Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 3
Örlæti Davíðs Davíð Oddsson hefur ákveðið að styrkja nýtt frjálst leikhús í borginni með einnar miljón króna framlagi. Leikhús þetta er rekið af hjón- unum Helga Skúlasyni og Helgu Bachmann og hefur það fengið inni í Iðnó þegar Leikfélag Reykjavíkur yfirgef- ur sinn gamla íverustað nú í júní. Nýja leikhúsið mun byrja með sýningu á leikritinu Hver er hræddur við Virginíu Wo- olf? og verður frumsýning 20. júní nk. Þótt sömu leikendur og sami maður sé skrifaður fyrir leikstjórninni og var hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur, Arnór Benónýsson, þá hef- ur verkið verið stytt töluvert og auk þess er ekki notast við tónlist Leifs Björnssonar lengur né heldur þá leikmynd og þá búninga sem leikararnir skörtuðu á sviðinu fyrir norðan. Nú er að sjá hvort uppfærslan vekur meiri lukku hjá Reykvíkingum en norðan- mönnum, en sýningar gengu treglega þar. Þá hljóta aðrir aðstandendur frjálsra leik- húsa í Reykjavík, Alþýðuleik- húsið, Frú Emelía, Egg- leikhúsið og aðrir sem hafa staðið sig með sóma á undan- förnum árum, að fagna þess- um leiklistaráhuga borg- arstjórans. ■ Taugatítringur hjá VSÍ Um þessar mundir stendur yfir rannsókn á starfsemi Líf- eyrissjóðs Vesturlands að kröfu þriggja verkalýðsfélaga í fjármálaráðuneytinu. Sam- hliða fer fram undirskriftaher- ferð að undirlagi verkalýðsfé- laganna í héraði sem gengur firnavel enda þolinmæði sjóðsfélaga löngu þrotin vegna þeirrar bókhaldsóreiðu sem hefur verið hjá sjóðnum. En öðrum þræði beinist undir- Djassmeistari á Borginni Stórmeistari í djassinum, Cab Kaye, er sestur til að vera um stund við píanóið á Hótel Borg. Næstu tvær vikurnar breytist Hótel Borg í djassveitingastað í hæsta gæðaflokki. Þá mun nefni- lega Cab Kaye sitja við píanóið og syngja og leika djass eins og hann gerist allra bestur. Cab Kaye er í meistaradeiidinni í djassinum og leikur fyrir gesti tónlist af fjöl- mörgum plötum sínum en hann hefur gefið út eitthvað í kring um 25 plötur á sínum ferli. Sú fyrsta kom út fyrir 54 árum eða árið 1935. Allar hljómplötur meistar- ans eru svo gott sem ófáanlegar en eiginkona hans tjáði mér að endurútgáfur væru í athugun. Cab Kaye er því enginn ný- græðingur í djassinum. Hann er þjóðsagnarpersóna í heimi djass- ins og því má með sanni segja að að stór listviðburður eigi sér stað næsta hálfa mánuðinn á Hótel Borg. Virka daga spilar Cab Kaye frá klukkan 19-22 en um helgar byrjar hann að spila klukkan 21 og spilar fram til miðnættis. Hann er mjög stund- vís maður og byrjar venjulega að spila á slaginu. Hann tekur einnig eiginlega aldrei aukalög. Fyrst spilaði hann síðasta miðviku- dagskvöld. Þá var fámennt og fólk byrjaði almennt ekki að tín- ast inn fyrr en upp úr ellefu. En í kvöld byrjar Cab að spila klukk- an 21. Þessi prúði og hægláti djassari kemur upphaflega frá Gana. Hann vann f utanríkisþjónustu Gana og var siðameistari landsins í sendiráðinu í London. En þessi störf freistuðu hans ekki og hann byrjaði að vinna fyrir sér sem djasspíanisti á pöbbum. Meðal frægra listamanna sem hann spil- aði með í kring um seinna stríð má nefna Fats Woller, Ertha Kitt og James Woody. Árið 1962 kom Cab fyrst til fslands og spilaði þá með K.K. Sextettinum í nokkrar vikur. Fyrir nokkrum árum spil- aði hann síðan á Naustinu. í áratugi átti Cab Kaye ásamt eiginkonu sinni Jannett, lítinn pí- anóbar í Amsterdam. Þar spilaði hann öll kvöld frá klukkan tíu til miðnættis. Ég var svo lánsamur að komast á þennan píanóbar áður en þau hjón hættu rekstrin- um og upplifði þar eina af eftir- minnilegustu tónleikum sem ég hef sótt. Það má ekki koma fyrir eins og gerðist fyrsta kvöldið hans á Borginni, að fólk ónáði þann gamla