Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 11
AÐ UTAN DAGUR ÞORLEIFSSON Lútherskur uggur út af páfaheimsókn I fyrsta sinn í sögunni heimsækir jarl Krists á jörðu ogeftirmaður Péturs postula Norðurlönd, öruggustu vígi Lútherstrúar og raunar allrar mótmælendakristni Jóhannes Páll með landa sínum Jaruzelski, aðalvaldhafa hins komm- úníska Póllands - kjör Pólverja á páfastól var sérstaklega ætlað til eflingar kaþólsku austantjalds. Sjö af ellcfu biskupum lúth- erskrar þjóðkirkju Noregs hafa lýst því yfir, að þeir muni ekki hlýða messu þeirri er Jó- hannes Páll páfi annar syngur í Þrándheimsdómkirkju í dag. Ekki verður hjá því komist að túlka þessa ákvörðun biskupanna svo, að páfi sé enginn sérstakur aufúsugestur í augum norsku þjóðkirkjunnar. Einn biskupanna, Per Lönn- ing, lét þar að auki svo um mælt að núverandi páfi hefði reynst einingu heimskristninnar þránd- ur í götu, gagnstætt því sem verið hefði um fyrirrennara hans, þá er sátu Pétursstól á sjöunda ára- tugnum og þeim áttunda. Á tíð Jóhannesar Páls annars hefði ekki miðað í átt til einingar, held- ur þvert á móti. Lönning telur ástæðuna vera þá, að núverandi páfi ætlist til að ekki aðeins ka- þólska kirkjan, heldur og aðrir kristnir trúflokkar, lúti leiðsögn sinni. í dönsku þjóðkirkjunni hefur einnig borið á óánægju nokkurri út af heimsókn páfa. Hinsvegar hefur ekki borið telj- andi á neinu slíku af hálfu lúth- erskra þjóðkirkna Svíþjóðar og Finnlands. Pólskur páfi og hollenskur Þessi viðbrögð vekja óneitan- lega spurningar um afstöðu lútherskra kirkna til bæði kaþ- ólsku kirkjunnar og núverandi æðsta manns hennar. Tilefnið er sérstætt, því að hér er um að ræða fyrstu páfaheimsókn sögunnar til Norðurlanda. Núverandi páfi er þar að auki sérstæður í sinni röð fyrir þá sök, að hann er sá fyrsti í því embætti frá því á öndverðri 16. öld.sem ekki er ítali.Máút af fyrir sig undarlegt heita að kaþ- ólska kirkjan, sem gerir kröfu til þess að teljast í fyllsta máta al- þjóðleg, skuli að þessu leyti hafa verið svo mjög einokuð af ít- ölum. Til þessa liggja efalaust margar ástæður, en mikil atriði eru vitaskuld í því sambandi að Páfagarður er í Róm, að upphaf- legur jarðvegur kaþólsku kirkj- unnar var Rómaveldi keisaranna og að í sögunni varð hún að vissu marki arftaki þess. Síðasti óítalski páfinn á undan núverandi pólskum páfa var Ha- drían fjórði, niðurlenskur skóla- maður sem fyrir páfadóm sinn var þekktur sem Ádrían frá Ut- recht og hafði auk annars verið kennari Karls keisara fimmta. Hann var kjörinn páfi 1522 að látnum Leó tíunda af Mediciætt, sem með óhófseyðslu og fyrir- hyggjuleysi átti mikinn þátt í því að skriða siðaskiptanna fór af stað. Ætla má að keisarinn hafi stuðlað að kjöri kennarans síns gamla á páfastól. Hadrían var heiðarlegur maður og reyndi að útrýma spillingunni, sem þá reið hverju húsi í Páfagarði, en varð lítt ágengt, enda aldraður orðinn og dó árið eftir. Sú tilraun, sem gerð var með kjöri þessa Norður- Evrópumanns í æðsta embætti vestrænu kristninnar til að koma í veg fyrir klofning hennar fór því út um þúfur. Hákirkjusvipur Svía og Finna Vegna sérstakra tengsla páfa- dómsins og fyrra þýska keisara- dæmisins (þess heilaga róm- verska, eins og það var kallað) kom arðrán og óhófseyðsla ren- issanspáfanna sérstaklega niður á Þýskalandi, og með hliðsjón af því mátti eðlilegt kalla að Lúther skyldi, er hann reis gegn páfa- valdinu, fá þar svo víðtækt brautargengi sem raun varð á. Með tilliti til þess, hve náin sam- bönd Norðurlanda höfðu þá í aldaraðir verið við Þýskaland á vettvangi stjórnmála, menningar og efnahagsmála var ekki við öðru að búast en að þessi hreyf- ing bærist fljótlega til skandina- vísku