Þjóðviljinn - 11.10.1989, Síða 7

Þjóðviljinn - 11.10.1989, Síða 7
ERLENDAR FRETTIR Skýrsla IISS Varsjárbandalag gengur úr sér Aðildarríkiþess og einnigNatóríki draga úr útgjöld- um til herja sinna Enda þótt aðildarríki Nató hafi skuldbundið sig til að auka út- gjöld sín til hermála um 3% ár- lega, eru fiest þeirra þegar farin að lækka þau útgjöld, þeirra á meðal Bandaríkin, Bretland, Tyrkland og Noregur. Af Nató- ríkjum hafa aðeins Danmörk, Grikkland, Kanada og Portúgal upp á síðkastið hækkað fjárfram- lög til herja sinna. Þetta kemur fram í 31. hefti The Military Balance (Herbún- aðarjafnvægi), riti sem Alþjóð- astofnunin um hermálarann- sóknir, þekkt undir skammstöf- uninni IISS, gefur út árlega. Stofnun þessi, sem hefur aðsetur í Lundúnum, hefur orð á sér sem mikill viskubrunnur um herstyrk ríkja heims, sem og samkeppni þeirra og samvinnu á þeim vett- vangi. í þessari skýrslu IISS er því haldið fram, að kalla megi að Varsjárbandalagið sé nú úr sög- unni sem hernaðarbandalag, a.m.k. miðað við það sem áður var. Að vísu séu enn sterk tengsli milli Sovétríkjanna annarsvegar og hinsvegar flestra annarra bandalagsríkja, en hinsvegar sé hernaðarbandalag Póllands og Ungverjalands við t.d. Austur- Þýskaland varla orðið annað en formið eitt. Við þetta má bæta að Rúmenía hefur eftir sem áður sérstöðu innan bandalagsins. Frá því að Gorbatsjov Sovét- ríkjaforseti tilkynnti fyrirætlanir um einhliða niðurskurð á vígbún- aði Sovétríkjanna í Austur-Evr- ópu hafa öll Varsjárbandal- agsríki að Rúmeníu frátalinni til- kynnt að fækkað verði í herjum þeirra. Herútgjöld Tékkóslóvak- íu lækka um 15 af hundraði þetta árið og Búlgaríu um 12 af hundr- aði. Austur-Þýskaland ætlar að lækka sín herútgjöld um einn tí- unda til ársloka 1990. Þingið í Ungverjalandi hefur ákveðið lækkun herútgjalda þar um 17 af hundraði. dþ. Þýskalandsmál Hafa úrslitaþýðingu fyrir Gorbatsjov Fyrrverandi ráðunautur Honeckers telur að einafæra leið Austur- Þýskalands út úr ógöngunum sé að breyta sér með Vestur-Þýskaland sem fyrirmynd. Hann álítur að eðlilegast sé að ríkin sameinist og að ekkert eigi að þurfa að vera því til fyrirstöðu Gangur mála í Austur- Þýskalandi hefur ekki aðeins grundvallarþýðingu fyrir Þýska- land og Vestur-Evrópu. Fram- vindan í þeim málum ræður einn- ig að öllum líkindum úrslitum um það, hvort nýskipan Gorbatsjovs í Sovétríkjunum heppnast eður ei. Þetta álítur a.m.k. maður að nafni Wolfgang Seiffert, sem um árabil var ráðunautur austur- þýsku stjórnarinnar og hafði einkum samskipti innan efna- hagsbandalags austurblakkarinn- ar, Comecon, á sinni könnu. En 1978 flutti hann til Vestur- Þýskalands og er nú prófessor við háskólann í Kiel. Hann er sagður einkar vel heima um þýsk og evr- ópsk stjórn- og efnahagsmál jafnt austan tjalds sem vestan. Friður í hættu Seiffert telur, að austurþýskir ráðamenn eigi vart annars kost en að láta undan kröfum mikils þorra almennings í ríki sínu og gera á því gagngerar breytingar. Annars sé hætt við „sprengingu“ í Austur-Þýskalandi. Slík átök kæmu