Þjóðviljinn - 11.04.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.04.1989, Blaðsíða 8
Framhald af bls. 7 eða þremur vikum, en fyrir for- göngu Steingríms Aðalsteins- sonar, Stefáns Ögmundssonar og Runólfs Björnssonar starfaði Sósíalistafélag Reykjavíkur áfram, og með þeim sat ég í því fram í janúar 1972. Gaf félagið út viku- (eða hálfsmánaðar-) blað, Nýja dagsbrún, sem Stefán átti talsverðan hlut að veturinn 1968- ’69, ég lagði til nokkurt efni. Sá hópur manna, sem stóð að uppbyggingu sósíalískra félags- samtaka á fyrri hluta þessarar aldar, er í hugum fólks farinn að fá líkt svipmót og Fjölnismenn og ungu mennirnir, fyrstu mótmæl- endurnir, í Skálhoiti, sem að þýð- ingu Nýja testamentisins stóðu. Stefán Ögmundsson var dæmi- gerður um þann hóp manna, átti kosti hans og var ekki laus við veikleika hans. Reykjavík, 9. apríl 1989 Haraldur Jóhannsson Síðastliðinn þriðjudag var greint frá því í Þjóðviljanum að Stefán Ögmundsson væri fallinn frá. Við hliðina á fréttinni var stór mynd af stormandi baráttu- fundi herstöðvaandstæðinga í Háskólabíói. Það duldist engum að sá málstaður sem þar var bar- ist fyrir var í sókn. Þar var Stefán Ögmundsson að sjálfsögðu mætt- ur. í baráttu herstöðvaandstæð- inga hafa skipst á skin og skúrir eins og í allri réttindabaráttu al- mennings í þessu landi. En Stefán var jafnan í fremstu röð. Ekki að- eins þegar allt lék í lyndi heldur einnig þegar mótvindar blésu þannig að reyndi á þolrifin. Það er vegna manna eins og Stefáns Ögmundssonar að sigr- arnir vinnast. Þeirra manna sem aldrei láta bugast þótt á brattann sé sótt. Daginn fyrir baráttufundinn í Háskólabíói heimsótti ég Stefán. Við ræddum kjarabaráttuna og það sem framundan var. Ég sagði honum frá þeim ásetningi í launamannahreyfingunni að gera samninga sem einkum væru sniðnir fyrir þá lægst launuðu. Hann rifjaði upp gamla tíma og minntist þess þegar prentarar fóru einhverju sinni í verkfall. Þar sem krafist var kjarabóta fyrir þá lægst launuðu en einskis fyrir hina betur settu. Þetta krafðist félagslegs þroska og óeigingjarnrar samstöðu, sagði Stefán, en bætti við, að með sam- stöðu af þessu tagi færðum við okkur inn í bjartari framtíð. Stefán Ögmundsson átti hug- sjónir. Og hann barðist fyrir hug- sjónum sínum af mikilli einurð. Hann hugsaði stórt og lyfti öllu sem í kringum hann var. Þótt hann gæti verið harður í horn að taka þá minnist ég þess aldrei að hann lítillækkaði andstæðinga sína. f mínum huga var alltaf bjart í kringum Stefán. Og þar var líka menning. Það besta í íslenskri menningu. Hann vildi að allir gætu notið hennar. Starf hans að fræðslumálum alþýðu bar þess giöggan vott. Og nú er Stefán ekki lengur í lifanda lífi. En við sem eftir lifum eigum minningu, sem á eftir að verða okkur hvatning í baráttu fyrir betra samfélagi. Sem lítill drengur dáði ég alltaf þennan frænda minn fyrir eld- móð hans og staðfestu. Sem full- orðinn maður kveð ég nú Stefán Ögmundsson frænda minn og góðan vin. Ögmundur Jónasson Kveðja frá Félagi bókagerðarmanna Stefán Ögmundsson, heiðurs- félagi Félags bókagerðarmanna, lést í Reykjavík þann 3. apríl sl. tæplega áttræður að aldri. Stefán fæddist í Reykjavík þann 22. júlí 1909 og ólst upp á Grímsstaða- holtinu. Hann hóf prentnám í Gutenberg þann 14. febrúar 1924 og varð félagi í Hinu íslenzka prentarafélagi þann 