Þjóðviljinn - 03.05.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.05.1989, Blaðsíða 7
MINNING í nýbyggingu á bak við Menntaskólann í Reykjavík var haldin skúlptúrsýning 1967 sem var um margt merkileg og trúlega sú eina sinnar tegundar á íslandi til þessa, - haldin af listafélagi skólans. Þessari sýningu var þannig komið fyrir að í myrkvuð- um sal voru ljóskastarar látnir lýsa upp verkin, og þannig reynt að skapa stemmningu af ein- hverjum toga, kannski róman - tíska eftirsjá, jafnvel af nýjunga- girni, hver veit, en það sem ég man bezt frá sýningunni eru skúlptúrar Jóns Gunnars Árna- sonar. Það var vegna þess að þeir voru hreyfanlegir og breytanlegir innan vissra marka, skoðandinn hafði leyfi til þess að hrófla við þeim, reyna svolítið á tjáningar- þörf sína: fikta, prófa nýtt, upp- götva. Fram kom ný afstaða, nýtt skipulag, öðruvísi skuggar á veggina á bak við verkin, - upp- setning sýningarinnar riðlaðist. Því miður var enginn á staðnum til að miðla upplýsingum um höfundinn, og gesturinn gekk út, kannski dálítið ruglaður í kollin- um en með nýja sýn á heiminn. Smám saman fór þó að skýrast myndin af listamanninum, s.s. á sýningum á Skólavörðuholti og í Gallerý SÚM. Það fer trúlega bezt að taka það strax fram að tæknileg útfærsla verkanna og verklagið sjálft, handbragðið, sem var fulíkomið, hafði mjög sterk áhrif og vakti upp ýmsar spurningar, sumar ekki ýkja merkilegar í augum fullgilds lista- manns en voru tímamótandi í huga þess sem hafði hugsað sér að taka þátt í leiknum. Þegar ég lauk forskólanámi við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1971, þá sótti ég um inngöngu í skúlptúradeild, sem þá var reyndar ekki til (!) og olli þar með yfirvöldum nokkrum áhyggjum og vandræðum, sem Hörður Ágústsson, skólastjóri, leysti úr með glæsibrag. Hann tjáði mér að ekki væri fé til að fastráða kennara við þessa nýju deild, en það væri jafnvel betra að útvega tvo menn til að kíkja inn einu sinni í viku, og hefði hann rætt við Ragnar Kjartans- son og Jón Gunnar Árnason um þetta hlutverk., Nokkru áður en Jón Gunnar átti að koma til mín hafði ég farið yfir skissubækurnar mínar og dregið út úr þeim það sem mér fannst helzt koma til greina að útfæra í þrívítt form. Þegar Jón hafði blaðað í bókinni fékk hann sér kaffi, kveikti í sígarettu, horfði lengi á mig óræðum augum, sagði svo: „M býrð ekki til verk nema hafa hugsað það frá grunni. Hvað liggur að baki verk- inu, hvað ætlarðu að tjá: reynslu, skoðanir, átök, ást eða hatur, reiði, gleði, sorg, hamingju, spennu o.s.frv. Búðu til líkan í ákveðnum mælikvarða, reiknaðu út efnið, taktu ákvörðun um vinnuaðferð." Síðan rétti hann mér bókina og sagði að ég gæti ekkert að því gert þótt skólinn væri allur á tvívíðum fleti. Námið hjá Jóni Gunnari var einn sam- felldur fyrirlestur um hagnýt atr- iði: massa og stærðir, línu í formi, hlutföll, stöðu, opið og lokað rými, eðli, hörku og mýkt, sveigjanleik, stöðugleik, áferð, samspil ólíkra forma og stærða, efnisbreytingu í kopar við glóð- un, logsuðu, draghnoð, pússun o.fl. Þarna talaði Jón Gunnar af reynslu sinni og lærdómi sem fæst með eftirtekt, tilraunum og næmu auga, en þó umfram allt skipulegri hugsun, ótvíræðum gáfum. Hann hafði það fyrir reglu að leita upplýsinga hjá verkfræðingum og tæknifræðing- um, t.d. um buroarþol og end- ingu, hvernig skúlptúr stendur af sér veðurálag og tæringu. Þessi vinnubrögð vöktu