Þjóðviljinn - 27.10.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 27.10.1989, Blaðsíða 23
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Sá sem les ljóð Stefáns Harðar Grímssonar („Yfir heiðan morg- un" útgefandi Mál og menning) er lagstur í ferðalag sem ber hann óralangt frá bæði auðveldri ber- sögli og svo gauragangi þeirra sem eru reiðubúnir til að snúa upp á handleggina á tungumálinu til að pína fram áhrif. Stefán Hörður tekur lesandann með sér inn í heiðríkju þar sem einfald- leikinn ræður ríkjum, eða sýnist ráða ríkjum, því sjaldan er þessi ljóðasmiður allur þar sem hann er séður. Hann getur til dæmis farið ofurnálægt hefðinni í vísu eins og þessari hér, en um leið vitum við af einhverjum leyndar- dómi sem lyftir þessum tilgerðar- lausa vinskap orðanna upp yfir hefð: Harmar fönn á heitum degi hreinleika gengins vetrar eða fagnar hún frelsi ífangi svipulla vinda? Yfir hindranir Ég man ekki betur en ég hafi einhverntíma tengt Stefán Hörð við rússneska skáldið Boris Past- ernak vegna þeirrar sameiginlegu skáldskaparíþróttar þeirra, sem kölluð hefur verið „stökk yfir hindranir". Þessi „stökk" eru oft- ar en ekki fögur í sínum óvænta einfaldleika, en einfaldleikinn, sparsemin, eru svosem engin trygging fyrir því að við náum landi með okkar skilning, kann- ski finnst okkur um stund eins og við séum eftir skilin miðja vega milli þeirra fyrirbæra heimsins sem „stokkið" var á milli: Sauðmeinlaus þjóð horfir á grimmd sína speglast í vængjum fugls sem hún megnar ekki að reyta Hvað á maður nú til bragðs að taka? Tja, verið gæti að maður ætti að leyfa hvunndagsskynsem- inni að hvíla sig stundarkorn svo hún ekki spilli fyrir þeim gljúp- leika í okkur sem við þessu gæti tekið. Mikilvægt, satt og ósennilegt Um nýj a lj óðabók eftir Stefán Hörð Grímsson Um hvað yrkir Stefán Hörður? Öll svör- við slíkri spurningu verða klaufaleg. En það er rétt að geta þess að stundum er hann í ádrepuham. Og þá er hann mest að hugsa um manninn sem frekan og sídritandi gauksunga í hreiðri lífsins. Stundum slær hann á kankvísa strengi eins og í „Rann- sókn" þar sem þess er getið að „nú kvað vera farið að stofna áhugamannafélög til þess að skoða fuglaskoðendur". Oftar er það þó svo að harka færist í rödd skáldsins eins og þegar það yrkir um umferðina sem silast um strætin og er „lestir líkbrennslu- ofna á fjórum hjólum" og við tökum undir hróp konunnar sem kallar upp úr sínu móki: „Það ætti að banna okkur öll". („Söngur leðurblökunnar"). Til þyngri á- hrifa sækir skáldið með fulltingi þjóðsögunnar, þulunnar, eins og þegar hann reiðist kópadrápum tískugróðans í kvæðinu „Verð- miði" sem lýkur á þessum orðum hér: Urtusorg fær ekkert brim þvegið af flæðiskeri Hér eru hamir þeirra. Þjóðsögum og umræðu dagsins slær saman með eftirminnilegum hætti í þessu kvæði hér sem ( svo við leyfum okkur leiðinlegt póli- tískt málfar) tekur upp þræði sem liggja á miíli ríka heimsins iðn- vædda og þess fátæka. Það heitir „Náðarmeðulin": Par eð viðbitið er froða snakka sem svikist hafa undir geldar ösnur í nauðbitnum högum mammons, er náðarkornið handa varnarlausum börnum sólarinnar sýklum blandið. Uppbyggilegar þverstæður Þegar við skoðum hvernig ein- faldleikinn í Ijóðum Stefáns Harðar sækir í sig veður og vídd- ir, þá komumst við oftar en ekki að því, að sá galdur er nátengdur meðferð skáldsins á andstæðum, þverstæðum. Á lyginni sem er sennilegri en sannleikurinn („Samleikur") á samspili veru- leika og töfra („í tunglsjósi") á fjarlægð og nálægð („Þau"). í kvæðinu „Á tímum vor bjöllu- dýra" ryðjast efasemdir hver yfir aðra, vísast að hið sanna reynist hvergi satt, og sönnun engin sönn né nokkur merking. Þessar af- stæðisraunir verða samt ekki til þess að skáldið móðgist við heim- inn og biðji hann aldrei þrífast, nei þær verða honum fagurt til- efni til að játast lífinu, hann lýkur svo máli þessa ljóðs: Njótum þess morgunglöð að villast rétta leið! Næsta fótmál skín í undrafirð. Og aldrei mun okkur koma til hugar að leiðsögumaðurinn sem býður upp á „rétta villu" sé að gabba okkur. Ónei. Og þetta er