Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 14
j. r- HUSNÆÐI Það er vissara að standa rétt að steypuvinnu, ef koma á í veg fyrir stórfelldar skemmdir og rándýrar viðgerðir og viðhald síðar meir. þannig að svokölluð viðgerð skilar litlum sem engum árangri. Mikil framþróun hefur orðið í framleiðslu efna sem notuð eru við steypuskemmdir, auk þess sem alls kyns klæðningar hafa komið fram á markaðinn, en oft- ar en ekki er það eina lausnin að klæða illa farna og mígleka út- veggi. Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins hefur gert úttekt á flestum þessara klæðningaefna og því rétt fyrir íbúðaeigendur að kynna sér niðurstöðu slíkra rannsókna. Sérrit og skýrslur Til að gefa ákveðna hugmynd um þær rannsóknir og þær skýrsl- ur sem fyrir liggja hjá RB, og hver og einn getur keypt á vægu verði, er hér á eftir birtur listi yfir þær helstu rannsóknir og skýrslur er tengjast steypuskemmdum og viðgerðum. RB-Sérrit Alkali efnabreytingar í stein- steypu 1971 Múr og múrblöndur 1976 Steinsteyputækni 1977 Styrkleiki í steinsteypu 1977 Steypuskemmdir- ástands- könnun1979 Námskeið í steyputækni 1979 Viðgerðir á steinsteypu 1980 Steypuskemmdir- ástands- könnun á Akureyri 1980 Viðgerðir á alkaliskemmdum, á- fangaskýrsla21982 Loftræst útveggjaklæðning 1982 Viðgerðir á alkalískemmdum í steinsteypu, áfangaskýrsla3 1983 Alkalívirkni steypuefna á íslandi 1983 Léttsteypurúrvirki 1984 Raki í húsum 2. útg. 1985 Rannsóknir á áhrif um kísilryks á eiginleika sements og stein- steypu 1985 Rannsóknarskýrslur: Alkalívirkni steypu eftir 1979— Ástandskönnun 1987 Ástandskönnun nýrra steyptra húsa m.t.t. steypuskemmda í út- veggjum 1988 Áhrif vatnsfæla á steinsteypu 1988 Eiginleikarharðnandi steypu úr venjulegu ísl. portlandsementi og Blöndusementi 1988 Samspil alkalívirkni og frostþols í steinsteypu 1989 RB-Tækniblöð Steinsteypa - steypuf lokkun og blöndutöflur1974 Útveggjaklæðning, loftræstytra byrði-undirstöðuatriði og hlut- verk 1974 Vetrarsteypa1978 Alkalí-kísil efnabreytingar í stein- Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins Sérfræðiaðstoð vegna steypuskemmda Fjöldi sérfrœðirita og úttektir. Boðið uppá sérrannsóknir og úttektir fyrir íbúðaeigendur Það eru sjálfsagt ekki margir eigendur steinsteyptra fasteigna sem hafa sloppið það vel að þurfa ekki að hafa áhyggjur af sprungum og steypuskemmdum í hús- eignum sínum. Svonefndar alkalí-skemmdir hafa verið óvenjumiklar í steinhúsum hérlendis sem byggð hafa verið á síðustu áratugum og víst er að þó tekist hafi að draga verulega úr alkalívirkni í steypu, er mikið verk fram- undan að gera við og lagfæra eldra húsnæði sem er margt mjög illa farið vegna þessara og annarra steypuskemmda. Stórverk í viðgerðum Sérfróðir menn í byggingariðn- aði hafa lýst ástandinu svo að trú- lega muni á næstu árum allt að helmingur verka í byggingariðn- aði snúast um viðhald og viðgerð- ir og þá er ekki síst horft til stór- verkefna varðandi viðgerðir á steypuskemmdum í einbýlis- og fjölbýlishúsum. Sú stofnun sem sérstaklegar hefur skoðað og rannsakað þess- ar steypuskemmdi á liðnum árum, er Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Sérfræð- ingar stofnunarinnar hafa sent frá sér mikinn fjölda skýrslna um rannsóknir á þessum þætti bygg- ingarmála og jafnframt hefur stofnunin lagt mat á raunhæfar leiðir til endurbóta og viðgerða. Hákon Ólafsson forstjóri RB, segir að þessi þáttur í starfsemi stofnunarinnar hafi verið tölu- vert umfangsmikil á liðnum árum, einkum ráðgjöf varðandi viðgerðir. Nú séu tveir menn í fullu starfi við að sinna þessum málum, bæði varðandi steypumál og aðra byggingarþætti. Mikið sé leitað eftir ráðgjöf og upplýsing- um, bæði frá húsbyggjendum, íbúðaeigendum og húsfélögum. Úttektir og ráðgjöf Stofnunin býður upp á þá þjón- ustu að gera úttekt á ástandi bygginga og skila síðan skriflegri skýrslu um stöðu mála og hvemig leysa megi vandann. Þessu starfi sinna fyrir RB einn tæknifræðing- ur og annar verkfræðingur. - Þessi þáttur í starfseminni mun örugglega fara vaxandi, eftir því sem byggingar eldast. Þær þurfa sitt viðhald og það er mikill fjöldi bygginga sjem er kominn á tíma hvað varðar viðhald, segir Hákon. Hann leggur áhersíu á að almenningur leiti sér sem bestra upplýsinga áður en lagt er út í kostnaðarsamar viðgerðir, og margvislegan fróðleik sé að finna í skýrslum RB, auk þess sem hægt er að fá keyptar við vægu verði sérstakar úttektir og ráðlegg- ingar. Það er ekki nema sjálfsagt að íbúðaeigendur undirbúi vel við- haldsverkin. Hér er oft um mikl- ar og dýrar framkvæmdir að ræða og því miður hefur allt of oft verið kastað til höndunum, bæði af hálfu verkkaupa og verktaka, ÍSIENSKT EIDHÚS hannað fyrir þíg Faxafeni 5, sími 685680 (Skeifunni) innréttingamar í verslun okkar eru hannaðar af FirTni P. Fróðasyni og smíðaðar hjá Ármannsfelli. Hér er tekið mið af ströngum kröfum íslendinga. Þú kemur með óskirnar, við sýnum þér fjölbreytnina, gerum teikningar og kostnaðaráætlun. - Alveg eins og þú vilt hafa það. Þegar þú kaupir íslenskar innréttingar skapar þú atvinnu hér heima.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.