Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 2
HUSMÆÐI Áhersla á fjölbreyttari valkosti Nýlegskýrslafráfélagsmálaráðuneytinu. Ofuráhersla á séreignafyrirkomulagið erekki réttaleiðin. Jafnrétti eignar- og leiguhúsnœðis forsenda almenns leigumarkaðar Sú séreignastefna í hús- næðismálum sem verið hefur allsráðandi hérlendis um langt skeið er af ýmsum talin hafa gengið sér til húðar. Það er ekki lengur í takt við hug- myndir fólks um jafnrétti í húsnæðismálum að ekki sé völ á öðru en að kaupa íbúð til að tryggja sér öruggt heimili. Margir telja þetta spurningu um sjálfsögð mannréttindi að all- ir eigi kost á öruggu húsnæði á þeim kjörum sem hægt er að ætl- ast til að almennt launafólk ráði við. Samhliða hinu almenna húsnæðiskerfi hefur þó félagsleg uppbygging farið fram og á þessu ári eru 60 ár liðin frá því að lög um verkamannabústaði voru sett og með því lagður grunnur að því kerfi sem við þekkjum í dag. En jafnvel innan félagslega kerfisins er hugmyndin um að fólk eigi að eignast húsnæðið allsráðandi því stærstur hluti kerfisins eru sölu- íbúðir á vegum stjórnar verka- mannbústaðanna. 6500 félags- legar íbúðir Samkvæmt upplýsingum úr fé- lagsíbúðaskrá Húsnæðisstofnun- ar ríkisins hafa verið byggðar rúmlega 6500 félagslegar íbúðir hérlendis. Mest hefur verið byggt af söluíbúðum á vegum stjórna verkamannaíbúða en tiltölulegar fáar leiguíbúðir. Á árunum 1980- 1987 var veitt lán úr Byggingar- sjóði verkamanna fyrir 1782 íbúðum, þar af var lánað til 1528 verkamannabústaða, 99 leigu- íbúða á vegum sveitarfélaganna og 155 leiguíbúða ætlaðra öldruð- Fólkvilleiga sínar íbúðir Páll R. Magnússonformaður verkamannabústaðanna íReykjavík: Kerfið hefur reynst vel. Þörf á að laga það að breyttum aðstœðum Páll R. Magnússon. Mynd: Jim Smart. Á þessu ári verður lokið við by99ingu 170 nýrra íbúða í Hamrahverfi í Grafarvogi á vegum vekamannabústaða í Reykjavík, og hafin verður bygging á 100 nýjum íbúðum í Húsahverfi í Grafarvogi síðar á þessu ári. Alls hafa um 1300 verkamannaíbúðir verið byggðar í Reykjavík en sam- tals eru á fjórða þúsund íbúðir sem heyra undir stjórn verka- mannabústaða í borginni. Eftirspurnin eftir íbúðum í verkamannabústöðum hefur alltaf verið miklu meiri en fram- boðið. Sem dæmi má nefna að á þessu ári hafa borist 1129 um- sóknir en 217 íbúðir eru til ráð- stöfunar. Það er stjóm verka- mannabústaða í hverju sveitarfé- lagi sem metur umsóknirnar og úthlutar íbúðum. Nokkur gagnrýni hefur komið fram á fyrirkomulag verkamann- abústaðkerfisins og menn hafa bent á aðrar lausnir sem hugsan- lega gætu leyst það af hólmi. Meðaí annars kemur þessi gagnrýni fram í skýrslu um félags- lega íbúðakerfið sem unnin var fyrir félagsmálaráðuneytið ný- lega. Af þessu tilefni ræddi blaða- maður við Pál R. Magnússon, formann stjómar verkamanna- bústaðanna í Reykjavfk. Á hvaða kjörum eru íbúðir í verkamannabústað seldar? Verkamannaíbúðir em hag- stæðustu íbúðarkaup sem völ er á. Almenna reglan er sú að lánað er fyrir 85% af íbúðarverði í 42 ár. I ákveðnum tilfellum er hægt að fá viðbótarlán upp í 90% af íbúðarverði og 100% lán er veitt í undantekningartilfellum. Lánin fylgja láskjaravísitölu og bera 1% vexti. Sem dæmi um greiðslubyrði kaupanda má nefna að ef lánaðar em 5 milljónir, sem er með hæstu lánum í dag þá eru afborganir um 150 þúsund á ári eða um 12.500 krónur á mánuði. Þriðjungur þessarar upphæðar er raunveru- legur spamaður íbúðarkaupanda sem hann fær endurgreitt þegar hann fer út úr íbúðinni. Er ekki hœtta á að svona úthlut- unarkerfi hætti að verka sem skyldi þegar þetta margar