konungsríkjanna. Kring- umstæður heimafyrir stuðluðu einnig að því að lútherskan varð þar ofan á. Aðeins fáeinum árum eftir að Lúther 1517 negldi mót- mæli sín fræg gegn aflátssölu páf- astóls á kirkjuhurðina í Witten- berg hafði Svíþjóð slitið sig lausa úr Kalmarsambandinu, þar sem Danir réðu mestu. Danakonung- ur viðurkenndi ekki hið nýja sænska konungsrjki' ' Gústafs Vasa, sem þá varð til, og flestir munu hafa litið á það sem von- arpening. Konungsvald á þeirri tíð byggðist ekki síst hvað á því að krúnan sjálf ætti miklar eignir, og þá undirstöðu varð Gústaf Vasa sér úti um með því að gera eignir kirkjunnar þarlendis, sem voru miklar eins og víðar, upptækar 1527. Gústaf þessi var grófur kraftakarl og líklega eins nálægt því að vera trúlaus og þá var hægt að gera ráð fyrir um evrópskan stjórnmálamann. Það sem hann vildi fá voru eignir sænsku kirkj- unnar, en um lögformleg atriði viðvíkjandi skilnaði hennar við Rómarstól var hann áhugaminni. Því er það að meðal sænskra sagnfræðinga hefur stundum ver- ið um það deilt, hvenær sænska kirkjan hafi formlega sagt skilið við páfakirkjuna og meira að segja er ekki laust við að efi hafi komið fram um að það hafi nokk- urntíma skeð með viðeigandi formlegheitum. Má vera að hér sé að leita orsakarinnar til þess, að sænska kirkjan og sú finnska (sem upphaflega var auðvitað hluti af þeirri sænsku) hafa alltaf haft á sér meiri hákirkjusvip en þjóðkirkjur Dana, Norðmanna og íslendinga, sem eiga rætur sínar að rekja til danska konungs- ríkisins eins og það var á 16. öld. Svíar og Finnar hafa t.d. erki- biskup, en ekki Danir og Norð- menn. Bylting að ofan f Danmörku var siðaskiptun- um að líkindum fylgt fram af meiri trúmálaáhuga en með Sví- um, en eigi að síður urðu þau einnig þar fyrst og fremst bylting að ofan. Kristján konungur ann- ar studdi borgara og bændur gegn aðlinum (á Skáni er hann kallað- ur Kristján bændumkær en Krist- ján harðstjóri í sænskri sögu yfir- leitt) og þann álitshnekki er hann varð fyrir með því að missa Sví- þjóð úr Kalmarsambandinu not- færði aðallinn sér til að steypa honum af stóli. Úr þessu varð borgarastríð (greifastríðið 1534- 36) milli aðals annarsvegar og hinsvegar borgara og bænda. Að- allinn sigraði og hóf Kristján þriðja til konungdóms. Hann kom siðaskiptunum í kring og stórefldi þar með vald sitt og að- alsins. Jarðeignir kirkjunnar voru gerðar upptækar og varð það til þess að jarðeignir í eigu krúnunnar þrefölduðust. Biskup- ar misstu sæti sín í ríkisráðinu, sem eftir það var eingöngu setið af aðálsmönnum. Niðurstaða siðaskiptanna í báðum skandinavísku konungs- ríkjunum varð þannig sterkt kon- ungsvald, sém byggðist á stór- auknum eignum krúnunnar. Konungarnir tréystu síðan völd sín með eflingu embættismann- astéttar, sem klerkar hinna nýju lúthersku kirkna heyrðu til. Kirkjan missti við siðaskiþtin allt sjálfstæði gagnvart konungsvald- inu og heyrði þareftir undir það eins og hverjar aðrar stofnanir ríkisins. Ekki skemmti- ferð Vegna legu Norðurlanda hafði kaþólska kirkjan aldrei mikla möguleika á að bjóða mótmæl- endatrú þar byrginn, og þetta ásamt með traustu lúthersku konungs-, embættismanna- og klerkavaldi gerði að verkum að ríkin þar urðu öruggustu vígi lút- hersks dóms. Kaþólsku var þar nærfellt útrýmt og síðan hafa Danir, Finnar, íslendingar, Norðmenn og Svíar verið álíka gagngert lútherskir og ítalir og Spánverjar eru kaþólskir. Engin lönd í heiminum eru jafn ræki- lega mótmælendatrúuð og Norð- urlönd. Á öllum Norðurlöndum eru kaþólskir menn innan við 200,000 og meirihluti þeirra inn- flytjendur, einkum frá Rómönsku-Ameríku og Austur- Evrópu. Frá því að herir Tillys og Wallensteins sóttu fram norður að Eystrasalti í öndverðu