Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 24
ÞORFINNUR ÓMARSSON KVIKMYNDIR Regnboginn iron Eagle II * (Glæfraför) Skrýtiö hve margar framhaldsmyndir eru geröar eftir lélegum myndum. Glæfraförin er ein þeirra og er ekki fremur en fyrri myndin neitt til að hrópa húrra fyrir. Pumpkinhead * (Uppvakningurinn) Algjör della þarsem tæknibrellumeistar- inn tekur öll völd. Ekkert spennandi, ekkert hrollvekjandi, bara subbuleg. The Naked Gun ★★ (Beint á ská) Stanslaus brandaraskothríð í tæpar tvær klukkustundir. Hittnin er þó misjöfn, oft er hitt i mark en líka er skotið bæði yf ir og framhjá. Jafnast kannski ekki á við Air- planeí En það má hlæja að vitleysunni. Babette s gæstebud ★★★★ (Gestaboð Babettu) Þessi gómsæta mynd Gabriels Aksels er uppgjör bókstafstrúarmanna við freistinguna og syndina. Stórgóð persónu- sköpun og veislan í lokin er ógleymanleg. Skugginn af Emmu ★★★ Besta barnamyndin i borginni er einnig fyrir fullorðna. Skemmtileg mynd á mörk- um fantasíu og veruleika. virkar en dettur niður þess á milli. Martin Short er aðal aðhlátursefnið sem misheppnaðasti bankaræningi kvikmynd- anna í allt of stórum frakka. Young Guns ★★★ (Ungu bissubófarnir) Vestrar eru komnir úr tísku en þessi gæti aukið hróður slíkra mynda. Hér höfum við allt sem þarf, átök og tragedíu, hetjudáð og kómidlu, fólsku og jafnvel rómantík. Estev- ez skemmtilegur sem Billi barnungi. Working Girl ★★ (Ein útivinnandi) Mjög góður leikur allra aðalleikaranna nær ekki að toga þessa ófrumlegu afþrey- ingarmynd upp úr meðalmennskunni. Mike Nichols fær þó uppreisn æru eftir hina hræðilegu Heartburn. Snotur kvikmynda- taka hjá Ballhaus. Funny Farm ★ (Á síðasta snúning) George Roy Hill má muna fffil sinn fegri en þó má brosa að mörgu i þessari nýju afþreyingarmynd hans. Chase hefur oft verið fyndnari. A Fish Called Wanda ★★★ (Fiskurinn Wanda) Nánast fullkomin gamanmynd. Hárfínn húmor f skotheldu handriti og gamlinginn Crichton stýrir af mikilli fimi. Erfitt að gera upp á milli aðalleikaranna sem eru hver öðrum betri. Betri skemmtun er vandfund- in. Who Framed Roger Rabbit ★ ★★ (Kalli kanína) Vel heppnuð ævintýramynd þar sem áhorfandinn gleymir ao hér er notast við teikniffgúrur. Tfmamótamynd í klippingum og brellum. Bíóborgin Betrayed ★★ (Setið á svikráðum) Enginn hefur gert betri pólitískar spennumyndir en Costa-Gavras en þvf miður er þessi ekki ein þeirra. Nokkur átakanleg atriði þarsem rasistarnir eru óg- eðslegri en nokkru sinni fyrr en sfðan snýst myndin upp í venjulega, annars flokks spennumynd. Dangerous Liaisons ★★★ (Hættuleg sambönd) Þrungin, en jafnframt hrífandi trage- kómidfa þar sem allir eru táldregnir. Frá- bær leikur ber myndina uppi, sérstaklega Malkovich og Close sem hástéttarpakkið sjálfselska. Mynd fyrir rómantíkera en hver ber ábyrgð á breyttum og nánast ónýtum endi? Rain Man ★★★ (Regnmaðurinn) Regnmannsins verður minnst fyrir ein- stakan leik Hoffmans í hlutverki einhverfa ofvitans fremur en sem góðrar kvikmynd- ar. Óskar fyrir handrit og leikstjóm fremur vafasamur og Barry Levinson hefur áður stýrt betur. Háskólabíó The Presidio ★★ (Presidio-herstöðin) Buddy-hasar-ástar-mynd með vel film- uðum eltingarleikjum á götum San Franc- isco borgar. Connery og Harmon eru hörkutól af ólíkum uppruna en standa sam- an í „týpísku" og leiðinlegu lokaatriði. Stjörnubíó Who's Harry Chumb? ★ (Harry...hvað?) Billeg gamanmynd með nokkrum aula- bröndurum. John Candy bjargar þvf sem bjargað verður en hann er enginn Peter Sellers þótt