanna- félags Akranesskaup- staðar Starfsmannafélög sveitarfélag- anna hafa samflot sín á milli og semja sér. Þau hafa enn ekki undirritað samning BSRB en bú- ist er við að það verði gert nú í vikunni. Við ræddum við Helga Andrésson, formann starfs- mannafélags Akraness og báðum hann að segja okkur hvernig hon- um litist á samninginn. „í þessum samningi er komið verulega til móts við hina lægst launuðu og ýmis réttindamál náðust í gegn en þessi samningur eykur ekki kaupmáttinn um það sem hann hefur verið skertur að undanförnu. Fari svo að kaup- máttur verði skertur í kjölfar samninganna með því að hleypa þeim út í verðlagið stöndum við mjög illa en í trausti þess að stjórnvöld sjái að með þessum samningum var BSRB að skera á hnút og standi því við að hafa strangt verðlagsaðhald, þá eru þessir samningar skref í áttina að þvf að launafólk endurheimti aft- ur þann kaupmátt sem það hafði.“ Komið til móts við kvennastörf AstricL Jensdóttir, talsímavörður „Ég er mjög ánægð með samn- ingana. Með þeim er loksins komið til móts við kvennastörfin. Það tel ég mjög til hins betra. Þá eru þessir samningar í jöfnunar- átt því þeir gagnast láglaunafólki best, bæði með krónutöluhækk- uninni og með því að taka mið af lífaldri fólks. Einnig er reynt að halda dýrtíðinni niðri með niður- greiðslum á landbúnaðarvörum og ströngu verðlagsaðhaldi. Það eru atriði sem koma láglauna- fólki mjög til góða. í stuttu máli sagt þá er ég mjög ánægð með þennan samning miðað við að- stæður.“ Jákvætt fyrir þa lægra launuðu Úlfar Porsteinsson, yfirverkstióri hjáÁTVR „Út af fyrir sig líst mér vel á þessa samninga, einkum fyrir þá lægra launuðu. Reyndar náðum við ekki 50 þúsund króna lág- markslaunum en fengum annað þess í stað, t.d. lengningu orlofs og orlofsauka, þá má nefna aukna desemberuppbót. Þá breytir tilfærslan í launaflokkum og að líftíminn er tekinn inn í nið- urröðun í þrep miklu fyrir þá sem eru á lægstu íaununum. Ég tel þetta sæmilegan samn- ing fyrir okkur í láglaunahópnum en get samt ekki hrópað húrra.“ Komumst ekki lengra Margrét Tómasdótt- ir, fulltrúi í atvinnu- leysistryggingasjóði „Þetta var það lengsta sem við gátum komist og í raun held ég að þetta sé meira en við gátum vænst. Ég er þokkalega ánægð með samninginn og mun mæla með því að fólk samþykki hann. Ég tel mikið eðlilegara að semja á þessum grundvelli, að allir fái sömu krónutöluhækkun- ina en að vera að semja um pró- sentuhækkun. Það kemur mun jafnara út og auk þess kemur líf- aldursreglan þeim lægst launuðu til góða. Þá tel ég mjög gott við þennan samning að tekið er á sérmálum kvenna og þar held ég að konur í samninganefnd starfsmanna ríkisstofnanna hafi haft mikið að segja." BSRB styrkti stöðu sína Ragnheiður Asta Pétursdóttir, útvarps- þulur „Auðvitað hefði maður alltaf viljað gera betri samning en mið- að við stöðuna tel ég þetta þokka- lega útkomu. í þessum samningum náðust ýmis réttindamál í gegn þar sem fyrst og fremst er miðað við lág- launahópana. Þá verðum við að trúa á að yfirlýsingar stjórnvalda um verðlagsmálin séu meira en orðin tóm og í ljósi þess mun ég mæla með að samningarnir verði samþykktir í mínu félagi. Það sem gleður mig fyrst og fremst er að svona mörg BSRB- félög hafi gert sameiginlegan samning sem taka einkum mið af láglaunahópunum. Með því styrkti BSRB stöðu sína.“ Spor í rétta átt Hulda Ólafsdóttir, sjúkraliði „Ýmsir vilja kalla þetta kvenn- asamninga en það er vegna þess að konur eru í miklum meirihluta í lægstu launaflokkunum, auk þess sem tekið er á málum einsog fæðingarorlofi og dagvistun barna sjúkraliða. Miðað við aðstæður og að þetta eru skammtímasamningar, þá leggjast þeir nokkuð vel í mig. Við mátum stöðuna þannig að það þyrftu að nást samningar sem ekki færu beint út í verðlagið. Við fórum þá leið að rétta hlut þeirra lægst Iaunuðu, annarsvegar með krónutöluhækkun í stað prósent- uhækkunar og hinsvegar með því að semja um lífaldurinn. Þá er ekki síður mikilvægt fyrir lág- launafólk ákvæðið um að ríkið muni ekki hækka þjónustu sína, að beitt verði ströngu verðlagsað- haldi og að landbúnaðarafurðir verða niðurgreiddar. Enn er þó langt í land að lág- markslaun séu viðunandi en þetta er spor í rétta átt og ég held að okkur hafi tekist vel miðað við allar aðstæður." -Sáf Johann tapaði í 10. umferð heimsbikarmótsins í skák sem nú fer fram í Barcelona á Spáni tapaði Jóhann Hjartar- son fyrir Yasser Seirawan frá Bandaríkjunum í 60 leikjum. Jó- hann er nú í 6. sæti með 5 vinn- inga en Ljubojevic er enn efstur með 7 vinninga. 