Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 4
HUSNÆÐI
v
hÆm, Wm
Húsnæöissamvinnufélagið
Búseti í Reykjavík var stofnað
í nóvember 1983 og 5 árum
síðar voru fyrstu íbúðirnar á
þeirra vegum teknar í notkun,
fjölbýlishús að Frostafold 20 í
Grafarvogi. Strax í upphafi
reyndist vera mikill áhugi
meðal almennings á þessu
félagi. Yfir2000 einstaklingar
skráðu sig í félagið í upphafi
og eftir að íbúðirnar í Frosta-
fold voru teknar í notkun fjölg-
aði félögum á skömmum tíma
um tæplega 2000. Alls eru því
félagarnir um 4000 hér í
Reykjavík auk þess sem 12
Búsetafélög hafa verið stofn-
uð víðs vegar um landið.
Búseti byggir leiguíbúðir sem
félagsmenn geta keypt sér búset-
urétt í og tryggt sér þannig ævi-
löng afnot af íbúðinni. Búsetu-
rétturinn kostar sem svarar um
15% af byggingarkostnaði íbúð-
arinnar en 85% af byggingar -
kostnaði er aflað með lánum frá
Byggingarsjóði verkamanna eða
Byggingarsjóði ríkisins.
- Búseturéttaríbúðir eru þekkt
fyrirbrigði víða í nágrannalönd-
unum, t.d. í Þýskalandi, Sviss og
Svíþjóð og þykir þar sjálfsagður
valkostur. Hérlendis hefur það
verið ríkjandi skoðun að hús-
eignir eigi að vera í einkaeign og
til að byrja með voru margir van-
trúaðir á að þetta myndi ganga og
andstaðan við félagið kom fljótt í
ljós inn á Alþingi, sagði Reynir
Ingibjartsson starfsmaður félags-
ins
Pað er kannski ekki óeðlilegt
að nýjar hugmyndir þurfi þetta
5-10 ár til að festast í sessi og fyrst
við sem að þessu félagi stöndum
höfum þraukað í 5 ár þá höldum
við næstu 50 árin út. Petta er
spuming um að vera nógu
sannfærður um að við séum að
gera rétta hluti og gefast ekki upp
þrátt fyrir andsnúnar kringum-
stæður.
Nauðsynlegur
valkostur
Búseturéttarfyrirkomulagið er
nauðsynlegur valkostur og hag-
kvæmur. Fyrir einstaklinga sem
ekki geta eða ekki vilja kaupa
íbúð býður þetta fyrirkomulag
upp á öruggt húsnæði, lága leigu
og verðið á búseturéttinum ætti
að verá viðráðanlegt fyrir flesta.
Það felst líka í því ákveðin hag-
kvæmni fyrir þjóðfélagið að
minnka það fé sem fjölskyldur
eyða í fjárfestingar á húsnæði.
Búseturéttaríbúð er kostur sem
Höfum sannað
tilverurétt okkar
Reynir Ingibjartsson hjá Búseta: Sjálfsögð mannréttindi að
eiga kost á öruggu húsnæði
allir eiga rétt á og það er ein-
göngu spurt um númer þitt í fé-
lagaskránni þegar að úthlutun
kemur. Hins vegar hafa einstakl-
ingsbundnar aðstæður áhrif á það
á hvaða kjörum fólk fær íbúðim-
aðstæður íbúðir sem fjármagnað-
ar eru með lánum úr Byggingar-
sjóði verkamanna sem em hag-
stæðari en þau sem fást hjá Bygg-
ingarsjóði ríkisins. Aðstæður
fólks em síðan endurskoðaðar að
nokkmm árum liðnum og hugs-
anlega breytast leigukjörin ef að-
stæður hafa breyst mikið til hins
betra og eins geta hinir sem borga
hærri húsaleigu færst yfir á lægri
leigu ef aðstæður þeirra hafa
versnað til muna. í verkamanna-
bústaðakerfinu fer engin svona
ar. Búseturétturinn sjálfur mun
væntanlega kosta nokkurn veg-
inn það sama en samkvæmt
lögum um kaupleiguíbúðir fá þeir
sem uppfylla ákveðin skilyrði
varðandi tekjur og félagslegar
Fyrsta skóflustungan tekin að
Búsetablokkinni í Grafarvoginum
í nóvember 1986. Á myndinni eru
Reynir Ingibjartsson, lengst til
hægri, Harpa Njálsdóttir og Páll
Gunnlaugsson. Mynd: E.ÓI.
endurskoðun fram; eftir að þú
hefur einu sinni fengið úthlutað
íbúð verður slíkt ekki aftur tekið
þrátt fyrir að tekjur og aðstæður
allar gjörbreytist.
