Þjóðviljinn - 27.04.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.04.1989, Blaðsíða 16
-SPURNINGIN- Hverterálit þittábið- launagreiðslum til þing- manna? Hans Árnason sér um tölvurekstur Séu þeir ekki búnir að fá vinnu, eiga þeir rétt á biðlaunum, rétt eins og annað fólk, en annars ekki. Það eiga auðvitað að gilda sömu reglur fyrir þá og aðra. Auður Gísladóttir bankastarfsmaður Mér finnst alls ekki rétt að borga þeim ef þeir fara beint í aðra vinnu. Þetta er líka rosaleg upp- hæð miðað við annað. Benedikt Kristjánsson atvinnulaus Mér finnst þessar greiðslur fárán- legar, þessir menn geta unnið fyrir kaupinu sínu eins og aðrir. Lulia Ingvarsdóttir húsmóðir Ég vil helst ekkert við þá eiga, því enga greiðslu fæ ég frá þeim. Ætli flestir séu ekki þeirrar skoð- unar að þetta sé rangt af þeim. Bókmenntir Leitinað landinu fagra Pingað um íslenskar fornbókmenntir um helgina Dagana 28. - 30. aprfl verður haldin ráðstefna í ráðstefnusölum rfldsins, Borgartúni 6, 4. hæð, um íslenskar fornbókmenntir. Þar munu 18 fræðimenn flytja er- indi um ýmsa þætti íslenskra fornbókmennta, en þó er megin- áherslan á að skoða þær sem bók- menntir. Af því dregur ráðstefn- an heiti sitt og nefnist Skáldskap- armál. í bígerð er að stofna til tímarits um fornbókmenntir í kjölfar ráðstefnunnar og á það einnig að heita Skáldskaparmál. Ráðstefnan hefst annaðkvöld, föstudagskvöld, klukkan 20.00 á skráningu þátttakenda og erindi Jakobs Benediktssonar sem hann kallar Hugleiðingu um textafræði og miðaldarannsóknir. Jakob er heiðursgestur ráðstefnunnar, en hann er einn fjölmenntaðasti fræðimaður íslendinga, bæði í klassískum fræðum og norræn- um. Eftir erindi Jakobs gefst gest- um kostur á að fá sér léttar veitingar. Á laugardagsmorguninn hefst dagskrá klukkan 10.00 og stend- ur til kl. 19.00 með kaffi- og matarhléum. Þá talar Gísli Sig- urðsson um Munnmenntir og fornsögur, Örnólfur Thorsson um „Leitina að landinu fagra“, Halldór Guðmundsson um ís- lendingasögur og skáldsagna- greiningu, Úlfar Bragason um Atburði og frásögn, Baldur Haf- stað um Konungsmenn í kreppu, Guðmundur Andri Thorsson nefnir erindi sitt „Þú ert, Grettir, þjóðin mín“, Jón Torfason talar um Góðar sögur og vondar, Viðar Hreinsson um Göngu- Hrólf á galeiðunni, Torfi Tulinius um Landafræði og flokkun forn- sagna og Matthew James Driscoll um Þögnina miklu. Á sunnudaginn hefst dagskrá enn kl. 10.00 og stendur til kl. 16.00. Fyrstur kemur Ástráður Eysteinsson með erindi sem hann nefnir Er Halldór Laxness höf- undur Fóstbræðrasögu? Árni Sigurjónsson talar um Klisjustig íslendingasagna, Gunnar Ágúst Harðarson Um náttúruskynjun í dróttkvæðum, Guðrún Nordal um Hlutverk og sérkenni vísna í Sturiungu, Guðrún Ingólfsdóttir nefnir erindi sitt „Hver maður kvað fý“, Bergljót Kristjánsdótt- ir nefnir sitt „Hvorki em eg fjöl- kunnig né vísindakona“, og loks flytur Sverrir Tómasson erindið Söguljóð-skrök-háð: um viðhorf Snorra til kveðskapar. Á eftir verða léttar veitingar. Til hagræðis fyrir skipuleggj- endur ráðstefnunnar er mælst til þess að sem flestir gestir tilkynni þátttöku fyrirfram, án skuldbind- inga þó, í dag kl. 3-5 í síma 13387, " 26409 eða 21056. Ráðstefnugjald er kr. 500.- í undirbúningsnefnd eru Gísli Sigurðsson, Gunnar Ágúst Harð- arson og Órnólfur Thorsson og verður talað nánar við þá um til- drög ráðstefnunnar og tilgang í Nýju helgarblaði á morgun. SA Magnea Magnúsdóttir nemi Að mínu mati ættu þeir ekki að fá þau. Annars hef ég ekki fylgst svo náið með þessu máli. í Þ E S S U H Ú S I E R U F I M M HÆ Ð I R H V E R U P P A F ANNARRI! Og Landsbankinn leggur grunninn með starfsemi sinni á fyrstu og annarri hæð. Almenn afgreiðsla er á fyrstu hæðinni og hefur hlotið nafnið Múlakot. Þar verður svokölluð opin þjónusta þar sem starfsfólk er jafnvígt á alla þætti bankaþjónustunnar. í Múlakoti má ennfremur finna Einkaþjón, sjálfsafgreiðslutæki fyrir útprentun reikningsyfirlita. Verðbréfaviðskipti eru einnig á fyrstu hæð, þar veita reyndir starfsmenn ráðgjöf og þjónustu um allt sem lýtur að verðbréfaviðskiptum. Veðdeild er á annarri hæð, en þar fer fram afgreiðsla í tengslum við Húsnæðisstofnun ríkisins, sem er til húsa á hæðunum fyrir ofan. Verið velkomin í Múlakot, Landsbankann á Suðurlandsbraut 24. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna ISIMSKA AUCIÝSINGASTOFAN HF

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.