22. ágúst 1929. Stefán var ötull baráttumaður MINNING verkalýðsstéttarinnar allt sitt líf og gegndi fjölmörgum störfum í hennar þágu fram á síðasta dag. Stefán var formaður Hins ís- lenzka prentarafélags 1944-45 og 1947, meðstjórnandi 1932-33 og 1941-42. Ritari HÍP 1965-69, for- maður fasteignanefndar 1943, meðstjórnandi Byggingasam- vinnufélags prentara 1944-50. Ritstjóri Prentarans 1931-32, í bókasafnsnefnd frá 1945. Var í fyrstu stjórn Prentnemafélagsins, sem stofnað var 14. febrúar 1926. í trúnaðarmannaráði HÍP frá 1969-80. Stefán var varaforseti Alþýðusambands íslands 1942- 48. í stjórn Listasafns ASÍ frá stofnun 1961. Formaður Menningar- og fræðslusambands íslands frá stofnun 1969 og starfs- maður þess um árabil. Störf Stefáns í þágu verka- lýðsstéttarinnar voru svo mörg og margvísleg að hér hefur aðeins það helsta verið nefnt. Á aðal- fundi Hins íslenzka prentarafé- lags þann 10. maí 1980 var Stefán kjörinn heiðursfélagi HÍP. Viðhorf Stefáns koma afar vel í ljós í þakkarávarpi hans og lýsa þau vel hversu einlægur og stétt- vís verkalýðssinni hann var, en hann sagði: „Mér er í raun og veru mikill vandi á höndum, þeg- ar ég vel þakkarorð fyrir þá viðurkenningu, sem félag mitt er að veita mér. Ég er sem sagt óvanur öllu slíku sem þessu. Hef þó síður en svo farið varhluta af gæðastimpl- um af ýmsu tagi. Ég vil segja ykk- ur það nú á þessari sérstæðu stund að enn er ég sömu skoðun- ar og fyrr um það, hvað vand- meðfarin er öll viðurkenning á störfum og verðleikum fólks. Ég þykist t.d. vita það manna bezt, að það sem á skortir verðleika mína er mikið. Einkum á það við um þau störf sem ég aldrei vann. Allt sem ég á ógert, og hefði viij- að vinna félagi okkar en mun aldrei leysa af hendi. Hið íslenzka prentarafélag er mitt félag í þeim skilningi að markmið þess og störf hafa verið samofin lífi mínu og minna, allar götur síðan ég lærði Helgakver undir fermingu á altaninu í Gut- enberg 13 ára gamall. Þess vegna er það, að ég met viðurkenningu HÍP á störfum mínum meir en nokkurs annars aðila í þjóðfélagi okkar. Þess- vegna er mér það kærara en orð fá sagt, að taka við sæmd frá ykk- ur mér til handa og þá ekki síst úr hendi þess manns, sem nú er for- maður HÍP. Vegna alls þessa er ég ykkur þakklátur fyrir þá viðurkenn- ingu, sem ég veit mesta og besta. Heill sé ykkur og félagi okkar og þeim, sem eiga eftir að bera hug- sjónir þess fram á veginn.“ Ég sem þetta rita fyrir hönd samtaka okkar bókagerðar- manna kynntist því afar vel hversu einlægur og ósérhlífinn verkalýðssinni Stefán var. Þótt Stefán hafi ekki átt sæti í stjórn eða trúnaðarmannaráði Félags bókagerðarmanna, en það varð til við samruna Bókbindarafélags íslands, Grafíska sveinafélagsins og Hins íslenzka prentarafélags árið 1980, eru störf hans í þágu þess félags ótrúlega mikil. Hann sat í bókasafnsnefnd félagsins og vann þar mikið starf enda var hugur hans afar tengdur því sem féll undir þessa nefnd, en það er auk bóka félagsins allt sem snert- ir sögu þess. Og Stefán sinnti ekki einasta þessum verkþáttum í okkar samtökum. Hann var einn af upphafsmönnum stofnunar Sögusafns verkalýðshreyfingar- innar og hann hafði frumkvæði að stofnun Félags áhugafólks um verkalýðssögu og sat í stjórn þess félags frá upphafi. Auk þess sem Stefán gegndi störfum í bókasafnsnefnd félags okkar sinnti hann fjölmörgum