að vonum at- hygli og voru honum falin mörg verkefni er kröfðust langvinnra rannsókna, sem síðan oft leiddu til nýstárlegra niðurstaðna s.s. verk hans við húsið á horni Rauðarárstígs og Stórholts þar Jon Gunnar Amason myndhöggvari 15. maí 1931 - 21. apríl 1989 sem notagildið er partur af mynd- hugsuninni og felst í loftræstibún- aði. Annað verk í þessum flokki er handrið sem hann smíðaði úr rörum og hann kom fyrir við tröppurnar í Gallerý SÚM, það er á hjörum þannig að flutningar á stórum hlutum inn á aðra hæð geta farið fram óhindraðir. Þetta handrið fylgir öðrum munum SÚM inn í geymslur Nýlistasafns- ins. Haustið 1976 voru þeir að hengja upp myndir á samsýningu í Gallerý SÚM, þeir Jón Gunnar, Magnús Tómasson og Magnús Pálsson. Þegar ég kom með verk- in mín voru þeir að ræða hið bág- borna og dapurlega ástand sem þá rikti í innkaupum opinberra aðila á myndlist, og sáu enga skynsamlega leið til nýrrar skip- unar. Þá um vorið hafði ég skrif- að grein í Þjóðviljann um Lista- safn íslands og bent á hversu óheillavænleg stefna væri rekin þar, sérstaklega hvað varðaði kaup safnsins, og benti á ýmsar gloppur sem þyrfti að fylla. í framhaldi af þessu skrifi fór ég að gæla við þá hugmynd að mynd- listarmenn sjálfir starfræktu ein- hvers konar safn sem geymdi verk þeirra og sýndi þróun ís- lenzkrar myndlistar ár frá ári. Þegar ég nú hlustaði á samræður þeirra ákvað ég að láta slag standa: „Greyin mín hættið þess- um barlómi, við stofnum okkar eigið safn, Nútímalistasafn ís- lands!" Það var eins og ský hefði dregið frá sólu, og allir urðu ákaf- lega kátir og spenntir. Jón Gunnar tók hugmyndinni um nýtt listasafn fegins hendi og studdi hana af krafti, fyrst á fjöl- mennum undirbúningsfundi í kennarastofu MHÍ sumarið eftir og á stofnfundi 5. janúar 1978, og alla tíð síðan talaði hann máli Ný- listasafnsins hvar sem hann fór, einkum í Scandinavísku Iöndun- um. Hann tilkynnti strax að hann ætlaði að gefa safninu verk eftir sjálfan sig (Blómið), Dieter Roth, Ferdinand Krivet og Gá- bor Attalai. Jón Gunnar var kosinn í fyrstu stjórn Nýlistasafnsins og var þar óþreytandi að telja kjark í menn, örva þá til dáða, rýna fram í tím- ann og sjá fyrir viðbrögð manna, og hugsa upp leiðir til að styrkja þessa metnaðarfullu stofnun. Það átti vel við Jón Gunnar að vera í baráttuhópi og ryðja brautina. Hann var einn af stofn- endum SÚM-hópsins og Gallerý SÚM, Myndhöggvarafélagsins í Reykjavííc, Nýlistasafnsins eins og áður segir, og Experimental Environment (sem fulltrúi ís- lands ásamt Rúrí), þá var hann í óformlegum hópi listafólks sem ræddi stíft um stofnun samtaka allra myndlistarmanna og studd- ist við hugmyndir Sigurðar Guð- mundssonar sem skrif aði frá Am- sterdam um réttindamál þeirra. Þessar umræður leiddu síðan beinlínis til stofnunar Hagsmuna- félags myndlistarmanna og sam- starfs þess við önnur félög um stofnun Samtaka íslenzkra mynd- listarmanna, SÍM. Fyrir störf sín í þessum málaflokkum og á list- rænum vettvangi hlaut hann margs konar viðurkenningar, - síðast þáði hann heiðursnafnbót í Myndhöggvarafélaginu. Það hefur lengi verið haft fyrir satt að ferill Jóns Gunnars hefjist með SÚM, ekkert er fjær sanni. Hann sýndi með FÍM 1959, en var tveimur árum síðar kominn á fleygiferð um Evrópu með Zeró- hópnum og öðrum og átti verk á sýningum í Louisiana í Humle- bæk rétt fyrir utan Kaupmanna- höfn, Stedelijk Museum í Am- sterdam og