Þjóðviljinn - 22.08.1989, Page 1
Þriðjudagur 22. ágúst 1989 142. tölublað 54. árgangur
Fjárlög
Alþingi samþykki aukafjárveitingar
Gildistímafjárlaga breytt. Ólafur Ragnar Grímsson: Ríkisstjórnin hefur samþykkt aðfjáraukalög ársins komifyrir
Alþingiíhaust. Hefurekki gerst áður
Ríkisstjórnin hélt sex tíma
langan fund í gær þar sem far-
ið var yfir atriði varðandi fjárlög
næsta árs. Ólafur Ragnar Gríms-
son fyármálaráðherra sagði Þjóð-
viljanum að hann hefði lagt fyrir
ríkisstjórnina ýtarlega greinar-
gerð og tillögur varðandi fjárlag-
agerðina en tillögurnar fælu í sér
margar nýungar varðandi fram-
kvæmd fjárlaga.
Ólafur sagðist hafa lagt fyrir
ríkisstjórnina tillögu um að fjár-
aukalög fyrir árið í ár, yrðu lögð
fyrir Alþingi strax á haustdögum
og hefði sú tillaga verið samþykkt
í stjórninni. „Aukafjárveitingar
þessa árs verða því lagðar fyrir
Alþingi," sagði Ólafur. Þing-
menn gætu því tekið afstöðu til
þess hvort auka ætti niður-
greiðslur á landbúnaðarafurðum,
auka ætti framlög til trygginga-
bóta og annarra bóta og hvort
Þúsundir á
Rykkrokki
Rykkrokk, rokkhátíðin sem
haldin var við Fellahelli á
laugardag, gekk mjög vel að sögn
Sigurðar Sigurðssonar í Fella-
helli. Hann sagði að eitthvað á
bilinu 500-1000 manns hefðu ver-
ið á hátíðinni framan af, en þegar
líða tók á hátíðina hefðu
áheyrendur verið á bilinu 4-5000.
Lögreglunni barst ekki eitt ein-
asta útkalla vegna Rykkrokksins,
að sögn Sigurðar. Allar áætlanir
hefðu gengið upp ef frá er talið að
hljómsveitin Óktóber varð að
boða forföll. Sigurður sagði að
Rykkrokkið hefði sýnt og sannað
fyrir sér, að ekkert væri því til
fyrirstööu að halda rokkhátíð
eins og Rykkrokk. Viljinn til að
leggja eitthvað af mörkum væri
allt sem þyrfti. Styrkur Tóm-
stundaráðs Reykjavíkur, upp á
250 þúsund krónur, hefði nægt
fyrir þeim kostnaði sem hlaust af
hátíðinni.
Sigurður telur að Reykjavíkur-
borg ætti að hugleiða þann mögu-
leika að halda rokkhátíð í
Reykjavík á hverju ári. Slík hátíð
yrði góð auglýsing fyrir borgina
og þyrfti ekki að kosta mikið.
Margar borgir héldu slíkar hátíð-
ir til að vekja á sér athygli. Það
mætti til að mynda hugsa sér
framkvæmdina þannig að ein er-
lend hljómsveit væri fengin á
slíka hátíð, sem annars væri hald-
ið uppi af íslenskum hljómsveit-
um. Fellahellir hefði alla vega
ekki getað fengið betri auglýs-
ingu á sinni starfsemi en Ryk-
krokkið. Rykkrokk væri betri
auglýsing en 1000 auglýsinga-
bæklingar.
Nánar verður fjallað um Rykk-
rokk á dægurmálasíðu Nýs Helg-
arblaðs.
-hmp
ríkisvaldið ætti að styðja við
atvinnulífið. Ólafur sagði raun-
verulegt svigrúm vera fyrir hendi
fyrir Alþingi, því ekki væri búið
að eyða þessum fjármunum. Inni
í fjáraukalögunum yrðu auka-
fjárveitingar sem koma ættu til
framkvæmda í nóvember og des-
ember.
Eins og kunnugt er á virðis-
aukaskattur að taka við af sölu-
skatti um næstu áramót. Þjóðvilj-
inn hefur heimildir fyrir því að
fjármálaráðherra hafi átt í við-
ræðum við hina stjórnarflokkana
um að tvö þrep verði á virðis-
aukaskattinum, þar sem lægri
álagning verði á algengustu mat-
vælum. Þetta mál mun nú vera í
skoðun innan Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks. Ólafur vildi
ekki tjá sig um þetta mál, en sagði
ýmsa hluti vera til umræðu innan
ríkisstjórnarinnar í tengslum við
fjárlagagerðina.