ekki í eina skiptið sem skáldinu verður mikið úr því sem kalla mætti uppbyggilegar þversagnir. Þessi bók geymir prýðileg ástar- ljóð og er þó ekkert sem „Garð- stígar", sem er um þann eilífðar- fögnuð og sæla leyndardóm að Þú ert fundin og ert Mér hið næsta og þar er einmitt sunginn galdur um það, að það sem er mikilvægt og satt sé reyndar ósennilegt: Já þegar eitthvað mikilvægt reynist satt verður það ósennilegt og á meðan að það er satt heldur það áfram að vera ósennilegt. Enda er það nú eitt af þessu skemmtilega við lífið, að það hef- ur ekki ætíð þótt sennilegt. Það var ungt skáld að tala um það um daginn að ekki væri hægt að segja neitt lengur og ekki um annað að gera en snúa sér að því að vinna með myndmálið. Það er nú svo. Þetta sýnist mönnum blasa við á praktískum tímum og heldur skoðanalausum. En í al- vöru talað: dettur mönnum í hug að ekki sé lengur munur á því sem er mikilvægt og því sem er létt- vægt? Þessi texti Stefáns Harðar og fleiri vitanlega minna okkur vel og rækilega á það, að þegar það sem mikilvægt er gleymist ekki, er ekki gefið upp á bátinn, þá víkur tómleikinn og lágkúran og frumleikinn sér um sig, hann er á sínum stað. NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23* í tilefni heimsóknar páfans í sumar leið gáfu kaþólskir leik- menn út Þorláks sögu helga, eða eins og segir í undirtitli: elstu gerð Þorláks sögu helga ásamt Jarteinabók og efni úr yngri gerð- um sögunnar. Ásdís Egilsdóttir sá um þessa snyrtilegu útgáfu og ritar greinargóðan formála þar sem menn mega m.a. fræðast um eðlisþætti helgisögunnar, um það hvar þar er sagt og hvað ekki má segja, um annmarka slíkrar sögu fyrir þá sem fúlsa við guðspjöll- um því „enginn er í þeim bardag- inn". Engin tilraun verður til þess gerð í þessu litla spjalli að leggja mat á fræðilegan grundvöll útgáf- unnar. Aftur á móti skal hér skrafað lítillega um einfalt efni eins og áhrif þessa forna og Þorláks saga helga þokkafulla texta ( hvaða texti frá þeim öldum er ekki töfrum slung- inn?) á nútímalesara. Áhrif hans á einn þeirra sem vandi sig á að hugsa sem svo, að Þorlákur helgi hefði verið yfirgangssamur kirkjuhöfðingi, sem vildi stía sundur elskendum og ræna kir- kjujörðum undan þjóðlegum höfðingja eins og Jóni Loftssyni. Ruglast hann kannski í því rími, þegar hann les lofgjörðartexta um þann mann sem „hafði sér að fararblóma lærdóm og lítillæti" og mundi samt heldur öll vand- ræði þola en „sveigja réttindin með nokkurskyns óeinurð eða hugleysi" ? Tökum við þann mann í sátt sem var svo jafn- lyndur að hann lastaði aldrei veður, langaði til öngra dægra og "kvíddi öngum nema alþingi og imbrudögum" (en þá þurfti bisk- up að vígja lítt lærða prestlinga) ? Má vera. Helgisaga er reyndar með þeim annmörkum að lesar- inn kynnist ekki persónunni sem er viðfangsefni hennar, heldur óskmynd þeirrar persónu, sem er saman sett úr föstum hryggjarlið- um. Aftur á móti er gaman að velta fyrir sér þeim kraftaverkum sem Þorláki eru þökkuð í jar- teinabók og sögunni sjáífri. Vegna þess hve íslensk þau eru og einhvernveginn aðgengileg, nálæg okkur. Þorlákur er ekki mikið í því að veita blindum sýn eða reisa menn frá dauðum - aftur á móti læknar hann augnverk og tannverk, brunasár, dregur kýr upp úr pytti, bætir öl áður en það for- djarfist og lætur skip reka til lands sem þaðan rak áður. Skrá - setjarinn er stundum skemmtilega feiminn við setja annað eins á blað og segir með sígildri ís- lenskYi minnimáttarkennd: „Þess atburðar mun eg nú næst geta er miður mundi vægt verða frásögn ef í öðrum löndum hefði orðið..." Ágæt er sagan af fátækri konu sem fann sel mikinn í fjöru og tókst að rota þá miklu skepnu með því að heita á hinn sæla Þor- lák og fékk svo björg í bú. Svona eiga kraftaverk að vera! Konan var hrædd við selskrattann, traust hennar á Þorláki jók henni kjark til að vinna það nauðsynjaverk að rota hann, eins víst að það hefði mistekist ef hún hefði gengið um fjörur Þorlákslaus. Verum et justum est að kjósa slíkan mann verndardýrling íslands Árni Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.