Moderna Museet í Stokkhólmi, en þessi listahús voru þá í miklum uppgangi, með frægari söfnum í Evrópu. Sýning- arferill Jóns Gunnars hélzt síðan óslitinn til síðasta dags, sérsýn- ingar hans urðu sextán, samsýn- ingar á milli sextíu og sjötíu - enda afköst hans með ólíkindum. Jón Gunnarinnleiddi hreyfing- una í fslenzkan skúlptúr, oftast með nærveru skoðandans í huga, þó ekki til að hann stæði álengdar einungis til að virða fyrir sér verk- in, heldur til að snerta, vera þátt- takandi finna til, vera ógnað, skelfast, - vakinn til umhugsun- ar, snortinn nýrri reynslu, nýrri hugsun á gömlum sannindum, viðburðum í mannkynssögunni: valdi, kúgun, stríðsleik, mengun. Og áhrifum náði hann fram með ógnvænlegum hlutum, flug- beittum hnífum á fálmurum ó- kennilegra kvikinda, með raf- magni og titringi, - síðustu árin sólargeislunum. En kjarninn í verkunum er hreyfing, tími, orka. Jón Gunnar hafði næmt auga fyrir hinu sérkennilega og sérvizkulega, dæmi um það: Þeg- ar hann kenndi við Listaháskól- ann í Kaupmannahöfn hringdi hann í mig og bauð mér að koma til sín í heimsókn, og dvaldi ég hjá honum í níu daga í góðu yfirlæti. Nema hvað, eitt af því fyrsta sem Jón vildi að ég gerði væri að vökva lífsblómið á ákveðinni krá í Nýhöfninni. Þegar við vorum búnir að sitja þarna góða stund, þá hafði ég orð á því að þarna væru bara gamlir karlhlunkar. Þú tókst þá eftir því! Það er af því að hingað hefur engin kona komið inn fyrir dyr í rúmlega tvö hundr- uð ár, - utan ein sem labbaði sig inn án eftirtektar karlanna, en þegar það uppgötvaðist var hún rekin á"dyr í hvínandi hvelli, vert- inn fékk aðsvif því staðurinn var saurgaður. Gólfið var sópað og þvegið og hreinsað alveg út í göturæsi, gólfmottur hristar dug- lega. Og síðan hafa allir nýir gest- ir verið litnir hornauga. Þetta fannst Jóni Gunnari aldeilis kjör- ið umhverfi, sérvizkan í þessu heillaði hann upp úr skónum. Síðan lítil saga um húmor: Það var laugardagsmorgun, ég sat við skriftir í Nýlistasafninu þegar Jón Gunnar leit inn til að spjalla. En því miður hafði ég engan tíma aflögu og tók því óljóst eftir hvað hann var að bauka í kringum mig, sagði barajáogneiþegarviðátti. Þegar ég kom heim í hádeginu lagði ég töskuna frá mér á eldhús- borðið og fékk mér kaffi. Skyndi- lega hreyfðist taskan, hvít mús gægðist undan lokinu og hoppaði niður á borðið. Þegar ég hitti Jón Gunnar næst sagðist hann hafa frétt að það hefði fjölgað á Skeggjagötunni! Jón Gunnar kom mörgum fyrir sjónir sem töffari, harður nagli, kaldranalegur í tali, stundum glannalegur en þó ávallt stutt í brosið. En þetta var bara ytra byrðið, loðhúfan og leðrið, bak- við skilvegginn sló hjarta hins góða drengs sem bræddi önnur kaldari hjörtu þegar svo bar undir. Hann ræktaði vináttuna að því marki sem hún er þolanleg, hélt nauðsynlegri fjarlægð hvarf aldrei úr augsýn - verður ætíð innan seilingar. Með þessu skrifi fylgja samúð- arkveðjur til fjölskyldu Jóns Gunnars Árnasonar frá vinum og félögum í Nýlistasafninu. Níels Hafstein. Við hittumst á brú yfir lítinn Iæk í Flatey á Breiðafirði fyrir 16 árum. Jón Gunnar sendi mér tón- inn. Hann var svolítið óþægi- legur, í senn ögrandi og skemmti- legur. Það liðu vikur ef ekki mán- uðir þar til við hittumst á ný. Eftir það lágu leiðir okkar saman sem fóstbræðra án blóðbanda. Þótt við JónGunnar ættum ótalmörg sameiginleg áhugamál var hann samt sem áður ný vídd í mínum heimi, og