2 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Carlsson í heimsokn Ingvar Carlsson forsætisráðherra Svíþjóðar og kona hans hafa þekkst boð Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra um að koma hingað í opinbera heim- sókn. Carlson kemur þann 15. maí og dvelur fram til 18. Dregur úr reyk- ingum unglinga Stórlega hefur dregið úr reyking- um unglinga hérlendis á síðustu árum. Þetta kemurfram íkönnun sem Landlæknisembættið hefur látið gera og nær til nemenda á aldrinum 15-20 ára. f febrúar sl. sögðust 19% nemenda á þessum aldri reykja, en þetta hlutfall var 24% árið 1986 og 30% árið 1984. Þá kom einnig fram að töluvert hefur dregið úr reykingum feðra viðkomandi nemenda en mun minna úr reykingum mæðra þeirra. Samdráttur í sólarlandaferðum Ferðaskrifstofurnar hafa minnkað sætaframboð í sólarl- andaferðum í sumar um fimmtung frá síðasta ári. Minna hefur verið bókað í sólarlandaf- erðir nú á síðustu vikum en á sama tíma í fyrra og hafa ferðas- krifstofurnar því ákveðið að draga verulega úr áður auglýstu sætaframboði. Eyþór Arnalds, sellóleikari Sellóleikur Eyþór Arnalds sellóleikari heldur tónleika á vegum Tónlist- arskólans í Reykjavík að Lauga- vegi 178, gengið inn frá Bolholti, í kvöld kl. 20.30. Hann flytur verk eftir Vivaldi, Messiaen, Beethoven og Brahms. Þetta eru burtfarartónleikar Eyþórs frá skólanum. Píanóleikari er David Knowles. Ólafur Ragnar hjá FFJ Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra og formaður Al- þýðubandalagsins verður gestur Félags frjálslyndra jafnaðar- manna á fundi í Símonarsal Naustsins í kvöld. Allir eru vel- komnir á fundinn sem hefst kl. 20.30. Einarsson ekki Lemacks Ranglega var farið með föður- nafn eins þeirra barna sem tók borgaralega fermingu, í frétt í blaðinu í sl. viku. Tryggvi Einars- son var ranglega nefndur Lem- acks að föðurnafni. Blaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Bandarísk bókavika Hjá Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar er bandarísk vika þessa viku þar sem má sjá (og fá) þverskurð bandarískrar bókaút- gáfu, bækur um sögu, listir, tæki, matargerð, auk fagurbók- mennta. BSRB-samningarnir Sókn til jafnréttis og bættra lífskjara Ögmundur Jónasson: Samningar sem tryggja lægstlaunaðafólkinu mestar kjarabœtur. Samningarnir koma ekki síst láglaunakonum vel Þessir samningar eru bráða- birgðasamkomulag þar sem fyrsta skrefið er stigið í sókn til jafnréttis og bættra lífskjara, sagði Ögmundur Jónasson for- maður BSRB við ÞjóðvUjann í gær um samninga BSRB við rík- ið. „Mér heyrist að samningarnir fái mjög góðan hljómgrunn hjá okkar félagsmönnum. Það eru helst einstaklingar utan samtak- anna, ýmsir atvinnustjórnmála- menn að ógleymdum atvinnurek- endum, sem harma þessa samn- inga. Atvinnurekendur hefðu helst viljað tryggja áframhald- andi kjaraskerðingu og svíður það mjög að nú skuli hafa tekist að spyrna við fótum og snúa vörn í sókn.“ Ögmundur taldi það merki- legast við þessa samninga að fjöl- mörg félög með ólík sjónarmið og áherslur standa að þeim í nánu samstarfi af fúsum og frjálsum vilja án þess að þau nokkru sinni afsöluðu sér samningsrétti sínum þá sameinuðust þau um kjara- samning sem tryggir lægst launaða fólkinu hlutfallslega mestar kjarabætur, bæði með því að semja um jafna krónutölu- hækkun og með svokallaðri flýt- ireglu sem grundvallast á lífaldri fyrir lægst launaða fólkið. „Þetta kemur ekki síst lág- launakonum mjög vel, sem hafa verið bundnar yfir búi og börnum og koma seint til starfa á vinnu- markaðinn. Þá er tekið á ýmsum öðrum málum sem snerta konur og börn sérstaklega og kemur fjölskyldunni vel, einsog þáttur- inn um fæðingarorlofið og að sjúkraliðar sem ekki eiga kost á dagheimilsplássum fyrir börn sín fái greiddan mismun er nemur greiðslu dagmóðurgjalds og gjalds á barnaheimili sem ríkis- spítalarnir reka. Þá höfum við áhyggjur af at- vinnuástandi unglinga í sumar og fengum því framgengt að það verður settur upp 15 miljón króna sjóður til að styrkja atvinnumöguleika unglinga í sumar. Við lítum á þessa samninga sem bráðabirgðasamkomulag til haustsins og erum staðráðin í að nota samningstímann vel til þess að fara í saumana á öllu launa- kerfinu. Það er ljóst að almennt þarf að hækka dagvinnutaxta verulega til þess að við náum því framtíðarmarkmiði að launafólk geti lifað mannsæmandi lífi af dagvinnu sinni." _Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.