þrjátíu- árastríðinu hefur norræn lúth- erska ekki þurft að óttast sókn kaþólsku eða nokkurs annars keppinautar á trúarsviðinu þang- að. Með hliðsjón af þessu er varla með öllu út í hött að láta sér detta í hug, að við þann nýstárlega við- burð, sem fyrsta páfaheimsókn til Norðurlanda er, komi upp úr sál- arfylgsnum Norðurlandabúa viss uggur um að á bakvið þá heim- sókn liggi tilhneiging til að taka upp þráðinn aftur þar sem þá Til- ly og Wallenstein þraut örendið. Og vissulega fer páfi ekki til Norðurlanda til að skemmta sér, heldur heyrir það embætti hans til að hann hlýtur að vinna að vexti og viðgangi kaþólskunnar á Norðurlöndum, eftir því sem föng eru á, rétt eins og annars- staðar. Talsmenn páfa segja hann ætla að telja kjark í söfnuði kaþ- ólikka nyrðra, og drepa jafn- framt á að Norðurlönd séu meðal þeirra landa, þar sem trúleysi og veraldarhyggja séu mest og gefa í skyn að því hafi fylgt lausung og siðleysi í samfélögunum almennt. f því sambandi er vikið að getn- aðarvörnum og fóstureyðingum, algerum viðurstyggðum í augum forustu kaþólsku kirkjunnar. Víst er um það að mikið móralskt rask hefur verið á mannskapnum í þróuðustu þjóðfélögum verald- ar síðustu áratugina og í þeim lífs- ins ólgusjó leita menn ýmislegrar hugsjónalegrar akkerisfestu. Á þeim vettvangi er kaþólska kirkj- an, hvað Norðurlöndum viðvík- ur, síst ólíklegri til árangurs á sálnaveiðum en margur annar að- ili. Á Norðurlöndum er hún auk annars nógu framandleg til að geta verið spennandi. Og fjöl- miðlunartækni nútímans, eink- um sjónvarpið, gerir að verkurn að fjarlægð Norðurlanda frá ka- þólskum svæðum álfunnar skiptir litlu máli hjá því sem var á tímurfi gagnsiðbótarinnar á 16. og 17. ökk Pólsk pólitík páfastóls fyrr og nú Þó að minna fari fyrir pólitík- inni í trúmálum Evrópumanna nú en þá var er hún auðvitað enn með í spilinu á þeim vettvangi, einnig í álfunni okkar. Núverandi páfi er án alls vafa dugnaðarmað- ur og hæfur um margt, en það var ekki eingöngu þessvegna sem hann var kjörinn á páfastól. Á öndverðri 16. öld var sóttur páfi norður í þýska keisaradæmið, beinlínis í þeim tilgangi að blíðka íbúa þess, langþreytta á arðráni og spillingu Rómarstóls. Síðan var ekki náð í páfa út fyrir Ítalíu fyrr en nú fyrir nokkrum árum, og þá fyrst og fremst í þeim til- gangi að það mætti verða kaþ- ólskri kristni austantjalds, og einkum í Póllandi, höfuðvígi hennar þar, til eflingar. Síðasta verulega meðvitaða til- raun kaþólsku kirkjunnar til að ná til sín aftur hinum fráföllnu Norðurlöndum var að vísu gerð frá Póllandi. Sá kappi sem páfa- kirkjan beitti fyrir sig þaðan að því sinni var Sigmundur Jóhanns- son Vasa, sem konungur varð þarlendis 1587, uppalinn af jesúí- tum og eftir því rammkaþólskur. Kaldhæðni var að hann var son- arsonur Gústafs Vasa, sem kollvarpað hafði kaþólsku í Sví- aríki. Vonir páfa viðvíkjandi Sig- | mundi byggðust á því, að hann var einnig ríkiserfingi Svíþjóðar og varð raunar konungur þar nokkrum árum síðar. Enn lúth- erskan var þá orðin það sterk með Svíum að hann fékk þar engu til leiðar komið og var hrak- inn úr landi. Rétt er að síðustu að benda á, að þrátt fyrir óróleika danskra og norskra lútherstrúarmanna út af heimsókn páfa ber lítt eða ekki á slíku meðal trúbræðra þeirra á ís- landi, þriðja ríkinu sem orðið er til úr gamla danska konungdæm- inu. „Við lútum honum ekki, en tökum honum sem kristnum bróður,“ sagði sr. Magnús Guð- jónsson, biskupsritari, í stuttu símaviðtali við Nýtt helgarblað. Sjö af ellefu lútherskum biskupum Noregs mæta ekki er páfi messar í Þrándheimsdómkirkju, fyrrum höfuðkirkju norskrar kaþólsku. Föstudagur 2. júni 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.