Þá hefur Þjóðviljinn heimildir
fyrir því að fjármálaráðherra vilji
breyta gildistíma fjárlaga. í dag
gilda fjárlög frá 1. janúar til 31.
desember en talið er að Ólatur
vilji að gildistíminn verði 1. júní
til 31. maí. Með þessu fá alþingis-
menn mun lengri tíma til að fjalla
um fjárlögin, eða 4-5 mánuði og
mánuður ynnist til undirbúnings
á framkvæmd laganna. -hmp
Það var rokk, það var þungarokk og það var sveifla á Rykkrokki. Hér sjást nokkrir af blásurum Júpíters með
á nótunum. Mynd: Kristinn.
Húnavatnssýsla
Dómsmálaráðuneytið gagnrýnt
Fróðleg skýrslafrá lögreglunni íHúnavatnssýslu. Starfsmenn
dómsmálaráðuneytis gagnrýndir. Útiskemmtunin ekki dansleikur
r
Iskýrslu sem lögreglan í Húna-
vatnssýslu hefur gert eftir úti-
skemmtunina í Ilúnaveri um
verslunarmannahelgina, kemur
margt fróðlegt fram. M.a. hörð
gagnrýni á starfsmenn dóms-
málaráðuneytisins fyrir ummæli
þeirra um að þeir hefðu sent
Magnús Einarsson aðstoðaryfír-
lögregluþjón í Reykjavík til að
taka við stjórn fyrir norðan.
Það er Kristján Þorbjörnsson
aðalvarðstjóri sem undirritar
skýrsluna og er undirbúningur að
hátíðinni rakinn, svo og hátíðin
sjálf. Kristján telur ástandið ekki
hafa verið slæmt, en margt hafi
farið úrskeiðis við samkomuhald-
ið og helstu ástæðuna telur hann
vera fólksfjöldann sem varð mun
meiri en nokkur átti von á.
Orðrétt segir í skýrslunni:
„Margir hafa fundið hjá sér þörf
til að lýsa ástandinu í Húnaveri
og jafnvel menn sem þar komu
aldrei alla helgina. Jafnvel menn
úr dómsmálaráðuneytinu voru
gripnir einhverri athyglissýki og
voru fljótir að dæma. Og fólki var
tíðrætt um ölvun. Auðvitað var
þarna ölvað fólk en stærsti
hlutinn voru venjulegir unglingar
prúðir, snyrtilegir og vel gerðir
krakkar.“
Þá segir Kristján um það hvort
samkoman hafi verið þess eðlis
að af henni bæri að greiða sölu-
skatt: „Hver það er, sem ætlar að
dæma um það hvort samkoman í
Húnaveri tengdist útiskemmtun
eða hvort útiskemmtunin þar
tengdist tónleikum, veit ég ekki
en hann er ekki öfundsverður af
hlutverkinu. Samkvæmt minni
skilgreiningu á orðinu dansleikur
var ekki um slíka samkomu að
ræða...“.
Gunnar Sigurðsson lögreglu-
maður nr. 1 skrifar líka skýrslu og
segir þar m.a.: „Magnús Einars-
son aðstoðaryfirlögregluþjónn úr
Rvík hafði milligöngu um að
hingað norður kæmu menn frá
fíkniefnadeild lögreglunnar í
Rvík og tækju við þessu máli.
Eins var það von okkar að þeir
dveldust eitthvað hér norðan
heiða og litu á hátíðina ef þar
kynnu að vera þekktir sölumenn
þessa dauðansefnis. Sú von okk-
ar brást hins vegar allsnarlega því
þeir voru varla búnir að hemla
bifreiðum sínum þegar þeir voru
aftur komnir á leið suður."
Þá segir Gunnar: „Um mið-
nætti á laugardagskvöld voru
uppgefnar tölur um selda miða
5500 en talið var að á svæðinu
væru fast að 7000 manns. Mjög
erfiðlega gekk að fá öruggar tölur
og var eins og að þeir sem spurðir
voru héldu að fyrirspyrjandinn
væri með sýkingu, farið var
undan í flæmingi og forðuðust
fyrirspyrjandann eins og heitan
eld.“
ns.
Heimsmeistaramót í handbolta
Tillögur HSÍ í ríkisstjóm
Handknattleikssamband ís-
lands hefur lagt fyrir Svavar
Gestsson, menntamálaráðherra
tillögur varðandi heimsmeistara-
mótið í handbolta, sem á að halda
á íslandi 1995. I tillögunum er
gert ráð fyrir því að ný íþróttahöll
verði byggð í Laugardal, norð-
vestur af Laugardalshöllinni.
Svavar Gestsson sagði Þjóð-
viljanum, að hann myndi leggja
þessar tillögur fyrir ríkisstjórnina
í dag. Hann sagði að í tíð síðustu
ríkisstjórnar hefðu verið gefin
fyrirheit varðandi nýtt íþrótta-
mannvirki í tengslum við
heimsmeistaramótið. Þetta lof-
orð hefði verið gefið á alþjóð-
legum vettvangi, án þess að
tryggt hefði verið að fjármunir
væru fyrir hendi. Núverandi rík-
isstjórn myndi standa við þessi
fyrirheit.
-hmp