Ótal fleiri hagkvæmnisrök
mætti tína til, en ég lít líka á val-
möguleika varðandi búsetuform
sem sjálfsögð mannréttindi og út
frá þeirri einu forsendu á Búseti
fullkomlega rétt á sér.
Breytt
viðhorf
Það er enginn vafi á því að við-
horfin í þjóðfélaginu hafa breyst
mikið frá því að Búseti var stofn-
að og félagið hefur sannað tilver-
urétt sinn. Með lögunum um
kaupleiguíbúðir má segja að hið
opinbera hafi viðurkennt þörfina
fyrir leiguhúsnæði sem raunveru-
legan valkost, og að fyrirgreiðsla
til slíkra bygginga ætti að vera
betri en til annarra íbúðarbygg-
inga. Við erum samt enn langt á
eftir þeim þjóðum sem byggja sitt
húsnæðiskerfi upp á fjölbreyttum
valkostum. Þar er langt síðan
menn hættu að velta fyrir sér
spumingum um hvort séreigna-
fýrirkomulag eða leigufyrirkomu-
lag sé heppilegra af þeirri
einföldu ástæðu að leiguhúsnæði
af þessu tagi er talið eðlilegur
hluti af húsnæðiskerfinu. Sem
dæmi má nefna Sviss þar sem ein-
ungis um 30-40% íbúðarhúsnæð-
is eru í einkaeign. Þar velta menn
því ekki fyrir sér hvort þeir eigi
sitt húsnæði eða ekki heldur
hvort það sem í boði er sé hent-
ugt, öruggt og á viðráðanlegu
verði.
Ég lít á það sem sjálfsögð
mannréttindi að eiga kost á ör-
uggu húsnæði og búseturéttar-
kerfið er einn af þeim kostum
sem tiltækir eru til að tryggja slík
réttindi.
Hvað er
framundan?
Eftir að lokið var við fyrstu
íbúðirnar við Frostafold hefur
verið sótt um lán til Húsnæðis-
stofnunar ríkisins til byggingar
180 nýrra íbúða. Umsókn þessi
var send inn í ágúst á síðasta ári
og þegar þetta er skrifað hafa
engin svör borist. Ætlunin var að
hefja byggingu íbúðanna á þessu
ári en þar sem það er nú að verða
hálfnað er óvíst hvort af fram-
kvæmdum verður á þessu ári. Við
getum lítið annað gert í þessari
stöðu en beðið og vonað að fyrir-
greiðsla verði veitt fyrr en síðar.
Sú draumsýn er manni auðvit-
að ofarlega í huga að reglulegar
lánveitingar fáist frá Húsnæðis-
stofnun svo unnt reynist að gera
einhverjar áætlanir fram í tím-
ann. Slíkar áætlanir myndu leiða
til þess að fólk gæti vitað með
nokkru öryggi í langan tíma að
það eigi von á íbúð og nýtt þann
fyrirvara til að safna fyrir búset-
uréttinum.
Ég lít á það sem sjálfsögð
mannréttindi að eiga kost á ör-
uggu húsnæði og búseturéttar-
kerfið er einn af þeim kostum
sem tiltækir eru til að tryggja slík
réttindi.
'Þ
Á 5 ára afmæli Búseta, í nóvemb-
er 1988, var Búsetablokkin vígð.
Einhver bið verður á áframhald-
andi uppbyggingu þar sem engin
svör við lánsumsóknum hafa
borist. Mynd: E.ÓI.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN JÚNÍ 1989