hélt ég þó að ég hefði kynnst ýmsu. í samanburði við Jón Gunnar var ég fjötraður en hann gat flogið. Haustið 1975 dvaldi Jón Gunn- ar einsamall um nokkurt skeið í Vertshúsinu í Flatey. Þá var ég einbúi í Vorsölum. Við hittumst til skiptis í morgunmat í Vor- sölum eða Vertshúsi og notuðum morgnana til skrafs og ráða- gerða. Jón Gunnar hafði teikni- blöðin ætíð meðferðis og skráði með teikningum frásagnir eða hugmyndir á sinn húmoríska máta eða leysti vandamál fyrir- ætlana með vinnuteikningum. Þessa haustdaga var veður- blíða í Flatey. Skansmýrin skipti um lit á hverri nóttu. Haustlitirn- ir tóku sífelldum breytingum, sumir styrktust aðrir dofnuðu. Við fylgdumst grannt með mýr- inni og áferð hennar. Æ síðan hefur þetta haust verið undarleg- ur vökudraumur í minningunni þar sem einfaldleikinn og hljóð- látt haustið léku stór hlutverk. Og það var í þessari haustveröld Flateyjar sem okkur dreymdi nýja drauma um búsetu og byggð í Vestureyjum. Eyjarnar og náttúra þeirra var okkur ævintýraland og land sem bjó yfir óteljandi möguleikum. Möguleikum til fjölþætts at- vinnu- og menningarlífs og lífs- stfls sem var frjór og frjálslegur. En ekki var setið við orðin tóm. Jón Gunnar og nánustu vinir hans sóttu um húsið Klausturhóla sem er í eigu ríkisins. Þar átti að koma sér fyrir og vinna að list- sköpun. Listiðja í Flatey átti að verða þungamiðjan, en aðeins ein af mörgum stoðum undir nýja atvinnuhætti. Næsta sumar var Jón Gunnar kominn með smiðju í Sláturhús- inu í Flatey. Þá fyrst kynntist ég völundinum Jóni Gunnari. Hann kunni ráð við öllu, gat smíðað allt og hannað og bjó til verkfæri ef vantaði. Frumleikinn var óend- anlegur. Hann var tilbúinn að endurmeta alla hluti hvort sem þeir voru nýir eða gamlir. Nota- gildi, form og efni lá augljóst fyrir honum. Og þannig þurfti líka að endurmeta aðstæður í eyjunum. Nota það sem nýtilegt var en kasta því sem úrelt var, finna nýj- ar og betri leiðir til þess að gera hlutina. Kringum þessar hugmyndir safnaðist ágætur kjarni fólks með mismunandi reynslu, menntun og áherslur. Ekki vantaði áhug- ann að hrinda verkefnum í fram- kvæmd, en við urðum að fá að- stöðu. Ég sótti um eyðijörðina Hergilsey og í Flatey hófum við undirbúning að véívæddu tré- smíðaverkstæði, prentstofu Flat- eyjar, vinnustofum og baðhúsi og við Jón byggðum reykhús. Margt fleira var í bígerð, stórskemmti- legt og frjótt. En lánið lék ekki við okkur í þessum áætlunum og við réðum ekki við ofurmátt þröngsýni og sérhagsmuna. Jón Gunnar hætti við öll sín áform í Flatey. Tækin sem hann hafði aflað og beðið höfðu í Reykjavík til þess að fara á tré- smíðaverkstæðið fóru þess í stað í stærstu listasmiðju á Islandi hjá Myndhöggvarafélaginu á Korp- úlfsstöðum, prentvél var hafnað og járn- og listasmiðja Jóns Gunnars var tæmd og verkfærin flutt suður. Á þessum árum vann Jón Gunnar stöðugt að sinni list- sköpun. Hann hafði gert Flateyjar-Frey og komið honum fyrir í hvammi inni á Tortu í Flatey og 1974 setti hann upp verk sitt „Að gera sólina bjart- ari". Það var á þessum árum sem sólin, geislar hennar og birta urðu Jóni að óþrjótandi yrkisefni í listinni. En það var táknrænt að þessi verk Jóns Gunnars í Flatey fengu ekki að vera í friði. Ögrun- in sem Freyr bjó yfir varð fólki að falli. Freyr var skemmdur og byssuglaðir menn höfðu spegla Ml&vikudagur 3. maf 1989 WÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.