með óskum um sér- stök lög. Það fór augljóslega illa í karlinn. Enda hefur hann af nægtabrunni að taka og spilar það sem hjarta hans býður hon- um hverju sinni. Djassunnendur ættu að gera það að reglu í lífi sínu þá daga sem Cab Kaye stoppar hér, að bregða sér á Borgina og fá sér kaffibolla eða ölsopa og njóta þess að hlýða á þennan aldna meistara. , -hmp skriftaherferðin gegn forystu- mönnum VSÍ og íhaldinu á Vesturlandi og þá einkum gegn stjórnarformanni Lífeyr- issjóðsins Valdimar Indrið- assyni fyrrum þingmanni Sjálfstæðisflokksins a Vestur- landi og fyrrum formanni bankaráðs Útvegsbankans sem sérlegur saksóknari í Hafskipsmálinu hefur ákært. Það sem einkum hefur farið fyrir brjóstið á launafólki á Vesturlandi er sá orðrómur að framkvæmdastjóri VSÍ Þórar- inn V. Þórarinsson reyni eftir megni að þagga niður rann- sókn fjármálaráðuneytisins enda er honum málið skylt. Á sínum tíma studdi hann og VSf við bakið á Valdimar þeg- ar verkalýðsfélögin kröfðust afsagnar hans úr stjórn Líf- eyrissjóðsins. Talið er að ór- eiðan í bókhaldi sjóðsins sem nær yfir mörg ár sé það mikil að bæði Valdimar og VSÍ telji þann kost vænstan að reyna að þagga rannsóknina niður með öllum tiltækum ráðum. ■ Kvótapáfinn frátekinn Á morgun standa öll sjómanna- og verkalýðsfélög á Vestfjörðum fyrir almennum fundi á ísafirði. Tilgangur fundarins er ma. að mótmæla þeirri kvótaskerðingu sem Vestfiröingar telja sig hafa orðið fyrir. í fundarboðinu er spurt hvort verið sé að útiloka Vestfirðinga frá Vestfjarða- miðum. Til stóð að bjóða Hall- dóri Ásgrímssyni sjávarút- vegsráðherra á fundinn en þar mæta allir þingmenn kjör- dæmisins. Vegna heimsókn- ar páfa er ráðherra frátekinn og segja gárungar fyrir vestan að þar komi vel á vondan að sjálfur kvótapáfinn hitti sinn líka og ekki seinna vænna. HF.RNÁMSÁRTN Á ÍSLANDI Vegna vinnslu bókar um samskipti íslendinga og hernámsliðsins á íslandi á árunum 1940-46 óska höfundar hennar, Bjarni Guðmarsson sagnfræðingur og Hrafn Jökulsson blaðamaður, eftir hvers kyns upplýsingum er málið varðar; einnig ljósmyndum, póstkortum og bréfum. í bókinni verður lögð áhersla á að ná andblæ og stemmningu stríðsáranna hérlendis og því vilja höfundar komast í samband við fólk er man þessa tíma og hefur frá einhverju að segja sem snertir samskipti íslendinga og hermannanna. Algerum trúnaði heitið. Vinsamlega hafið samband í næstu viku í síma 621720 á skrifstofutíma, eða sendið gögn, ásamt nafni og símanúmeri, merkt: Bókaútgáfan Tákn, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík. Konur, gefum börnum okkar ott fordæmi jum hver aðra, reykjum ekki! Tóbaksnotkun fer minnkandi meðal íslenskra barna og unglinga. Pó reykja fleiri stúlkur en piltar. Reykingar kvenna á meðgöngutíma skaða fóstur. Börn sem verða fyrir óbeinum reykingum á heimili fá oftar öndunarfærasjúkdóma en börn foreldra sem ekki reykja. Margir þeirra sem reykja vilja gjarnan hætta. Ástæðurnar eru augljósar: Reykingar eru heilsuspillandi. Lungnakrabbamein sem áður var sjaldgæft meðal íslenskra kvenna er nú næstalgengasta krabbamein þeirra en dánartíðni íslenskra kvenna úr þessum sjúkdómi er ein sú hæsta í heiminum. Er ekki mál til komið að konur taki sig saman og vinni gegn þeim heilsuspilli sem einna skæðast herjar á þær sjálfar, reykingunum? Konur, styðjum hver aðra, byrjum ekki að reykja. Ef við reykjum, hættum þá. Aðalheiður Bjamfreðsdottir Danfríður Skarphéðinsdóttir Guðrún Agnarsdóttir Guðríin Helgadóttir Jóhanna Sigurðardóttir Krístín Einarsdóttir Krístín Halldórsdóttir Margrét Frímannsdóttir Málmfríður Sigurðardóttir Ragnhildur Helgadóttir Salóme Porkelsdóttir Valgerður Sverrisdóttir Þórhildur Þorleifsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.