hann skipti ört um gervi sem spæjarinn Harry. The Kiss ★ (Kossinn) Daemigerð hryllingsmynd níunda ára- tugarins. Reynt er að búa til spennu með blóðslettum og yfirþyrmandi hljóðbrellum en ekki í kringum persónumar sjálfar og plottið það sama og í flestum myndum af þessum toga. Kristnihald undir Jökli ★★★ Góð, og athyglisverð mynd á fslenskan mælikvarða sem unnin er af fagmennsku. Kristnihaldið er skemmtileg og fersk á að horfa en ber full mikla virðingu fyrir texta Nóbelskáldsins. snúa að tilfinningahliðinni. Eins og oftast þegar Kaninn ætlar að vera bæði fyndinn og sentímental verður útkoman ekkert nema væmnin. Við höfum séð þessu blandað saman þannig að vel tak- ist hjá Woody Allen eða Lawr- ance Kasdan en flestir aðrir ættu að fara varlegar í sakirnar. En það breytir því ekki að myndin um þrjú á flótta er hin ágætasta skemmtun og er það Martin Short sem á hvað mestan heiður af því. Hann er orðinn einn af fremri gamanleikurum vestan hafs en ferill hans er dæmi- gerður fyrir bandaríska gaman- leikara. Hann sló í gegn í sjón- varpsþáttunum Saturday Night Live og síðan enn frekar í mynd John Landis, Three Amigos (allir leika þeir í myndum eftir Landis). Hér fer hann á kostum í hlutverki aulalega bankaræningj- ans í frakka sem er þremur núm- erum of stór. Nick Nolte verður seint talinn með merkari skap- gerðarleikurum en honum fellur vel að leika rymjandi harðjaxl eins og hann gerir hér. Mississippi Burning ★★★★ (í Ijósum logum) Enda þótt Alan Parker fari heldur frjáls- lega með staðreyndir er þetta einhver besta mynd sem gerð hefur verið um kyn- þáttahatur. Leikur er til fyrirmyndar og allt sjónrænt spil áhrifamikið. Brennheit og reið ádeilumynd sem enginn má missa af. Laugarásbíó Blues Brothers ★★ (Blúsbræður) Þessi tæplega tfu ára gamla stemmningsmynd er dæmi um hvernig nánast handritalausar kvikmyndir geta verið fyndnar með réttri stjórn. Ein allsherj- ar vitleysa frá upphafi til enda en samt ágætis skemmtun. Twins ★ (Tvíburar) Einstaklega þunn og ófyndin mynd þar sem áhorfandinn veit alltaf hver næsti brandari verður. Lakasta mynd Ivans Reit- mans til þessa og hefði handritið aldrei átt að fara lengra en í ruslakörfuna. Nightmare on Elm Street 4 ★ (Matröð á Álmstræti 4) Fjórða myndin í þessari hryllings- tæknibrellusyrpu. Efnið er orðið talsvert þreytt og Freddi ekki lengur ógeðslegur. Bíóhöllin Tree Fugitives ★★ (Þrjú á flótta) Ágætis gamanmynd á meðan plottið Skondnar andstæður Hver svíkur hvem? finningaböndum sem auðvitað flækir hana um leið og það kemur FBI til góða. Costa-Gavras verður til að byrja með nokkuð ágengt en þeg- ar líða tekur á myndina verður hann of upptekinn af alls kyns aukaatriðum sem engu máli skipta. Það er óneitanlega nokk- uð áhrifamikið þegar Gary getur ekki í hjarta sínu lógað veikum hesti en fer síðan á „veiðar“ þar- sem bráðin er bjargarlaus svert- ingi. Við fáum góða mynd af hin- um sjúka og fávísa rasista en eftir það ræður handritið ekki við vandamálið. Úrlausin er þessi venjulega, bandaríska klisja með alls kyns hallærislegum atriðum og eftir á að hyggja hefði hér get- að verið um dæmigerða sjón- varpsmynd að ræða. Að vísu standa leikarar vel fyrir sínu, svo langt sem þeirra hlutverk ná. Costa-Gavras hefur líka ávallt náð mjög góðum leik frá sínu fólki og eru Debra Win- ger og Tom Berenger mjög sannfærandi í sínum hlutverkum. Sama má segja um aukaleikara í hlutverkum rasistanna en FBI- gæjarnir hefðu mátt vera betur skrifaðir. Niðurstaðan er að Betrayed er ein sísta