Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 7
HÚSMÆÐI
*
*
:
Húsbréfin fylgja markaðsvöxtum
hverju sinni og þau verða með
ábyrð Byggingarsjóðs ríkisins.
Byggingarsjóður ríkisins og Seðl-
abankinn munu verða virkir aðil-
ar á húsbréfamarkaðinum þ.e.
vera alltaf með kaup- og sölutil-
boð á húsbréfum. Aðrar við-
skiptastofnanir geta líka annast
viðskipti með húsbréfin. Miðað
við markaðsvexti í dag, sem eru í
kringum 7-8% þá er ljóst að vex-
tir húsbréfanna eru mun hærri en
á lánum frá Húsnæðisstofnun
ríkisins. Par kemur hinn hluti
kerfisins inn í, svokallað Vcixta-
bótakerfi þar sem ríkið mun
niðurgreiða vexti í gegnum skatt-
akerfið til þeirra sem eru undir
ákveðnum tekju- og eignamörk-
um. Vaxtabætumar em reiknað-
ar þannig út að frá þeim vaxtagj-
öldum sem fólk greiðir árlega er
dregin fjárhæð sem nemur 5% af
heimilistekjum og 3% af hverjum
100 þúsund krónum sem eignar-
skattstofn fer umfram 1700 þús-
und krónur hjá einstaklingi og
3400 þúsund krónur hjá hjónum.
Með þessu móti er ætlunin að
niðurgreiða vexti hjá þeim hluta
fólks sem telst þurfa á því að
halda en leggja niður núverandi
kerfi sem veitir öllum aðgang að j
niðurgreiddum lánum ríkisins. I
Hvernig munu viðskipti með j
húsbréfin ganga fyrir sig?
Eftir að kaupandi hefur fundið
íbúð sem hann vill festa kaup á og |
seljandinn hefur failist á að taka
við húsbréfum sem greiðslu snýr
kaupandi sér til aðila sem annast
húsbréfaskiptin. Það getur verið
Húsnæðisstofnun ríkisins, bank-
ar eða einhver önnur lánastofn-
un. Þessir aðilar meta síðan um-
sókn kaupanda þ.e. leggja mat á
það hversu mikils virði eignin er
og hver greiðslugeta kaupanda
er. Síðan er veitt leyfi til útgáfu
húsbréfa fyrir allt að 65% af
matsverðinu. Raunverulegt
kaupverð íbúðarinnar getur eftir
atvikum verið hærra eða lægra en
þetta matsverð. Ferli þetta þarf
ekki að taka meira en tvær vikur
en í núverandi kerfi er meðalbið-
tími eftir láni 34 mánuðir.
Yngvi öm Kristinsson:
Skömmtunarkerfin hafa yfirleitt
ekki reynst vel. Mynd: Jim Smart.
Eftir að seljandi íbúðar hefur
fengið húsbréfin í hendur getur
hann notað þau til kaupa á öðru
húsnæði, selt þau á húsbréfa-
markaðnum eða átt þau áfram og
jafnframt tekið þá áhættu sem
felst í því að eiga verðbréf sem
fylgja markaðsverði hvers tíma.
Mun núverandi lánakerfi verða
lagt niður um leið og húsbréfin
verða sett á markað?
Nei, um einhvem tíma munu
bæði kerfin verða í gangi. Þeir
sem eiga inni umsókn um lán hjá
Húsnæðisstofnun geta valið um
hvort þeir bíða áfram í biðröð eða
notfæra sér húsbréfakerfið. Ráð-
stafanir sem gerðar verða munu
þó draga úr ráðstöfunarfé Hús-
næðisstofnunar. Kaupskylda líf-
eyrissjóðanna verður lækkuð úr
55% í 45% en það svigrúm sem
myndast hjá lífeyrissjóðunum er
ætlast til að þeir noti til að kaupa
á húsbréfum.
Það eru uppi raddir sem efast
um að kerfið muni ganga snurðu-
laust upp og benda m.a. á hœtt-
una á því að húsbréfin muni
streyma á markað og hríðfalla í
verði. Hver er þín skoðun á þvi?
Ég óttast ekki verðfall á hús-
bréfunum. Ég hef miklu meiri
áhyggjur af því að erfiðlega gangi
að koma þeim í umferð og að á
meðan lánakerfið er enn í gangi
getur svo farið að seljendur vilji
^ frekar selja þeim sem hafa
reiðufé í höndum frá Húsnæðis-
' stofnun heldur en taka við hús-
bréfunum. En þegar til lengri
tíma er litið þá held ég að hús-
bréfakerfið sé bæði skynsamlegra
og betra fyrirkomulag fyrir alla
aðila. Það losar verulega um þá
miðstýringu sem nú ríkir í hús-
næðismálum, færir lánastarfsem-
ina út í markaðinn sjálfan og vax-
taniðurgreiðslur munu í auknum
mæli renna til þeirra sem þurfa á
því að halda.
iþ
VALHÚSGÖGN
Armúla 8, sími 82275.
Á Undsbanki ísiands
Ég er baukastjóri og spara með þér. Baukurinn er nokkurs
konar bankahólf sem þú opnarmeð baukakortinu þínu þegar
það er fullt. Síðan ættirðu að fara í Landsbankann og leggja
peningana inn á Kjörbók og þá færðu afhenta fallega möppu
utan um Kjörbókina og baukakortið þitt.
Ef þú sparar líður ekki á löngu áður en þú
getur eignast eitthvað skemmtilegt.
Landsbankinn borgar þér vexti en það eru
peningar sem þú færð fyrir að geyma
peningana þína í bankanum.
Sparaðu með mér, ég kosta aðeins
270 krónur.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
ÉG HEITITRAUSTI
BAUKASTJÓRI
\