Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 3
um, öryrkjum eða náms- mönnum. Búseti Húsnæðissamvinnufélagið Búseti var stofnað árið 1983. Fyrstu íbúðirnar á vegum félags- ins voru reistar við Frostafold í Grafarvoginum. Til þeirra byggingar var veitt lán úr Byggingarsjóði verkamanna. Hugmyndin að baki félagsins er sú að koma upp kerfi sem býð- ur upp á ódýrt og öruggt leigu- húsnæði fyrir alla þá sem kjósa þann valkost . Ýmsir efasemda- menn og andstæðingar búsetufyr- irkomulagsins létu fljótt í sér heyra. Á Alþingi deildu menn um það hvort veita ætti lán úr Byggingarsjóði verkamanna til að byggja leiguhúsnæði þar sem fullfrískt fólk kæmi til með að búa ekki síður en aðrir sem af ein- hverjum orsökum búa við skert aflahæfi. í upphafi var aðeins veitt lán til að byggja íbúðir fyrir öryrkja, aldraða og námsmenn en með lögunum um kaupleigu- íbúðir öðlaðist Búseti endan- legan lánsrétt. Lög um kaup- leiguíbúðir Árið 1988 voru samþykkt lög frá Alþingi um svonefndar kaupleiguibúðir. í lögunum er gert ráð fyrir bæði félagslegum og almennum kaupleiguíbúðum. Lán til bygginga hinna fyrr- nefndu eru á lægri vöxtum og til lengri tíma en lán til almennra kaupleiguíbúða. Fyrirkomulag kaupleigukerfisins er með þeim hætti að Byggingarsjóður verka- manna lánar allt að 85% af bygg- ingarkostnaði slíkra íbúða en framkvæmdaaðilar sem geta ver- ið sveitarfélög, byggingarsam- vinnufélög, fyrirtæki eða einstak- lingar leggja til 15% af bygging- arkostnaði. íbúum kaupleiguíbúða er gef- inn kostur á að leigja íbúðina í 5 ár en eftir þann tíma geta þeir keypt íbúðina með mánaðar- legum afborgunum. Leigufjárhæð fyrir kaupleigu- íbúð er ákveðið hlutfall af vöxt- um, verðbótum og afborgunum af lánum Byggingarsjóðs ríkisins, vöxtum og verðbótum af lánum framkvæmdaaðila. Auk þess er reiknaður inn í leiguna kostnaður við umsjón og viðhald hússins og fasteigna- og brunabótagjöld. Þar sem veitt eru hagstæðari lán til félagslegra kaupleiguíbúða er leiguverð þeirra lægra en fyrir almennar kaupleiguíbúðir en skilyrði þess að fá félagslega kaupleiguíbúð eru þau sömu og fyrir úthlutun íbúðar í verka- mannabústað. Sem dæmi um leiguverð má nefna að almenn kaupleiguíbúð sem kostar 5 milljónir er leigð á 25.868 krón- ur. Með kaupleigukerfinu er verið að gera tilraun til að brjótast út úr því séreignafyrirkomulagi sem hefur verið allsráðandi í húsnæð- iskerfinu og auka framboð leigu- húsnæðis. Kaupleigukerfið ætti þannig að geta nýst ýmsum þjóð- félagshópum sem ekki geta keypt íbúðir eða hafa ekki aðstæður til mikilla fjárfestinga til Iengri eða skemmri tíma. Aðstæður í hús- næðismálum úti á landsbyggðinni eru víða með þeim hætti að skortur á hentugu húsnæði stend- ur í vegi fyrir því að fólk flytjist þangað. Menn binda vonir við að kaupleigukerfið leysi að ein- hverju leyti þann vanda. Gallar nú- verandi kerfis í nýútkominni skýrslu um fyrirkomulag félagslega íbúðar- lánakerfisins sem unnin var á vegum félagsmálaráðuneytisins er gerð almenn úttekt á því kerfi sem nú er í gangi bent á ýmsa galla og leiðir til úrbóta. HÚSNÆÐI Félagslegar lausnir húsnæðis- mála hér á landi eru í ríkara mæli bundnar við eigið húsnæði frem- ur en leiguhúsnæði ólíkt því sem tíðkast víða erlendis. Áherslan á séreignastefnuna hefur verið svo mikil að heimilað hefur verið að lána allt að 100% kostnaðarverð íbúðar í verkamannabústað í viss- um tilfellum. Þetta telja höfund- ar skýrslunnar of langt gengið í séreignastefnu og benda á aðrar lausnir. í skýrslunni er fjallað um það fyrirkomulag að tengja aðstoð hins opinbera við íbúðina sjálfa eins og nú er gert og bent á að það geti leitt til þess að hin félagslega