Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 21
¥¥¥H¥ ^ ¥ í Sjóminja- safninu Leifurog Kólumbus Fróðleg yfirlitssýning opnuð í Sjóminjasafni Islands í Hafnarfirði um siglingar víkinga og Kólumbusar til Ameríku Fyrir rúmum 520 árum er taliö að landkönnuðurinn og sægarp- urinn Kristófer Kólumbus, hafi stigið á land í Hafnarfirði er hann var kanna heimshöfin að leita upplýsinga um siglingar norr- ænna manna fyrr á öldum vestur um haf. Nú er Kólumbus aftur kominn til Hafnarfjarðar, að þessu sinni íformi fróðlegrar sögukynningar, sem ítalska menntamálaráðuneytið hefur út- búiðtil að minnast þess að árið 1992 er rétt hálf öld liðin síðan Geúabúinn Kristófer Kólumbus sté fyrst á land í Ameríku. Sýningin um ævi og ferðir Kól- umbusar var opnuð í Sjóminja- safninu í Hafnarfirði í gær en einnig hefur safnið komið upp sérstakri sýningu um siglingar norrænna manna vestur um haf 500 árum áður en Kólumbus kom þar fyrsta sinni, og þar er að sjálf- sögðu lögð aðaláherslan á frækn- ar siglingar Leifs Eiríkssonar eða Leifs heppna eins og hann er jafnan nefndur. - Það var í vetur sem leið að okkur bauðst þessi sýning um Kólumbus, fyrir milligöngu kons- úls ítala hérlendis, Ragnars Borg. Stjórn Sjóminjasafnsins samþykkti að þiggja þetta boð að því tilskyldu að jafnframt yrði sagt frá siglingum norrænna manna vestur um haf og það reynum við að gera eins og mögu- legt er, en það verður að segjast að lítið er til af gögnum og heim- ildum um þessar siglingar, nema það sem er að fínna-í fornsögum, segir Gyða Gunnarsdóttir for- stöðumaður Sjóminjasafnsins sem hefur haft veg og vanda að uppsetningu sýningarinnar. Auk ýmissa muna frá víkingat- ímanum sem fengnir hafa verið að láni hjá Þjóðminjasafninu eru á sýningunni myndir frá Hróar- skeldusafninu í Danmörku sem á í fórum sínum hin merka knörr sem grafinn var upp árið 1962, auk margvíslegs annars fróðleiks í myndum og máli. - Því miður er ekkert líkan til af knerri hérlendis, en knörrinn er talinn vera það úthafsskip sem Leifur og aðrir víkingar sigldu á ferðum sínum vestur um höf. Þetta voru mikil flutningaskip, stór í sniðum og geysidýr, kost- uðu á við heila jörð, segir Gyða. Talið er að knörrinn hafí verið stuttur a.m.k. í samanburði við langskipin en hann var hins vegar mjög rúmgóður, en fyrir miðju skipi var lestarrými fyrir vörur, búslóð og búfénað. Knörrinn hafði bæði kosti og galla sem farmskip. Hann varðist í sjó bet- ur en önnur stórskip þeirrar tíðar en í andbyr eða logni varð ekkert komist á honum. Lúðvík Kristjánsson rithöf- undur og fræðimaður hefur hald- ið þeirri kenningu á lofti,að vík- ingar hafí jafnvel notað stór ára- skip í þessar landkönnunarferðir, en slík skip hafi verið mjög góð sjóskip. Slík skip hafa þekkst nær óbreytt fram á síðustu ö!d og er á sýningunni einmitt líkan af einu þekktasta skipi þeirrar tegundar frá seinni tímum, hárkarla- skipinu Ófeigi. Vínlandsferðir Talið er að það hafi verið um árið 1000 sem Leifur heppni sigldi eftir austurströnd Norður Ameríku og gaf löndum nöfn; Helluland, Markland og Vín- land. Áður hafði Bjarni Herjólfs- son séð til þessara landa er hann hraktist af leið á ferð sinni frá íslandi til Grænlands, en Bjarni tók ekki land á þessum ókunnu slóðum, heldur sneri aftur til Grænlands. Þorvaldur bróðir Leifs fór síðan í kjölfar Leifs á þessar slóðir með hóp manna sem settust þar að sem Vínland heitir og dvöldu í tvo vetur. Þeim lenti saman við innfædda og urðu að hverfa burt. Fræðimönnum ber ekki saman um hvar Vínland sé að finna, en flestir hallast þó að því að það sé Nýfundnaland. Fornar minjar um búsetu norrænna manna hafa fundist við uppgröft á Nýfundna- landi en þekktastur er uppgröft- urinn við L'Anse aux Meadows, en þar fundust rústir víkinga- byggðar. Myndir frá þeim upp- greftri eru á sýningunni í Sjóm- injasafninu, auk þess sem sýndar eru endurgerðir á nokkrum mun- um sem fundust við uppgröftinn, en Kanadamenn gáfu Kristjáni Eldjárn fyrrverandi forseta þessa muni. Sögusýning ítalska mennta- málaráðuneytisins um Kristófer Kólumbus samanstendur af 30 plakötum þar sem lýst er í máli, myndurn, teikningum og kortum ævi og ævintýrum Kólumbusar. Þar er m.a. sagt frá siglingu hans norður í höf til írlands og fslands, en hingað mun hann hafa komið árið 1477. Miklar líkur eru taldar á að hérlendis hafi hann fengið fyrst að heyra um siglingar nor- rænna víkinga í Vesturheimi hálfri öld áður. Kólumbus lagði upp í hina sögufrægu ferð sína til Ameríku þann 3. ágúst 1492 á skonnort- unni Sankti Maríu í fylgd með tveimur smærri skipum. Þann 12. október sáu ferðalangar til lands og um dagmál sté Kólumbus fyrst Gyða Gunnarsdóttir forstöðumaður Sjóminjasafns Islands: Leggjum líka áherslu á þátt norrænna víkinga í siglingum til Ameríku, samhliða fróðlegri Kólumbusarsýningu. Mynd-Þóm. fæti á land á smáeyjunni Guana- hani, sem hann síðar nefndi San Salvador. Hann fór fjórum yfir hafið til Ameríku á einum áratug en lést árið 1506, þá orðinn 55 ára gamall. - Þessi Kólumbusarsýning er mjög fróðleg og vel unnin og að sama skapi held ég að frásögnin um siglingu Leifs Eiríkssonar og annarra víkinga muni vekja áhuga og athygli, ekki síst þeirra fjölmörgu erlendu ferðamanna sem koma hingað í Sjóminjasafn- ið, segir Gyða Gunnarsdóttir. Sýningin um þá félaga Leif og Kólumbus og ferðir þeirra verður f^am á haust í Sjóminjasafninu en það er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 14-18. -Jg- Föstudagur 2. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21 : 5 k t « - Áiiiw ***

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.