ekki aðeins illa niður á íbú- um þess lands, heldur yrðu þau stórhættuleg fyrir friðinn í Evr- ópu og heiminum öllum. Til átaka kynni að koma á landa- mærum Austur- og Vestur- Þýskalands, t.d. ef skotið yrði að austan á flóttamenn, sem reyndu að ryðjast í stríðum straumum yfir Berlínarmúrinn. Líklegt væri að Sovétmenn brygðust við upp- lausnarástandi í Austur- Þýskalandi með því að taka þar öll völd í sínar hendur. Jafnvel þótt þetta leiddi ekki til meiriháttar hernaðarátaka með ófyrirsjáanlegum afleiðingum Seiffert - „sprenging" yfirvofandi í Austur-Þýskalandi ef ráðamenn láta ekki undan. myndi þetta hafa í för með sér afturhvarf til kalda stríðsins. Af- vopnunarviðræður austurs og vesturs yrðu lagðar á hilluna í áratug eða svo. Seiffert telur, að Gorbatsjov hafi lengi óttast að til þesskonar tíðinda kunni að draga. Hann hafi viljað ræða Þýskalandsmálin við Kohl sam- bandskanslara er hann heimsótti Vestur-Þýskaland á dögunum, en Kohl hafi færst undan af ótta við að styggja bandamenn sína í Nató. Gorbatsjov gerir sér ljóst, segir Seiffert, að upplausn í Austur-Þýskalandi og valdataka Sovétmanna þar myndu eyða þeim vinsældum, sem hann nýtur á Vesturlöndum, og leiða til þess að íhaldsmenn yrðu ofan á í Kreml. Til að koma í veg fyrir þetta sé Sovétríkjaforseti reiðu- búinn til mikillar eftirgjafar í Þýskalandsmálum. Seiffert telur, að fyrir Austur- Þýskaland sé aðeins ein leið fær út úr ógöngunum: að breyta sér í líkingu við Vestur-Þýskaland með sameiningu ríkjanna fyrir augum. Það sé óhjákvæmilegt vegna þess að grundvallarástæða óánægjunnar í austurríkinu sé einfaldlega sú, að íbúar þess hafi komist að þeirri niðurstöðu að íbúar vesturríkisins hafi það betra en þeir. Seiffert leggur að vísu áherslu á, að við endursam- eininguna verði að fara að öllu með gát, en hann telur ekki úti- lokað að Austur-Þýskaland geti sameinast Vestur-Þýskalandi sem tólfta fylki þess. Sovéskar hersveitir skuli þó verða áfram í landinu, hvað mætti kallast eðli- legt meðan hersveitir vesturveld- anna væru í vesturhluta þess. Nauðsynlegt yrði að tryggja emb- ættismönnum ríkis og ríkisflokks í Austur-Þýskalandi störf og eft- irlaun í sameinuðu Þýskalandi. Seiffert er gagnrýninn á stefnu vesturþýsku stjórnarinnar í Þýskalandsmálum. Hann telur að stjórnin í Bonn vilji sem minnst hreyfa við þeim málum uns innri markaður Evrópubandalagsins verði orðinn að veruleika. Þeir í Bonn telji að þá, með Evrópu- bandalagið á bak við sig, standi þeir stórum betur að vígi en áður í samningaumleitunum við austantjaldsríki. Þetta hafi ekki farið framhjá sovéskum ráða- mönnum, sem séu nú ekki án grunsemda um að Vestur- Þjóðverjar hyggist notfæra sér bágt ástand austurblakkarinnar til að teygja Pólland og Ung- verjaland inn á áhrifasvið vestur- blakkarinnar og tryggja sér stöðu til að ráða einir að mestu úrslitum í Þýskalandsmálum. dþ. Príeyg geimvera í Voronezj Geimfarlenti 27. sept. s.l. ítrjá- garði í Voronezj, sovéskri borg skammt frá Don, og steig út úr því vera nokkurnveginn í manns- mynd, en