Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 10
HÚSNÆÐI veggja Húsþurfa ekki öll að veraeins. ÍHafnar- firði er verið að byggja hús sem eru öðruvísi en við eigum að venjast Hús er bygging með veggjum og þaki samkvæmt skil- greiningu orðabókar Menningarsjóðs. Málið er þó ekki alveg svona einfalt því að undanförnu hafa verið byggð hús sem ekki geta með réttu fallið undir þessa skilgreiningu. Kúlulaga hús og hin svokölluðu strýtuhús hafa til að mynda ekkert þak í venju- legum skilningi eða enga veggi eftir því hvemig á málið er litið. I Setbergshverfinu í Hafnarfirði eru í byggingu nokkur hús sem eru verulega frábrugðin því hefðbundna sem við eigum að venjast. Vífill Magnússon arkitekt hefur teiknað eitt þessara húsa sem líkist píramída að lögun. Hugmyndin varð til í Mexíkó þar sem Vífill var við nám en íbúðarhús af þessu tagi hafa bæði verið byggð í Danmörku og Banda- ríkjunum. Að mati Vífils hafa strýtubygingar ýmsa kosti fram yfir hús af hefðbundinni gerð. Þau eru ódýrari og einfaldari í smíðum, þau standa vel af sér veður og snjóálag er ekkert. Auk þess er minni hætta á að svona hús hrynji í jarðskjálftum. Fyrstu teikninguna af strýtuhúsi gerði Vífill árið 1983 en áhugi fólks kviknaði eftir að hann byggði svona hús í Kópavogi þar sem hann og eiginkona hans Halla Hannesdóttir reka teiknistofu. íbúðarhús með þessu lagi hefur verið byggt í Vogum og eins og áður sagði er enn eitt í byggingu í Hafnarfirði. Kúluhúsið í Setbergi hefur líka vakið talsverða athygli. Það er byggt úr mörgum þríhyrndum timburflekum og þríhyrningsformið heldur sér í öllum gluggum hússins. Það var Einar Þorsteinn Ásgeirsson sem teiknaði húsið en eigandi þess Grétar Magnússon byggði það. Við hlið íbúðarhússins hefur verið reist annað kúluhús sem samanstendur af mörgum litlum sexhyrningum. Grétar Magnússon hannaði þetta hús og hyggst hefja framleiðslu á þeim. Þau eru 30 og 50 frn að stærð og geta hentað vel m.a. sem sumarhús. iþ 10 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN JÚNÍ1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.