verkum nú hin síðari ár í þágu þess. Hann aðstoðaði okkur við útgáfu Prentarans í svo ríkum mæli að óhætt er að fullyrða að færri blöð hefðu komið út ef hug- sjóna hans og ósérhlífni hefði ekki notið við. Hann sat í 90 ára afmælisnefnd samtaka okkar 1986-1987 og skráði þá merkt yfirlit úr sögu samtakanna „Sú var tíðin“. I þessu riti er afar greinargóð iýsing á því helsta sem einkennir söguna. Á hátíðasamkomu í tilefni 90 ára afmælisins flutti Stefán ræðu eins og honum var einum lagið til heiðurs brautryðjendunum og flutt var söguleg dagskrá í saman- tekt hans undir stjórn Baldvins Halldórssonar. í afmælisblaði Prentarans frá þessum tíma svara heiðursfélagar nokkrum spurn- ingum, í svari Stefáns við spurn- ingunni: Er verkalýðshreyfingin á réttri leið? segir hann m.a.: „... Það þóttu aldrei góðir kostir á íslandi, þegar kaupmannavaldið réð bæði verðlagi á erlendri og innlendri vöru. Það var kallað verslunarólag. Því ástandi breytti dugandi verkalýðs- og samvinnu- hreyfing. Nú drúpir hún höfði í auðmýkt fyrir ofurvaldi fjár- magns og valdníðslu og hafnar þeim ráðum sem duga: baráttu. Baráttu og samstöðu með þeim sem vilja berjast og endurheimta þau réttindi, sem best hafa náðst vegna samstöðu; sem ekki lætur samþykktir nægja heldur safnar liði og berst, ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur alltaf þegar ráðist er á kjörin. Þá kemst verkalýðs- hreyfingin aftur á rétta leið.“ Þessi orð endurspegla vel það baráttuþrek sem einkenndi Stef- án fram á síðasta dag. Þann 1. maí 1934 gengu þau Stefán og Elín Guðmundsdóttir í hjónaband. Val dagsins er táknrænt fyrir þær hugsjónir sem þau Elín og Stefán hafa alla tíð barist fyrir. Um leið og ég votta Elínu og öðrum aðstandendum Stefáns einlæga samúð vil ég þakka þér Elín fyrir störf þín í þágu samtaka okkar, þau eru mikil eins og Stefáns og verða aldrei fullþökkuð. Með þakklæti og virðingu í garð hugsjónamannsins og sósí- alistans Stefáns Ögmundssonar prentara. Þórir Guðjónsson, formaður Félags bókagerðarmanna Síðustu þrjú árin lágu leiðir okkar Stefáns Ögmundssonar saman í starfi Félags áhugafólks um verkalýðssögu. Stefán var meðal hvatamanna að stofnun félagsins og í stjórn þess frá upp- hafi. Það var síðasta félag sem hann stofnaði. Markmið hans var að styðja rannsóknir á sögu verkafólks, og stofna rannsókna- og heimildastofnun í verkalýðs- sögu. Að því unnum við saman. Söfnun heimilda um verkafólk og baráttusögu þess var honum mjög hugleikin. Lokaorð hans, á síðasta stjórnarfundi félagsins fyrir skömmu, voru þau að við þyrftum að beita okkur fyrir söfn- un ljósmynda af vinnandi fólki og skrá minningar þess. Stefán er nú genginn í slóð fallinna félaga, en við munum um langan aldur búa að hlýjum frásögnum hans af bar- áttu verkafólks - sögum þar sem hið spaugilega var oft í fyrirrúmi. Stefán hafði mikinn áhuga á starfi og velgengni félagsins. Miðað við aldur og heilsufar lagði hann mest af mörkum. Fyrir nokkrum dögum gekk hann frá tveimur þáttum í fréttabréf fé- lagsins um allsherjarverkfall gegn Keflavíkursamningnum 1946. Annar var viðtal við Jón Rafnsson fyrrum framkvæmda- stjóra ASI, sem tekið var skömmu áður en Jón féll frá. Og fleira hafði Stefán á prjónunum. Hann bjó að mikilli reynslu sem hann miðlaði óspart um leið og hann hvatti aðra til dáða. Stjórn Félags áhugafólks um verkalýðssögu vill þakka Stefáni fyrir vel unnin störf í þágu félags- ins og ánægjulegar samveru- stundir. Við sendum Elínu Guð- mundsdóttur, dætrum og öðrum ástvinum samúðarkveðjur. Stjórn Félags áhugafólks um verkalýðssögu Helga 17. 