kvikmynd Costa-Gavras og kannski ætti hann ekki að gera mynd í bandarísku samfélagi. Menn eins og Alan Parker eru greinilega betur til þess fallnir. Pað virkar vissulega nokkuð ír- onískt því Parker var lítt þekktur auglýsingagerðarmaður sem ekk- ert kunni nema sjónrænar breilur á sama tíma og Costa-Gavras var skráður á spjöld kvikmyndasög- unnar fyrir meistaraverk sfn um pólitísk máiefni. Engu að síður bíð ég spenntur eftir næsta verki Costa-Gavras þótt neistann hafi vantað að þessu sinni. Three Fugitives (Þrjú á flótta), sýnd í Bíóhöllinni. Handrit og leikstjórn: Francis Weber. Aðalhlutverk: Martin Short, Nick Nolte, Sarah Rowland Doroff. í þessari ágætu gamanmynd leikur Martin Short einhvern lé- legasta bankaræningja kvik- myndanna. Hann er raunar eng- inn bankaræningi en í örvæntingu sinni grípur hann til þess ráðs að fremja vopnað bankarán. Þegar allt fer út um þúfur ákveður hann að taka gísl til að sleppa frá ósköpunum og hver verður fyrir valinu nema fyrrum fanginn Luc- as sem hafði ætlað sér að byrja nýtt líf eftir fimm ára setu innan rimlanna. Áður en langt um líður er Lucas grunaður um ránið enda mun líklegri til verksins en væsk- illinn í stóra frakkanum. Þetta er grunn hugmyndin í kvikyndinni Three Fugitives sem sýnd er í Bíóhöllinni. Agætis hug- mynd, sérstaklega með tilliti til hvernig valið var í hlutverkin. Hinar miklu andstæður á milli Martin Short og Nick Nolte skapa skemmtilegt andrúmsloft og þegar dóttir hins fyrrnefnda kemur til sögunnar bætist ein andstæðan við. En þegar líður á myndina virk- ar plottið ekki lengur og stemmningin sem skapast hafði dettur dálítð niður. Hugmyndin verður brátt uppurin og illa gengur að finna rétta þráðinn á ný. Það tekst þó í hreint ágætu lokaatriði þar sem Martin Short er enn aðhlátursefnið. Myndin líður einnig fyrir þær senur sem Betrayed (Setið á svikráðum), sýnd í Bióborginni. Leikstjóri: Constantin Costa-Gavras. Handrit: Joe Eszterhas. Aðalhlutverk: Debra Win- ger, Tom Berenger, John Heard. Varla er hægt að tala um pólit- ískar spennumyndir án þess að upp komi nafn Costa-Gavras. Hann hefur haft meiri áhrif á gerð slíkra mynda en nokkur annar, enda hafa myndir hans verið kraftmiklar og vel stílfærð- ar útfærslur á heitum pólitískum alþjóðamálum. Hann hefur fest sig í sessi sem sannur húmanisti og andúð hans á fasistum hefur einkennt margar mynda hans. Costa-Gavras er fæddur í Grikklandi en gerðist ungur fra- nskur ríkisborgari og hefur gert flestar sínar kvikmyndir þar. Hann hlaut mikla athygli fyrir réttum 20 árum fyrir kvikmynd- ina Z og í kjölfarið fylgdi The Confession, en árið 1982 gerði hann Missing sem trúlega er hans verk á Vesturlöndum. stórgóðar myndir sem allir gott af því að sjá. Það sama verður því miður ekki sagt um nýjasta verk Costa- Gavras, Betrayed. Myndin nálg- ast á engan hátt fyrri verk hans og er í raun ósköp venjuleg, banda- rísk, annars flokks spennumynd sem hefði efnisins vegna að ó- sekju mátt takast mun betur. Hún segir frá tilraunum FBI til að hnekkja fjöldahreifingu rasista í Bandaríkjunum sem hafa það að markmiði að eyða öllum kyn- stofnum utan þess hvíta. Cathy Weaver (Debra Winger) er send I bæ nokkurn í Suðurríkjunum þarsem kynþáttahatrið blómstrar og á hún að koma upp um höfuð- paura rasistanna. Á sama tíma og henni verður nokkuð ágengt tengist hún einum þeirra, Gary Simmons (Tom Berenger), tii- 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐj Föstudagur 2. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.