Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 11
_______________HÚSNÆÐI__________________
Steypuskemmdir
Sementið á sökina
Sturla Einarsson byggingameistari: Ekki sjávarmölin heldur sementið
sem er orsök alkalískemmda ísteypunni. Verðum að fá hlutlausa
erlenda rannsókn á sementinu
Mikið af þessari umræðu
um alkalískemmdir og orsakir
hennar er slík vitleysa að það
ærir óstöðugan fyrir fagmann
að hlusta á þetta, því aldrei er
getið um raunverulega á-
stæðu þess hvernig komið er
fyrir okkur í byggingamálum,
en hún er sú að við erum með
ónýtt sement, segir Sturla
Einarsson byggingameistari.
Sturla er þekktur í byggingar-
iðnaðinum fyrir að fara ekki
troðnar slóðir og hefur lengi bar-
ist fyrir því að menn hætti að ein-
angra steinsteypt hús innan frá
heldur einangri þau að utan. Þá
hafa steypuskemmdir lengi átt
hug Sturlu, sem segist vera búinn
að fá fullvissu fyrir því að það sé
ekki sjávarmöl eða önnur íblönd-
unarefni sem eigi sök á alkalí-
skemmdum, heldur saltmengað
sement.
-Þessar steypuskemmdir hafa
ekkert með vinnuframkvæmdina
að gera, nema að sáralitlu leyti.
Hvort steypan er bleytt meira á
einum stað eða öðrum, hvort að
jámin liggja nær miðju í þessu
húsi eða hinu. Þetta eru tómir út-
úrsnúningar, segir Sturla sem
hefur stundað rannsóknir á
steypumálum sl. 15 ár.
- Steypan sem við höfum hér
er ekki veðmnarþolin vegna þess
að sementið er uppfullt af salti.
Til sönnunar máli sínu bendir
Sturla á bflskúr sem hann steypti
fyrir nokkrum ámm við tilrauna-
hús sitt við Klyfjasel. Bflskúrinn
var steyptur úr Hekluvikri og
engin sjávarmöl kom þar nærri.
- Veggjaþykktin er 35 cm. og
einangmnargildið samsvarar ein-
angmn hefbundins veggjar full-
frágengum. Nú er komið í ljós að
þessi tveggja ára steypa, þrátt
Hérvellurhvít
salt- og kalk-
drullaútúr
steypunni.
Dæmigert
ástand í íslensk-
um byggingum.
Sementinu að
kenna, segir
Sturla Einars-
son bygginga-
meistari sem
viröir fyrir sór
skemmdina.
Mynd-eik.
fyrir íblöndun á kísilryki í sem-
entið, að skúrinn er nánast loðinn
að innan af saltdmllu og kalki,
einkum neðan á, loftplötunni.
Þessi efni, salt og kftk, em virk
efni sem þenjast út við raka-
myndun. Þetta er hin raunvem-
lega alkalískemmd í steypunni,
sem við sjáum á öllum húsum
sem em að grotna niður.
Sturla segir augljóst að ekki sé
hægt að kenna salti úr sjávarmöl
þessa eyðileggingu í bflskúmum.
Vikurinn sé tekinn langt inní
landi, en hins vegar sé salt í sem-
entinu sem velli út úr steypunni.
- Saltið kemur ekki annars stað-
ar að en úr sementinu. Það er
ekki um annað að ræða. Skelinni
er mokað upp af hafsbotni, sett í
bing með þara og síðan beint í
ofnana. Sumt brennur út, en ekki
nærri allt. Þannig sitjum við uppi
með lélegt sement, á sama tíma
og aðrar þjóðir taka sitt kalk í
sementið úr kalknámum langt
inní landi, þar sem vottar ekki
fyrir salti.
- Þetta er vandamál sem verð-
ur að taka á, en það hefur gengið
erfiðlega hingað til því hlutlausar
rannsóknir er erfitt að fram-
kvæma hérlendis. Því tel ég eina
vitið að erlendar rannsóknastof-
ur verði látnar efnagreina og
meta íslenska sementið. Það
verður að gerast hið fyrsta ef við
ætlum að reyna að koma í veg
fyrir frekari steypuskemmdir,
segir Sturla Einarsson. -|g.
HUSEIGANDI GÓÐUR!
ERTU ÞREYTTUR
A VIÐHALI
Eru eftirfarandi vandamál
að angra þig?
• Alkalí-skemmdir • Vaneinangrun
• Frost-skemmdir • Sprunguviðgerðir
• Lekirveggir • Síendurtekin málningarvinna
Ef svo er, skaltu kynna þér kosti
stb -utanhúss-klæðningarinnar:
Sfo -klæðningin er samskeytalaus.
Stb -klæðningin er veðurþolin.
sto-klæðningin er litekta og fæst í yfir 300
litum.
sfo -klæðningin er teygjanleg og viðnám gegn
sprungumyndun er mjög gott.
sfo -klæðningin leyfir öndun frá vegg.
sfo -klæðningin gefur ótal möguleika í þykkt,
áferð og mynstri.
sfo -klæðninguna er unnt að setja beint á vegg,
plasteinangrun eða steinulí.
sfo -klæðninguna er hægt að setja á nær hvaða
byggingu sem er, án tillits til
aldurs eða lögunar.
sfo -klæðningin endist - Vestur-þýsk gæðavara
Opið mánud.-föstud.
kl. 13-18
Bildshöföa 18 (Bakhús)
RYÐI r
112 Reykjavík - Sími 673320
í söludeildum Pósts og síma býðst þér gott úrval af
vönduðum símtœkjum auk alhlíða símaþjónusfu
Söludeildir Pósts og síma um land allt bjóða eingöngu viðurkenndan
úrvalsbúnað og örugga viðgerðar- og viðhaldsþjónustu.
Hjá okkur færðu gott úrval af allskyns símtækjum og aukabúnaði á góðum
greiðslukjörum.
PÓSTUR OG SÍMI
Póst- og simstöðvar um land allt og söludeildir
Kringlunni, Kirkjustræti og Ármúla 27.
±