5. 1910 Góð kona og göfug hefur kvatt. Helga Proppé, kona Lúð- víks Kristjánssonar, er látin að heimili sínu í Hafnarfirði, nær 79 ára að aldri, f. 17. maí 1910. Helga hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár, en hafði þó fótavist fram til hins síðasta og tók á móti gesti og gangandi. Þannig fagnaði hún mér innilega sem aufúsugesti eins og alltaf áður, er ég heimsótti þau hjónin snemma í mars s.l., en augljóst var, að henni var brugðið. Mér er Ijúft að minnast þessarar góðu konu, nú þegar hún er gengin og þakka henni fyrir löng kynni og tryggan vinskap. Þegar Lúðvík Kristjánsson hafði frumkvæði að því að stofna til kynna við undirritaðan fyrir hartnær þremur áratugum, var það ungum manni til gleði og hvatningar, að svo þekktur og virtur fræðimaður skyldi gefa því gaum, sem hann var að fást við á sviði fræðanna. Þessirfyrstu sam- fundir haustið 1960 leiddu til nán- ari kynna og síðan tíðra heimsókna á heimili þeirra hjóna í Hafnarfirði. Þar var mér einlægt tekið tveim höndum, og í því lét Helga, eiginkona Lúðvíks, sinn hlut ekki eftir liggja. Hún tók strax við hinum nýja heimilisvini með hlýju og glöðu viðmóti, - ekki einvörðungu með þeim hætti að bera fram ríkulegar veitingar, sem hún svo sannar- lega gerði af þeirri gestrisni, sem henni var eiginleg, heldur ekki síður með viðræðu við gestinn af áhuga og þekkingu á þeim efn- um, sem á dagskrá komu, gáfuð og bókfróð, sem gagn og gaman var að eiga orðastað við um hugðarefni. Mér varð líka fljótt ljóst, að í fræðastörfum húsbónd- ans var Helga honum ómetanleg stoð og stytta, sannkölluð hægri hönd. Lúðvík hefur látið svo um mælt á fleiri en einum stað, að hann hefði ekki unnið ritstörf sín með þeim hætti, sem hann gerði, ef Helga hefði ekki verið honum til aðstoðar. Mér er minnisstætt, er Lúðvík vann að ritverki um lang- afa minn, hinn framsýna athafna- mann Þorlák Ó. Johnson, „Úr heimsborg í Grjótaþorp", að þar lagði Helga sína traustu hönd á plóginn. Hún afritaði bréf Þor- láks, sem varðveitt voru á söfn- um, kannaði önnur bréfasöfn og las prófarkir. Að ósk Lúðvíks tók ég að mér prófarkaiestur síðara bindis og unnum við Helga þá saman að samanburði handrits og 1. prófarkar vegna fjarveru Lúð- víks. Var þetta samstarf okkar Helgu einkar ánægjulegt og mér staðfesting, hversu vel vinnandi þessi kona var, margfróð um efn- ið, og geðslagið slíkt, að sam- vinnan reyndist eins og best varð á kosið. Allt frá þessum tíma hafa leiðir mínar legið til hins menningar- lega heimilis þeirra hjóna, Helgu og Lúðvíks, ýmist boðinn eða óboðinn, ellegar til að vinna með Lúðvíki að verkefnum, sem hann fékkst þá við, t.d. er ég aðstoðaði hann við að afla efnis til minning- arsafns Jóns Sigurðssonar við Austurvegg í Kaupmannahöfn. Alltaf var þá gott að vita af Helgu á næstu grösum, með kaffiborðið og síðan tilhlýðilegt uppbyggj- andi og skemmtilegt spjall um heima og geima. Á þessum árum var Lúðvík með öðrum verkefnum að viða að efni í hið mikla ritverk „fs- lenzkir sjávarhættir", og senn dró að því, að hann sinnti tæpast öðru, enda ærið starf vægast sagt. Að þessu verki starfaði Helga líka um langt skeið ásamt manni Proppé -1. 