niðurgreiðsla falli ekki ævinlega í skaut þeirra sem þurfa aðstoð og aðeins þann tíma sem viðkom- andi þarf á henni að halda. Þegar úthlutað er íbúð í verkamanna- bústað er litið á tekjur og félags- legar aðstæður umsækjanda síð- astliðin 3 ár, en eftir að úthlutun hefur farið fram er umsækjandi orðinn eigandi íbúðarinnar og engin endurskoðun fer fram á að- stæðum hans eða þörf fyrir að- stoð. í þessu sambandi er þó bent á ágalla á tekjuviðmiðunum sem notaðar eru við úthlutun verka- mannbústaða. Bent er á að það sé úr takt við tímann að byggja sérstaka „bú- staði“ fyrir láglaunafólk sem stuðli með ýmsum hætti að óæski- legum félagslegum aðskilnaði og sundurgreinigu í þjóðfélaginu. Einnig kemur fram í skýrslunni gagnrýni á stjómum í verka- mannabústaðakerfinu sem talin er of þung í vöfum og ekki nægi- lega skilvirk og m.a. bent á að óeðlilegt sé að ábyrgð og úthlut- unarvald fari ekki saman. Tillögur um úrbætur Umfjöllun í skýrslunni um úr- bætur er skipt í tvo kafla, annast vegar endurbætur á núverandi kerfi og hins vegar hugmynd að nýju fyrirkomulagi. Þær hugmyndir sem lúta að uppstokkun kerfisins byggjast á því að horfið verði frá því að binda aðstoð hins opinbera við mikið niðurgreidd lán sem fylgja ákveðnum eignaríbúðum sem út- hlutað er á vegum stjómar verka- mannabústaða. Þess í stað verði aðstoð hins opinbera bundin ein- staklingum og högum hans hverju sinni. Lagt er til að Bygg- ingarsjóður ríkisins og Bygging- arsjóður verkamanna verði sam- einaðir og stofnaður sérstakur lánaflokkur sem veitir láglauna- fólki sérstök lán með lægri vöxt- um sem kæmi til viðbótar al- mennum lánum sjóðsins. Endur- greiðsla lánsins yrði bundin tekj- um eða háð endurskoðun vax- takjara með tilliti til tekna. Með þessu kerfi gæti fólk keypt „fé- lagslega“ íbúð á almennum markaði að uppfylltum skilyrð- um um stærð, kostnað og greiðs- lugetu. Helstu kostir þessa fyrir- komulags að mati skýrsluhö- funda em þeir að með þessu kerfi yrði aðstoð hins opinbera í formi niðurgreiddra vaxta bundin þörf hverju sinni, íbúðareigendur yrðu ábyrgari fyrir eigin gerðum og horfið væri frá því að byggja sérstaka bústaði fyrir láglauna- fólk. Samhliða nýju lánakerfi er •lögð mikil áhersla á aukið fram- boð leiguhúsnæðis. Nýju Kaup- leigulögin gefa ákveðin fyrirheit í þessum efnum, en auk þess er bent á þann möguleika að færa hluta af jöfnun húsnæðisk- ostnaðar yfir í skattakerfið og skapa jafnframt gmndvöll fyrir auknum jöfnuð milli eigenda og leigjenda með sérstöku húsa- leigubótakerfi. Sá skilningur á jafnrétti í húsnæðismálum, sem felst í jöfnuði milli eignar- og leiguhúsnæðis er forsenda þess að hér á landi komist á laggimar og þrífist almennur leigumarkað- ur til hagsbóta fyrir þá sem vilja og þurfa að leigja sér húsnæði til lengri eða skemmri tíma. iþ 02» Sjalfstæð glerhelluborð 4 eða 5 plotur Kæliskapar til innbyggingar einnig fyrir trehurð Fallegir vaskar i stali eða emaleraðir Hljoölatar. fyrirferðarlitlar viftur Vandaðar uppþvottavelar. einnig fyrir trehurð GLÆSILEGT SAMRÆMT UTLIT MEÐ BLOMBERG Einar Farestveit & Co .hf. BORQARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OQ 622900 - NflEQ BÍLASTÆDI Nutima eldhus er vinnustaður fjölskyldunnar-þvi er nauðsynlegt að goð samhæfing se milli innrettingar og heimilistækjanna. BLOMBERG hefur mikla reynslu i þroun innbyggingatækja. Tækin eru þrouð til að falla vel inn i nutima innrettingar, svo hvergi verða raufareða þarf neina lista til að hylja Ijot samskeyti. BLOMBERG byður uþp a langstærsta urvalið i innbyggingatækjum. a verði fyrir alla. Litið við og kynnist BLOMBERG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.