um- sóknir eru um hverja íbúð? Það er auðvitað erfitt verk að meta umsóknir þegar þær em margfalt fleiri en íbúðirnar, en hér í stjórn verkamannabústað- anna í Reykjavík hefur verið al- ger samstaða um úthlutun. Við gemm okkar besta til að finna út hvar þörfin er mest og hvaða sjónarmið er rétt að leggja til gmndvallar. Hvernig eru stjórnir verka- mannabústaða skipaðar? í stærri sveitarfélögum em stjórnir skipaðar 7 mönnum, 3 em kosnir af sveitastjómum eftir hverjar sveitastjómarkosningar, 3 fulltrúar em skipaðir af verka- lýðsfélögunum og félagsmálaráð- herra skipar 1 fulltrúa sem jafn- framt er formaður nefndarinnar. Er ekki eðlilegt að þaðfarifram endurskoðun á högum þeirra sem úthlutað fá íbúð í verkamanna- bústað til þess að koma í veg fyrir að fólk njóti aðstoðar miklu lengur en það hefur þörf fyrir? Jú það er eðlilegt að fram fari endurskoðun á högum fólks að ákveðnum tíma liðnum og vaxta- kjör breytist ef aðstæður hafa batnað mikið. En til að koma á svona endurskoðun þarf að breyta lögunum. Einnig þarf að hafa betra eftirlit með íbúðum sem fólk leigir út þannig að íbúð- imar skili sér betur inn í kerfið aftur þegar fólk þarf ekki lengur á þeim að halda. Er mikið um það aðfólk fái lán fyrir 100% af íbúðarverði? Það eru alltaf einhverjar íbúðir seldar á þeim kjörum og umsókn- um um slík lán hefur fjölgað und- anfarin ár. Þá greiðir fólk útborg- unina sem svarar til 10% af kostnaðarverði íbúðarinnar á þremur árum en byrjar ekki að borga af langtímalánunum fyrr en eftir þann tíma. Ég er þeirrar skoðunar að líta eigi á þennan tíma sem reynslu- tíma til að sjá hvort fólk ræður við að kaupa íbúðina og gefa ekki út afsal fyrr en eftir að útborgunin hefur verið greidd. Eins og fyrir- komulagið er núna þá er gefið út afsal um leið og kaup eru gerð en það tíðkast ekki á almennum markaði að kaupendur fái afsal fyrr en útborgun hefur verið greidd. ískýrslu félagsmálaráðuneytis- ins segir að þetta fyrirkomulag að byggja sérstakar íbúðir fyrir lág- launafólk stuðli að óæskilegri sundurgreiningu þjóðfélags- hópa? Ég get nú ekki tekið undir þetta. íbúar verkamannabústað- anna eru nokkurn veginn þver- snið af þjóðinni og ekkert öðm- vísi fólk en gerist og gengur. Fjöl- mennasta hverfið sem byggt hef- ur verið á okkar vegum er í Selja- hverfi í Breiðholti þar sem eru um 308 íbúðir og þær íbúðir em mjög vinsælar. Hins vegar er það stefnan hjá okkur að byggja ekki of margar íbúðir saman og að þær sem byggðar em falli vel að annari - byggð. Það er æskilegt að hafa íbúðimar ekki mikið fleiri en 100 saman. Hefurþú trú á því að almennar leiguíbúðir geti leyst verkamanna- bústaðakerfið af hólmi? Nei ég hef ekki trú á því. Fólk vill eiga sínar íbúðir sjálft auk þess sem það hefur ýmsa kosti í för með sér. Reynsla annars stað- ar frá sýnir til dæmis að umgengni í eignaríbúðum er betri en í leigu- húsnæði og hagsmunir kaupand- ans em ótvírætt betri varðandi verkamannabústaði vegna þess að þar er um þriðjungur þess sem kaupandi greiðir raunvemlegur spamaður sem hann fær endur- greiddan þegar hann flytur út. Hver er framtíð verkamanna- bústaðanna? Ég hef trú á því að verkamann- abústaðakerfið eigi eftir að eflast og styrkjast. Það þarf sífellt að endurskoða kerfið þannig að það lagi sig að breyttum aðstæðum og verði sveigjanlegra. Ýmsar breytingar em þarfar en í gmnd- vallaratriðum hefur það reynst vel. Vandinn nú sem oft áður er hins vegar sá að of lítið fé er til ráðstöfunar og þess vegna ekki hægt að sinna öllum þeim sem þurfa á aðstoð að halda. •Þ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.