4. 1989 sínum, af einstökum dugnaði og ósérplægni, og öðlaðist þar með geysimikla þekkingu á efniviðn- um. Lúðvík hefur sjálfur sagt, að Helga hafi árum saman kannað íslenzk rit til að leita af sér allan grun um aðföng, sem talizt gætu til sjávarhátta. Einnig kannaði hún með Lúðvfki fjölda handrita á Þjóðskjala- og Landsbókasafni. Ég vil vitna til orða Lúðvíks í eft- irmála lokabindis „íslenzkra sjá- varhátta“: „Hlutur Helgu er hér langt í frá allur talinn. Hún hefur skrifað mestan hluta prent- smiðjuhandritsins, margt lagað frá frumriti mínu og hnúskar því óefað miklu færri en annars hefðu orðið. Einn hefði ég ekki ráðið við þetta verk, ásamt mörgu öðru, og má þakka Helgu engu síður en mér að nú sér fyrir endann á því.“ Þarf ekki frekar vitnanna við til að skynja, hvílíkan hlut Helga á í hinu mikla ritverki „íslenzkir sjávarhættir“, en það mun um ókomnar tíðir standa sem ris- mikill bautasteinn um merkilegt samstarf þeirra Helgu og Lúð- víks, elju þeirra og eldlegan áhuga við „að marka og draga á land“ fornan fróðleik. Um þetta hlutverk sitt var Helga sjálf einlægt fáorð og mikl- aðist ekki af. í eðli hennar bjó framar öðru hlédrægni og lítillæti þess, sem aldrei hreykir sér hátt af verkum sínum, af því að virð- ingin og trúmennskan gagnvart verkinu, sem fengizt er við, er öllu æðri, án skrums eða skjalls. Það var mér óblandið gleðiefni að fá tækifæri til þess hinn 31. október 1980 sem formaður Menntamálaráðs að ávarpa þau vini mína, Helgu og Lúvðík, færa þeim hamingjuóskir og samgleðj- ast þeim á hátíðarstundu í Lands- höfðingjahúsi við Skálholtsstíg, þegar 1. bindi „íslenzkra sjávar- hátta“ kom út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Það var stór dagur fyrir þau hjónin, er upphaf þessa glæsilega ritverks sá dags- ins ljós. En það var líka stór dag- ur í menningarsögu þjóðarinnar, og fleiri slíkir komu á eftir af sama tilefni, því að fjögur bindi fylgdu í kjölfarið næstu ár, 1982- 86. Það var mikil gæfa, er féll í skaut þeim Helgu og Lúðvíki, að lifa þá stund að sjá þetta viða- mikla ritverk komast á prent í heild sinni, - sjá eftirtekju ævi- starfs, sem þau höfðu kostað öllu til að leiða til lykta. Og þá hefur ekki síður verið ánægjuefni þeim og öllum, er að útgáfunni stóðu, að sjá, hversu vel þjóðin hefur tekið þessu verki þeirra. Að leiðarlokum vil ég láta í ljós hugheilar þakkir mínar í garð Helgu Proppé. Ég þakka áratuga vinskap við göfuga heiðurskonu, sem einlægt ljómaði af góðvild og hjartahlýju, allt frá fyrstu kynn- um til síðustu stunda. Það var gott að blanda geði við Helgu, í nærveru hennar leið manni vel. Hafi hún heila þökk fyrir sam- verustundir liðinna ára. Ég sendi vini mínum, Lúðvíki, og börnum þeirra Helgu, Vénýju og Vésteini, innilegar samúðar- kveðjur við þeirra mikla missi. Einar Laxness Helga Proppé var ein af þeim konum sem var hollt fyrir ungar stúlkur að kynnast og læra af. Sjálf átti ég því láni að fagna að kynnast heiðurshjónunum Helgu og Lúðvík þegar ég var aðeins 18 ára og trúlofaðist syni þeirra. Á heimili þeirra ríkti andrúmsloft sem einkenndist af metnaði og visku. Sífellt voru bækur á lofti, öll málefni voru rædd með skír- 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þrl6Judagur 11. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.