Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 16
HÚSNÆÐI Hvar er hægt að fá lóðir? í Grafarvogi er enn verið að úthluta stökum lóðum undir einbýlishús en aðrar ióðir eru ekki á lausu í Reykjavík. Gatn- agerðargjöld fyrir meðalstórt einbýlishús í Grafarvoginum er í kringum 1300 þúsund auk þess sem heimæðargjald bætist við verð lóðarinnar. Á skrifstofu borgarverkfræðings fengust þær upplýsingar að ekki væri fyrirsjáanlegt fram- boð af lóðum á öðrum stöðum í borginni í bráð. í Kópavogi eru engar lóðir til sölu sem stendur. Seinna í sumar eða snemma í haust mun verða úthlutað lóðum í Smárahvammslandinu sem er svæðið austan við nýja íþrótt- avöllinn neðan við Kópavogs- lækinn. Þar á að rísa byggð fjölbýlis- og raðhúsa. Hjá tæknideild Kópavogskaup- staðar hefur mikið verið spurt um lóðir hjá bænum en skipu- lagið fyrir Smárahvamms- landið á eftir að fá endanlega afgreiðslu hjá bæjaryfirvöld- um. Verð lóðanna í Kópavogi fer eftir gerð og stærð húsanna sem á þeim rísa, þannig að endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en teikningar hafa. verið lagðar fram. Lóðaverð er reiknað út frá rúmmetra- fjölda hússins. Einbýlishúsa- lóðirnar eru dýrastar, kosta um 1289 krónur á rúmmetra upp að 6Q0 rúmmetrum en sé húsið stærra kostar hver um- framrúmmetri um 1690 krón- ur. Raðhús, parhús og tvíbýl- ishús kosta 845,25 krónur rúmmetrinn og lóð undir fjöl- býlishús kostar 563,51 krónu hver rúmmetri. í Smárahvammslandi er eingöngu gert ráð fyrir fjöl- býlishúsum og raðhúsum en engum einbýlishúsum og verða blokkirnar þriggja til átta hæða háar. í Hafnarfirði er verið að leggja lokahönd á deiliskipu- lag fyrir svæði á suður Hval- eyrarholti og verður byrjað að úthluta lóðum á því svæði innan skamms. í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir fjölbýlishús- um, en lóðum undir raðhús og einbýlishús verður úthlutað í seinni áföngum. Samkvæmt eldra skipulagi fyrir Hafnar- fjörð var ekki ráðgert að byggja á þessu svæði fyrr en eftir u.þ.b. 20 ár, en eftir- spurnin eftir lóðum í bænum hefur verið miklu meiri en gert var ráð fyrir. Annað nýbyggingarhverfi í Hafnarfirði er í Setbergs- landinu. Þar á bærinn ennþá nokkrar einbýlishúsalóðir sem ekki hefur verið úthlutað enn auk þess sem fjölbýlishús verða byggð í Moshlíð og Fjárhúsholti sem eru svæði innan Setbergslands. Lóðum þessum verður úthlutað í byrj- un næsta árs. Seltjarnarnes er að verða nánast fullbyggt og hefur bær- inn sjálfur ekki neinar lóðir til úthlutunar. Hins vegar eru nokkrar eignarlóðir sem hægt er að byggja á. Það eru einkum þrjú svæði, Kolbeinsstaðamýri, við Boll- agarða og við Bakkavör. Lóð- ir á þessum stöðum er hægt að kaupa af eigendum þeirra en þær munu vera nokkuð dýrar. Verðið er á bilinu 1 til 2 milljónir og þá á eftir að greiða gatnagerðargjöld og fleiri gjöld til bæjarins. Flestar lóðirnar á Seltjarnarnesi eru ætlaðar einbýlis- og raðhúsum nema í Kolbeinsstaðamýri þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð. jh Mikil eftirspurn er eftir lóðum í nágrannasveitarfélögum Reykja- víkur en framboðið er ekki mjög mikið núna, en stendur til bóta síðar í sumar eða seinna á þessu ári Húsgögn og innréttingar! ■ Badherbergis-innréttingar —WSm Eldhúsinnréttingar Fataskápar © úsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 32 Reykjavík - Sími 68 69 00 Trésmiðja - Selfossi - Sími 98-22000

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.