þriggja metra há og með þrjú augu í höfðinu. Gestur þessi var klæddur silfurlitum klæðum og í bronslitum stígvél- um. Augu hans skinu mjög og máttu jarðarmenn þeir, sem hann horfði á, sig hvergi hræra á meðan. Hann skaut af einskonar skammbyssu á 16 ára pilt og hvarf sá samstundis, en birtist aftur heill á húfi skömmu síðar er gesturinn var floginn á brott í geimfarinu. Þetta er samkvæmt sovéskum blöðum, sem slógu fréttinni verulega upp, og hafa þau frásagnir sínar eftir sjónar- vottum. Fleiri geimgesta kvað hafa orðið vart í Voronezj síðustu daga s.l. mán. Atvinnu- leysi 9,2% Atvinnuleysi í Evrópubanda- laginu nam í ágústmánuði 9,2 af hundraði og hafði sú tala þá verið óbreytt þrjá mánuði í röð. Heldur hefur þó dregið úr atvinnuleysi í bandalaginu frá því á sama tíma s.l. ár, en þá nam það 10,1 af hundraði. Atvinnuleysið er sérstaklega geigvænlegt hvað viðvíkur fólki yngra en 25 ára, en í ágúst voru 17,8 af hundraði þess aldurs- flokks án atvinnu. Atvinnuleysi þessa fólks er að vísu heldur minna en var í ágúst s.l. ár, en þá var það 20,2 af hundraði. Mest var atvinnuleysið í ágúst s.l, á ír- landi, 17,1 af hundraði, og á Spáni, 17,0 af hundraði, og í þriðja og fjórða sæti á þessum lista eru Ítalía og Frakkland með 11,0 og 10,2 af hundraði. Lúx- embúrg hafði í þessum mánuði minnst atvinnuleysi banda- lagsríkja, 2,0 af hundraði, og næstminnst var atvinnuleysið í Vestur-Þýskalandi og Portúgal, 5,6 í hvoru landi. Habsborgari forseti Ungverjalands? Ottó af Habsborg, síðasti ríkis- erfingi Austurríkis-Ungverja- lands, tilkynnti í gær að til greina gæti komið að hann yrði í fram- boði í forsetakosningum, sem fram eiga að fara í Ungverjalandi í nóv. n.k. Ottó, sem er 76 ára og sonur Karls fyrsta, síðasta keisara Austurríkis og konungs Ungverjalands, situr nú á Evróp- uþingi fyrir kristilega demókrata í Vestur-Þýskalandi. Smábænd- aflokkurinn ungverski, stærstur flokka þarlendis fyrir valdatíð kommúnista og nú endurreistur, kvað hafa í hyggju að bjóða Ottó fram, fáist hann til þess, og fleiri stjórnmálasamtök eru sögð hon- um hlynnt. Til hluthafa Verslunarbanka íslands hf. Á aðalfundi bankans 18. mars 1989 var bankaráði heimilað að liækka hlutafé félagsins um allt að 100 milljónir króna. Bankaráð hefur nú ákveðið að nýta þessa heimild og eiga hluthafar rétt til áskriftar í réttu hlutfalli við hlutafjáreign sína, eða 19,8%. Forgangsréttur hluthafa rennur út 25. október nk. Útboðsgengi hinna nýju hlutabréfa- hefur verið ákveðið 1.40 og er greiðslu- frestur til 10. nóvember nk. Sömu reglur gilda um hin nýju hlutabréf og annað hlutafé í bankanum. Áskriftarskrá mun liggja frammi á aðal skrifstofu bankans, Bankastræti 5, frá 25. september til 25. október nk. að báðum dögum meðtöldum og verður hluthöf- um jafhframt send áskriftarskrá. Reykjavík, 19. september 1989. VERSLUNARBANKI ÍSLANDS HF. UCRSLUNRRBRNKINN -vúutur meS þöt l Miðvikudagur 11. október 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 YDDA F2.43/SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.